Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lyngháls 4 • 110 Reykjavik • Sími 567 3300 Fö st ud ag og la ug ar da g Allt að 50% afsláttur af fatnaði Flíspeysur, úlpur, jakkar, ábreiður, mél, geldínur, o.fl., o.fl. Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Tvöfalt sterkara og ennþá öflugra með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN M ik lu ó d ýr a ra UMFANGSMIKLAR hafnar- framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Krossanesi á Akureyri nú í haust og á næsta ári. Að sögn Harðar Blön- dal hafnarstjóra verður byggð ný löndunarbryggja fyrir Krossanes- verksmiðjuna. Þar er nú gömul tré- bryggja en í stað hennar verður byggð ný 80 metra stálþilsbryggja með steypri þekju. Hörður sagði að nýja bryggjan yrði aðeins sunnar en sú gamla og hún slitin frá olíubryggjunni sem þar er. Hann sagði stefnt að því hefja dýpkunarframkvæmdir í haust en stálþilið verður svo rekið á næsta ári. Hörður sagði að heild- arkostnaður við þessa framkvæmd væri um 100 milljónir króna. Í sumar hafa staðið yfir nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir við Fiskihöfnina á Akureyri. Tæplega 70 metra langt stálþil var rekið nið- ur við vesturkantinn og fyllt að því. Eftir er að steypa jafn langan kant með pollum, niðurföllum og stigum en að því loknu verður gert hlé á framkvæmdum þar til næsta sum- ar. Þá verður ráðist í lokafrágang vesturkantsins og það verk boðið út sérstaklega. Stálþilið var rekið nið- ur í vinkil en um er að ræða 35 metra lengingu á 120 metra löngum viðlegukanti með 9 metra dýpi. Gaflinn er 35 metra langur með 4,5 metra dýpi en þar verður aðstaða fyrir minni báta. Ný löndun- arbryggja byggð í Krossanesi Morgunblaðið/Kristján Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vesturkant Fiskihafnarinnar á Akureyri í sumar. Samfelldur viðlegukantur þar er nú rúmir 150 metrar, auk 35 metra viðlegukants fyrir minni báta. Fyrrverandi starfsmaður kærður fyrir þjófnað FYRRVERANDI starfsmaður Tækniheima á Akureyri hefur verið kærður til lögreglu, grunaður um að hafa stolið raftækjum, m.a. sjón- vörpum, DVD-spilurum og tölvu- búnaði, á meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu. Lögreglan gerði húsleit hjá manninum í fyrradag og fann þar raftæki sem hann viðurkenndi að hafa stolið, að sögn Daníels Guð- jónssonar, yfirlögregluþjóns á Ak- ureyri. Maðurinn er grunaður um að hafa selt hluta af þeim vörum sem hann tók. Daníel vildi ekki gefa upp and- virði tækjanna sem fundust á heimili mannsins. Hann sagði að umfang málsins lægi ekki fyrir og ekki held- ur á hversu löngum tíma meint brot hefðu staðið yfir. Rannsóknin væri á frumstigi og í eðlilegum farvegi. Fyrirtækið Tækniheimar tók yfir rekstur Office 1 á Akureyri 1. mars sl. en Office 1 var í eigu Aco-Tækni- vals. Maðurinn starfaði hjá báðum fyrirtækjunum. BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að fresta gatnaframkvæmdum við Samkomuhúsið til næsta vors og bjóða verkið þá út að nýju. Áður hafði framkvæmdaráð lagt til að gengið yrði til samninga við GV Gröfur ehf. um verkið en fyrirtækið átti lægsta tilboðið í verkið í nýlegu útboði. GV Gröfur buðust til að vinna verk- ið fyrir um 21,8 milljónir króna en kostnaðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á um 26,8 milljónir króna. Bæj- arráði barst bréf frá Þorsteini Bach- mann, verðandi leikhússtjóra Leik- félags Akureyrar, þar sem hann fór fram á að framkvæmdum yrði frest- að. LA hefur þegar hafið nýtt leikár og eru æfingar komnar í gang. Því var talið ljóst að um verulega röskun yrði að ræða á starfsemi félagsins yrði ráðist í áðurnefndar framkvæmdir nú. Bæjarráð ákvað því að fresta fram- kvæmdum til næsta vors og hafna þeim tilboðum sem bárust í verkið. Gert var ráð fyrir að vinna verkið á stuttum tíma. Jakob Björnsson, for- maður bæjarráðs, sagði að við það að fresta framkvæmdum til næsta vors hefðu forsendur breyst og því hefði ekki verið hægt að láta framkomin til- boð standa. Hann sagði að næsta vor yrði örugglega gefinn rýmri tími til framkvæmda og það skipti máli. Enn ekki verið ráðist í endur- bætur í göngugötunni G. Hjálmarsson hf. bauð einnig í verkið á dögunum, annars vegar 24,8 milljónir króna og frávikstilboð upp á 24,2 milljónir króna. Þessi tvö fyrir- tæki, G. Hjálmarsson og GV Gröfur buðu í endurbætur á Hafnarstræti/ göngugötu fyrir réttu ári en þá stóð til að hefja framkvæmdir um haustið. Bæði tilboðin voru nokkuð yfir kostn- aðaráætlun en tilboð G. Hjálmarsson- ar þó lægra. Framkvæmdaráð hafn- aði tilboðunum en samþykkti síðar að leggja til við bæjarráð að gengið yrði til samninga við G. Hjálmarsson á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. Því hafnaði bæjarráð og samþykkti að bjóða verkið út að nýju í lokuðu útboði milli fyrirtækjanna tveggja. Tilboð fyrirtækjanna voru nánast á sömu nótum og í fyrra skiptið. Bæjarráð hafnaði þeim báðum og enn hefur ekkert orðið af framkvæmdum í göngugötunni. Gatnaframkvæmd- um við Samkomu- húsið frestað BÆJARRÁÐ, sem jafnframt er stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyr- ar samþykkti á fundi sínum í gær að Framkvæmdasjóður keypti hlutafé að upphæð 15 milljónir króna í nýju félagi um rekstur skinnaiðnaðar, Skinnaiðnaði – Ak- ureyri ehf. Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs, sagði að vissulega hafi verið þarna um sveiflukenndan rekstur að ræða, sem tvívegis hafi strandað á síðasta áratug. Hann sagði að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og þau áform sem uppi eru, trúi menn því að þarna sé möguleiki. „Menn sjá heldur ekki hvar annars staðar væri hægt, með svipuðu framlagi, að skapa jafn mörg störf og þarna eru í húfi. Ekki það að menn geri þetta eingöngu þess vegna.“ Jakob sagði nauðsynlegt að gera þær breytingar sem tryggðu það að allar gærur væru unnar hér innan- lands. Gæran væri eini hluti sauð- kindarinnar sem ekki væri á ein- hvern hátt niðurgreiddur eða styrktur. Menn telji sig þó hafa tryggt sér nægt hráefni úr slátr- uninni nú í haust. Jakob sagði að einnig þyrfti að kanna möguleika á hagræðingu í greininni. „Undanfar- in ár hafa tvær sútunarverksmiðjur verið starfræktar, á Akureyri og Sauðárkróki en á sama tíma hefur sauðfé fækkað mikið. Því finnst mér liggja í spilunum að menn skoði hvort hagstætt sé að reka tvö fyr- irtæki miðað við þá staðreynd.“ Að nýja hlutafélaginu um rekstur Skinnaiðnaðar standa starfsmenn innan fyrirtækisins, Akureyrarbær og Landsbankinn. Frá gjaldþroti fyrirtækisins fyrir um einu ári, hef- ur reksturinn verið í höndum félags á vegum Landsbankans en bankinn leysti þá til sín eignir þrotabúsins. Bærinn leggur fram 15 milljónir króna Nýtt hlutafélag um rekstur Skinnaiðnaðar STJÓRN Rafmagnsveitna ríkisins, RARIK, ásamt rafmagnsveitustjóra, Kristjáni Jónssyni, framkvæmda- stjórunum Steinari Friðgeirssyni og Eiríki Briem, Tryggva Þór Haralds- syni svæðisstjóra á Norðurlandi eystra og fleirum, hefur undanfarna daga verið á ferð um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu. Þeir hafa átt fundi með sveit- arstjórnarmönnum, í Ólafsfirði, á Dalvík , í Eyjafjarðarsveit og nú síð- ast í Mývatnssveit þar sem fundur var með sveitarstjórn Þingeyjar- sveitar og Mývatnssveitar. Á þessum fundum hafa sameig- inlegir hagsmunir verið til umræðu, svo sem þrífasa rafmagn í sveitum, lagning jarðstrengja, rekstur heima- rafstöðva, bygging nýrra orkuvera ofl. Fundir sem þessir hljóta að vera af hinu góða og leiða til aukins skiln- ings á þörfum dreifbýlisins sem Raf- magnsveitur ríkisins þjóna eftir bestu getu. Farið var að Kröfluvirkj- un eftir ágætan fund í Reynihlíð og virkjunin skoðuð en einhverja rekur eflaust minni til að RARIK sá um rekstur Kröfluvirkjunar í 7 ár frá 1979 til 1985 eða fram til þess tíma að Landsvirkjun keypti virkjunina. Morgunblaðið/BFH Stjórn RARIK í Kröfluvirkjun, f.v.: Stefán Guðmundsson frá Sauðár- króki, Einar Oddur Kristjánsson frá Flateyri, Pálmi Jónsson, Akri, Ingi- björg Sigmundsdóttir frá Hveragerði, Benóný Arnórsson, Hömrum, Sveinn Þórarinsson frá Egilsstöðum, formaður stjórnar, og Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri, Reykjavík. Stjórn RARIK á ferð um Norðurland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.