Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KONURNAR sem létust í hörðum árekstri fólksbíls og rútubifreiðar á gatnamótum Suðurlandsvegar og Landvegar í fyrradag voru allar ljós- mæður og vinkonur frá því að þær unnu saman á Fæðingarheimilinu í Reykjavík til margra ára. Konurnar hétu Margrét Hinriksdóttir, Sigur- björg Guðmundsdóttir og Sólveig Matthíasdóttir. Margrét Hinriksdóttir var áttræð, fædd 25. maí 1922, til heimilis í Hamraborg 34 í Kópavogi. Margrét var ógift og barnlaus. Sigurbjörg Guðmundsdóttir var 73 ára gömul, fædd 27. júlí 1929, til heimilis á Bergþórugötu 3 í Reykja- vík. Hún var ógift og barnlaus. Sólveig Matthíasdóttir var 65 ára gömul, fædd 20. maí 1937, til heimilis í Efstahjalla 11, Kópavogi. Sólveig var ekkja og lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur. Nokkur vitni að árekstrinum hafa gefið sig fram við lögregluna á Hvolsvelli en slysið er talið hafa orð- ið með þeim hætti að fólksbifreiðinni var ekið inn á Suðurlandsveg af Landvegi og í veg fyrir litla rútu sem kom úr austurátt. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni urðu 12 slys á gatna- mótunum á árunum 1991–1999, þar af urðu meiðsl á fólki í níu tilvikum. Í skýrslu Vegagerðarinnar og verk- fræðistofunnar Línuhönnunar frá 1999 um slysastaði á Suðurlandi er gatnamótunum lýst með þessum hætti: „Verslun er staðsett á horni Suð- urlandsvegar og Landvegar og er mjög nálægt vegamótunum. Á Suð- urlandsvegi að vestan er komið upp brekku en flatt að austan. Verslunin er alveg við veginn, sem skyggir mikið á útsýni til austurs fyrir um- ferð, sem kemur eftir Landvegi. Svæðið er allt óafmarkað og ekki er skýrt hvað er bílastæði og plan, né hvar keyrt er inn á veg og út af vegi.“ Rögnvaldur Jónsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerð- arinnar, segir að Vegagerðin vinni að því að lagfæra alla slysastaði á land- inu, þ.m.t. gatnamót Suðurlandsveg- ar og Landvegar. Ekki sé mikið fjár- magn ætlað til verkefnisins, eða um 100 milljónir króna árlega, sam- kvæmt vegaáætlun. Framkvæmdir við fyrrnefnd gatnamót eru á áætlun á næsta eða þarnæsta ári. Frá áramótum hafa 24 látist í 19 umferðarslysum hér á landi, eða jafnmargir og allt árið í fyrra. Margrét Hinriksdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sólveig Matthíasdóttir Létust í árekstri á Landvegamótum sömuleiðis gaflar af lestrarpúlti og skriftastóll sem var í kirkjunni. Munirnir voru fluttir til Danmerkur árið 1875 eftir að endurbætur höfðu verið gerðar á kirkjunni en þá var öllu tréverki þar skipt út. „Það hefur verið mikið metn- aðarmál fyrir Færeyinga að fá þessi miklu menningarverðmæti til Á FYRRI degi opinberrar heim- sóknar sinnar til Færeyja í gær skoðaði Davíð Oddsson forsætisráð- herra gafla úr kirkjubekkjunum í kirkjunni á Kirkjubæ, svokallaðar bekkbrúður, en Færeyingar end- urheimtu fyrr í sumar þessi merku menningarverðmæti. Gaflarnir eru frá 14. öld og baka, sem eru mjög dýrmæt fyrir þá og reyndar stórmerkileg í sögu- legu samhengi. Þetta eru mjög merkir forngripir og var ánægju- legt að sjá þá komna aftur til síns heima og hversu vel þeim eru gerð skil,“ segir Davíð. Menningarverðmæti skoðuð  Hitti Íslendinga/6 Morgunblaðið/Nína Björk TÖLUR um virðisaukaskatt og vörugjöld af bifreiðum benda til þess að umsvifin í hagkerfinu séu heldur á uppleið. Þá bendir margt til þess að neysluútgjöld heimilanna kunni að vaxa á síð- ustu mánuðum ársins. Talið er að launavísitalan kunni að hækka um allt að 7% á árinu á meðan verðlag hækki um eða innan við 5% sem myndi þýða 2% kaupmáttaraukningu launa, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skatttekjur ríkissjóðs hafa farið hægt vaxandi síðustu mán- uði eftir nær samfelldan sam- drátt frá miðju síðasta ári. Áfram gætir þó samdráttar á mælikvarða heildarskatttekna en hann fer þó minnkandi. Neysluútgjöldin vaxandi síðustu mánuði ársins Undanfarna tvo til þrjá mán- uði hafa tólf mánaða breytingar á virðisaukaskatti verið nálægt núlli að raungildi, en sú stærð er mikilvægur mælikvarði á al- menn umsvif í hagkerfinu. Í vefritinu segir að margt bendi til þess að neysluútgjöld heimilanna séu smám saman að taka við sér og að jafnvel megi vænta aukningar á síðustu mán- uðum ársins. Þó er tekið fram að áfram muni gæta áhrifa af mik- illi skuldsetningu heimilanna. Vörugjöld af bifreiðum dróg- ust saman um 60% að raungildi frá árinu 1999. Samdrátturinn á þessu ári er þó mun minni en í fyrra eða 20% að raungildi en hann var ríflega 40% á sama tíma í fyrra. Vísbend- ingar um aukin um- svif í hag- kerfinu MÆLINGAR Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur á saur- mengun í fjörunni neðan við Hamra- hverfi í Grafarvogi síðustu sjö mánuði sýndu mengun langt yfir viðmiðunar- mörkum. Á einum sýnatökustað af fjórum mældust í byrjun júlí sl. 53 þúsund saurgerlar í hverjum 100 millilítrum, en viðmiðunarmörk á þessum stað eru eitt þúsund saurgerl- ar. Á fundi umhverfis- og heilbrigð- isnefndar Reykjavíkur í gær var sam- þykkt að setja upp viðvörunarskilti við fjöruna í Hamrahverfi. Ákveðið var að fara í skipulagðar sýnatökur fyrir neðan Hamrahverfið og í Eiðsvík eftir að of mikil mengun mældist þar í desember sl. Tekin voru sýni mánaðarlega frá febrúar sl. og frá marsmánuði var saurmengunin í Eiðsvík undir mörkum fyrir útivistar- svæði, að undanskildum þremur sýn- um. Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna á Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur, segir að niðurstöðurnar í Eiðsvík hafi ekki komið á óvart. Meiri saurmengun að vetri til en á sumrin sé þekkt. Hins vegar geti hann ekki skýrt aukna mengun við Hamrahverfið, sem sé allt of mikil. Vonir séu bundnar við að útrásirnar í Grafarvogi verði sem fyrst tengdar við hreinsunarstöðina í Klettagörðum með byggingu nýrrar dælustöðvar. Framkvæmdir við dælustöð að hefjast Kolbeinn Óttarsson Proppé, for- maður umhverfis- og heilbrigðis- nefndar, segir að erfitt sé að átta sig á af hverju saurmengunin við Hamra- hverfi sé eins há og mælingar sýni. Hann segir að mælingum á mengun- inni verði haldið áfram. Aðspurður hvort ekki eigi að grípa til frekari aðgerða en að setja upp við- vörunarskilti minnir Kolbeinn á að framkvæmdir við dælustöð á þessum slóðum hefjist jafnvel í næsta mánuði. Stöðinni er ætlað að dæla skólpi niður í hreinsunarstöðina í Klettagörðum. Áætlanir geri ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki í ársbyrjun 2004. Mengun yfir mörkum Fjaran við Hamrahverfi í Grafarvogi SAMTÖK verslunarinnar – FÍS sendu forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss, LSH, bréf í gær þar sem spítalanum og Sjúkrahúsapótek- inu ehf. er gefinn tveggja vikna frest- ur til þess að ganga frá 840 milljóna króna skuld við birgja innan samtak- anna sem stunda innflutning á lyfjum og öðrum hjúkrunar- og heilbrigðis- vörum. Verði skuldin ekki greidd mælast samtökin til þess að birgjar leiti allra tiltækra úrræða sem lög leyfa til að fá skuldina greidda. Afrit af bréfinu var m.a. sent til heilbrigð- isráðherra og fjármálaráðherra. Samtökin gerðu athugasemdir við skuldastöðuna í júní sl. með bréfi til spítalans en þá námu heildarvanskil 520 milljónum króna, án dráttar- vaxta, miðað við reikninga eldri en tveggja mánaða. Síðan þá hafa van- skilin því aukist um 320 milljónir króna. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri SV-FÍS, segir að eftir bréfið í júní hafi verið komið á fundi með Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra. Þar hafi munnlegt loforð verið gefið um að skuldirnar yrðu greiddar. Andrés segir samtökin hafa kannað stöðuna nýlega og að þá hafi komið í ljós að ekkert hafi bólað á greiðslum, hvorki frá spítalanum né apótekinu. Hann segir að til greina komi að loka á frekari viðskipti við spítalann hafi ekkert gerst eftir tvær vikur. „Algerlega fáránleg staða“ Í ítrekunarbréfinu nú, sem Andrés og Haukur Þór Hauksson, formaður SV-FÍS, undirrita, segir á einum stað: „Það má hverjum manni ljóst vera að fyrirtækjunum í landinu verður ekki gert að sætta sig við viðskipta- máta sem þennan af hálfu opinberra aðila og er staða sem þessi algerlega fáránleg þegar höfð eru í huga hin ströngu viðurlög sem fyrirtæki eru beitt af hinu opinbera, standi þau ekki skil á opinberum gjöldum.“ 840 milljóna vanskil LSH við birgja Tveggja vikna frestur gefinn til uppgjörs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.