Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 17 ÞAÐ vakti athygli á liðnum vetri þegar Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum hlaut sex milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu, vegna þátttöku í fjölþjóðlegu ung- mennaskiptaverkefni. Féð kemur frá styrkjaúthlutun Ungs fólks í Evrópu. Markmið verkefnisins er að efla skilning ungs fólks á daglegum viðfangsefnum og því að fólk um víða veröld tekst á við það sama. Átta hópar taka þátt í þessu sam- vinnuverkefni, og koma þeir frá Bretlandi, Ítalíu, Írlandi, Slóvakíu og Slóveníu, auk Íslands. Þátttak- endur eru á aldrinum fimmtán til tuttugu og tveggja ára og er reiknað með að hver þjóð taki a.m.k. einu sinni á móti hinum. Þannig getur verkefnið í heild spannað næstu fimm til átta árin. Ísland hefur nú riðið á vaðið sem fyrsta móttökuþjóð verkefnisins. Fimmtíu og sjö erlendir þátttakend- ur og tíu íslenskir eru nú á Eiðum og verða næstu dagana að vinna með þemað „Einangrun í félagslegu, fjár- hagslegu, landfræðilegu og persónu- legu tilliti.“ Hver þjóð fær einn dag til að kynna þá einangrun sem þeim þykir einkenna þeirra heimkynni frekast og er svo unnið með niður- stöðurnar í hópum. Með evrópska samvitund í huga Að sögn Þráins Sigvaldasonar, forstöðumanns Ný-ungar og verk- efnisstjóra, er þetta í fyrsta skipti sem ungmennaskipti fara fram á vegum Ungs fólks í Evrópu á þessu svæði. „Hingað til Íslands er nú kominn stór hópur ungs fólks af mis- munandi þjóðerni og þau munu lita samfélagið og menninguna hér næstu dagana,“ segir Þráinn. „Það verkefni sem við tökumst á við hérna er ekki hugsað til eins árs, því mark- miðið er að hver hópur eða hvert land verði einu sinni móttakandi. Það þýðir að verkefnið gæti tekið fimm til átta ár og að tuttugu til fjör- tíu ungmenni frá Ný-ung gætu tekið þátt á næstu árum og það hlýtur að hafa mikil og jákvæð áhrif á okkar samfélag. Unga fólkið hér væntir þess svo að geta tekið þátt í fleiri verkefnum, með evrópska samvit- und í huga.“ Þráinn segir ungmennaskiptin tengjast Evrópusamfélaginu með þeim hætti, að nú sé búið að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að upp- götva sig sem eina heild, þrátt fyrir að vera frá hinum ýmsu þjóðlöndum. „Þau upplifa sig sem hluta af hinni stóru Evrópu.“ Íslenski hópurinn ætlar að fjalla um almenna einangr- un. „Við byrjum á Íslandi,“ segir Þráinn, „og tökum síðan fyrir höf- uðborgina okkar og Austurland. Við leggjum mesta áherslu á landfræði- legu einangrunina, en komum inn á félagslega, fjárhagslega og menn- ingarlega einangrun að auki.“ Auk samræðu um mismunandi kjör þjóðanna, er brugðið á leik og farið í kynnisferðir um nágrennið, þar sem hinum erlendu gestum veit- ist innsýn í menningu Íslendinga við leik og störf. Í lok verkefnisins munu niðurstöð- ur verða kynntar formlega fyrir fulltrúum sveitarstjórnar Austur- Héraðs. Þá verður í framhaldinu unnin skýrsla og send Evrópusam- bandinu til skoðunar og úrvinnslu. Ekki er enn ljóst hvaða þátttöku- þjóð tekur næsta ungmennaskipta- verkefni að sér, en það verður ákveð- ið næstu dagana. Upplifa sig sem hluta af hinni stóru Evrópu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þátttakendur í ungmennaskiptaverkefni Ungs fólks í Evrópu. 57 ungmenni dvelja nú á Eiðum. Egilsstaðir Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum stýrir fjölþjóðlegu ungmennaverkefni um einangrun HERRA Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands, vísiteraði Þórshafnar- prestakall síðastliðinn miðvikudag og með í för var séra Pétur Þórarins- son í Laufási og eiginkonur þeirra beggja. Einstök veðurblíða var þennan dag og minntist biskup fyrri heimsókna á Þórshöfn, einnig í slíkri veðurblíðu. Biskup og föruneyti hans, ásamt sr. Sveinbirni Bjarna- syni, sóknarpresti, heimsóttu heim- ilisfólkið á dvalarheimilinu Nausti þar sem haldin var hátíðleg helgi- stund, einnig var helgistund í Sauð- neskirkju og Svalbarðskirkju. Um kvöldið var messa með altaris- göngu í Þórshafnarkirkju þar sem biskup prédikaði og minnst var þriggja ára vígsluafmælis kirkjunn- ar en eftir messu var boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu. Það var mál manna að biskups- heimsókn fylgdi jafnan veðurblíða, birta og fegurð og væri hann ávallt mjög velkominn gestur. Biskup heimsækir Þingeyinga Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Karl Sigurbjörnsson á dvalarheimilinu Nausti. Einnig eru á myndinni sr. Pétur Þórarinsson og sr. Sveinbjörn Bjarnason. VIÐSKIPTI REKSTUR Íslenskra aðalverktaka hf., ÍAV, skilaði 222 milljóna króna hagnaði fyrstu 6 mánuði ársins 2002 en 214 milljóna króna tap var á sama tímabili ársins 2001. Afkoman batn- aði því um 437 milljónir króna á milli ára. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta nam 279 milljónum króna og batnaði um 556 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði og afskriftir, EBITDA, nam 272 milljónum króna en 473 milljónum króna í fyrra. Rekstrartekjur ÍAV námu 3,3 milljörðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins 2002 og eru það 25% lægri tekjur en á sama tímabili í fyrra en þá námu þær 4,4 milljörð- um. Rekstrargjöld samstæðunnar drógust saman um 23% og námu 3 milljörðum króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 77 milljónir króna á fyrri hluta þessa árs en neikvæðir um 561 milljón á fyrri hluta síðasta árs. Batinn nam 638 milljónum króna og munar þar mestu gengis- munur vegna sveiflna á gengi ís- lensku krónunnar, en verulegur hluti skulda félagsins er bundinn erlendri mynt. Auk þess hefur fjármálastarf- semi verið vaxandi hluti af starfsemi félagsins á síðustu mánuðum og skil- ar félaginu viðunandi árangri á fyrri helmingi árs 2002. Heildareignir ÍAV námu 8 millj- örðum króna í lok júní sl. en voru 8,3 milljarðar um áramót. Eigið fé var 3,2 milljarðar í júnílok en í upphafi árs 3,1 milljarður. Eiginfjárhlutfall í lok júní var 40% en 37% í upphafi árs. Veltufé samstæðunnar frá rekstri var 230 milljónir króna, en það var 111 milljónir króna í fyrra. Rekstur félagsins á öðrum árs- fjórðungi 2002 gekk vel, að því er segir í tilkynningu, og tekjur jukust um 50% milli fyrsta og annars árs- fjórðungs. Þá gekk verkefnaöflun áfram vel og hefur félagið m.a. tryggt sér gerð Kárahnjúkavegar. Meðal annarra nýrra verkefna eru vöruhótel fyrir Eimskip og innan- hússfrágangur í nýbyggingu Orku- veitu Reykjavíkur auk endur- og við- byggingar við verslunarmiðstöðina Glæsibæ. Um framtíðarhorfur fé- lagsins segir að verkefnastaða þess sé viðunandi en nokkuð vanti á að af- kastagetan sé fullnýtt. Þá sé ljóst að umtalsverðu máli skipti að sala á íbúðarhúsnæði gangi áfram með svipuðum hætti og á fyrri helmingi ársins. Afkoma ÍAV batn- aði um 440 milljónir HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Kefla- vík nam 65 milljónum króna eftir fyrstu sex mánuði ársins, að teknu tilliti til skatta, en fyrir skatta var hagnaðurinn 76 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður- inn 82 milljónir. Hreinar vaxtatekjur jukust um 43 milljónir króna milli ára, eða um 13%. Aðrar rekstrartekjur drógust saman um 13 milljónir en önnur rekstrargjöld jukust hins vegar um 53 milljónir, eða um 18%. Þá var framlag á afskriftareikning útlána aukið um 15 milljónir króna milli ára. Heildarinnlán sparisjóðsins ásamt lántöku námu um 12.597 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs og jukust um 671 milljón eða um 5,6%. Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 14.787 milljónum og höfðu aukist um 804 milljónir, eða um 5,8%. Í júnílok var niðurstöðutala efna- hagsreiknings 17.828 milljónir og hafði hún hækkað á tímabilinu um 890 milljónir, eða 5,25%. Eigið fé sparisjóðsins nam 1.746 milljónum og er eiginfjárhlutfallið samkvæmt CAD-reglum 9,23% en má lægst vera 8%. Arðsemi eiginfjár á tíma- bilinu var 7,4%. Sparisjóðurinn í Keflavík rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum, en höfuð- stöðvar sjóðsins eru í Keflavík. Sparisjóðurinn í Keflavík hagnast um 65 milljónir                                                      !    "#$   % &%$#                       '#()* +,(  '** ,-- .)*  .*,   ')#'-/ '#+0,  '(1(/2 3(1(          !! "    "               #  #  #     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.