Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íbúð í lyftublokk á Reykjavíkursvæðinu óskast Æskileg stærð 120-160 fm - góðar greiðslur í boði Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-160 fm góða íbúð í lyftublokk á Reykjavíkursvæðinu. Íbúð á 1. hæð með beinu aðgengi t.d. sérhæð kemur einnig til greina. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. VIÐSKIPTI ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sætir nú harðri gagnrýni vegna ummæla hans í viðtali við dag- blaðið Berlingske Tid- ende á fimmtudag en hann segir þar að ein af ástæðum þess að stjórnvöld lögðu niður 103 opinber ráð og nefndir hafi verið ein- dreginn vinstrihalli í störfum þeirra og af- stöðu enda oft skipaðar fólki af svonefndri 68- kynslóð. „Það er ekkert leyndarmál að þessi hópur sérfræðinga hef- ur ávallt stutt vinstri- flokkana og var alltaf í andstöðu við okkur,“ segir hann í viðtalinu. Ráðherrann hefur áður gagnrýnt þá sem hann kallar rík- islaunaða „smekkdómara“ er lyfti stöðugt vísifingri og úrskurði hvað sé rétt og hvað rangt. Poul Nyrup Rasmussen, leiðtogi jafnaðarmanna, segir ummælin grafalvarleg og Holger Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokks- ins, sakar forsætisráðherrann um „stalínisma“ og segir hann vera í herferð gegn þeim sem séu ósam- mála honum. Aðrir ræða um of- sóknir þar sem fólk sé svipt starfi vegna pólitískra skoðana. „Hann ætti að draga ummælin til baka og síðan ætti hann að leggja sig fram um að sýna í reynd að ekki sé verið að taka upp eft- irlit með skoðunum manna,“ hefur Jyllandsposten eftir Nyrup Rasm- ussen. Þegar tillögurnar um fækk- un nefnda voru kynntar var sagt að gagnið af starfi þeirra væri lítið eða jafnvel ekkert og ríkið ætlaði að spara útgjöld til þeirra, alls um 500 milljónir d. kr. á ári, nær sex milljarða ísl. króna. „Mikið veður út af engu“ Talsmenn Íhaldsflokksins vilja ekki tjá sig um orð Fogh Rasm- ussen en Pia Kjærsgaard, leiðtogi hins hægrisinnaða Danska þjóð- arflokks, sem veitir stjórn Venstre og Íhaldsflokksins stuðning á þingi, segir ummælin hafa verið „óheppileg“. Einn af þingmönnum jafnaðar- manna, Pernille Blach Hansen, var hvassyrt. „Nú viðurkennir for- sætisráðherrann að uppgjör Venstre við smekk- dómarana snerist í reynd um það að sérfræðingarnir sögðu ekki það sem Venstre vildi helst heyra.“ Forsætisráðherr- ann segir sjálfur að stjórnarandstaðan geri „mikið veður út af engu“. Hann fór þegar í nýársræðu sinni í janúar háðu- legum orðum um aragrúa opinberra nefnda og ráða sem fjölguðu sér með „knappskotum“ þ.e. kynlausri æxlun og sagði mörg þeirra hafa þróast yfir í ríkislaunaða „smekkdómara“ er væru með opinberan stimpil á sér og kvæðu upp dóma í fjölmörgum efnum. „Það ríkir hneigð til harð- stjórnar sérfræðinga sem getur valdið því að frjálsar og almennar umræður meðal þjóðarinnar verði kæfðar,“ sagði hann. Fogh Rasmussen gekk mun lengra í viðtalinu. „Sem stjórn- málamenn úr röðum borgaralega sinnaðs fólks höfum við tekið eftir því að það er afar sterk hneigð til þess að álitsgjöf sérfræðinga í ráð- um, nefndum og stofnunum sé í anda 68-kynslóðarinnar og skipu- lega beint gegn okkur,“ sagði hann. Fram kemur að hann telur að aldrei beri að taka athuga- semdalaust það sem frá sérfræð- ingum komi og þá skipti pólitískar skoðanir þeirra engu. En það sé „furðulegt“ að sérfræðingahópur skuli alltaf hafa annað viðhorf en ríkisstjórnin. Segir danskt lýðræði verða þroskaðra Ove Kaj Pedersen, prófessor í stjórnsýslufræðum við Kaup- mannahafnarháskóla, tekur upp hanskann fyrir ráðherrann og seg- ir að stefna hans gagnvart sér- fræðingum muni gera danskt lýð- ræði „ívið þroskaðra“. Nú verði hægt að ræða pólitíkina á bak við ráðin og nefndirnar sem einkum hafi reyndar verið komið á fót í forsætisráðherratíð íhaldsmanns- ins Poul Schlüters á níunda ára- tugnum. Fullyrt hafi verið að alger hlutlægni ráði niðurstöðum frá þessum aðilum og skoðanamynd- unin sem sérfræðingar nefndanna tóku þátt í að mynda hljóti því að byggjast líka á algerri hlutlægni. „Það er í sjálfu sér jákvætt að ríkisstjórnin skuli nú viðurkenna að á bak við mörg þessara ráða og nefnda hafi verið dulin pólitík. Þá verður hægt að skipa í þau menn með tilliti til þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin vill fylgja.“ Pedersen telur auk þess að með þessari breytingu færist Danir einfaldlega nær því að haga sér eins og gert sé í stórum lýðræðislöndum. Í Bandaríkjunum hafi öldum saman verið tryggt að frjáls samkeppni ríkti milli teyma og stofnana er öfluðu þekkingar og lýstu viðhorf- um sínum. Þeir sem noti öflugustu rökin standi best að vígi í slíkri samkeppni. „Þannig hefur þetta aldrei verið hér vegna þess að við búum í lýð- ræðissamfélagi þar sem þekking- armyndunin hefur verið undir meira eftirliti stjórnmálamanna en gerist og gengur annars staðar,“ segir prófessorinn. Einnig rifjar hann upp að Mogens Lykketoft, sem var ráðherra í stjórn Nyrups og einn af fremstu áhrifamönnum jafnaðarmanna, hafi árið 2000 spurt hvort rétt væri að umrædd ráð og nefndir væru á framfæri ríkisins þegar óljóst væri hvort þörf væri fyrir framlag þeirra. Pedersen vísar á bug ótta þeirra sem segja að lýðræðislegar um- ræður og gagnrýni muni bíða hnekki. Hann segir að framvegis muni helstu hagsmunahópar, hvort sem það séu flokkar, umhverfis- hópar, iðnfyrirtæki eða aðrir, hins vegar verða að koma sér upp og fjármagna sjálfir hugmyndateym- um sem annist fyrir þá þekking- aröflun og skoðanamyndun. Hann segist vona að samkeppnin verði ofan á. „Vegna þess að núna er aðeins um eina gerð þekkingar að ræða og hún kemur frá ríkislaunuðum þekkingarmiðstöðvum,“ segir Ped- ersen. Eru sérfræðingar hlutlausir í pólitík? Forsætisráðherra Dana segir sjónarmið „68-kynslóð- arinnar“ allsráðandi í mörgum opinberum nefndum Anders Fogh Rasmussen SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings og stjórnarmaður í JP Nordiska, skilaði sératkvæði þegar stjórn JP Nordiska ákvað að Lage Jonasson, forstjóri JP Nordiska, yrði forstjóri sameinaðs félags Aragon og JP Nordiska, en Christer Villard, for- stjóri Aragon, viki sem forstjóri Aragon og tæki sæti í stjórn samein- aðs félags. Á vefmiðlinum Finansvis- ion er greint frá þessu og þar kemur jafnframt fram að Sigurður Einars- son vilji að Christer Villard verði for- stjóri sameinaðs félags. Sigurður vildi ekki tjá sig um þetta í gær. JP Nordiska keypti Aragon af Kaupþingi fyrr á þessu ári og við það eignaðist Kaupþing 28% í JP Nord- iska. Samrunaferli Aragon og JP Nordiska stendur nú yfir og búist er við að samþykki sænska fjármálaeft- irlitsins liggi fyrir í þessum mánuði. Kaupþing hefur nú gert yfirtöku- tilboð í JP Nordiska og mun útboðs- lýsing þess vegna liggja fyrir í októ- ber. Jafnframt hefur Kaupþing óskað eftir hluthafafundi í JP Nordiska og mun þar gera tillögu að nýrri stjórn. Kaupþing hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarformanni og samtökum hlutabréfaeigenda í Svíþjóð, fyrir að krefjast hluthafafundar áður en yfir- tökutilboðsferlinu er lokið. Lage Jonasson, forstjóri JP Nord- iska, segist í samtali við Finansvision ekki sjá fyrir sér hvernig starfsmenn og viðskiptavinir JP Nordiska komi til með að taka því ef tilboði Kaup- þings verður tekið. Sigurður Einarsson segist áfram bjartsýnn á að Kaupþing hafi stuðn- ing meirihluta hluthafa JP Nordiska og stendur við þá yfirlýsingu sína að gagnrýni samtaka hlutabréfaeigenda sé á misskilningi byggð, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Sératkvæði Kaupþings í stjórn Nordiska Kaupþing vill að forstjóri Aragon verði forstjóri JP Nordiska NORSKI umhverfisráðherrann, Börge Brende, kom í lok ágúst í veg fyrir rannsókn vísindamanna á því hvað gerist þegar koltvísýringi er hleypt út í sjóinn á 800 metra dýpi. Tilraunin átti að eiga sér stað í um 100 km fjarlægð frá Noregi. Átti að hleypa 54 tonnum af koltví- sýringi út í hafið og athuga hvaða áhrif það hefur á sjóinn og koltví- sýringinn. Norska umhverfisráðið var hlynnt rannsókninni en ráð- herrann bannaði framkvæmd hennar áður en hann hélt á um- hverfisráðstefnuna í Jóhannesar- borg. Grænfriðungar og WWF í Noregi voru á móti rannsókninni. Ráðherrann gaf þá skýringu, að tilraunir með CO2 í sjónum væru umdeildar og hugsanlegt, að þær brytu í bága við alþjóðasamninga um sjávarmengun. Í fréttatilkynn- ingu frá norska umhverfisráðu- neytinu kemur fram, að þetta mál hafi lítið verið rætt á alþjóðavett- vangi. Það er til dæmis ekki ljóst hvort Óslóar- og Parísarsamning- urinn (OSPAR) um losun sorps í sjó nái til koltvísýrings. Málið kom upp á árlegum OSPAR-fundi í sumar en var vísað í nefnd. Starfs- nefndin á að gefa skýrslu um málið á OSPAR-fundinum á næsta ári. Vísindamenn frá Japan, Kan- ada, Bandaríkjunum, Noregi og Sviss hafa unnið að undirbúningi rannsóknarinnar undanfarin ár. Í upphafi stóð til að framkvæma hana við Hawaii en andstaða grænfriðunga og annarra þrýsti- hópa þar kom í veg fyrir það. Allt benti til að hægt yrði að fram- kvæma hana út af Noregsströnd þangað til ráðherrann kom í veg fyrir hana á síðustu stundu. Leitað að öðrum stað Baldur Elíasson, umhverfissér- fræðingur ABB-fyrirtækisins, er í stjórn tilraunarinnar. Hann segir vísindamennina ætla að finna ann- an stað þar sem þeir geta rann- sakað hvað gerist í sjónum þegar koltvísýringur blandast saman við hann. „Án þess að rannsaka hlut- ina getum við ekki sagt til um hvað gerist. Þess vegna hefði tilraunin við Noreg verið mikilvæg.“ Í fréttatilkynningu frá Hægri- flokknum norska, flokki ráð- herrans, kemur fram að óvissa um hvað koltvísýringur helst lengi niðri í sjónum eða hvort hann fer upp í andrúmsloftið sé ein ástæða fyrir því að hafið sé ekki endilega kjörinn geymslustaður fyrir koltvísýring. Tilraun með 5,4 tonn sé of lítil til að svara þeirri spurn- ingu. Baldur segir að 800 metra dýpi hafi verið valið með þetta í huga. Útreikningar hafa sýnt að á þessu dýpi helst meginmagn loft- tegundarinnar í sjónum og minna en 1% fer út í andrúmsloftið á 100 árum. Rannsókn vísindamanna á losun koltvísýrings í sjóinn Tilraunin var bönnuð Zürich. Morgunblaðið. UMFRAMEFTIRSPURN var í ný- legu átta milljarða sænskra króna hlutafjárútboði tæknirisans Erics- son. Bréfin voru boðin út á genginu 3,80 og söluandvirðið því um 30 milljarðar sænskra króna eða um 279 milljarðar íslenskra króna. Um 99,5% þeirra hluthafa sem áttu for- kaupsrétt í útboðinu nýttu sér hann. Því hálfa prósenti sem eftir er, verður skipt á milli þeirra sem sýndu áhuga, að því er greint er frá á fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri. Ericsson ætlar að nota nýja hlutaféð til að greiða skuldir og fjármagna endurskipulagningu á rekstrinum en áformað er að fækka störfum hjá félaginu í um 60 þús- und á næsta ári. Umframeftirspurn hjá Ericsson KALDBAKUR fjárfestingarfélag hf. skilaði 896 milljóna króna hagnaði á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Þar af nam hagnaður fyrir óinnleystan hagnað 58 milljónum króna og óinn- leystur hagnaður af verðbréfum 838 milljónum króna. Hreinar rekstrar- tekjur voru 112 milljónir króna og rekstrargjöld 54 milljónir króna. Félagið gerði um mitt ár varúðar- færslu í bókum sínum að fjárhæð tæplega 400 milljónir króna vegna óskráðra hlutabréfa. Þau eru færð á um 2 milljarða króna, en skráð bréf félagsins eru um 4,7 milljarðar króna. Heildareignir voru bókfærðar á 8,9 milljarða króna um mitt ár og eigið fé var 4,3 milljarðar króna, sem þýðir að eiginfjárhlutfall var rúmlega 48%. Helstu eignir félagsins eru í Sam- herja, Síldarvinnslunni, Samkaupum, Lyfjum og heilsu, Norðlenska og Fasteignafélaginu Klettum. Kaldbakur hóf starfsemi í upphafi ársins þegar hann tók yfir allar eignir og skuldir Kaupfélags Eyfirðinga svf. Félagið er í eigu rúmlega 8.000 hluthafa og þeirra stærstir eru Kaup- félag Eyfirðinga svf., 46,9%, Sam- herji hf., 18,4%, Lífeyrissjóður Norð- urlands, 14,8%, Vátryggingafélag Íslands hf., 1,5%, og Olíufélagið hf., 1,3%. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að unnið sé að undirbún- ingi að skráningu þess í Kauphöll Ís- lands og að markmiðið sé að félagið verði skráð fyrir árslok. Hagnaður Kaldbaks 896 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.