Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 43
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 43 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Prestur sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá sr. Jakobs Ág. Hjálm- arssonar og Hans G. Alfreðssonar, æsku- lýðsfulltrúa. Prestsvígsla kl. 14:00. Biskup Íslands vígir þrjá guðfræðinga til þjónustu. GRENSÁSKIRKJA: Upphafssamvera barnastarfsins kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur prédikar og kynnir myndverk Gerðar Guð- mundsdóttur „Jörð úr ægi“ og „Lífsbók lambsins“, sem nú eru til sýnis í forsal kirkjunnar. Kirkjukór Grensásirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Hreinn S. Hákonarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Upphaf barnastarfsins á sama tíma í umsjá Magneu Sverrisdóttur. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðrún Helga Harðardóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI Hringbraut: Helgistund kl. 10:30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11:00. Barna- starfið og fermingarstarfið hefjast. Regína Unnur Ólafsdóttir syngur. Elva Rún Krist- insdóttir leikur á fiðlu. Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Sköpunarmessa kl. 11:00. Að þessu sinni eiga börnin kirkjuna á sínum forsendum. Hildur, Heimir og Þorri stjórna ásamt sóknarpresti. Kirkjutrúð- urinn spjallar og sprellar. Kór Laugarnes- kirkju syngur barnasálma og hreyfisöngva undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Bibl- íusagan flutt með myndum og leikbrúður rökræða um tilgang lífsins við börnin. Þor- kell Sigurbjörnsson er meðhjálpari og messukaffið í umsjá Sigríðar Finn- bogadóttur kirkjuvarðar. Fyrsta messan í Dagvistarsal Sjálfsbjargar á nýbyrjuðu starfsári kl. 13:00. Gunnar Gunnarsson leikur, Þorvaldur Halldórsson syngur, Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn og Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjóna ásamt sr. Bjarna Karlssyni og hópi sjálfboðaliða. Kvöld- messa kl. 20:30. Kristján Kristjánsson (KK) frumflytur tvö lög af óútkomnum geisladiski. Kór Laugarneskirkju syngur við undirleik Djasskvartetts Gunnars Gunn- arssonar. Auk hans skipa þessir kvart- ettinn: Sigurður Flosason saxófónn, Matt- hías MD Hemstock trommur, Tómas R. Einarsson bassi. Prestshjónin Bjarni Karls- son og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Messukaffið bíður svo allra í safn- aðarheimilinu á eftir. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi) NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Ræðuefni: Guð og peningahyggjan. Kór Neskirkju leið- ir safnaðarsöng. Organisti Reynir Jón- asson. Sr. Örn Bárður Jónsson. Sunnu- dagaskólinn og 8–9 ára starfið byrja að nýju. Umsjón Guðmunda I. Gunnarsdóttir. SELTJARNARNESKIRKJA: Nú hefst sunnu- dagaskólinn aftur í Seltjarnarneskirkju eftir gott sumarfrí. Sunnudaginn 8. september verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stundin verður sniðin að þörfum yngri kyn- slóðarinnar. Fermingarbörn eru hvött til að mæta og taka með sér yngri systkin. Sunnudagaskólaefnið verður afhent og kynnt. Að þessu sinni munu Arna Grét- arsdóttir, Gunnar Steingrímsson, Margrét Grétarsdóttir, Anna Hulda og Agnes Guð- jónsdóttir leiða starfið í vetur. Það verður margt um að vera, góðir gestir koma í heim- sókn, söngur, leikir og margt fleira. Kvartett Seltjarnarneskirkju syngur með okkur undir stjórn Vieru Manasek og prestur er Sig- urður Grétar Helgason. Verið öll velkomin til gleði og hátíðarstundar ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Trúðurinn Trína rekur inn trýnið í messuna ásamt Tedda trúð. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Skírnar- og ferm- ingarguðsþjónusta klukkan 11. Fermd verða: Arna Sif Ásgeirsdóttir og Úlfur Hans- son. Tonlistarflutningur verður í höndum Gospelkórs kirkjunnar undir stjórn Carls Möllers og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00. Við hefjum vetrarstarfið í Ár- bæjarkirkju með sköpunarmessu og von- umst til að kirkjan okkar fyllist af Árbæingum á öllum aldri. Starfsfólk barna- og æskulýðsstarfsins og prestar safnaðar- ins leiða guðsþjónustuna og allir eru hvattir til þátttöku í söng og leik. Gospelkór Árbæj- arkirkju syngur undir stjórn Pavel Manásek. Að guðsþjónustu lokinni verður haldið í skrúðgöngu í Fylkishöllina þar sem áfram- haldandi hátíðarhöld í tilefni hverfishátíðar fara fram. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Upp- haf barnastarfs kirkjunnar. Organisti: Sig- rún Þórsteinsdóttir. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju B-hópur. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að lokinni messu. Við minnum á kirkjuhátíð Digraneskirkju 15. september kl. 11–16. Fjölbreytt dagskrá. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Vetrarstarf sunnudaga- skóla Fella- og Hólakirkju hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu. Umsjón: Elín Elísabet Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Organisti Lenka Mátéová. Verið með frá byrjun. GRAFARVOGSKIRKJA: Fjölskylduhátíð í Grafarvogskirkju. Fyrsta barnaguðsþjón- usta haustsins kl. 11:00. Hátíðin verður haldin í aðalsal kirkjunnar. Sunnudagaskól- inn settur, brúðurnar Sólveig, Karl og Konni koma í heimsókn ásamt trúðum. Sérstakir heiðursgestir verða dýr sem minna okkur á sköpun Drottins, meðal annars koma, hvolpar, kanína og hænuungar. Krakka- barna- og unglingakór kirkjunnar syngja. Stjórnandi er Oddný Þorsteinsdóttir. Org- anisti er Hörður Bragason. Prestar og starfsfólk barnastarfsins taka þátt í guðs- þjónustunni. Félög kirkjunnar, safn- aðarfélagið, félag eldri borgara, æskulýðs- félög, og foreldramorgnar og kórarnir kynna starf sitt eftir messu. Boðið verður upp á kaffi, djús og kleinur eftir athöfn. HJALLAKIRKJA: Sköpunarhátíð kl. 11. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta fyrir fólk á öllum aldri. Kirkjan skreytt fuglum, fisk- um, blómum og stjörnum. Brúður barna- starfsins og Tóta trúður koma í heimsókn. Starfsfólk barnastarfsins annast stundina ásamt sóknarpresti. Jón Ólafur Sigurðsson sér um tónlistina sem verður lífleg og fjörug í anda stundarinnar. LINDASÓKN: Fyrsta guðsþjónusta nýstofn- aðs Lindaprestakalls í Kópavogi haldin í Lindaskóla kl. 14. Börn verða borin til skírnar og sr. Gísli Jónasson prófastur set- ur sr. Guðmund Karl Brynjarsson í embætti sóknarprests í Lindaprestakalli. Nýstofn- aður kór safnaðarins mun annast messu- söng undir stjórn Hannesar Baldurssonar organista og söngstjóra. Allir velkomnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðs- þjónusta kl. 11:00. Félagar úr kór Kópa- vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Mikill söngur og lífleg fræðsla. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 16. Almenn samkoma kl. 16.30. Erna Eyj- ólfsdóttir prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir og mjög skemmtilegt aldursskipt barnastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. Allir velkomnir. BOÐUNARKIRKJAN: Guðsþjónusta í dag, laugardag, kl. 11. Frú Ragnheiður Laufdal mun leiða guðsþjónustuna en predikun mun flytja dr. Steinþór Þórðarson. Barna- & unglingastarf hefst í deildum um leið og predikunin byrjar. Biblíufræðsla í lok guðs- þjónustunnar að venju þar sem kirkjugestir eru hvattir til að taka virkan þátt með spurningum og athugasemdum sínum. Veitingar í boði að lokinni guðsþjónustu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund, kl. 20 hjálpræðissamkoma. Umsjón Miriam Óskarsdóttir og Flemming Baunö. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Vitnisburð- arsamkoma sunnudag kl. 14.00. Bæna- stund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjud.: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Vetrarstarf KFUM og KFUK í Reykjavík hefst með hausthátíð sunnudaginn 8. september. Þá verður fjölskyldudagur í aðalstöðvum fé- lagsins með fjölbreyttri úti- og innidagskrá sem hefst kl. 14:00. Úti verður knatt- spyrna, kassabílarall, margs konar leik- tæki og útileikir, unglingarúta félagsins o.fl. Inni verður skákmót, kaffihús, kynning á öllum starfsgreinum og deildum KFUM og KFUK og systurfélaga þess o.fl. Þá verður skemmtileg fjölskyldusamkoma kl. 17:00 og grillveisla á eftir. Félagsheimilið opnað kl. 13:30. Allir velkomnir KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Laugardaginn 14. september: Krossmessa, hátíð upp- hafningar hins heilaga kross. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til september fellur messan á mið- vikudögum kl. 18.30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 guðsþjónusta. Sr. Baldur Gautur Bald- ursson þjónar en þennan sama dag kl. 14 verður prestsvígsla Þorvaldar Víðissonar í Dómkirkjunni í Reykjavík, en hann er ný- skipaður prestur í Landakirkju. Sjá einnig: www.landakirkja.is HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.00 í upphafi fermingarstarfs. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Organisti er Antonia Hevesa. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Eftir guðs- þjónustuna fá fermingarbörn afhenta messubókina sína og upplýsingar um ferm- ingartímana og væntanlega foreldrafundi. Þá gefst einnig tækifæri til skráningar í fermingarstarfið fyrir þau börn sem hafa ekki skráð sig. Prestar eru sr.Þórhallur Heimisson og sr. Þórhildur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Prestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kirkjukór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Óla- sonar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fyrsta barnaguðsþjónustan á þessu hausti. Umsjón hafa þau Sigríður Kristín, Edda, Hera og Örn. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að fjölmenna með börnunum í þessa fyrstu samveru. VÍDALÍNSKIRKJA: Nú hefjum við sunnu- dagaskólastarfið kl. 11.00 með sköp- unarmessu. Við höfum áfram sömu frá- bæru leiðtogana, þau Erlu og Kjartan, Rannveigu, Hjördísi og Ómar. Þema sköp- unar verður aðalefnið í dag, en einnig hefj- um við undirbúning vetrarins. Nýtt efni er komið. Jóhann organisti og kirkjukórinn verða með okkur, en sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn sín. Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 17.00. Ath. breyttan tíma. Álftaneskórinn leiðir safnaðarsönginn undir stjórn org- anistans, Hrannar Helgadóttur. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún, djákni þjóna. Kynnt verður vetrarstarf safnaðarins. Þeir sem eru nýlega fluttir á Álftanesið eru sér- staklega hvattir til að mæta. Allir velkomn- ir. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Hjörtur Hjart- arson. Organisti Örn Falkner. Kór Grindavík- urkirkju leiðir safnaðarsöng. Sókn- arnefndin. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Barn borið til skírnar. Org- anisti er Natalía Chow og forsöngvari Birna Rúnarsdóttir leiðir almennan söng. Með- hjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Ljósanótt, menning- ardagar í Reykjanesbæ: Dagskráratriði sem fara fram í Kirkjulundi, safnaðarheimli Keflavíkurkirkju: Samkirkjuleg gleðistund í Kirkjulundi kl. 14. Fólk í öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni og það sem játar aðra trú, t.d. útlendingar sem sest hafa að í Reykja- nesbæ, eru sérstaklega boðnir velkomnir. Hópur nema í Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar leikur undir stjórn Karenar Sturlaugs- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákons Leifssonar, organista. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng. Veit- ingar verða í boði sóknarnefndar. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri, flytur ávarp ásamt for- stöðumönnum trúfélaga. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldra- samvera miðvikudag kl. 11. Sókn- arprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Almenn guðsþjónusta kl. 14. Væntanleg fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra sérstaklega boðuð til mess- unnar. Fundur með foreldrum ferming- arbarna eftir messu. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Séra Úlfar Guðmundsson prófastur setur séra Báru Friðriksdóttur inn í emb- ættið en hún mun leysa séra Jón Ragn- arsson af í Hveragerðisprestakalli næsta vetur. Hátíðlegur söngur kirkjukórs, stjórn- andi Jörg Sondermann. Allir hjartanlega velkomnir. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa sunnudag kl. 14. Orgelleikari Nína María Morávek. Sóknarprestur. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Fyrirhuguð og áður auglýst kvöldmessa nk. sunnudag fellur niður vegna umfangsmikilla viðgerða sem nú standa yfir í kirkjunni. Kristinn Ág. Friðfinnsson. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kirkjuskólabörn hvött til að mæta ásamt foreldrum sínum. Sókn- arprestur. HVAMMSTANGAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta sunnudag kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Sóknarprestur. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 21. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa sunnu- dag kl. 20.30. Sr. Gylfi Jónsson. Alt- arisganga. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 19.30 almenn samkoma sunnudag. Briga- der Ingibjörg Jónsdóttir (Imma) talar. Ath. síðasta samkoma með Ingibjörgu að sinni. Allir hjartanlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Vitn- isburðarsamkoma sunnudag kl. 16.30. Fjölbreytt lofgjörð, fyrirbænaþjónusta og barnapössun fyrir 1–6 ára börn. Allir hjart- anlega velkomnir. Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.