Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 47 „Líf mannlegt endar skjótt.“ Þessar ljóðlín- ur úr alkunnum útfararsálmi koma upp í huga mér er ég skrifa nokkur kveðjuorð við andlát bróður míns Ella. Þegar dauðinn kemur svo skyndilega og óvænt skynjar maður sem aldrei fyrr hve litlu við ráðum í raun. Elli starfaði í Mjólkursamsöl- unni næstum allan sinn starfsaldur, byrjaði þar 22 ára gamall við út- keyrslu mjólkur og vann þar æ síðan. Þaðan var hann fluttur alvarlega veikur mánudaginn 26. ágúst síðast- liðinn og komst aldrei til meðvitund- ar eftir það. Hann byrjaði ungur að vinna fyrir sér enda næstelstur af stórum systkinahóp. Ungur fór hann á vertíð eins og siður var í þá daga. Einnig vann hann hjá föðurbróður sínum að ýmsum verkefnum. Meðal annars tók hann þátt í að byggja lax- eldisstöðina í Kollafirði og að leggja hitaveitu í Vogahverfið í Reykjavík En hann átti líka ýmis áhugamál. Fljótlega kviknaði áhugi hans á harmonikuspili og eins og annað sem hann einbeitti sér að tókst það vel. Er óhætt að segja að hann var lið- tækur á nikkuna og naut þess að spila og ekki síður að skemmta öðr- um. Ósjaldan tók hann nokkur lög ef maður kom í heimsókn en þó var minna um það seinni árin. Hann var bridgespilari góður og keppti oft í þeirri íþrótt. Gott þótti honum að koma heim með bikar eða verðlauna- pening og gat þá verið drjúgur yfir sigrinum. Elli var mikill heimilismað- ur og tók alla tíð virkan þátt í öllum heimilisstörfum og vildi hag sinnar ERLENDUR JÓN BJÖRGVINSSON ✝ Erlendur JónBjörgvinsson fæddist á Barði í Fljótum í Skaga- fjarðarsýslu hinn 4. ágúst 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut hinn 30. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 5. september. fjölskyldu sem bestan. Í veikindum konu sinn- ar, sem dó einnig langt fyrir aldur fram, sýndi hann fádæma æðru- leysi og dugnað. Áreið- anlega hefur missir hennar verið honum mjög þungbær en hann bar ekki tilfinningar sínar á torg , bar sig alltaf vel, sagðist hafa það gott og allt væri í lagi með sig. Oft snerust samræð- ur okkar um hagfræði og viðskipti og mér er til efs að langskólagengið fólk jafnvel menntað á viðskiptasviði sé betur að sér í verðbréfum og viðskiptalífinu en Elli var. Nú er komið að leiðarlokum. Efst í huga mér er þakklæti til bróður míns fyrir allar þær góðu minningar sem ég á frá samskiptum okkar. Það stóra skarð sem nú hefur verið höggvið í systkinahópinn svo skyndi- lega er mér fullljóst að verður aldrei fyllt, en minningin um heiðarlegan, hreinskiptinn mann sem ætíð var hrókur alls fagnaðar mun lifa og fylgja okkur um ókomin ár. Börnun- um hans tveimur, þeim Guðmundi Heiðari og Sólveigu, sendi ég fyrir hönd fjölskyldu minnar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ella bróður. Sigurjóna Björgvinsdóttir. Góður drengur og kær fjölskyldu- vinur, Erlendur Björgvinsson, er fallinn í valinn langt um aldur fram. Erlendur var bróðursonur Hallgríms Márussonar heitins, eiginmanns míns. Björgvin Márusson og Sigur- lína Jónsdóttir, foreldrar hans, voru lengst af búsett í Fyrirbarði í Fljót- um í Skagafirði. Við Björgvin vorum skólasystkin í Haganesvíkinni og ég kynntist ung systkinum Hallgríms sem alla tíð voru samrýnd. Aldrei var komið svo í Fljótin á ferðalögum norður í land að ekki væri farið að bæjum systkina okkar þar sem gestrisni var rómuð, ekki síst í Fyrirbarði hjá Björgvin og Línu. Erlend þekktum við frá barnæsku. Hann kom oft á heimili okkar á Siglu- firði, en vinaböndin treystust þegar við fluttum suður og Erlendur kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur sem var áreiðanlega stóra gæfan í lífi hans. Við Erlendur áttum sama afmæl- isdag 4. ágúst og um verslunar- mannahelgina vorum við oft saman á ferðalögum hér innanlands. Þá voru börn þeirra, Sólveig og Guðmundur, jafnan með í för og oft glatt á hjalla. Í huga mér á ég ekkert nema skemmtilegar minningar frá þessum ferðalögum. Ýmis uppátæki Erlends, glaðværð hans og hjálpsemi setti skemmtilegan svip á ferðir okkar. Kannski var það einmitt glaðværð hans og gott skaplyndi sem ein- kenndi Erlend mest af öllu. Eitt sinn borðuðum við afmæliskökuna uppi á miðri Holtavörðuheiði. Þægilegri eða betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Með því á ég ekki ein- göngu við skemmtiferðir innanlands og utan, heldur líka hina löngu veg- ferð um lífið þar sem skiptast á gleði og sorgir. Það var aðdáunarvert hvernig þau umgengust börn sín af alúð og um- hyggju. Rólyndi Elísabetar og mikið innra jafnvægi skapaði andrúmsloft sem var meira virði en mörg orð. Það er ánægjulegt að sjá þessa eiginleika endurspeglast í börnum þeirra. Ég minnist einnig skemmtilegra spilakvölda þar sem við skiptumst á heimsóknum og sátum yfir spilum langt fram á nótt. Erlendur var glúr- inn spilamaður og háði marga hildi við föðurbróður sinn þar sem hann kom ekki að tómum kofunum. Þá var oft mikið hlegið og glatt á hjalla. Eft- ir að Hallgrímur veiktist og dvaldi í Sunnuhlíð, heimsótti Erlendur hann oft. Hallgrímur var svo lánsamur að Elísabet vann þá á hjúkrunarheim- ilinu og hann fékk að njóta umhyggju hennar. Eftir fráfall Hallgríms kom enn betur í ljós trygglyndi hans og vinátta við fjölskyldu mína, en þar var hann eins og eitt barna okkar. Það fór ekki fram hjá mér síðustu misserin að Erlendur var líkamlega lúnari en árin sögðu til. Fráfall El- ísabetar eftir erfið veikindi tók áreið- anlega meiri toll en okkur grunaði. Hann hafði unnið hörðum höndum allt sitt líf. Eins og margir frændur hans var hann orðlagður fyrir dugn- að og hlífði sér aldrei. Allt þetta kemur nú í huga minn þegar ég kveð þennan ljúfa sam- ferðamann og fjölskylduvin. Hann verður ekki með á fleiri ferðalögum. En við munum minnast hans á góð- um stundum lífsins fyrir það sem hann var okkur. Sólveigu og Guðmundi, systkinum Erlends og fjölskyldum þeirra, send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Hermína Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. Erlendur lést 30. ágúst sl. eftir hjartaáfall sem hann fékk á vinnu- stað okkar hinn 26. ágúst sl. Skyndi- leg veikindi Erlends og fráfall hafði djúpstæð áhrif á samstarfsmenn hans. Eftir standa menn í spurn yfir því hve lífið er hverfult. Erlendur, sem var á svipuðum aldri og sá sem þetta ritar, var fædd- ur og uppalinn í sveit, en fluttist rúm- lega tvítugur að aldri til Reykjavíkur í atvinnuleit, eins og títt var um sveitamenn á sjötta og sjöunda ára- tug síðustu aldar. Erlendur var mjög dulur um sína hagi, en var ræðinn og vel heima um marga hluti og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu. Er- lendur var Fljótamaður og nátengd- ur sveitinni. Fann ég einhvern sam- hljóm í hans fari sem tengdist æskuárum mínum í sveit, sem byggð- ist á nægjusemi, vinnusemi og því að fara vel með verðmæti. Erlendur hóf störf hjá MS 1966 við útkeyrslu, hann leysti af sem mjólk- urbílstjóri í Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar og var þar kunnugur mönnum og málefnum. Við ræddum oft samdráttinn í landbúnaðinum og hvaða stefnu hann tæki á næstu ár- um. Við ráðgerðum ferð saman norð- ur í Fljótin þar sem við ætluðum að heilsa upp á bændur og búalið í sveit- inni hans. Þessi ferð verður því miður aldrei farin. Erlendur missti konu sína fyrir rúmu ári eftir erfið veikindi. Börn þeirra hafa því misst báða foreldra sína með stuttu millibili. Ég vil fyrir hönd okkar samstarfs- manna Erlends í Mjólkursamsölunni færa börnum hans, systkinum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar allra. Eysteinn Bjarnason. 31. ágúst síðasliðinn lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum Að- alsteinn Bjarnason, fyrrverandi bóndi Höfða á Völlum. Hann fædd- ist 9. apríl 1914 í Tunghaga á Völl- um. Foreldrar hans Bjarni Jóns- son er bjó í Tunghaga og á Reyðarfirði, starfsmaður Kaup- félags Héraðsbúa og Margrét Þor- steinsdótttir. Þau eignuðust 10 börn og var Aðalsteinn 3 yngstur barna þeirra. Aðalsteinn var tek- inn í fóstur af föðursystkinum sín- AÐALSTEINN BJARNASON ✝ AðalsteinnBjarnason fædd- ist í Tunghaga á Völlum 9. apríl 1914. Hann lést 31. ágúst síðastliðinn á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson búfræðingur, f. 30. desember 1872, d. 7. apríl 1959. Bjó í Tunghaga og á Ósi í Reyðarfirði og Mar- grét Þorsteinsdóttir frá Ósi í Hjaltastaða- þinghá. Þau eignuð- ust 10 börn og eru þau öll látin. Aðalsteinn ólst upp hjá föður- systkinum sínum á Höfða á Völl- um. Árið 1967 tók hann við búi á Höfða og fluttist til Egilsstaða 1990 eftir að hafa hætt búskap og dvaldi þar síðan. Hann var ógiftur og barnlaus. Útför Aðalsteins verður gerð frá Vallaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um sem bjuggu í Mjóanesi, en áður bjuggu þau á Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal en þar bjuggu 6 systkini ásamt föður sínum. 1924 kaupa þau Höfða á Völlum og bjuggu þar síðan og voru kennd við bæ sinn. Ég sá Aðalstein frænda minn fyrst ár- ið 1940 er ég var send að Höfða til sumar- dvalar. Hann ásamt systrum sínum Vil- borgu og Guðlaugu voru alin upp hjá Höfða systkinunum. Móðir mín var systir Aðalsteins og minntust systurnar oft á það hve glaðar þær voru að fá þennan litla bróður sinn til að leika við og annast enda vor þau mjög sam- rýnd alla tíð. Aðalsteinn frændi minn var glaðvær ungur maður þegar ég man eftir honum, unni hestum sem var eina skemmtunin sem fólk á þessum tíma gat leyft sér. Ég minnist þessa tíma sem voru fimm sumur í eilífu sólskini umvafin um- hyggju frændfólks míns. Heimili þeirra systkina var myndarheimili, gestrisnin og höfðingsskapurinn annálaður. Mikið var um gesta- komur nær daglega og öllum jafn vel tekið og fór enginn frá garði án þess að þiggja rausnarlegar veit- ingar. Vilborg og móðir mín Guðlaug, systur Aðalsteins, fluttust til Reykjavíkur en hann varð eftir á Höfða. Aðalsteinn reyndist Höfða- systkinunum stoð og stytta þegar aldurinn færðist yfir. Þau náðu öll háum aldri og síðustu árin voru þau þrjú í heimili. Eftir að Aðalsteinn var orðin einn byggði hann nýtt íbúðarhús á Höfða og bjó hann þar í nokkur ár. Hjá honum leigðu hjónin Helga og Magnús Ingólfsson sem reyndust honum einstaklega vel er á leið og kann ég þeim bestu þakkir. Aðalsteinn hætti búskap 1990, seldi húsið og flutti til Egilsstaða þar sem hann keypti sér íbúð. Þar bjó hann þangað til að hann fékk áfall og vistaðist á Sambýli fyrir aldraða. Hann undi hag sínum vel þar þrátt fyrir heilsuleysið, lúinn eftir erfiðistu verkin heima á Höfða. Svo kom að hann gat ekki lengur verið á sambýlinu og var færður yfir á sjúkrahúsið á Egils- stöðum þar sem hann lést. Við hjónin og fjölskyldan fórum nokkrar ferðir austur í heimsókn til hans og vorum hjá honum í íbúðinni og síðan í sumarhúsum á Eiðum. Á þeim tíma var hann nokkuð hress og fórum við saman út í Húsey, í Borgarfjörð eystri og vítt og breitt um héraðið í glamp- andi sólskini. Þá sá ég að minn- ingin úr barnæsku minni um birt- una var ekki bara draumur einn þar sem það var brakandi hiti og sól í heiði í hvert eitt og einasta skipti sem við komum. Fyrir okkur voru þessar ferðir ómetanlegar. Að lokum langar mig að þakka af alhug umhyggjuna og aðstoð Ingibjargar Stefánsdóttur og Vil- hjálms Emilssonar sem þau veittu Höfðasystkinunum og Aðalsteini frænda mínum til hinstu stundar. Kæri frændi, hvíl í friði. Hólmfríður Sigurðardóttir. ✝ Ósk Sigurðar-dóttir fæddist á Sauðárkróki 28. febr- úar 1933. Hún lést á heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 31. ágúst 2002. For- eldrar hennar voru Sigurður G. Jósafats- son, f. 15. apríl 1893, d. 5. ágúst 1969, og Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19. ágúst 1895, d. 30. júlí 1968. Systkini Óskar: Magnús Hofdal, f. 6. október 1916, d. 11. apríl 1999, Jósafat, f. 23. nóvember 1917, Guðrún Ólöf, f. 6. febrúar, 1919, d. 13. febrúar 1948, Guðrún Bergs, f. 22. júní 1921, d. 8. októ- ber 1987, Hólmsteinn, f. 27. janúar 1924, Lilja Ólöf, f. 27. júní 1926, d. 3. mars 1982, og Sigurberg Magn- ús, f. 9. ágúst 1931. Uppeldisbróðir Óskar er Ævar Ingólfsson, f. 27. nóvember 1939. Hinn 26. maí 1951 giftist Ósk Guð- brandi Skarphéðins- syni, f. 11. júlí 1925, d. 7. desember 1990. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Sig- urlaugu, f. 14. febr- úar 1951, gift Jóni Jakobssyni, f. 28. apríl 1947. Sonur þeirra er Jón Óskar Jónsson, f. 18. febr- úar 1981. Ósk og Guðbrandur skildu 1961. Ósk ólst upp á Sauðárkróki. Að lok- inni hefðbundinni skólagöngu vann hún almenn verkakvenna- störf meðal annars á hótelunum á Blönduósi, Varmahlíð og Sauðár- króki. Árið 1967 hóf hún störf í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Sauðár- króks og vann þar næstu 26 árin, meðan kraftar entust. Útför Óskar verður gerð frá Suðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar við hjónin fluttum norður á Sauðárkrók haustið 1980 vildi svo til að við dvöldum hjá Ósk frænku í viku, meðan við biðum eftir húsnæði. Hún hafði þá búið ein í nokkur ár eftir að Kristín dóttir hennar og Jón tengda- sonur höfðu flutt í eigið húsnæði. Alla tíð síðan var mikill samgangur á milli Óskar og okkar. Þegar elsta barnið okkar fæddist árið 1983 gekk Ósk henni og síðar hinum börnum okkar í ömmu stað. Báðar ömmur barna okk- ar bjuggu utan Sauðárkróks svo ekki var ónýtt að eiga aðgang að einni á staðnum. Börnin nutu þess þegar skólagangan hófst að geta hlaupið yf- ir til Óskar hinum megin götunnar og beðið eftir að verða sótt úr skólanum. Tveimur árum áður en elsta barn okkar fæddist kom skær sólargeisli inn í tilveru Óskar þegar Jón Óskar, eina barnabarn hennar, kom í heim- inn. Frá því að við fluttum á Sauðár- krók starfaði Ósk í eldhúsi Sjúkra- húss Skagfirðinga. Hún starfaði þar í rúm 26 ár, þar til hún lét af störfum vegna veikinda árið 1993. Ósk var sérstaklega dugleg og myndarleg í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Ef eitthvað átti að gera þá varð það að gerast ekki seinna en strax. Við nutum dugnaðar hennar á ýmsan hátt, t.d. prjónaði hún vett- linga og sokka á börn okkar alla tíð og ófáir hlutir eru til á heimili okkar sem hún heklaði af myndarskap og aldrei stóð á hjálp þegar að sláturgerð kom, aðstoð við handavinnu eða önnur verk. Okkur var það mikils virði að eiga Ósk að og enn meira virði að geta orð- ið henni að liði í veikindum hennar síðustu árin sem hún lifði. Ósk hafði skoðanir á flestum hlutum sem hún lét gjarnan í ljósi umbúðalaust. Hún var hreinskiptin og höfðu kunningjar okkar gaman af því að hitta hana, þar sem hún var bráðskemmtileg og gustaði af henni. Hún var ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sínum en sýndi þær því betur í verki. Hún sýndi fjölskyldu okkar einstaka rækt- arsemi og hlýhug sem við munum búa að um ókomna tíð. Hún á sterk ítök í börnum okkar sem minnast hennar með hlýju og væntumþykju. Við fráfall Óskar varð til skarð í til- veru okkar, en eftir standa minningar um einstaka konu sem hefur verið stór hluti af lífi okkar. Við erum afar þakklát fyrir þessi kynni sem hafa auðgað líf okkar allra. Við vottum Kristínu, Jóni og Jóni Óskari innilegustu samúð okkar. Lydia, Þorkell, Helga Elísa, Margrét Silja og Ingvi Aron. Elsku Ósk frænka. Mamma segir að þú sért farin að hitta Magga lang- afa. Ég skil þetta nú ekki alveg en ég veit að Maggi langafi er engill hjá Guði. Mér finnst gott að þú varst búin að kenna mömmu að hekla dúllur því nú er hún að hekla dúlluteppi handa dúkkunni minni. Ég ætla að lána þér bænina mína í ferðalagið, sem Maggi langafi kenndi mér þegar ég var lítil. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Amma Lella og Guðmundur afi í Kanada, mamma og pabbi, Alfa og Víðir biðja að heilsa og við óskum þér alls góðs. Elsku frænka, takk fyrir allt og allt. Kveðja, þín Sigurlaug Rún. ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.