Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 23

Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 23 ÞAÐ var mikið fjör á jólaballi sem Hetjurnar, félag langveikra barna á Ak- ureyri, efndu til á sunnudag. Fjölmargir voru þar mættir og stemmningin eins og best gerist á slíkum jólaböllum. Að sjálfsögðu kom jólasveinn í heimsókn og gladdi börnin með nærveru sinni. Ljósmynd/Rut Sverrisdóttir Jólasveinninn heimsótti Hetjurnar, eins og vera ber á jólaballi. Hetjur á jólaballi KOMIÐ hefur fram sú hugmynd að stofna sérstaka húsverndar- deild innan Minjasafnsins á Ak- ureyri og einnig fornleifadeild í nánu samráði við minjavörð Norðurlands eystra. Þetta kem- ur fram í úttekt á safnamálum í Eyjafirði, sem Sögusmiðjan vann fyrir Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Eitt af því sem sérkennir Ak- ureyri er mikill fjöldi gamalla húsa sem prýðir bæinn, segir í skýrslunni. Víða eru heildstæðar þyrpingar slíkra húsa. Má full- yrða að staðurinn sé einstæður á landsvísu að þessu leyti og því liggur mikið við að varðveitt séu og vernduð sem flest af þeim húsum sem byggð eru um og fyrir aldamótin 1900. Skýrslu- höfundar mæla sérstaklega með því að þessi hugmynd um hús- verndardeild verði skoðuð ofan í kjölinn. Slík deild myndi starfa í nánu samráði við forstöðumann Húsa- friðunarnefndar og væri kjörinn vettvangur til að miðla þekkingu á aðferðum og vinnubrögðum við uppgerð og viðhald gamalla húsa til komandi kynslóða. Einnig muni þetta styrkja þátttöku Minjasafnsins í hinum ýmsu verkefnum. Fornleifadeild innan Minja- safnsins gæti tekið að sér að sinna lögbundnum verkefnum á sviði fornleifaskráningar og rannsókna fyrir sveitarfélögin við Eyjafjörð, auk þess að ein- beita sé að rannsóknarverkefn- um að Gásum. Minjasafnið á Akureyri er stærsta safnið í Eyjafirði og gegnir forystuhlutverki á sviði safnamála og sýningarhalds. Safnið var stofnað 1962 og að því stóðu Kaupfélag Eyfirðinga, Ak- ureyrarbær og Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Árið 1999 var safnið gert að sjálfseignarstofnun sem rekin er af Héraðsnefnd og öll sveitar- félög í Eyjafirði eru aðilar að. Safnið hefur verið í sama hús- næði frá upphafi, Kirkjuhvoli við Aðalstræti á Akureyri. Fjölga þarf gestum um helming á næstu 5 árum Fram kemur í úttekt Sögu- smiðjunnar að aðsókn að sýn- ingum Minjasafnsins mætti gjarnan vera meiri, miðað við gæði sýninganna og fjölda ferða- manna sem fer um Akureyri, sem áætlaður er 150 þúsund á ári. Menn vildu gjarnan sjá tölur eins og 15 þúsund gesti á ári í stað 5–8 þúsund. Vinna þarf að breytingu á þessu með öllum til- tækum ráðum á næstu árin og setja stefnuna á að hækka gesta- fjöldann upp í 15 þúsund á næstu 5 árum, segir ennfremur í skýrslunni. Skýringarnar á því að Minja- safnið er ekki jafn fjölsótt og það ætti að vera liggja að nokkru leyti í staðsetningu þess en húsið er talsvert langt frá miðbænum og falið í trjánum í Minjasafnsgarðinum fyrir fram- an húsið. Með markvissri markaðssetn- ingu á safninu ætti að vera hægt að breyta þessu, að mati skýrsluhöfunda. Minjasafnið á Akureyri Hugmyndir um tvær nýjar deildir Árlegt Nýárstrimm verður í Kjarnaskógi á morgun, nýársdag. Það hefst kl. 9 og stendur til kl. 20 um kvöldið. Nýárstrimm hefur verið haldið í Kjarnaskógi síðastliðin 20 ár og stendur jafnan yfir allan daginn. Síðast tóku um 270 manns þátt í trimminu, en fólk sem gengur eða hleypur sér til heilsubótar í skóg- inum er beðið um að skrifa nafn sitt í gestabók sem liggur frammi í Kjarnakoti. Oft hefur fólk brugðið undir sig gönguskíðum í Nýárs- trimminu en slíku verður ekki að heilsa nú, þegar jörð er marauð. Á MORGUN Árlegt nýársskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið á morgun, nýársdag, og hefst það kl. 14. Þátt- taka er öllum opin. Jón Garðar Viðarsson sneri heim til Akureyrar nú um hátíðarnar og tókst að fagna sigri á Jólaskákmóti Akureyrar eftir mjög jafna og spennandi keppni. Þeir Jón og Guð- mundur Gíslason urðu jafnir og efst- ir í mótinu með 13,5 vinninga úr 16 skákum en þriðji varð Halldór Brynjar Halldórsson með 13 vinn- inga. KYNDILGANGA var farin á vegum Norðurlandsdeildar Samtaka her- stöðvaandstæðinga á Þorláksmessu- kvöld og var þátttaka góð að því er fram kemur í frétt frá deildinni. Að friðargöngu lokinni var efnt til fund- ar gegn stríði þar sem flutt var ávarp, ljóð lesin og lög flutt. Í ályktun frá fundinum er lýst ein- dreginni andstöðu „við árásarstríð það gegn Írak sem nú er í uppsigl- ingu undir forystu Bandaríkjanna“ eins og þar segir. Stefnubreytingum hjá NATO síðustu misseri er einnig mótmælt, þar sem bandalagið sé að breytast í árásarbandalag sem leyfi sér að standa í stríðsrekstri utan síns hefðbundna svæðis. „Ennfremur lýsir fundurinn fullkominni andstöðu við aðild Íslands að hinum áformaða stríðsrekstri með loftflutningum eða á nokkurn annan hátt.“ Mótmæla árásarstríði DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður Akureyr- ar 2002. Niðurstaðan var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttabandalags Ak- ureyrar, þar sem m.a. allir Íslands- meistarar bæjarins á árinu eru heiðraðir, en að þessu sinni urðu alls 239 Akureyringar Íslands- meistarar í 83 íþróttagreinum. Fimm efstu í kjörinu eru í réttri röð á myndinni, frá vinstri: Dagný Linda varð Íslandsmeistari bæði í svigi og stórsvigi á síðasta vetri, og keppti á Ólympíuleikunum í Salt Lake City. Annar í kjörinu í gær varð Sigurpáll Geir Sveinsson, Golf- klúbbi Akureyrar, en hann varð Ís- landsmeistari í golfi. Þriðji var Ein- ar Birgisson, Bílaklúbbi Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í kvart- mílu, fjórða Sigrún Benediktsdóttir úr Sundfélaginu Óðni, sem m.a. varð í fjórða sæti á Norðurlanda- móti, og fimmta Ásta Árnadóttir knattspyrnukona úr Þór, sem m.a. lék með landsliði 21 árs og yngri. Í hófinu í gær voru þrír íþrótta- frömuðir heiðraðir sérstaklega fyr- ir óeigingjörn störf að íþrótta-, æskulýðs- og félagsmálum; þeir Stefán Gunnlaugsson, KA, Þór Val- týsson, Skákfélagi Akureyrar, og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þór. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dagný Linda íþróttamaður Akureyrar Alltaf á þriðjudögum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.