Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR nemendur Laugargerð- isskóla tóku þátt í árshátíðinni sem haldin var nýlega. Nemendurnir settu upp leikritið ,,Dýrin í Hálsa- skógi“ eftir Thorbjörn Egner í eilít- ið styttri útgáfu. Steinunn Páls- dóttir tónlistarkennari annaðist útsetningu og fluttu nemendur einnig tónlist við leikritið. Fjöl- mennt var á sýningunni og gestir frá flestum bæjum í sveitinni enda árshátíðin orðin fastur liður í menningarlífi Eyja- og Miklaholts- hrepps. Morgunblaðið/Guðrún Vala Dýrin í Hálsaskógi í Laugargerðisskóla Eyja- og Miklaholtshreppur SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, skipaði í haust nefnd sem gera átti úttekt á framtíð ferju- rekstrar yfir Breiðafjörð með hlið- sjón af þáverandi vegáætlun og ferðaþjónustu. Nefndin skilaði nið- urstöðum í janúar og þar voru lagðar til ýmsar breytingar. Í kjölfarið skip- aði ráðherra þriggja manna verkefn- isnefnd til vinna nánar úr tillögun- um. Nefndina skipa: Sigurbergur Björnsson, Gunnar Gunnarsson og Kristján Vigfússon. Ákveðið hefur verið í tilrauna- skyni að fjölga ferðum yfir Breiða- fjörð yfir vetrartímann. Ferðum verður fjölgað um tvær á viku og brottfarartímar hafa verið sam- ræmdir. Ný áætlun tekur gildi 15. mars. Ferjan Baldur fer alla daga nema þriðjudaga og föstudaga frá Stykkishólmi kl. 13.30 og frá Brjáns- læk kl. 17. Á föstudögum og þriðju- dögum verða farnar tvær ferðir á dag og er þá farið frá Stykkishólmi kl 9 og 15.45 og frá Brjánslæk kl. 12.30 og kl. 19. Eins og fyrr segir er um tilraun að ræða til að bæta þjón- ustu við Vestfirðinga. Þá er verkefnisnefndin að kanna kaup á nýrri ferju til siglinga yfir Breiðafjörð með það markmið að auka flutningsgetuna og stytta sigl- ingatímann yfir fjörðinn. Til skoðun- ar er ferja í Noregi sem kemur til greina. Ferjan heitir Skudenes, smíðuð árið 1978 og er 900 tonn og 80 metra löng. Hún flytur þrisvar sinn- um fleiri bíla en Baldur, eða um 60, og tekur um 300 farþega. Siglinga- tíminn styttist meira en 20% og yrði ferjan tvo tíma og 20 mínútur yfir Breiðafjörð. Pétur Ágústsson, útgerðarstjóri Sæferða, sem annast rekstur Ferj- unnar Baldurs, segist vera orðinn langeygur eftir niðurstöðum um ferjukaupin og menn séu að falla á tíma. Tíminn fram að sumaráætlun styttist og þó að ekki þurfi að gera mikið við Skudenes til að uppfylla ís- lenskar kröfur er alltaf eitthvað sem þarf að gera, bæði fyrir skipið og svo hafnaraðstöðu á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Pétur segist verða var við mikinn áhuga hjá sínum við- skiptavinum fyrir nýrri ferju. Það verði mikill munur fyrir farþega að ferðast með stærri ferju og hún muni skipta miklu máli fyrir ferðaþjón- ustuna á þessu svæði. En málið er enn á borði verkefnanefndarinnar. Bætt þjónusta Baldurs með fjölgun ferða Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ferðum ferjunnar Baldurs fjölgar úr 7 ferðum á viku í 9 ferðir og er áhöfn Baldurs ánægð með að geta veitt betri þjónustu. Á myndinni er áhöfnin með skipstjóra sínum, Þresti Magnússyni. Stykkishólmur NOKKRIR útgerðarmenn og útgerð- arfyrirtæki hafa gefið Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum mjög fullkomin rannsóknartæki til maga- og ristilspeglunar. Það var að frumkvæði Bjarna Sig- hvatssonar f.v. útgerðarmanns sem kom að máli við Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og fór þess á leit við það, að það tæki við söfnunarlista og uppgjöri söfnunar þeirrar sem hann stóð fyrir meðal núverandi og fyrr- verandi útvegsbænda í Vestmanna- eyjum. Fram kom í gjafabréfi að heildarverðmæti gjafarinnar er 5.567.015 kr. Það var Hjörtur Krist- jánsson sérfræðingur í lyflækningum við Heilbrigðisstofnunina í Vest- mannaeyjum sem tók við gjöfinni og þakkaði hann, fyrir hönd stofnunar- innar, gefendum rausnarskap þeirra. Útgerðarmenn í Vestmanna- eyjum gefa sjúkrahúsinu Morgunblaðið/Sigurgeir Nokkrir gefenda afhenda gjöfina á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar SMALAMENN úr Borgarfirði, ásamt tíkinni Tátu Klementínu, hafa síðustu þrjár helgar farið inn á Sanddal og Mjóadal, sem liggur inn af Norðurárdal að sýslumörkum Dalasýslu, til að freista þess að ná eftirlegukind- um sem vitað var um á þessu svæði. Á móti þeim komu þrír menn vestan úr Miðdölum í Dala- sýslu. Samtals náðu þeir tuttugu kindum í þessum þremur smala- ferðum. Ekki gekk það átaka- laust, enda kindurnar styggar eftir útileguna. Hjalti Vésteinsson frá Fellsenda í Miðdölum lagði sig í hættu við að síga í björg til að sækja kindur og tókst það með miklum ágætum. Kindurnar komu víða að, úr Norðurárdal, Stafholtstungum og Þverárhlíð í Mýrasýslu og úr Mið- dölum. Það fylgir fólksfækkun í sveit- unum að fjallskil ganga illa mið- að við það sem áður var þegar smalað var á hverjum bæ. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Smalamennirnir Sigurður Ólafsson Borgarnesi, Guðmundur Finnsson Varmalandi og Hlynur Klemenzson Dýrastöðum komu af fjalli úr síðustu smalamennsku með nokkrar kindur. Alls heimtust 20 kindur af fjalli. Fundu 20 kindur á fjöllum Borgarfjörður ÞAÐ er mikið verk að hirða vel um sauðfé en jafnframt ánægjuleg vinna að gefa fénu fóðrið sitt á garðann. Þau Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir og Haraldur Sveinsson á Hrafnkels- stöðum urðu fyrir þeirri erfiðu reynslu að þurfa að skera niður fjár- stofn sinn fyrir tveimur árum vegna riðuveiki eftir árangursríka áratuga ræktun. Nú í haust fengu þau um 350 lömb úr N-Þingeyjarsýslu sem dafna vel. Á myndinni er Jóhanna Bríet að jafna heyi á einum garðanum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Gefið á garðann Hrunamannahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.