Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG er að hugsa um að fara á vél- sleða upp á Eyjafjallajökul á morgun. Það hefur lengi verið draumur minn að komast þangað einn og óstuddur. Ég tel mig vera þokkalega útbú- inn, á góð fín ullarundirföt og dá- góðan skíðagalla, að vísu ekki al- veg nýjasta módel en hann hefur dugað mér ágætlega fram að þessu. Ég hef nú verið að velta því fyr- ir mér að fá mér staðsetningar- tæki en ég er bara svolítið óklár tæknilega séð enda eru þessi tæki alltaf að bila svo ég ætla bara að láta GSM-inn nægja. Reyndar veit ég ekki hvort það næst nokkurt samband þarna uppi en það verður bara að koma í ljós. Fjölskyldan mín er nú ekkert hrif- in af þessu ferðaplani, vill að ég fái einhvern með mér eða kynni mér leiðina með einhverjum hætti en mér finnst miklu skemmtilegra að fara bara svona einn út í óvissuna og láta ráðast hvort ég næ upp eða ekki. Mig hefur lengi langað til að vera töffari og nú held ég að ég geti látið þann draum rætast. Ég kíkti á veðurspána á netinu áðan og mér sýnist veðrið vera þokkalegt eitthvað fram á morg- undaginn en á svo að ganga í hvassa norðanátt með éljum. Eitthvað var talað um storm- viðvörun en ég áttaði mig ekki á því almennilega hvar á þessu svæði hún átti við. Sem sagt, ég ætla bara að drífa mig af stað áður en allir vakna, þá veit heldur eng- inn hvert ég er að fara. Hrafn hinn heimski, – sem er auðvitað dulnefni því ég er ekki hann, ég er ekki einu sinni töffari, meira að segja er ég kona og dytti aldrei í lífinu í hug að gera fjöl- skyldu minni og vinum þann óleik að vaða á fjöll í óvissuveðri að vetri til, illa klædd og illa und- irbúin, þekkja ekki hálendið og vita ekki að illviðri getur skollið á fyrirvaralaust. HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Smáraflöt 49, Garðabæ. Á vélsleða á Eyjafjallajökul Frá Hrafnhildi Sigurðardóttur UNDANFARIN ár hef ég valið þann kost að sleppa því að eiga bíl og nota strætó. Þessi ákvörðun hef- ur sparað mér stórfé sem ég hef síðan getað eytt til þess að fara í óperuna, út að borða eða til þess að kaupa mér föt. Að sama skapi get ég ornað mér við það að strætó er mjög umhverf- isvænn valkostur a.m.k. miðað við þá miklu umferð stórra einkabíla sem viðgengst hér á landi. Stundirnar í strætó eru oft mínar notalegustu stundir. Ég hef tíma til að slappa af, horfa út um gluggann og láta strætóbílstjórann um að komast áfram í umferðarmartröð höfuð- borgarsvæðisins. Ekkert stress lengur, ekkert snöggt brems eða stress við að komast áfram á ljósum, bara hægt að slappa af í strætó og njóta þess að virða fyrir sér gamla miðbæinn eða endilanga Hverfisgötuna sem líður hjá eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Strætóbílstjórar eru í mínum augum miklar hetjur. Það er ekki nóg að þeir aki risastórum vögn- unum um þröngt gatnakerfi mið- bæjarins, heldur gegna strætis- vagnabílstjórar mikilvægu félagslegu hlutverki. Þeir rabba við margan manninn sem manni sýnist að þurfi jafnvel á sérfræðingsþjónustu að halda og þeir leiðbeina einnig fjölda útlend- inga á hverju sumri á leið í bæinn eða á hin fjölmörgu gistihús höf- uðborgarsvæðisins. Í strætó ríkir eins konar fé- lagslegt jafnrétti. Öllum er velkom- ið að ferðast með strætó og skiptir þá engu máli hvar menn standa í þjóðfélagsstiganum. Ég get ekki varist þeirri hugsun að það væri meinhollt fyrir þing- menn þjóðarinnar og bankastjóra að ferðast með strætó svo sem einu sinni í viku. Í strætó kemst maður í kynni við kviku mannlífsins og þann raunveruleika sem venjulegt fólk þarf að búa við dag eftir dag, ár eftir ár. Það væri hollt þeim sem ferðast í forstjórajeppunum að skoða það mannlíf sem endurspeglast í gleri strætisvagnanna. Þar má sjá marga sem farið hafa hált á svelli mann- lífsins eða dottið í gegnum hriplekt net velferðarkerfisins. Ferðirnar með strætó hafa vakið mig til umhugsunar um það þjóð- félag sem við búum í og þá hnatt- væðingu heimsins sem ýtir æ fleira fólki út á jaðarinn og gerir það „gagnslaust“ í samfélaginu. Einhvern samastað og einhverja félagslega umhyggju verða allir að fá og það er ekki neinn vafi í mín- um huga að strætó er hluti af þeirri félagslegu velferð sem við hér á landi viljum státa af og styðja við. Ég vil þessvegna hvetja sem flesta til þess að prófa að nota strætó. Ég er ekki fjarri því að mér aukist skilningur og viska með hverri ferð, en viska er eins og allir vita eitt helsta markmið mannlífs- ins. INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR, umhverfisfræðingur, Fálkagötu 17, 107 Reykjavík. Um strætóferðir Frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.