Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 35 ✝ Ólafur MarsÁmundason fæddist í Dalkoti í Hlíðardal á Vatnsnesi í V-Hún. 27. febrúar 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Hvammstanga 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ámundi Jóns- son, f. 26. maí 1885, d. 10. mars 1970, bóndi í Dalkoti, og Ásta Mar- grét Sigfúsdóttir, f. 6. maí 1890, d. 18. októ- bert 1960. Ólafur var fimmti í röð 13 systkina. Hin eru: Rögnvaldur Bergmann, f. 3. sept. 1906, d. 15. apríl 1979, Sigríður Ingibjörg, f. 20. sept. 1907, d. 26. júní 1985, Arilíus Dagbjartur, f. 9. júní 1909, d. 20. júní 1946, Sveins- ína Sigurbjörg, f. 3. mars 1910, d. 10. okt. 1933, Hulda Guðrún, f. 17. júní 1912, d. 28. jan. 1985, Emil Ófeigur, f. 24. okt. 1915, Böðvar, f. 1. jan. 1917, d. 24. jan. 2000, Mar- grét Ingibjörg, f. 23. júní 1919, d. 14. mars 2000, Jón Mars, f. 11. okt. 1921, d. 12. júní 2000, Sveinbjörn Sigurður Ingvar, f. 12. mars 1924, d. 5. nóv. 1988, Vigdís, f. 10. okt. 1925, og Auðbjörg, f. 25. nóv. 1928, d. 5. jan. 2001. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Guðrún Benediktsdóttir frá Mið- Kárastöðum á Vatnsnesi, V-Hún., dóttir hjónanna Ástu Gísladóttur og Bene- dikts Björnssonar. Fyrstu búskaparár- in, frá 1945–1951, bjuggu Ólafur og Guðrún á háaloftinu í Þinghúsinu á Hvammstanga. Árin 1951–1954 bjuggu þau á Kárastöðum á Vatnsnesi. Á þessum árum vann Ólafur ýmis störf til sjós og lands, m.a. á jarðýtu. Árið 1954 fluttu þau að Neðri-Dal við Suðurlandsveg og ráku þar m.a. hænsnabú á árunum 1960–1971. Í Neðri-Dal bjuggu þau til ársins 1991 en þá fluttu þau í Arahóla 4 í Reykjavík. Frá 1954–1992 vann Ólafur við ýmiss konar umsjónar- störf, hjá Íslenskum aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli, m.a. sem eldvarnarfulltrúi. Ólafur hefur orðið fyrir ýmsum áföllum á lífs- leiðinni, m.a. dvaldi hann í veik- indum sínum að Vífilsstöðum í eitt ár. Árið 1988 festu þau kaup á húsi sínu að Melavegi 14 á Hvamms- tanga og leigðu það út í fyrstu en dvöldu síðan í því að sumri til uns þau fluttu í það alfarið árið 1998 og hafa búið þar síðan. Útför Ólafs fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ólafur eða Óli frændi eins og við kölluðum hann ávallt, er nú fallinn frá. Við andlát hans rifjast upp marg- ar góðar minningar um hlýjan og góðan frænda, m.a. annars fyrstu heimsóknir til þeirra hjóna er þau bjuggu í Neðri-Dal við Suðurlands- veg. Síðan áttu þessar heimsóknir eftir að verða fleiri eftir að þau fluttu í hús sitt á Melavegi 14 á Hvamms- tanga en húsið höfðu þau keypt árið 1988 og notuðu það í fyrstu sem sum- ardvalarstað en fluttu í það alfarið árið 1998. Þar leið þeim vel og ber garðurinn í kringum húsið vott um hversu vel þau hlúðu að öllum gróðri og vildu hafa snyrtilegt og þrifalegt í kringum sig. Oft þegar við komum í heimsókn sat Óli í bílskúrnum eitt- hvað að dunda því hann þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Óli hafði yndi af hrossum og átti hesthús í Kópavogi er þau bjuggu í Arahólunum. Hann hafði gaman af hestakaupum og átti margan góðan hestinn. Óli hafði áhuga á ýmsum framfaramálum, m.a. var það honum mikið kappsmál að raflýsingu yrði komið fyrir í Kirkjuhvammskirkju- garði. Þegar við hjónin byggðum verslunarhús okkar við Klapparstíg- inn á Hvammstanga fylgdist Óli með hverju handtaki af miklum áhuga. Þegar kom að því að að innrétta hús- ið spurði hann hvort hann gæti ekki gert eitthvert gagn. Eitthvað vafðist það fyrir okkur hvernig við ættum að svara gamla manninum sem orðinn var 84 ára en hafði brennandi áhuga á því að hægt yrði að flytja starfsem- ina í nýja húsið sem fyrst. Við sögð- um að honum væri velkomið að mæta á staðinn og fylgjast með verkinu en meira væri ekki leggjandi á hann, gamlan manninn. Óli mætti á staðinn og áður en við vissum af var hann far- inn að stússast eitt og annað, hand- langa verkfæri og sitthvað sem þurfti við smíðina. Hann var alveg í essinu sínu og leið vel yfir því að hafa eitt- hvað að starfa. Nú sagðist hann vera kominn með titil, hann væri orðinn handlangari. Er hann var spurður að því hvort hann væri ekki orðinn þreyttur og hvort hann vildi ekki fara heim og hvíla sig, svaraði hann; það er nú sama hvar ég hangi og horfi út í loft- ið. Svo hló hann dátt. Óli tók handlangarastarfið alvar- lega og mætti stundvíslega að morgni alla daga og var nær allan daginn. Það var létt yfir honum, hann sagði skemmtilegar sögur, svo dag- urinn leið hratt. Hann var glettinn og stríðinn og átti það til að hrekkja pínulítið, t.d. átti hann það til að segja: Hermann, ertu viss um að þetta sé rétt strik sem þú ert að saga eftir? Já, já, var svarið. Já, ég hélt þetta, sagði Óli, og svo hlógu þeir báðir dátt að þessum hrekk. Óli var traustur og ábyggilegur í þeim verk- um sem honum var falið og hlaut hann m.a. viðkenningar fyrir vel unn- in störf hjá Íslenskum aðalverktök- um. Það var notalegt að hafa hann ná- lægt sér, alltaf hlýr og elskulegur í viðmóti, sama á hverju gekk. Gaman var að koma til þeirra hjóna á Melaveginn í kaffi og spjall. Nunna, eins og við köllum hana, er slíkt ljúfmenni og elskuleg í alla staði að ég held varla að Óli hafi getað kos- ið sér betri lífsförunaut. Það var eft- irtektarvert að sjá hversu mikla hlýju og umhyggju þau báru til hvort annars. Nunna vék aldrei frá Óla og nú í veikindum hans mátti sjá hversu mikla ástúð og umhyggju hún sýndi honum. Við fjölskyldan viljum þakka þér, Óli frændi, fyrir alla aðstoð, hlýju og ástúð í okkar garð. Megir þú hvíla í friði, vinur sæll. Elsku Nunna, við vitum hversu mikill missir þinn er, því þið voruð svo náin. Megi algóður guð, styðja þig og styrkja um ókomin ár. Dagbjört, Hermann, Jón Ívar, Björn Þór. Óli frændi, elskulegur föðurbróðir hefur lokið lífsgöngu sinni. Ljúfar minningar um einstök hjón, Óla og Nunnu eiginkonu hans sem kunnu að gleðja og styrkja frændgarð sinn, sérstaklega börnin. Ein af mínum fyrstu bernskuminningum er frá helgardvöl hjá Óla og Nunnu sem þá bjuggu á Mið-Kárastöðum á Vatns- nesi, ógleymanlegt ævintýri. Ég fylgdi þeim við bústörfin, svo var hugsað um að ég fengi gott að borða og vel búið rúm. Í huga mér er minn- ingin mér leiðarljós sem Óli og Nunna tendruðu af umhyggju og kærleika sem þeim einum var lagið. Þau brugðu búi fyrir norðan og sett- ust að í nágrenni Reykjavíkur og héldu áfram búskap, m.a. með geitur sem voru fáséðar, hænurnar voru stórar og höfðu hátt, en ekki mér að skapi, því ég hræddist þær. Kindur voru einnig og réttir í Lögbergsrétt. Þegar sonur minn var búinn að upp- götva að gaman var í réttum, bað hann mig að hringja í Óla frænda og fá leyfi til að koma í réttirnar og var það auðsótt mál, hann fékk meira að segja hlutverk, að draga í dilka þó kraftar væru nú e.t.v. ekki miklir. Hestamennskan var Óla í blóð borin og hross hluti af bústofninum, síðar tómstundagaman. Samverustundir um árabil voru ekki margar, en alltaf heyrðist frá Óla og Nunnu, m.a. fyrsta jólakortið á æskuheimilið, nokkru seinna kom svo sending, eplakassi með eplalykt sem var bara til í þá daga og ilmar enn. Stundum fengum við systkinin dót og sælgæti sem var öðruvísi, Óli vann þá á Keflavíkurflugvelli. Hugur Óla og Nunnu stefndi aftur norður til Hvammstanga. Þau keyptu þar hús og bjuggu sér einstakan unaðsreit, umvöfðu hvort annað og ræktuðu garðinn sinn sem er einn sá fegursti á staðnum. Ósjaldan sat Óli á þægileg- um stól á stéttinni og Nunna sinnti gróðrinum þegar komið var í heim- sókn. Svo var gengið til stofu. Þar var nóg nammi og rifjaðir upp gamlir tímar, ómetanlegur fróðleikur. Þegar pabbi greindist með ólækn- andi sjúkdóm og erfiður tími fór í hönd, voru Óli frændi og Nunna ná- læg. Þegar leið að 50 ára afmæli mínu hugleiddi ég hvað ég ætti að gera. Útkoman var að fara norður á æskuslóðir mínar og m.a. heimsækja Óla og Nunnu, sem eins og fleiri gerðu mér þessi tímamót ógleyman- leg. Ég kveð kæran frænda með virð- ingu og þökk. Streym ljúfi blær, á fjallsins auðnir inn og ylja þessum fáu grænu stráum, er settust að á söndum öskugráum og hafa laugað dýrsta drauminn sinn í daggarperlum, sem við aldrei sjáum. Í návist þeirra nam ég það og finn að það er gæfa grösum fenntra landa að gleyma aldrei vorsins hlýja anda og heyra nið frá himinvötnum bláum. (Davíð Stef.) Einlægar samúðarkveðjur til Nunnu og allra ástvina. Guðrún Jónsdóttir. ÓLAFUR MARS ÁMUNDASON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær sonur okkar, bróðir, fósturfaðir, tengdafaðir, vinur og afi, SVEINBJÖRN ÞÓR KRISTMUNDSSON, Krummahólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 19. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Þorleifur Kjartan Kristmundsson, Svanhildur Ólafsdóttir, Birgir Kristmundsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Gestur Stefánsson, Hjörtur Kristmundsson, Ásta Ægisdóttir, Hrefna Kristmundsdóttir, Níels Sigurðsson, Einar Páll Gunnarsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Sigurður Arnar Gunnarsson, Jóna Vala Valsdóttir, Anna Þórdís Gunnarsdóttir, Birgir Axelsson, Rósa Kristín Stefánsdóttir, Ragnar Hilmarsson, Steinunn Hilmarsdóttir, Alex og Birta Steinunn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR MAGNÚSSON, Sörlaskjóli 9, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðviku- daginn 19. mars kl. 13.30. Guðmunda Dagbjartsdóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Ingimar Þorkelsson, Magnús Þ. Pétursson, Kristín Guðmundsdóttir, Ólöf Pétursdóttir, Þorsteinn Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, dóttur okkar, systur og mágkonu, SVÖVU KRISTINSDÓTTUR, Krummahólum 8, Reykjavík. Kristín Líf Abigail Chipa, Kristín Jóhannesdóttir, Guðmundur I. Björnsson, Kristinn J. Sölvason, Somkhan Jípthongchai, Björg Kristinsdóttir, Baldur Guðgeirsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNAS SIGURÐSSON, Þrastarstíg 9, áður Grýtubakka 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Auður Gunnarsdóttir, Svanhildur María Ólafsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Sigurður Pétur Ólafsson, Agnes Steinarsdóttir, Lára Inga Ólafsdóttir, Ólafur Bjarni Pétursson, Björg Sigrún Ólafsdóttir, Erlendur Traustason, Esther Helga Ólafsdóttir, Georg Sverrisson, Gunnar Guðmundur Ólafsson,Linda Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fyrrverandi mágur, og vinur, NÍELS HANSSON, lést mánudaginn 10. mars. Ruth Hansson, Inger Marie Hansson, Nils Rune Hansson, tengdafólk, frændsystkini og vinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.