Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 29 ÞÚSUND manns söfnuðust sam- an í íþróttahúsinu á Reyðarfirði til þess að verða vitni að því, að samningarnir um álverið við Reyðarfjörð yrðu undirritaðir. Það var hátíðarstemning, af því að mikill sigur hafði unnist, eða eins og Kristján Kristjánsson vélstjóri á Reyðarfirði sagði í viðtali við Morgunblaðið: „Þetta er stór dagur eftir alveg ótrúlegt stríð. Þegar stríðum lýkur hefst uppbygging.“ Og um hvað stóð svo þetta stríð? Um framtíð Austurlands og Fjarðabyggðar hvorki meira né minna! Sjávarútvegur hefur að vísu verið að styrkjast í Fjarðabyggð og laxeldi í stórum stíl er komið vel á veg. Eftir sem áður hefur það ekki verið nóg til að festa byggðina svo í sessi, að ungt fólk hafi fengið þar störf í samræmi við sína menntun og getað horfið til baka til sinnar heimabyggðar. Til þess að styrkja hana og efla eins og hug- ur þess hefur staðið til. Til að njóta þess að búa þar eins og hugur þess hefur staðið til.Og það er áreiðanlega tímanna tákn, að þau fyrirtæki, sem fyrir eru, skuli bjóða álverið velkom- ið, gagnstætt því sem oft var viðkvæðið hér á árum áður. Sér- staklega þó við Eyjafjörð, þar sem ýmsir af forystumönnum at- vinnulífsins töluðu um stóriðju sem óæskilegan keppinaut. Í Fjarðabyggð er álverið boðið velkomið af öllum. Ég hef það á tilfinningunni að í hjarta sínu sé það líka boðið velkomið af þeim sem eru á móti því, meira að segja af þessum eina bónda sem hefur fyrir því að flagga í hálfa stöng í mótmælaskyni á hverjum degi. Við skulum rifja upp orð Elfars Aðalsteinssonar, þegar hann sagði, að sjávarútvegfyr- irtækin þyrftu á álverinu að halda til að deila þeirri sam- félagslegu ábyrgð sem þau hefðu axlað. Í þessum orðum felst ekki kyrrstaða, þvert á móti liggur sú merking í þeim, að of mikil ein- hæfni endar með því að veikja byggðina, þar sem fjölbreytileiki í atvinnuháttum styrkir hana í bráð og lengd. Baráttan fyrir álveri við Reyð- arfjörð hefur staðið í áratugi og lengi vel gekk hvorki né rak, þótt mikið væri talað. Kapít- ulaskiptin urðu á árinu 1997, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lögðu til í rík- isstjórninni, að raforka frá stór- virkjun á Austurlandi yrði notuð á Austurlandi en ekki flutt á Keilisnes eins og áður var ráð- gert. Síðan hefur ekki verið hvikað frá því, að álver skyldi rísa við Reyðarfjörð. Í því máli hefur ríkisstjórnin haft alla for- ystu. Vinstri grænir á móti eins og gengur en Samfylkingin út og suður til síðustu stundar. Þegar saga þessa máls er rakin er ómögulegt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að með Vinstri græna eða Samfylk- inguna í ríkisstjórn hefði draum- urinn um álver við Reyðarfjörð aldrei orðið að veruleika. Sú stund verður mér ógleym- anleg að hafa verið viðstaddur undirskrift samninganna um Fjarðarál. Þá átti Fjarðabyggð eina sál. Byggðarlagið hafði ver- ið leyst úr álögum einhæfninnar og sömuleiðis Austurland og eiga nú framtíðina fyrir sér. Guðmundur Bjarnason bæj- arstjóri Fjarðabyggðar lauk ræðu sinni með því að segja: „Nú skín sólin á okkur!“ Orðin lýstu gróandanum, sem bjó í brjósti íbúa Fjarðabyggðar og Austfirðinga á þessari stundu. Nýr kafli var að hefjast í byggðasögu okkar Íslendinga. Og í henni verða Austfirðingar fyrirferðarmiklir. „Nú skín sólin á okkur“ Eftir Halldór Blöndal „Nýr kafli var að hefjast í byggðasögu okkar Íslendinga. Og í henni verða Austfirðingar fyrirferðarmiklir.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðausturlands. ÞAÐ setti ugglaust marga hljóða þegar heyrðist af afdrifum einnar breytingartillögu Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þingmanns Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, í meðförum hins háa alþingis. Breytingartillagan gekk út á að jafnrefsivert væri að kaupa vændi og að selja vændi. Ekki datt mér í hug að þetta væri torsótt mál á okkar tímum, en annað kom á daginn. Síðustu fjögur árin, eða þann tíma sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt fulltrúa á alþingi, hefur Kolbrún Hall- dórsdóttir lagt fram tillögu þess efnis að kaup vændis yrðu gerð refsiverð. Málið hefur ávallt verið svæft í nefnd. 10. mars studdu einungis 9 þingmenn þá breyt- ingartillögu Kolbrúnar við stjórn- arfrumvarp að það skyldi vera saknæmt að kaupa vændi. Auk allra þingmanna VG, voru það þau Guðjón A. Kristjánsson, Sig- ríður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Aðeins tveir þing- manna Samfylkingarinnar telja það saknæmt að kaupa vændi. Hvar er jafnréttið? Það að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tregðist við tillögum þess efnis að það sé lögbrot að kaupa vændi kemur ekki á óvart. Frjálshyggjuflokkar víða um heim vilja að frelsi mannsins vaxi og dafni og það að kaupa sér blíðu annarrar mann- eskju sé þannig sjálfsagður rétt- ur hvers og eins. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn eru frjálslyndir í þessum skilningi og því mátti búast við þessari afstöðu af þeirra hálfu. Samfylkingin hefur í mörgum málum básúnað að hún standi fyrir jafnrétti, kvenfrelsi, jöfnuði og bótum á réttarkerfinu. Síðustu vikurnar hefur flokk- urinn komið þjóðinni fyrir sjónir sem enn einn miðjuflokkurinn. Það skyldi þó aldrei vera að Samfylkingin boði ýmislegt í orði en skorist undan þegar á hólm- inn er komið? Hvar voru konurnar á alþingi, kynnu margir að spyrja sig þeg- ar niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar er skoðuð. Réttara er þó að spyrja: „Hvar voru þeir sem hafna klámvæðingunni, mansali og niðurlægingu milljóna manna og kvenna út um allan heim?“ Samfylkingin vék sér undan þeirri ábyrgð sem felst í því að taka af skarið þegar á hólminn er komið. Forvitnilegt væri að spyrja sig hvers vegna það sé. Er það af ótta við að tapa ný- fengnum vinsældum í skoð- anakönnunum? Það er staðreynd, eins undarlega og það hljómar, að fjöldi manna telur það ósvífni og bera vott um forræðishyggju að vera á móti klámvæðingunni og óheftu frelsi til allra athafna. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur ekki látið af sannfær- ingu sinni og baráttuaðferðum. Við lítum svo á að skýr stefna sé heiðarlegust og eðlilegust gagn- vart kjósendum okkar. Kjós- endur VG vita hvað þeir eru að kjósa. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði hugsum til barnanna okkar og um framtíð- ina. Við sjáum heiminn í víðara samhengi en svo að við bindum trúss okkar við prósentur í skoð- anakönnunum. Kjósendur vita hvar þeir hafa okkur. Við berj- umst fyrir víðsýni og jafnrétti á borði en ekki aðeins í orði, og við hikum ekki við að standa ein upp og mótmæla óréttlæti og misrétti – þrátt fyrir að sumir kjósi að kalla það „að vera á móti öllu“. Það er því ljóst að aðeins er um einn vinstriflokk að ræða og því ætti valið að reynast kjósendum auðvelt í vor. Löglegt að kaupa – bannað að selja? Eftir Grím Atlason „Við í Vinstrihreyfing- unni – grænu fram- boði hugsum til barnanna okkar og um framtíðina.“ Höfundur er þroskaþjálfi og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður. að nefnd- jörgunar- nnsóknar- og tryggja og atvika mstarfi við um. Segir hafi RNF erlendis í r flugvélar lendis og hentu er- sem RNF gir mikil- nda rann- kil mál eru F. „Þess ð nokkrar ndir, þá og eigum í ku sam- , NTSB. út á gagn- rir að slík mninga er með því að ð hafa sótt nokkur námskeið í Bretlandi og Bandaríkjunum, meðal annars hjá Flugöryggisstofnun Suður-Kaliforn- íu, SCSI, sem hélt námskeið hér- lendis á dögunum í samvinnu við RNF. „Það hefur verið mjög lær- dómsríkt að sækja slík námskeið enda er tilgangurinn sá að viðhalda faglegum vinnubrögðum og fylgjast með því sem er að gerast í rannsókn- araðferðum og tækni á þessu sviði.“ Áherslur að breytast Í lokin segir Þormóður að áherslur séu að breytast nokkuð í flugslysarannsóknum í heiminum. „Lengi vel hefur verið lögð áhersla á að rannsaka aðeins flugslys. Á síð- asta áratug lagði Alþjóðaflugmála- stofnunin til að rannsóknanefndir legðu sömu áherslu á alvarleg flug- atvik enda er aðdragandi þeirra hinn sami en kannski aðeins tilviljun sem ræður að ekki verður slys,“ segir hann. Bendir hann einnig á að þegar alvarlegt flugatvik verður er hægt að ganga að rannsóknargögnum og fá upplýsingar með viðtölum við þá sem komu við sögu. Slíkt sé oft ekki unnt þegar slys hefur orðið, fólk far- ist og gögn spillist. Segir Þormóður að ljóst sé að vegna aukinnar flug- umferðar næstu áratugi sé ljóst að flugslysum og -atvikum fjölgi. Vilja menn gera allt sem unnt er til að forðast að þeim fjölgi í sama hlutfalli og umferðin. „Þess vegna vilja menn leggja aukna áherslu á rannsóknir á atvikum og nú er til dæmis uppi hug- mynd um að safna upplýsingum um uppákomur í flugi og atvik í gagna- grunn. Reynsla rannsakenda er sú að áður en slys verður hafa komið fram einhver frávik sem gáfu vís- bendingu um að öryggi var ógnað. Með því að safna slíkum upplýsing- um í miðlægan gagnagrunn til frek- ari greiningar er hugsanlega hægt að koma auga á galla áður en flug- slys verður.“ Gagnagrunnur í undirbúningi Þormóður segir að Alþjóðaflug- málastofnunin og Evrópusambandið séu að undirbúa jarðveginn fyrir slíkan gagnagrunn en erfiðasti hjall- inn sé að fá einstaklinga til að greina frá uppákomum. Með því séu þeir hugsanlega að sakfella sig. „En for- sendurnar fyrir því að fá fram þessar upplýsingar eru annars vegar hegn- ingarlaust umhverfi, þ.e. að menn verði ekki sóttir til saka, og hins veg- ar að trygging fyrir því að nafn við- komandi komi hvergi fram. Við er- um að vinna að því að koma slíku kerfi á hérlendis ásamt samgöngu- ráðuneytinu og Flugmálastjórn.“ grundvallaratriði u öryggis kfella Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsa Sörensen. joto@mbl.is ð við- ð sögu ð- mskiptum ottum og mu fyrstir a þeir arsveitir, i í huga gar upp- ví skyni með þess- ang á a að r alltaf mi í kjöl- nnar slu sem gar hún gefin út end er Eftir kýrsla ast þeir kilvægi egja þeir g mála er. Flug- vegar að veita ar fyrr en ur vegna væði til inga til na UM helgina hófst fundaröð sjálfstæðiskvenna sem ber yf- irskriftina „Stefnumót við þig – Framtíðin er björt“. Konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins standa fyrir fundaröðinni auk fleiri sjálfstæðiskvenna af fram- boðslistum og úr sveit- arstjórnum. Markmið fundanna er að fjalla um störf og stefnu flokksins í ríkisstjórn og þann mikla árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Íslendingar hafa um nokkurt skeið veitt Sjálfstæðisflokknum umboð til þess að fara með stjórn landsmálanna og í vor leita sjálfstæðismenn eftir end- urnýjuðu umboði. Við sjálfstæð- ismenn göngum bjartsýnir til þessarar baráttu því síðustu ár hafa verið farsæl og nú á und- anförnum mánuðum hefur hverju stórmálinu af öðru verið komið í gegn, en nægir þar að nefna einkavæðingu ríkisbank- anna og undirbúningsferli Kára- hnúkavirkjunar. Efnahagslífið er á öruggri uppleið, verðbólgan hefur hjaðnað, vextir lækkað, gengið styrkst og útlit er fyrir góðan hagvöxt á næstu miss- erum. Að óbreyttu eru því allar forsendur fyrir því að lífskjör haldi áfram að batna á Íslandi. En það er ekki sjálfgefið – það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana. Kjósendur verða að spyrja sig þeirrar spurningar í vor hvort þeim muni vegna betur til lengri eða skemmri tíma ef vinstri stjórn verður mynduð. Menn þurfa að rifja upp óreiðuna sem ríkti í tíð síðustu vinstri stjórn- ar, sem sat frá 1988–1991 og tókst að lækka kaupmátt al- mennings umtalsvert. Í Reykja- vík er nú við völd vinstri sam- bræðingur sem hefur margfaldað skuldir borgarinnar á mesta mesta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar. Og ekki nóg með það, heldur jafnframt hækkað skatta og gjöld. Þessar staðreyndir verða kjósendur að bera saman við störf og stefnu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Í aðdraganda þessarar kosn- ingabaráttu hefur Samfylkingin tekið þann pólinn í hæðina að ræða flest annað en málefnin sem öllu skipta og lagt þess í stað traust sitt á dylgjur og lág- kúrulegan áróður sem að miklu leyti hefur beinst að forsætis- ráðherranum persónulega. Þessi áróðursherferð hefur reyndar snúist í höndunum á þeim sem vonandi leiðir til þess við getum einbeitt okkur að knýjandi mál- efnum fyrir íslenskt samfélag í kosningabaráttunni. Við sjálf- stæðismenn munum í það minnsta leggja allt kapp á að fjalla um árangurinn af störfum flokksins, þá stefnu sem við leggjum fram og sýn okkar um farsæla framtíð Íslands. Árangurinn af starfi rík- isstjórna Sjálfstæðisflokksins blasir við. Á umliðnum tólf árum höfum við komist í fremstu röð þjóða á flestum sviðum. Kosning- arnar í vor munu snúast um það hvort Ísland muni halda áfram á þessari öruggu framfarabraut eða hvort eyðslupólitík vinstri manna nái undirtökunum með til- heyrandi skattahækkunum, skuldaaukningu og efnahags- óróleika. Valið liggur hjá kjós- endum, sem við sjálfstæðismenn treystum að muni gera sam- anburð á þeim kostum sem í boði eru, og velji þann sem líklegastur er til þess að bæta enn lífskjörin á næstu fjórum árum. Sam- anburðurinn segir allt sem segja þarf. Sjálfstæðiskonur funda um land allt Eftir Sólveigu Pétursdóttur „Við sjálfstæðismenn munum leggja allt kapp á að fjalla um árangurinn af störfum flokksins, þá stefnu sem við leggjum fram og sýn okkar um far- sæla framtíð Íslands.“ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.