Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 10

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISENDURSKOÐUN hefur vís- að máli Þorfinns Ómarssonar, fyrr- um forstöðumanns Kvikmyndamið- stöðvar Íslands, til ríkissaksóknara. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að í reynd hafi rík- issaksóknaraembættið kallaði eftir gögnum málsins í heild til þess að skoða þau, líkt og það gerði í máli Guðmundar Magnússonar á sínum tíma. Sigurður segir það vera ríkissak- sóknara að taka síðan sjálfstæða ákvörðun um það hvort hann telji til- efni til frekari aðgerða að þeirri skoðun lokinni. Mál Þorfinns til ríkis- saksóknara SAMTÖK 60 ára og eldri á vegum Samfylkingarinnar verða stofnuð um helgina undir nafninu Samtökin 60 plús. Markmið 60 plús er að gæta hagsmuna fólks 60 ára og eldra innan flokksins og í stefnu hans. „Innan systurflokka Samfylking- arinnar í Svíþjóð og Þýskalandi eru 60 plús-félögin meðal virkustu sam- takanna í flokkunum. Samtökin í Þýskalandi hafa t.d. gott samstarf við samtök eldri borgara utan flokksins og eru félagarnir hvattir til að láta til sín taka í hagsmuna- baráttu eldri borgara sem víðast í samfélaginu. Samfylkingarfélagið sækir fyrirmynd sína þangað,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá Samfylk- ingunni. Allir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í Samtökin 60 plús og ekki þarf að ganga í Samfylkinguna til að vera með í samtökunum. Stofnfundur samtakanna verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 27. apríl kl. 15. Þar verður boðið upp á kaffiveitingar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur ávarp ásamt þeim Össuri Skarphéð- inssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur, Katrínu Júlíusdóttur og Ellerti Schram. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á dagskrá, m.a. Raddbanda- félag Reykjavíkur, Jóhannes Krist- jánsson slær á létta strengi og Þrjár systur leika og syngja. Stofna samtök fyrir 60 ára og eldri TVEIR fundarmanna á opnum stjórnmálafundi með Davíð Odds- syni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, á Ísafirði í fyrrakvöld sögðu að ef Davíð ætlaði að ræða um kvótakerfið á þann hátt sem hann gerði á fundinum ætti hann að tala sem minnst um kvóta- kerfið í kosningabaráttunni. „Hafir þú ekkert annað um kvóta- kerfið að segja en þú sagðir hér áð- an ráðlegg ég þér að tala sem minnst um kvótakerfið í kosninga- baráttunni,“ sagði Ágúst Gíslason, en áður hafði hann m.a. sagt að hann hefði ávallt haft megnustu andúð á kvótakerfinu. Óðinn Gests- son tók undir með Ágústi: „Ég er sammála Ágústi í því að ef menn ætla að ræða kvótakerfið við okkur á þennan hátt er betra að tala ekk- ert um það.“ Telur kvótakerfið ekki fullkomið Í framsöguræðu sinni sagði Davíð m.a. að hann teldi kvótakerfið ekki fullkomið, en reynt hefði verið að sníða af því ýmsa vankanta þannig að það yrði haldbetra. Síðar á fund- inum sagði Davíð að þótt hann heyrði að ákveðnir menn bönnuðu honum að tala um kvótakerfið væri það nú þannig að hann hefði sjaldan heyrt gagnlegar hugmyndir um það hvað ætti að koma í stað kvótakerf- isins. „Ég veit að kerfið hefur sína miklu ágalla en það hefur ekki kom- ið annað og betra kerfi fram sem allir aðrir gætu sætt sig við.“ Tali sem minnst um kvótakerfið UM tuttugu fyrirlesarar halda framsöguerindi á vetnisráðstefnu sem hefst í dag kl. 14 á Nordica hót- eli, Suðurlandsbraut 2, á vegum fyr- irtækisins Íslenskrar nýorku. Til- efnið er opnun vetnisstöðvar Skeljungs og Íslenskrar nýorku við Vesturlandsveg en um er að ræða fyrstu vetnisstöðina í heiminum sem opnuð er á almenningsbensínstöð. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina „Að gera vetni aðgengilegt almenningi“ eru Jeron van der Veer, varaformaður stjórn- ar Shell-samsteypunnar, Tore Torv- und, varaforstjóri Norsk Hydro, Þorsteinn I. Sigfússon, stjórnarfor- maður Íslenskrar nýorku, og Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri sama fyrirtækis, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Margrét Guðmundsdóttir, einn fram- kvæmdastjóra hjá Skeljungi, og fleiri. Ráðstefnan stendur yfir í dag, fimmtudag, og á lýkur á morgun, föstudag, kl. 17. Tuttugu fyrirlesarar á vetnis- ráðstefnu FERÐASKRIFSTOFAN Sumar- ferðir ehf. fór í sína fyrstu ferð í gær með 233 farþega til Alicante á Spáni í Boeing leiguflugvél frá Atl- anta. Sumarferðir hafa eingöngu selt ferðir í gegnum netið og síma en að sögn Helga Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Sumarferða, hafa viðtökur verið framar björt- ustu vonum. „Það er fullbókað í þessa fyrstu ferð þannig að við fljúgum með sneisafulla vél til Spánar. Ferðir í maí eru nánast uppseldar, allt er uppselt í júní og einnig stærstan hluta júlí. Fólk kann greinilega að meta það sem við erum að bjóða upp á enda sparar það sér bæði tíma og peninga,“ segir Helgi. Sumarferðir munu fljúga viku- lega til Spánar í allt sumar og hefj- ast fastar vikulegar ferðir síðari hluta maímánaðar. Vefslóðin er www.sumarferdir.is. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Sumarferðir fljúga til Alicante á Spáni „ÞETTA var gríðarlega góður fund- ur og hingað komu 50–60 manns,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon að loknum opnum stjórnmálafundi Vinstrihreyfinginnar – græns fram- boð á Kaffi Ísafirði í gærkvöld. Steingrímur sagði að fundarmenn hefðu verið einhuga um að nú væri kominn tími á breytingar í íslensk- um stjórnmálum og menn létu hræðsluáróður ekki fæla sig frá því að kjósa breytingar í vor. „Ég lagði áherslu á að menn ættu að láta málefnin ráða í því og að at- kvæði greitt stjórnarandstöðuflokk- unum, hverjum þeirra sem væri, teldust öll með. Það væri misskiln- ingur hjá vinum okkar í Samfylking- unni að eingöngu atkvæði greidd þeim væru lóð á vogarskálar breyt- inga og liður í að koma stjórninni frá. Þvert á móti værum það við sem hefðum lengst og skýrast barist gegn ríkisstjórninni og sagt að það væri okkar markmið að fella hana og ef það myndi takast ætti stjórn- arandstaðan að sjálfsögðu að taka við.“ Steingrímur sagði að sjávarút- vegsstefna Vinstrihreyfingarinnar hefði verið rædd ýtarlega á fund- inum og hún fallið í góðan jarðveg. „Hann á ekki beint upp á pallborðið hér fyrir vestan hræðsluáróður þeirra Halldórs og Davíðs sem hafa heldur betur sett í þann gírinn að það sé stórhættulegt að gera nokkr- ar breytingar á núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. Fundarmenn hér gáfu lítið fyrir þann áróður. Hug- myndir okkar og tillögur um breyt- ingar í sjávarútvegsmálum og at- vinnu- og byggðamálum fengu mjög góðar undirtektir.“ Steingrímur J. Sigfússon formaður VG á stjórnmálafundi á Ísafirði Segir mark- miðið að fella ríkisstjórnina Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Kvótamál og atvinnu- og byggðamál voru á meðal þess sem rætt var um á stjórnmálafundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Kaffi Ísafirði. FULLYRÐINGAR um að fjármála- ráðuneytið hafi í vorskýrslu sinni fellt niður tiltekna útreikninga á hlutföllum tekna og gjalda ríkis og sveitarfélaga af landsframleiðslu vegna þess að þeir hafi sýnt að skattbyrði hafi aukist á síðustu ár- um eru á misskilningi byggðar, segir í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar er tekið fram að allar tölur um tekjur og gjöld ríkis og sveitar- félaga sem skipta máli séu sýndar í töfluviðauka og leikur einn sé að reikna hlutföll þeirra af landsfram- leiðslu. Hlutur ríkisins fer aftur vaxandi Í Vefritinu er áréttað að skatt- hlutföllin hækki í uppsveiflu og lækki í niðursveiflu. Þannig hafi skatthlutföllin lækkað í niðursveifl- unni 1991–1994, hækkað síðan í upp- sveiflunni sem hófst árið 1995 og ná hámarki árið 2000 þegar umsvif í efnahagslífinu voru sem mest. Hlutfall skatttekna hins opinbera lækki á ný árin 2001–2002 en þau virðist nú vera á uppleið samhliða auknum hagvexti samkvæmt spá ráðuneytisins. „Þessi þróun endur- speglar vel sveiflujöfnunaráhrif skattkerfis hins opinbera sem eru ekki einskorðuð við Ísland heldur fyrirfinnast í flestum nágrannalönd- um okkar,“ segir í Vefriti fjármála- ráðuneytisins. Vegna umræðu um samanburð skatthlutfalla milli landa á liðnu hausti er áréttað að mælikvarði á skattbyrði sem almennt sé notaður í alþjóðasamanburði byggist á sam- ræmdum tölum frá OECD sem séu fengnar úr greiðsluuppgjörum hins opinbera. Þær töflur um opinbera búskapinn sem birtar eru í vor- skýrslu fjármálaráðuneytisins séu hins vegar byggðar á svokölluðu þjóðhagsreikningauppgjöri sem er á rekstrargrunni og er ekki notað í samanburðarskýrslum OECD um skattamál.Mikilvægt sé að þessum tveimur aðferðum sé ekki ruglað saman þó ekki sé umtalsverður munur á aðferðunum hvað varðar þróun stærðanna yfir tíma. Fjármálaráðuneyti segir skatthlutföll ekki í felum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÖNNUR skemmd er komin á aðra af tveimur vatnsleiðslum sem liggja milli lands og Vestmannaeyja en ný- lega tókst að gera við skemmd sem lengi var leitað að. Friðrik Friðriks- son, veitustjóri í Vestmannaeyjum, sagði í gær að eftir að gert var við fyrri skemmdina hefði þrýstingur á leiðsluna aukist að nýju og því hefði hún gefið eftir á öðrum stað. Friðrik sagði leiðsluna illa farna á um 40 metra kafla norður af Elliðaey og til stæði að fara í allsherjar viðgerð á henni. „Gatið er rétt hjá hinu. Það er búið að finna það og mynda það. Við erum að undirbúa töluverða viðgerð á leiðslunni. Í heildina er farið að sjá á henni. Öll stálvörn er farin utan af henni – hefur skrapast af henni og þolir ekki þrýstinginn sem við höfum sett á hana,“ sagði Friðrik. Vatnsleiðslan biluð aftur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.