Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 68

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 68
ÍÞRÓTTIR 68 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, seinni leikir: Manchester United – Real Madrid .........4:3 Ruud van Nistelrooy 43., Ivan Helguera (sjálfsmark) 52., David Beckham 71., 84. – Luiz Ronaldo 12., 50., 59. – 66.708. Man. Utd: Fabien Barthez – Wes Brown, Rio Ferdinand, John O’Shea, Mikael Silv- estre (Phil Neville 79.) – Nicky Butt, Ryan Giggs, Roy Keane (Quinton Fortune 82.), Juan Veron (David Beckham 63.) – Ole Gunnar Solskjær, Ruud van Nistelrooy. Real Madrid: Iker Casillas – Roberto Carl- os, Fernando Hierro, Michel Salgado, Luis Figo (Francisco Pavon 88.), Jose Maria Guti, Ivan Helguera, Claude Makelele, Steve McManaman (Javier Portillo 69.), Zinedine Zidane, Luiz Ronaldo (Santiago Solari 67.).  Real Madrid vann samtals 6:4 og mætir Juventus í undanúrslitum 6./7. og 13./14. maí. AC Milan – Ajax........................................3:2 Filippo Inzaghi 30., Andrei Shevchenko 65., Jon Dahl Tomasson 90. – Jari Litman- en 63., Steven Pienaar 78. – 76.709. AC Milan: Nelson Dida – Alessandro Cost- acurta, Kakha Kaladze (Vitor Borba Riv- aldo 80.), Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Dario Simic (Jon Dahl Tomasson 83.), Massimo Ambrosini, Cristian Brocchi, Manuel Rui Costa (Fernando Redondo 85.), Filippo Inzaghi, Andriy Shevchenko. Ajax: Bogdan Lobont – Christian Chivu, John O’Brien, Petri Pasanen, Hatem Trab- elsi, Steven Pienaar (Nigel De Jong 83.), Wesley Sneijder, Jelle van Damme (Jari Litmanen 46.), Abubakari Yakubu, Zlatan Ibrahimovic. Andy van der Meyde (Andre Bergdolmo 88.).  AC Milan vann samtals 3:2 og mætir Int- er Mílanó í undanúrslitum. England 2. deild: Swindon – Plymouth .................................2:0 Austurríki Rapid Vín – Grazer AK.............................0:0 Admira/Mödling – Kärnten......................4:0 Bregenz – Pasching ..................................2:1 Ried – Salzburg .........................................1:2 Staðan: Austria Vín 30 21 5 4 57:21 65 Grazer AK 30 12 11 7 44:29 47 Pasching 30 13 7 10 38:29 46 Salzburg 30 12 8 10 39:41 44 Sturm Graz 30 13 3 14 42:52 42 Rapid Vín 30 9 10 11 32:34 37 Ried 30 10 7 13 37:41 37 Kärnten 30 9 7 14 35:48 34 Admira 30 7 10 13 29:44 31 Bregenz 30 6 10 14 40:54 28 Deildabikar kvenna Neðri deild: FH – Þróttur/Haukar ...............................2:5 Staðan: Þróttur/Haukar 2 2 0 0 10:4 6 FH 2 1 0 1 7:5 3 Fjölnir 2 1 0 1 5:3 3 RKV 2 1 0 1 3:5 3 HK/Víkingur 2 1 0 1 4:7 3 Tindastóll 2 0 0 2 4:9 0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, 16 liða úrslit: Austurdeild: New Jersey – Milwaukee .....................85:88  Staðan er 1:1. Vesturdeild: Minnesota – LA Lakers......................119:91  Staðan er 1:1. HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Lemgo – N-Lübbecke...........................39:27 Staða efstu liða: Lemgo 29 27 0 2 991:802 54 Flensburg 28 23 0 5 892:731 46 Magdeburg 28 21 1 6 894:779 43 Essen 28 19 3 6 806:743 41 Nordhorn 28 17 1 10 845:801 35 Gummersb. 28 14 3 11 834:793 31 HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Essodeild, undanúr- slit, fyrstu leikir: Ásvellir: Haukar - KA...........................19.15 Hlíðarendi: Valur - ÍR...........................19.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla, efri deild: Fífan: Stjarnan - KR..................................14 Ásvellir: FH - Haukar................................14 Egilshöll: Fram - ÍA...................................14 Laugardalur: Þróttur R. - ÍBV .................14 Reykjaneshöll: Keflavík - Þór...................14 Tungubakkar: Afturelding - KA...............15 Reykjaneshöll: Grindavík - Valur.............16 Egilshöll: Víkingur R. - Fylkir..................16 Deildabikarkeppni kvenna: Fífan: KR - Breiðablik ...............................20 VÍÐAVANGSHLAUP ÍR-ingar halda sitt 88. Víðavangshlaup kl. 13. Hlaupið verður 5 km leið um göturnar kringum Reykjavíkurtjörn og í Hljóm- skálagarðinum. Í DAG KR-INGAR hafa tekið endanlega ákvörðun um að taka á móti fær- eysku meisturunum HB frá Þórs- höfn á heimavelli sínum á sunnu- daginn en félögin mætast þá í árlegri meistarakeppni Íslands og Færeyja í knattspyrnu. Upphaflega átti að leika í Egilshöll en vegna einmunatíðar að undanförnu telja KR-ingar grasvöll sinn leikhæfan og hefst viðureign liðanna þar kl. 17. „Við tökum ákveðna áhættu með því að spila á vellinum á þess- um tíma en hann fær góðan tíma til að jafna sig aftur áður en Íslands- mótið hefst,“ sagði Sigurður Helga- son, framkvæmdastjóri KR-Sport, við Morgunblaðið. ÞÝSKA stórliðið Lemgo hefur boð- ið FH-ingnum Loga Geirssyni að koma út og líta á aðstæður hjá fé- laginu og æfa með því í eina viku. Logi heldur út á mánudaginn og takist honum vel upp á æfingum má alveg eins búast við því að honum verði boðinn samningur við liðið. Forráðamenn Lemgo hafa fylgst með Loga um hríð og óskuðu eftir því að fá myndbandsspólur af Loga í leik með FH-ingum og eins sáu þeir hann leika með íslenska lands- liðinu á móti Þjóðverjum í síðasta mánuði. Lemgo hefur verið á hött- unum eftir hornamanni og það er ein ástæða fyrir því að Loga var boðið að koma til félagsins. Logi, sem er sonur Geirs Hall- steinssonar ein albesta handknatt- leiksmanns þjóðarinnar fyrr og síð- ar, er 20 ára gamall og þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn í hóp bestu leikmanna landsins. Hann var í lykilhlutverki hjá FH-liðinu í vet- ur og varð næstmarkahæsti leik- maður deildarinnar með 171 mark. Logi lék sinn fyrsta A-landsleik í desember á síðasta ári í sigri á Slóv- enum í Kaplakrika og annan lands- leikinn lék hann gegn Þjóðverjum í Berlín í síðasta mánuði. „Ég er auð- vitað gríðarlega spenntur enda ekkert smálið sem er að bjóða mér að koma, líklega besta liðið í heim- inum. Það verður bara að koma í ljós hvort mér verður boðinn samn- ingur en ég tel mig tilbúinn að fara út í atvinnumennsku ef slíkt kemur upp á borðið,“ sagði Logi við Morg- unblaðið. Lemgo er komið með aðra hönd- ina á þýska meistaratitilinn – hefur átta stiga forskot á Flensburg.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 3 mörk fyrir lið sitt, Wasa- iterna, sem tapaði fyrir Malmö, 27:26, í fyrsta leik liðanna um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leik- tíð. Leikurinn fór fram á heimavelli Malmö en í kvöld eigast liðin við á heimavelli Wasaiterna í Gautaborg.  MOMIR Mileta, júgóslavneski knattspyrnumaðurinn sem lék með ÍBV fyrir þremur árum, gengur ekki til liðs við ÍA. Morgunblaðið greindi frá því fyrir skömmu að Skagamenn hefðu sett sig í samband við Mileta en þegar á hólminn kom reyndist hann of dýru verði keyptur og slitn- aði þar með upp úr samningum.  ALLAN Borgvardt og Tommy Nielsen, nýju Danirnir í knatt- spyrnuliði FH, eru komnir með leik- heimild með félaginu. Þeir eru því gjaldgengir í Hafnarfjarðarslaginn í dag en FH mætir þá Haukum í deildabikarnum á Ásvöllum kl. 14.  SÖREN Byskov, danski mark- vörðurinn sem leikur með KA í sum- ar, spilaði með Akureyrarliðinu gegn Stjörnunni í deildabikarnum á dög- unum án þess að vera með leikheim- ild. Það breytti þó engu, Stjarnan vann leikinn 3:0, eða með sömu töl- um og skráðar eru þegar lið eru ólög- lega skipuð.  ESPEN Johnsen, sem er orðinn aðalmarkvörður norska meistara- liðsins Rosenborg á kostnað Árna Gauts Arasonar, hefur verið valinn í norska landsliðið sem mætir Írum í vináttuleik í Dublin í næstu viku.  NILS Johan Semb, landsliðsþjálf- ari Norðmanna, segir að Johnsen hafi staðið sérlega vel á milli stang- anna í fyrstu leikjum Rosenborgar í deildinni og verðskuldi sæti í lands- liðinu.  CHRISTOPH Dugarry, Frakkinn sem er í láni hjá Birmingham frá Bordeaux, er mjög ánægður með vistina hjá Birmingham og vill ólmur leika áfram með liðinu á næstu leik- tíð. Dugarry hefur fundið sig æ bet- ur með enska liðinu og í undanförn- um þremur leikjum hefur hann skorað fjögur mörk og verið einn al- besti leikmaður liðsins.  HOLLENDINGURINN Luis Van Gaal, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur átt viðræður við forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um að taka við stjórn liðsins á næstu leiktíð en Frakkanum Jean Tigana var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, hefur valið Craig Burley, Derby, í landsliðshóp sinn fyrir vin- áttuleik á móti Austurríkismönnum sem fram fer á Hampden Park í Glasgow í næstu viku. Burley hefur ekki leikið með skoska landsliðinu í eitt og hálft ár vegna meiðsla. FÓLK Á UNDANFÖRNUM árum hafa oft farið fram umræður um hvern- ig best væri að auka áhugann á innanhússíþróttum – handknatt- leik og körfuknattleik, til að fá fleiri áhorfendur til að koma á leiki. Flestir hafa verið á þeirri skoðun að til að auka áhugann verði að fækka leikjum og þá sér- staklega leikjum, þar sem mun- urinn er mikill á liðum og fáir hafa áhuga á að horfa á. Til þess að fækka leiðinlegum leikjum liggur beint við að fækka liðum í deildum. Þvert á skoðanir manna að best væri að fækka liðum í efstu deild, þá fjölgaði handknattleiksforustan liðum í efstu deild í fjórtán. Leikið var í einni deild. Þegar það var gert fyrir tveimur árum, sagði einn þjálfari og fyrrverandi lands- liðsþjálfari að fjölgun liða og leikja kallaði á meiri umfjöllun í fjölmiðl- um: „Það er af hinu góða,“ segir þjálfarinn. Undirritaður skrifaði þá eina af fjölmörgum greinum sínum um mótafyrirkomulag og benti á að það kæmi niður á handknattleikn- um – forkeppni yrði lengri og áhuginn myndi minnka, en hann var þá á hraðri niðurleið. Hér er niðurlag greinar minnar um fjölgun liða í efstu deild 20. mars 2002: „Ég er ekki viss um að umfjöllun um handknattleik í fjöl- Manchester United átti stöðugt ábrattann að sækja gegn Real því spænska liðið komst þrisvar yfir. Í öll skiptin var hinn brasilíski Ron- aldo að verki og þegar hann kom Real í 3:2 snemma í síðari hálfleik með glæsilegu skoti var ljóst að dag- ar Englendinganna í keppninni væru taldir. Þeir lögðu þó ekki árar í bát, David Beckham kom inn á sem vara- maður um miðjan síðari hálfleik og skoraði tvö síðustu mörk leiksins, það fyrra með mögnuðu skoti beint úr aukaspyrnu, í þverslána og inn, og sigurmarkið skoraði hann þegar enn voru sex mínútur eftir. Þá þurfti United hins vegar tvö mörk til við- bótar til að komast áfram. „Þvílíkur leikur – þetta var fót- boltakvöld. Við fórum illa með góð marktækifæri en spiluðum oft stór- kostlega knattspyrnu. Ég er reglu- lega stoltur af mínu liði,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United. „Ég sagði að við myndum alltaf skora mörk en þyrft- um að koma í veg fyrir að Real skor- aði, og það tókst okkur ekki, en það er ekki hægt að stöðva mann á borð við Ronaldo. Þriðja markið hans var gullfallegt,“ sagði Ferguson. „Ronaldo átti þetta kvöld. Hann fékk þrjú marktækifæri og tókst að nýta þau öll. Þrátt fyrir góða stöðu okkar var ég ekki rólegur fyrr en flautað var til leiksloka, þetta var frábær leikur tveggja frábærra liða sem spiluðu geysilega hraða knatt- spyrnu,“ sagði Vicente del Bosque, þjálfari Real Madrid. Gífurleg spenna í Mílanó Spennan var mun meiri í Mílanó þar sem hið unga lið Ajax jafnaði metin í tvígang, en bæði 1:1 og 2:2 hefðu dugað því til að komast áfram þar sem fyrri leikurinn í Amsterdam endaði 0:0. Finninn snjalli, Jari Litmanen, kom inn á sem varamaður og jafnaði um miðjan síðari hálfleik. Andrei Shevchenko svaraði strax fyrir AC Milan en Steven Pienaar jafnaði, 2:2. Ajax varðist vel á loka- sprettinum og virtist með pálmann í höndunum þegar Jon Dahl Tomas- son, nýkominn inn sem varamaður, skoraði, 3:2, eftir að 90 mínúturnar voru liðnar. Filippo Inzaghi, sem skoraði fyrsta mark ítalska liðsins, lyfti boltanum yfir Lobont, mark- vörð Ajax, og Tomasson fylgdi á eftir og kom boltanum yfir marklínuna. „Sem betur fór, hafnaði boltinn í markinu, annars hefði ég hnigið nið- ur örendur á staðnum! Við ætluðum að komast í undanúrslitin, hvað sem það kostaði. Liðið býr yfir miklum styrk og með sama hugarfari náum við enn lengra,“ sagði Filippo Inz- aghi, sem kom við sögu í öllum mörk- um AC Milan. „Ronaldo átti þetta kvöld“ REAL Madrid og AC Milan komust í gærkvöld í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu, á ólíkan hátt. Real tapaði fyrir Manchester United, 4:3, í stórskemmtilegum leik á Old Trafford en sigraði samanlagt, 6:5. Jon Dahl Tomasson, Daninn íslenskættaði, skoraði sigurmark AC Milan gegn Ajax, 3:2, á síðustu stundu en Ajax hefði að öðrum kosti komist áfram á mörkum á útivelli. Það verða því þrjú ítölsk félög í undanúrslitum og AC Milan mætir ná- grönnum sínum í Inter á meðan Real Madrid tekur á móti Juventus. KR og HB leika á KR- vellinum Logi til Lemgo Morgunblaðið/Sverrir Logi Geirsson Það er frábært að fá Jari aftur íliðið, við eigum engan hans líka og þegar við leikum án hans neyð- umst við til að breyta um leikstíl,“ sagði Antti Muurinen, landsliðsþjálf- ari Finna, þegar hann tilkynnti liðið í gær. Finnar verða hins vegar án fjög- urra leikmanna sem léku á Ítalíu. Antti Niemi, markvörður Southamp- ton, Teemu Tainio frá Auxerre í Frakklandi og Aki Riihilahti frá Crystal Palace í Englandi eru meiddir og varnarmaðurinn Hannu Tihinen frá Anderlecht er í barns- burðarleyfi. Sjö leikmenn enskra félaga eru í finnska hópnum. Markverðirnir Pet- er Enckelman frá Aston Villa og Jussi Jääskeläinen frá Bolton, Sami Hyypiä, fyrirliði Liverpool, Mikael Forssell frá Chelsea (í láni hjá Mönchengladbach), Jonatan Johans- son frá Charlton, Simo Valakari frá Derby og Markus Heikkinen frá Portsmouth. Aðeins einn leikmaður í 18 manna hópnum leikur með finnsku liði. Finnar eru í 47. sæti á heimslista FIFA, 21 sæti ofar en Íslendingar, en þeir féllu um fimm sæti þegar apríllistinn var birtur í gær. Litmanen verður með gegn Íslandi JARI Litmanen, leikmaður Ajax í Hollandi, verður með finnska landsliðinu þegar það tekur á móti því íslenska í vináttulandsleik í Vantaa næsta miðvikudag. Litmanen, sem er fyrirliði Finna og þeirra frægasti knattspyrnumaður frá upphafi, missti af síðasta leik liðsins vegna meiðsla, þegar Finnar töpuðu, 2:0, fyrir Ítölum í und- ankeppni EM í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.