Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 11 KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 gleðilegt sumar opið í dag 13-17 10% sumarafsláttur af öllum vörum í dag 10% sumarafsláttur af öllum vörum eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe - IKKS - Nicole Farhi GLEÐILEGT SUMAR OPIÐ Í DAG 13-17 nýjar vörur frítt kaffi í Cafe 17 FORELDRAR barna á einkarekn- um leikskólum segja leikskólum í Reykjavík mismunað, en leikskólar sem borgin rekur fá hærri rekstr- arstyrki. Þorlákur Björnsson, for- maður leikskólaráðs, segir öllum einkareknum leikskólum boðið að gera þjónustusamning við borgina sem tryggi þeim jafnháa rekstrar- styrki og þeim skólum sem borgin rekur. Hins vegar sé sett það skil- yrði að gjaldskráin sé sú sama og Leikskólar Reykjavíkur fara eftir og því hafni margir einkareknir leikskólar. Aðeins tveir einkareknir leikskólar eru samkvæmt heima- síðu Leikskóla Reykjavíkur með þjónustusamning við borgina. Leikskólagjöld eru 75 þúsund fyrir tvö börn „Við erum ósátt við það að verið sé að grafa undan einkareknum leikskólum með þessum hætti, þar sem fæstir foreldrar hafa efni á að borga hátt í 40 þúsund á mánuði í dagvist,“ segir Hildur Björk Leifs- dóttir, foreldri stúlku á leikskólan- um Regnboganum, sem er einka- rekinn. Hildur og eiginmaður hennar eiga sjö mánaða dreng sem kemst inn á Regnbogann í september. Fari hann í heilsdagsvist líkt og systir hans þurfa hjónin að borga um 75 þúsund krónur á mánuði í leikskólagjöld og er þá innifalinn systkinaafsláttur. „Dóttir mín hefur verið á biðlista eftir plássi hjá Leikskólum Reykja- víkur síðan hún var níu mánaða. Hún varð tveggja ára í mars og ég fékk nýlega bréf um að hún kæmist í fimm klukkustunda vist í septem- ber. Í bréfinu var tekið fram að hún fengi aðeins inni ef ekki yrði mann- ekla á leikskólanum. Það er því mjög ótryggt.“ Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs Reykavíkur, segist hafna alfarið þeim rökum að for- eldrar þurfi að setja börnin á einka- rekna leikskóla því biðlistar eftir plássi á leikskólum borgarinnar séu of langir. „Öll börn tveggja ára og eldri geta fengið leikskólapláss. Einu skiptin sem til verða biðlistar er þegar foreldrar eru að óska eftir plássi á ákveðnum leikskóla. Ef for- eldrar eru ekki tilbúnir að fara með börnin á annan leikskóla, sem öllum er skilyrðislaust boðið, þá getur hugsanlega myndast biðlisti.“ Foreldrar eiga að fá að velja Hildur segist vera í hópi margra foreldra sem eru ánægðir með einkareknu skólanna og þá starf- semi sem þar fer fram, „en það er spurning um hvort allir hafi efni á að borga um 75 þúsund á mánuði fyrir dagvistun“. Hún segist þeirrar skoðunar að það eigi að vera val foreldranna á hvaða leikskóla þeir setji börnin sín. „Er það ekki einokun að borgin standi vel undir sínu fyrirtæki [Leikskólum Reykjavíkur] en veiki þar með stöðu annarra?“ Sjálfstæðismenn lögðu fram þá tillögu í leikskólaráði 21. mars að sama framlag yrði greitt með öllum börnum og unglingum í leikskólum og grunnskólum óháð því hvort þau gengju í einkaskóla eða opinbera skóla. Tillagan var felld. „Við viljum ekki sjá einkaleik- skóla og einkaskóla þar sem fram- lögin eru algjörlega jöfn nema við- komandi skólar láti um leið foreldra greiða sömu gjöld, þ.e. að gjald- skráin sé sú sama,“ segir Þorlákur um þá ákvörðun meirihluta ráðsins að hafna tillögunni. Hann segir meirihlutann ekki vilja tvískipt þjóðfélag þar sem eingöngu efna- meiri foreldrar geti haft börnin sín í einkareknum leikskólum. „Aftur á móti bjóðum við öllum einkareknum leikskólum að gera við okkur þjónustusamning. Þá fá þeir sömu rekstrarstyrki og okkar eigin leikskólar en verða að setja sömu gjaldskrá.“ Hann segir að einkareknir leikskólar hafni þjón- ustusamningum við borgina vegna þess að þeir séu ekki tilbúnir að gefa eftir að fá að ráða eigin gjald- skrá. 38 þúsund króna mismunur Samkvæmt heimasíðu Leikskóla Reykjavíkur eru sextán einkarekn- ir leikskólar í borginni. Meðal- rekstrarstyrkur með hverju barni sem dvelur á einkareknum leikskóla í átta klukkustundir daglega er sam- kvæmt upplýsingum frá Leikskól- um Reykjavíkur 385 þúsund á ári en á leikskólum sem borgin rekur er þessi greiðsla 423.375 krónur. Munurinn er því rúmlega 38 þús- und krónur á ári fyrir hvert barn. Ekki er tekið tillit til húsnæðis- kostnaðar í þessum tölum en borgin greiðir einkareknum leikskólum stofnstyrki og húsnæðisstyrki og eru þeir miðaðir við fermetra hús- næðisins. Foreldrar barna á einkareknum leikskólum hafa nú tekið höndum saman og safna undirskriftum og mótmæla mismunun styrkja til einkarekinna og borgarrekinna leikskóla. Í gær voru undirskrift- irnar orðnar tæplega 350 talsins að sögn Hildar en listinn verður af- hentur leikskólaráði á næstunni. Foreldrar barna á einkareknum leikskólum vilja hærri rekstrarstyrki Skólarnir hafna þjónustusamning- um við borgina ÁLFYRIRTÆKIÐ Alcoa, sem hyggst reisa álver í Reyðarfirði, hefur sent frá sér skýrslu þar sem gerð er ítarleg grein fyrir því hvernig fyrirtækið hefur stuðlað að sjálfbærri þróun í þeim 50 löndum sem það starfar. Í fréttatilkynningu er haft eft- ir Alain Belda, forstjóra Alcoa, að staðreyndir í skýrslunni tali sínu máli um góðan árangur, sem mun vera sá besti í sögu fyrir- tækisins. Meðal niðurstaðna í skýrslunni er að meira en 99% starfsmanna, sem alls eru um 127 þúsund, þurftu aldrei að vera frá vinnu vegna starfstengdra meiðsla. Losun gróðurhúsaloft- tegunda vegna starfsemi Alcoa er nú 22,5% minni en hún var ár- ið 1990, sem sagt er mun betri árangur en Kyoto-bókun Sam- einuðu þjóðanna gerði ráð fyrir. Á síðustu þremur árum hefur náðst að minnka vatnsnotkun í tengslum við starfsemi fyrirtæk- isins um 13%, minnka losun brennisteinsdíoxíðs einnig um 13% og losun nituroxíðs um 23%. Í tilkynningu Alcoa segir að fyr- irtækið hafi á síðasta ári varið meira en 34 milljónum Banda- ríkjadala til ýmissa samfélags- legra verkefna. Góður árangur Alcoa í umhverfismálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.