Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 67

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 67 Hinn 1. maí 2003 verður Knattspyrnufélagið FRAM 95 ára og í tilefni af afmælinu verður afmælisfagnaður í Íþróttahúsi FRAM, Safamýri 26. Afmælishátíðin verður haldin miðvikudaginn 30. apríl 2003 og hefst kl. 19:30  Borðhald.  Afhending heiðursmerkja.  Skemmtiatriði.  Dansleikur, Snillingarnir spila undir dansi. Miðar eru seldir í Íþróttahúsi FRAM, Safamýri og eru nánari upplýsingar veittar í síma 568 0344 og á heimasíðu félagsins, Fram.is. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM 95 ára afmæli FRAM OpnaGrolsch-mótið laugardaginn 26. apríl Punktamót - Hámarksforgj. karlar 24, konur 28 Spilað á sumarflötum Verðlaun: Sæti 1-5 m. forgj. Sæti 1 án forgj. Nándarverðl. á 3. og 16. Ræst út kl. 8:00-14:00 Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421 4100. Keppnisgjald kr. 2.500 HELGA Magnúsdóttir verður eft- irlitsmaður Handknattleiks- sambands Evrópu, EHF, á einum af úrslitaleikjum Evrópumóta fé- lagsliða í næsta mánuði. Hún verð- ur í þessu mikilvæga hlutverki þeg- ar danska liðið Slagelse fær Dunaferr frá Ungverjalandi í heim- sókn en það er síðari viðureign lið- anna í úrslitum EHF-keppninnar í kvennaflokki og fer fram 17. eða 18. maí. Danska liðið, þar sem hin fræga Anja Andersen er við stjórn- völinn, þykir sigurstranglegt en það vann mótherja sína frá Úkraínu með 21 marks mun í heimaleik sín- um í undanúrslitunum. HAUKAR og Valur höfðu betur í báðum leikjunum á móti KA og ÍR í deildarkeppninni í vetur.  Deildarmeistarar Hauka unnu báða leikina á móti Íslandsmeist- urum KA nokkuð sannfærandi. Í september á Akureyri í miklum markaleik, 37:27, og að Ásvöllum í febrúar, 31:26. Liðin mættust einn- ig í undanúrslitunum í fyrra og þar fögnuðu KA-menn sigri í báðum leikjunum.  Valur hafði betur á móti ÍR í fyrri leiknum að Hlíðarenda í sept- ember, 25:23, og Valsmenn burst- uðu svo ÍR-inga í Austurbergi í nóv- ember, 31:19. Haukar og Valur höfðu betur Haukar  Robertas Pauzuolis er allur að koma til eftir ökklameiðsl og að öðru leyti eru allir við góða heilsu og klárir í slaginn að sögn Viggó Sigurðssonar, þjálfara Hauka, sem var eina liðið sem þurfti odda- leik til að komast í undanúrslitin. KA  Íslandsmeistarar KA mæta til leiks á Ásvelli með allt sitt sterk- asta lið. „Menn eru með einhverja smápústra en það háir þeim ekki neitt og við erum tilbúnir í hörku- leik,“ sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA. ÍR  Hreiðar Guðmundsson mark- vörður leikur ekki þar sem hann er með slitið krossband. „Það eru engin önnur meiðsl hjá okkur. Við höfum æft vel og mætum vel und- irbúnir til leiks,“ sagði Júlíus Jón- asson, þjálfari ÍR. Valur  Sigurður Eggertsson og Frið- rik Brendan Þorvaldsson hafa verið með smá magakveisu eftir ferð 20 ára landsliðsins til Búlg- aríu, þar sem það keppti á heims- meistaramóti um páskana, en eru að hressast. „Það eru engin meiðsl að angra okkur, smápústrar kannski, en ekkert alvarlegt,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals. Gott ástand leikmanna liðanna í því einvígi afar illa, en náðu sér síð- an virkilega vel á strik. Þeir eru með sterkara lið en KA og heimavöllur- inn mun gera útslagið þegar og ef til oddaleiks kemur. KA á hrós skilið KA-menn eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína gegn HK í átta liða úrslitunum og þó lið þeirra sé mikið breytt frá því í fyrra, er hefðin hjá þeim geysilega sterk og þeir eru aldrei betri en þegar í svona úrslita- keppni er komið. Það má því búast við hörkurimmu milli þessarra liða, bæði hafa spilað með framliggjandi varnir í síðustu leikjum og gert það Deildarmeistarar Hauka taka ámóti Íslandsmeisturum KA á Ásvöllum í kvöld kl. 19.15. Þetta er hrein endurtekning á viðureign liðanna í fyrra en þá var stað- an svipuð - Haukar voru deildarmeistar- ar en KA hafði hafnað í 5. sæti, 14 stigum á eftir þeim. Samt vann KA einvígið, 2:0, og varð síðan meistari. Guðmundur býst ekki við því að Akureyrarliðið endurtaki leikinn. „Haukarnir eru með sterkasta liðið á landinu um þessar mundir. Þeir lentu heldur betur í ógöngum gegn Fram og léku þrjá fyrstu hálfleikina vel, og þó ég spái Haukum sigri er ég viss um að KA-menn gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Guð- mundur. Valsstrákarnir hafa gengið í gegnum þetta áður Valsmenn taka á móti ÍR-ingum að Hlíðarenda klukkan 19.15 og þar eigast við gömlu félagarnir úr Val og landsliðinu, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson, sem stýra þessum tveimur efnilegu liðum. Valur hafnaði í öðru sæti 1. deildar í vetur, tveimur stig- um og einu sæti á undan ÍR, en bæði liðin lögðu andstæðinga sína, FH og Þór, í tveimur leikjum í 8 liða úrslit- unum. „Ég held að bæði heimaleikjarétt- urinn og hefðin vinni með Valsmönn- um í þessum slag. Liðin eru áþekk að styrkleika og bæði skipuð ungum og bráðefnilegum leikmönnum. Vals- strákarnir hafa það framyfir að þeir hafa gengið í gegnum þetta áður en það er nýtt fyrir ÍR-inga að vera komnir svona langt og þeir eiga eftir að stíga ákveðin skref áður en þeir ná að fara alla leið. Valsmenn afgreiddu FH á afger- andi hátt og virðast vera komnir með réttan takt í sinn leik eftir slaka frammistöðu í lok deildakeppninnar og ef markvarslan og vörnin verða í lagi verða þeir of sterkir fyrir ÍR- inga. Hjá ÍR er skarð fyrir skildi þar sem Hreiðar Guðmundsson er ekki í markinu en Hallgrímur Jónasson hefur reyndar leyst hann vel af hólmi. En Valsstrákarnir eru ein- faldlega komnir lengra á þroska- brautinni og því tel ég þá sigur- stranglegri,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson. Liðin mætast að nýju á sunnudag- inn kl. 16.15 á Akureyri og í Selja- skóla. Ef til oddaleikja kemur verða þeir miðvikudaginn 30. apríl. Morgunblaðið/Golli ÍR-ingurinn Kristinn Björgólfsson reynir að koma knettinum framhjá „múr“ Valsmanna – Ás- björn Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ragn- ar Ægisson, Friðrik B. Þor- valdsson, Markús Máni Michaelsson og Þröstur Helgason eru til varnar. Guðmundur Þ. Guðmundsson spáir Haukum og Val sigri gegn KA og ÍR Heimavöllurinn hefur mikið að segja GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, spáir því að Haukar og Valur leiki til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik. Guðmundur reyndist sannspár þegar Morgun- blaðið fékk hann til að meta einvígin fjögur í átta liða úrslitum Ís- landsmótsins og nú telur hann að Haukar og Valur hafi betur gegn KA og ÍR en þó þurfi í báðum tilvikum oddaleiki til að knýja fram úrslit. Eftir Víði Sigurðsson Helga í eftirliti á úrslitaleik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.