Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 53 Enginn verður hér- aðsbrestur þótt 94 ára gömul kona kveðji jarðvistina en fyrir okkur sem stóðum henni nærri er missir- inn samt mikill. Henn- ar líf var langt og farsælt. Oft hefur þó gefið á bátinn, einkum á fyrri hluta síðustu aldar. Þá voru hlutir eins og að hafa atvinnu og afla fjár til að hafa í sig og á ekki eins sjálfsagðir og okkur finnst nú. Nika ólst upp á Snæfellsnesi og í Stykkishólmi átti hún góð ár og mér er nær að halda að Hólmurinn hafi verið „heima“ fyrir henni. Þar ólst hún upp hjá Jósafat fóstra sínum og bjó honum síðan heimili ásamt eiginmanni sínum Þor- steini Þorsteinssyni sjómanni. VERONIKA KONRÁÐSDÓTTIR ✝ Veronika Kon-ráðsdóttir fædd- ist í Ólafsvík 31. mars 1909. Hún lést í Reykjavík 13. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 23. apríl. Þeirra samband varð farsælt en Þorsteinn lést í janúar árið 1990. Þau eignuðust 4 börn, þrjá drengi og eina stúlku sem varð tengdamóðir mín. Það varð Niku þung raun er hún missti yngsta son sinn Svein sl. haust og viku þau þungu ský sorgar ekki frá henni þó bæri hún harm sinn með reisn. Afkomend- urnir eru orðnir fjöl- margir. Alltaf var mætt í jólaboðin í Bogahlíð- inni þar sem heimili hennar hefur verið nú í tæp 50 ár. Dansað kringum jólatréð hver jól. Einnig í kaffið á af- mælisdaginn hennar. Þar var þessi lágvaxna, hnellna kona, kvik í hreyf- ingum í essinu sínu. Stutt í glettnina, fylgdist nákvæmlega með afkom- endunum, átti gott orð og atlæti til allra. Hér virtist aldursmunur engu máli skipta. Hún skildi unga fólkið ekki síður en það eldra og tók þátt í gleði þess og sorgum. Eignkona mín og nafna hennar átti skjól hjá afa og ömmu í Bogahlíðinni. Þeirra á milli var sérlega kært. „Þegar amma deyr þá dey ég“ mun hún hafa sagt ung. Það má til sanns vegar færa að hluti af okkur deyr en minningin um þessa djúpvitru heiðurskonu mun lifa meðan við lifum. Ég þekkti Niku í 30 ár. Þrátt fyrir aldursmuninn skildum við hvort ann- að. Aldrei fóru á milli okkar styggð- aryrði og við skiljum með engin orð sem skipta máli ósögð. Tengdamóðir mín bjó Niku gott atlæti sem gerði henni kleift að vera heima nema síðustu 6 mánuðina þeg- ar líkaminn fór að gefa sig. Heyrn og sjón hrakaði nokkuð en hugsunin al- veg skýr eins og alltaf. Við erum þakklát og rík að hafa fengið að hafa hana svo lengi hjá okkur. Fari hún vel á nýjum leiðum meðal sinna sem gengnir eru. Ólafur R. Ingimarsson. Hinn 13. apríl 2003 kvaddi heiðurskonan Verónika Konráðs- dóttir þetta líf eftir löng og erfið veikindi á Landspítalanum. Læknar og hjúkrunarlið eiga alúðarþakkir skildar fyrir frábæran mannkær- leika og umönnun, auðsýndan þess- ari hjartagóðu konu. Upphaf kynna minna og þessarar látnu vinkonu á sér djúpar rætur. Ég sá hana fyrst fyrir 67 árum. Þá var ég 10 ára og fékk að fara með með föður mínum út í Stykkishólm. Þeg- ar í land kom sagði pabbi: ,,Við skul- um fara fyrst til Veróniku og Þor- steins. Þau búa hér góðan spotta frá höfninni,“ og ég trítlaði glaður við hliðina á pabba. Þegar að húsinu kom birtist afar glaðleg og elskuleg kona, sem heilsaði mér svo hlýlega og strauk svo notalega yfir kollinn á mér með höndinni og sagði einhver falleg orð til mín um leið. Hún bauð okkur strax inn og sagði við son sinn: ,,Mummi minn, skrepptu út í bakarí og kauptu vínarbrauð handa okkur.“ Mér fannst einhvern veginn strax að líkega væru þetta einu aurarnir sem hún ætti, því bóndinn var á síld að mig minnir og veiddist illa. Á þeim árum var anzi víða þröngt í búi, mjög oft lítil sem engin vinna og engar barnabætur eða fæðingarorlof, hvorki fyrir konur eða karla eins og nú er hæstmóðins og margir van- þakka. Já, við fengum vínarbrauðin, og aldrei hafði ég nú smakkað slíkt áð- ur. Gaman þótti mér hvað frúin var kát og skemmtileg. Við fórum alsæl- ir úr þessu húsi, þar sem auðfundið var að hjartahlýjan réð ríkjum. Alltaf þegar komið var í Hólminn var litið við hjá Niku og Steina. Ég held að mamma og pabbi hafi oftast sent með mjólk á flöskum og etv. smjörtöflu, þegar ferð féll til. Svo liðu árin og þau hjónin fluttust til Reykjavíkur ásamt börnum sínum og alltaf hélst vinskapurinn. Vorið 1955 lentum við í því taka þátt í byggingu 24ra íbúða blokkar í Boga- hlíð 12-18. Þau hjónin áttu íbúð í nr. 18 en við hjónin í nr. 12. Þá tókst mikill vinskapur með konunni minni og börnum okkar og þeirra, sem allt- af hefur haldist og aldrei borið skugga á. Konan mín sagði stundum að ef hún þegar hún væri þreytt og óupplögð færi hún jafnan til Niku því þá ,,er ég strax komin í svo gott form, því hún Nika er svo skemmti- leg.“ Ég vil því segja þetta: Þökk fyrir þennan vetur, þökk fyrir brosið þitt. Þú hefur sól og sumar sent inn í hjarta mitt. (Höf. ókunnur.) Þessi vísa á við um þessa góðu og glaðlyndu konu, því hún sendi svo sannarlega sól og sumar inn í hjörtu samferðafólksins og þá ekki síst barna; sinna eigin barna, okkar barna og raunar allra barna sem komust í kynni við hana. Megi algóð- ur Guð blessa þig og varðveita í fyr- irheitna landinu. Hafðu hjartans þökk fyrir sólskinsstundirnar sem við áttum með þér. Börnum og að- standendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Margrét og Kristinn Sveinson. Í dag kveðjum við hana Málfríði J. Matthíasdóttur, hana Fríðu eins og hún var oftast kölluð af okkur krökkunum í hverfinu. Ég var svo heppin að kynnast Fríðu og Sigga þegar ég flutti á Hólagötuna í Vestmanna- eyjum, en þá urðum við Rut dóttir þeirra hjóna vinkonur enda á sama aldri. Sá vinskapur hefur haldist en síðan. Þær mæðgur voru mikið ein- ar á þessum árum, þar sem Siggi var mikið á sjónum og reri stíft. Það kom því í hlut Fríðu að sjá um heimili og barn. Fríða var dugleg og henni féll sjaldnast verk úr hendi, ef hún var ekki innan dyra að gera eitthvað, þá var hún að þvo bílinn hátt og lágt. Garðurinn þeirra hjóna var líka fallegur og þar eyddi Fríða mörgum stundum. Ég minnist þess þegar að við vor- um að leika okkur í kjallaranum hjá Fríðu. Þá kom hún iðulega með eitthvað handa okkur til að leyfa okkur að leika með og meira að segja kaffikannan hennar úr eld- húsinu var lánuð niður. Fríða var hljóð kona sem ekki fór mikið fyrir, en var skemmtileg að spjalla við og gaf hún okkur Rut tíma til þess, mörg gullkorn komu frá henni og mikið hlógum við oft allar þrjár. Fyrir sex árum fluttu Fríða og Siggi í raðhús við Hrafnistu í Hafn- arfirði og gerðu sér fallegt heimili það var líka gott fyrir þau að vera nær Rut og hennar fjölskyldu sem hefur reynst þeim vel, enda sam- heldin fjölskylda. Fríða og Siggi hafa verið dugleg að taka þátt í fé- lagslífi eldri borgara, leikfimi, golfi og föndri. Marga fallega dúka hefur Fríða saumað, einnig fallega muni hefur hún hefur gert úr leir, og ekki eru fá málverkin eftir hana hvert öðru fallegra. Síðustu mánuði hafði heilsu Fríðu hrakað og hún lést hinn 11. apríl. Ég vil að lokum þakka Fríðu fyr- ir allt sem hún gerði fyrir mig þeg- ar ég gekk í gegnum erfileikatíma- MÁLFRÍÐUR JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR ✝ Málfríður Jó-hanna Matthías- dóttir fæddist á Pat- reksfirði 7. júní 1920. Hún lést 11. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju 23. apríl. bil lítil stelpa og gat alltaf komið á Hóla- götuna með Rut til þeirra hjóna þar sem ég fékk bæði andlega og líkamlega næringu. Elsku Siggi, Rut, Bjarni, börn og barna- börn. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á erfiðum tíma í lífi ykk- ar. Hrönn Sigurjóns- dóttir (Sjonna). Ég elska blóm og að þeim hlynni, einkum dafna virðist mér þau sem hjá mér eru inni, þótt ekki stundi hin ég ver. Ég vatna þeim og við þau losa visinn anga sölnað blað, mér finnst sem blessuð blómin brosa blíðlega til mín fyrir það. (Grímur Thomsen.) Í dag er til moldar borin Mál- fríður J. Matthíasdóttir, eða Fríða hans Sigga frænda eins og við á Flötunum kölluðum hana. Hún var gift föðurbróður mínum. Þeir bræð- ur hófu búskap um svipað leyti í Vestmannaeyjum. Lífsbarátta þeirra var nokkuð í sama takti, vinna og afla tekna til að koma sér upp heimili. Siggi og Fríða byggðu sér fallegt hús að Hólagötu 17. Bjuggu þau þar í yfir 50 ár. Er þau fluttu til Hafnarfjarðar í nálægð dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Heimili Sigga og Fríðu á Hólagöt- unni var afar notalegt og gott að koma þar, hjartahlýjan, jólakökurn- ar (með hennar sérstaka bragði) og pönnukökurnar klikkuðu ekki á þeim bæ. Þessi hægláta og prúða kona bjó yfir hæfileikum til listsköpunar, hún var mikil blómakona og handa- vinna hennar vakti athygli. Mér er efst í huga verk af fiskibáti sem ösl- ar öldu á leið til lands. Þessi mynd prýðir stofuvegg á heimili þeirra og er táknræn fyrir lífsstarf Sigga og Fríðu, sjómennsku Sigga og Fríða með allt klárt í landi. Hennar starf var að vera eiginkona,húsmóðir og bakhjarl bónda síns í giftusamegri útgerð þeirra um fjölda ára. Það hlutverk rækti hún af alúð og var þátttakandi í hans æfistarfi,. Starf sjómannskonunnar gat verið eril- samt, oft voru vertíðarmenn í fæði, húsnæði og þjónustu. Ljóðlínur Gríms Thomsen eiga vel við Fríðu, hún elskaði falleg blóm og garðurinn hennar var sannkölluð bæjarprýði. Mikil gleði ríkti að Hólagötu 17 þegar dóttirin Rut bættist í fjölskylduna, hún var sannur sólargeisli á heimilið. Árin liðu með nokkuð eðlilegum hætti. Ekki var neitt til sparað svo dótt- irin nyti lífsins sem best. Þessa umönnun hefur Rut munað og end- urgoldið á yndislegan hátt ásamt Bjarna manni sínum. Synir Rutar, ömmustrákarnir Sigurður, Sigurjón og Frímann Dór og konur þeirra ásamt langömmu- börnunum voru augasteinar ömmu sinnar. Kæri Siggi frændi, við Guðný sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Kristján G. Eggertsson. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR, áður til heimilis í Smáratúni 2, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, sunnudaginn 20. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju á morgun, föstudaginn 25. apríl, kl. 13.30. Sólveig Jónsdóttir, Oddbjörg Jónsdóttir, Einar Sumarliðason, Guðfinnur Jónsson, Helga Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON, elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Staðarbakka 28, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju á morgun, föstudaginn 25. apríl, kl. 13.30. Katrín Guðbrandsdóttir, Pétur Aðalsteinsson, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Magnús Jóhannsson, Benedikt Guðbrandsson, Jónína Róbertsdóttir, afabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR V.H. EGILSSON verkstjóri, áður til heimilis á Grettisgötu 45, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 18. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 29. apríl kl. 13.30. Sævar Haraldsson, Sæmundur Haraldsson, Jenný Heiða Björnsdóttir, Egill Haraldsson, Bylgja Ragnarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.