Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 15 Laugavegi 63, sími 551 4422 Fallegar sumarkápur Maura CLARE Short, ráðherra þróunarað- stoðar í bresku stjórninni, sagði af sér embætti í gær vegna óánægju með þá afstöðu forsætisráðherrans, Tonys Blairs, að ætla ekki að krefjast þess að ný ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna kvæði á um hlutverk SÞ við stjórn Íraks. Short sakaði Blair um það í afsagn- arbréfi sínu að hafa svikið loforð um að sjá til þess að SÞ færu með stjórn mála í Írak, nú þegar ríkisstjórn Saddams Husseins hefur verið steypt af stóli, en ekki Bandaríkja- menn. Þá sakaði hún Blair og Jack Straw utanríkisráðherra um að hafa „leynilega“ lagt drög að nýrri álykt- un öryggisráðsins sem væri í hróp- legu ósamræmi við loforð sem gefin hefðu verið í þinginu. Talsmenn forsætisráðherrans vís- uðu ásökunum Short hins vegar á bug og sögðu Blair engin loforð hafa gefið henni. Sögðu þeir einnig að af- staða stjórnarinnar hefði aldrei verið sú að SÞ færi fyrir málum í Írak, heldur að um samstarf hlutaðeigandi aðila yrði að ræða. Amos tekur við Short hafði áður hót- að afsögn en hún var afar ósátt við herför Breta og Bandaríkja- manna í Írak. Blair hefur þegar skipað arf- taka hennar í embætti, Amos barónessu. Hún er fyrsta blökkukonan til að taka sæti í ríkis- stjórn á Bretlandi. Hefur hún setið í lávarðadeild breska þingsins frá 1997. Clare Short sagði af sér London. AFP. Clare Short Amos barónessa UM 46 þúsund bæjarstarfsmenn í 60 borgum og bæjum í Stokkhólmi hófu vikulangt verkfall í gær. Þetta er fjórða verkfall bæjarstarfsmanna í Svíþjóð á einum mánuði og hafa þau haft áhrif á sjúkrahús, dagheimili og sorphirðu. Til þessa hafa þó aðeins nokkur hundruð manns lagt niður vinnu í viku í senn en verkföllin hóf- ust eftir að slitnaði upp úr viðræðum milli fulltrúa verkalýðsfélaga og samninganefndar sveitarstjórna í Svíþjóð hinn 23. apríl. Sum sjúkrahús urðu að loka deild- um í gærmorgun og fresta aðgerð- um. Sjúkraliðar, almennir starfs- menn og aðstoðarmenn á rann- sóknarstofum lögðu niður vinnu en gjörgæsludeildir og neyðarmóttökur störfuðu eðlilegar. Engir læknar eða hjúkrunarfræðingar hafa tekið þátt í verkfallsaðgerðunum. Verkfallsmennirnir, sem eru fé- lagar í bandalagi bæjarstarfsmanna þar sem eru um 600 þúsund fé- lagsmenn, krefjast 5,5% launahækk- unar en vinnuveitendur hafa boðið 3,2%. Samningafundir fóru fram um helgina fyrir milligöngu sáttasemj- ara en hvorki gekk né rak. Göran Persson forsætisráðherra hefur sagt að hann hafi skilning á kröfum bæjarstarfsmannanna en ríkisstjórnin ætli ekki að leggja fram fé til að greiða fyrir launahækkun- um. Um 46.000 sænsk- ir bæjarstarfs- menn í verkfalli FILIP Vujanovic vann öruggan sig- ur í forsetakosningum sem haldnar voru í Svartfjallalandi um helgina, fékk meira en 65% greiddra at- kvæða. Vujanovic er núverandi for- seti þingsins í Svartfjallalandi og liðsmaður Lýðræðisflokks sósíal- ista, sem fer með stjórn mála í land- inu um þessar mundir. Þetta er í þriðja skipti á sex mán- uðum sem kjósendur í Svartfjalla- landi gera tilraun til að velja for- seta en tvær þær fyrri, í desember sl. og í febrúar á þessu ári, mistók- ust vegna þess að kjörsókn reyndist ekki nægilega mikil til að nið- urstöður teldust gildar. Raunar var kjörsókn aðeins um 48% að þessu sinni, en lögum hefur nú verið breytt þannig að krafan um meira en 50% kjörsókn hefur verið felld niður. Boðar þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Vujanovic, sem er 49 ára, er bandamaður Milos Djukanovic for- sætisráðherra og raunar var Vuj- anovic sjálfur forsætisráðherra Svartfjallalands í eina tíð. Þeir eru báðir hlynntir fullu sjálfstæði Svartfjallalands – en landið er í ríkjasambandi við Serbíu – og í gær sagði Vujanovic í viðtali við Assoc- iated Press að innan þriggja ára myndi hann láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu í landinu um það hvort ríkjasambandinu yrði viðhaldið, eða hvort lýsa ætti Svart- fjallaland sjálfstætt ríki. Vujanovic kjörinn for- seti í Svartfjallalandi Podgorica. AFP. APFilip Vujanovic fagnar sigri á sunnudag. ÞAÐ var ungverskur stjórnarerind- reki að nafni Vilmos Böhm sem upp- lýsti sovésku leyniþjónustuna um samvinnu Raouls Wallenbergs við Bandaríkjamenn og Breta, eftir að Rauði herinn hafði hertekið Ung- verjaland í janúar 1945. Þetta kom fram í frétt vefútgáfu sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter í gær. Wallenberg notaði Böhm sem milligöngumann sinn við bandamenn í vestri en Böhm var hins vegar tvö- faldur í roðinu og kom upplýsingun- um áfram til sovésku leyniþjónust- unnar. Það var svo snemma á sjöunda áratugnum sem sænska leyniþjónustan komst að því að Böhm hefði verið njósnari fyrir Sov- étríkin þrátt fyrir að tengja njósna- starfsemi hans ekki við Wallenberg. Að því er fram kemur í nýrri bók sænska öryggismálasérfræðingsins Wilhelms Agrell, sem frétt Dagens Nyheter byggist á, hefur líklega ver- ið mikilvægara fyrir sænsk yfirvöld á dögum kalda stríðsins að hylma yf- ir samstarf landsins við Bandaríkin en upplýsa það. Samstarfs- maður sveik Wallenberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.