Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 51

Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 51 ÍSLENSKA sambandið ehf. er nýtt sviðslista- og framleiðslufélag sem tekið hefur til starfa í borginni, og eru aðstandendur þess að undirbúa frumsýningu á nýju íslensku leikriti er nefnist Plómur. Um er að ræða einleik í fjórum þáttum með lifandi tónlist. Þetta er gamansamur harm- leikur sem fjallar um unga konu sem á þá heitustu ósk að verða rithöfund- ur. Hún er heltekin af sænska leik- skáldinu August Strindberg en andi skáldsins tekur sér bólfestu í líkama hennar þegar hún býr í New York og missir hún þar alfarið stjórn á hegð- un sinni. Stofnendur Íslenska sambandsins ehf. eru þær Hera Ólafs- dóttir, leikstjóri sýningar- innar, og Anna Rósa Sigurð- ardóttir, leikkona, en hún fer með öll hlutverk sýning- arinnar og er jafnframt höf- undur verksins. Báðar hafa þær verið búsettar erlendis síðustu 7-8 árin, hvor í sinni heimsálfunni, en eru nú al- komnar heim til Íslands. Markmið þeirra með stofn- un félagsins er að standa að uppsetn- ingum á frumsömdu og minna þekktu efni bæði hérlendis og er- lendis, skrifa og framleiða handrit fyrir leikhús og kvikmyndir, halda námskeið og stuðla að fag- mennsku, nýbreytni og sköpunargleði innan sviðs- listar á Íslandi. Leikmynda-, ljósa- og búningahöfundar sýningar- innar eru Móeiður Helga- dóttir og Egill Ingibergsson og frumsamin tónlist og hljóðmynd er í höndum Rósu Guðmundsdóttur. Plómur verður frumsýnt í húsakynnum Tjarnarbíós að Tjarn- argötu 12 þann 21. maí nk. Stefnt er að 10 sýningum hér á landi til að byrja með, en sýningin er á leiðinni til New York í haust. Plómur í Tjarnarbíói Nýtt íslenskt leikrit Anna Rósa Sigurð- ardóttir leikkona. LIONSMENN og -konur um land allt eru þekkt af verk- um sínum. Lions- klúbbar hafa styrkt ýmsa í gegnum árin og hér í Hveragerði er vonandi komin hefð á vorfagnað Lionsmanna. Í ann- að sinn á jafn- mörgum árum efndu Lionsmenn til fagnaðar, þar sem skemmtiatriðin voru fengin frá bæj- arbúum sjálfum. Alls voru sextán fyrirtæki og stofn- anir sem sendu full- trúa sína til að leggja þessu góða málefni lið. Margir áður óþekktir söngvarar geystust fram á sviðið og létu í sér heyra og þóttu gestum skemmtunarinnar atriðin góð. Meðal þeirra fyrirtækja sem tróðu upp voru: Bergás, Kjör- ís, þrír af skólum bæjarins, Tían, Pizza 67, Mekka, Hótel Örk, Hverabakarí, Dvalarheimilið Ás, Heilsustofnun, Heilsukostur og ýmsir fleiri. Um það bil þrjú hundr- uð manns sóttu skemmtunina. Líkt og á síðasta ári rennur allur ágóði til góðra mála og í ár nýtur Hjálp- arsveit skáta í Hveragerði ágóð- ans. Hjálparsveitin hefur nýlega keypt bíl og kemur sér vel fyrir sveitina að fá styrk af þessu tagi. Frá upplýsingamiðstöðinni kom Davíð Samúelsson og tók lagið Summertime. Bæjarbúar tóku lagið Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Lions hélt vorfagnað í Hveragerði Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30. B.i 12 www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 HOURS Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 10.20. B.i 12. HL MBL HK DV  Kvikmyndir.com  X-97,7 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 16. Brjálaður morðingi, Stórhættulegir dópsmyglarar Nú er honum að mæta. Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið  HK DV SV MBL Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 . ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR 400 kr www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 8 og 10.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12 SV MBL  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16 Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. Hverafold 1-3 • Torgið - Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: 11-18 mánudaga-föstudaga 11-18 og 20-22 fimmtudaga • 12-16 laugardaga Glæsilegar útskriftardragtir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.