Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 27
FYRIR þremur áratugum lagði Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri til að gerð yrðu jarðgöng undir Vaðlaheiði við litla hrifningu heimamanna. Stór hluti Norðlendinga sem lagðist gegn þessari hugmynd Tryggva Helgasonar fyrir þrjátíu árum viðurkennir nú að heppi- legra hefði verið að setja Vaðlaheiðargöng í forgangsröð á undan Héðinsfjarðargöngum sem samgönguráðherra kynnti á blaðamannafundi fyrir þremur árum. Flest rök hníga nú að því að Vaðlaheiðargöng séu arðbær fjárfesting eins og fram kom í frétt DV þriðjudaginn 14. janúar sl. Með fyrirhuguðum stórframkvæmdum á Austurlandi aukast flutningar á þessari leið m.a. vegna batnandi vegar um Há- reksstaðarleið og vegna þess að norðurleiðin er orðin talsvert styttri en suðurleiðin á milli Mið-Austurlands og Reykjavíkur. Austfirðingar sem eru utan þessa svæðis hafa í auknum mæli sótt hluta þjónustu sinnar til Ak- ureyrar. Nefnd sem skipuð var af stjórn sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum til undirbúnings fyrir stofnun félags um framkvæmd og rekst- ur Vaðlaheiðarganga kemst að þeirri niðurstöðu að þessi göng séu arðbær framkvæmd, tæknilega einföld og fjárhagslega vel framkvæmanleg. Án þátttöku ríkisins verður þó ekki ráðist í þessa framkvæmd. Aðal áhrifa- svæði Vaðlaheiðarganga myndi ná frá Hörgárbyggð í vestri og yfir alla Suður-Þingeyjarsýslu til austurs. Samtals eru íbúar á þessu svæði um 23 þúsund. Betri vegtenging um Vaðlaheiðargöng er talin afar mikilvæg bæði með tilliti til atvinnusóknar og stækkunar Eyjafjarðarsvæðisins í einn þjónustukjarna. Heimamenn í hinu nýja Norðausturkjördæmi sjá nú eftir því að hafa sýnt þessari hugmynd Tryggva Helgasonar fyrirlitningu. Fyrr- verandi andstæðingar Vaðlaheiðarganga í þessu kjördæmi sem snúist hafa gegn Héðinsfjarðargöngum viðurkenna nú að þessi framkoma við Tryggva Helgason hafi verið óþörf. Vel hafa þeir nú unnið fyrir kaupinu sínu. Fyrir norðan og víðar er nú viðurkennt að þetta tækifæri hefði átt að grípa strax og það gafst fyrir þrjátíu árum. Það er varasamt að eyðileggja góð tæki- færi með fréttafölsunum og það í dagblöðum sem mark er tekið á. Til voru menn fyrir norðan og víðar sem nutu þess að kalla þessa hugmynd flug- mannsins fyrrverandi stærsta samgönguhneyksli Íslandssögunnar. Við- urkennt er nú að Vaðlaheiðargöng hefði vel verið hægt að bjóða út með Austfjarðagöngum í fyrsta pakka í stað Héðinsfjarðarganga ef þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra hefðu séð sóma sinn í því að styðja þessa hugmynd Tryggva Helgasonar í samgöngunefnd Alþingis. Fyrverandi þingmenn þessa sama kjördæmis sem snerust gegn Vaðlaheiðargöngum og byggingu álvers við Eyjafjörð eiga nú mörgum spurningum ósvarað. Því fer fjarri að andstæðingar Vaðlaheiðarganga og fyrverandi þingmenn hafi eitthvað lært af fyrri mistökum. Önnur hugmynd sveitarstjórnanna í Húna- þingi, Skagafirði og á Eyjafjarðarsvæðinu um jarðgöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal í Eyjafirði getur samhliða Vaðlaheiðargöngum stytt norðurleið- ina á milli Mið-Austurlands, Austur-Héraðs og Reykjavíkur um 100 km. Þegar hafður er í huga nýr vegur yfir Þverárfjall á milli Blönduóss, Skaga- strandar og Sauðárkróks. Þetta getur þýtt að suðurleiðin yrði um 200 km lengri en norðurleiðin. Stytting norðurleiðarinnar á milli Mið-Austurlands og Reykjavíkur næst aldrei án þess að tilkomi þrenn jarðgöng inn í Mjóa- fjörð samhliða nýjum göngum undir Oddsskarð. Eftir að samningar við Al- coa í Bandaríkjunum voru kláraðir 15. mars sl. verður ekki komist hjá því að Mjóafjarðargöng auk annarra ganga undir Oddsskarð verði framarlega í forgangsröð á næstu árum til þess að stækkun Fjarðarbyggðar í eitt at- vinnu- og þjónustusvæði verði að veruleika. Ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um að bjóða út næsta haust stutt jarðgöng undir Almannaskarð og að framkvæmdir skuli hefjast næsta vetur var tekin á réttum for- sendum. Vaðlaheiðargöng Eftir Guðmund Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 27 www.fotur.net RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is TETRA VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Öll þjónusta fyrir TETRA símkerfið á einum stað Fjarskipti framtíðarinnar w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 Nemendur frá Spartan-skólanum athugið Spartan-flugskólinn býður nú BS.-gráðu í flugtækni- stjórnun (Aviation Technology Management)! Bættu samkeppnisstöðu þína og tekjumöguleika með fullu námi. Í náminu er lögð áhersla á viðskiptastjórnun Tulsa, OK - U.S.A. Licenced by: OBPVS Hafið samb. við Damon Bowling með tölvupósti: dbowling@mail.spartan.edu eða í fax +1-918 831 5234 eða í síma +1 918 836 6886. Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 Yfir 60 ára frábær reynsla Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu sætin til Mallorca þann 9. júní í eina eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessari feg- urstu eyju Miðjarðarhafsins. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sæt- in, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 18 sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Mallorca 9. júní frá kr. 39.963 Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 41.961. ÞRÓUNIN í ferðaþjónustunni hefur leitt til æ fjölbreyttari starfaflóru. Kröfur ferðamanna hafa breytzt. Þeir ferðast meira á eig- in vegum eða í smærri hópum, einkum í auglýstum ferðum. Ferðaskrif- stofurnar hafa lagt gífurlega áherzlu á lága verðlagningu hjá þjónustuað- ilum. Meðal ráðstafana í þá átt er að senda einn mann í stað tveggja með hópunum. Þannig sparast laun og enn meiri kostnaður á gisti- og matsölustöðum úti á landi, þar eð hótel og gististaðir krefjast greiðslu fyrir gistingu og mat bílstjóra og leiðsögumanna, séu hópar fámennari en 20 manns. Félag hópferðaleyfishafa er sundurleitur hópur. Innan hans ríkir frumskógarlögmál sam- keppninnar og ekki hægt að vænta þess af honum, að þar sitji menn á sátts höfði og komi sér saman um margt. Svo virðist þó, sem fáum rúturekendum, sem halda að þeir séu að missa spón úr aski sínum, hafi tekizt að fá meiri- hluta fyrir ályktuninni, sem getið er á baksíðu Mbl. (28/04/03). Mörg fyrirtækjanna, sem standa að þessum samtökum, bjóða allar stærðir af rútum til leigu án bíl- stjóra, þ.m.t. til ökuleiðsögumanna og þykjast góð að halda þeim gangandi á niðursettu verði. Vegna síaukins þrýstings notenda þessarar þjónustu um lág verð, hefur mörgum rútueigendum reynzt erfitt og stundum ókleift að endurnýja flotann á viðunandi hátt, þótt vissulega séu til skín- andi dæmi á hinn veginn. Þegar ESB-reglurnar um tak- markanir vinnutíma tóku gildi hérlendis, starfaði fjöldi reyndra ökumanna á rútuflotanum og sá sér akk í komandi sumarvertíðum ár hvert. Þessari tekjuleið var kippt úr höndum þeirra og flestir snéru sér að öðrum verkefnum, þ.m.t. að aka dauðum farmi. Við nánari athugun á ESB-lögum og reglum kom í ljós, að stjórnvöld- um hérlendis hefði verið í lófa lag- ið að fá undanþágur vegna sér- aðstæðna ferðaþjónustunnar á Íslandi. Það er enn þá hægt en ekkert er gert í því. Margir barn- ungir og óreyndir bílstjórar voru ráðnir í staðinn fyrir hina brott- horfnu, jafnvel á stærstu bílana án frekari þjálfunar í akstri en blaut- an stimpil upp á aukin ökuréttindi. Þessir ungu ökumenn eru víða að aka fyrir mun lægra kaup en hinir reyndari gerðu, enda finnst mörg- um þetta ævintýraleg vinna og ánægjan og útrásin er kaupauki. Öryggismál eiga að vera og eru vonandi hjartans mál allra, sem setjast undir stýri í rútu með ómetanlegan farm fyrir aftan sig. Alls staðar er misjafn sauður í mörgu fé og spurningin er fremur hvenær en hvort slys verða. Kjarni ökuleiðsögumanna er harð- duglegur og velþjálfaður hópur í akstri og leiðsögustörfum. Hann hefur uppfyllt brýna þörf, sem hefur myndazt vegna ofan- greindrar þróunar í ferðamálum, og óhætt er að fullyrða, að færri ferðamenn hefðu komið til lands- ins, ef ekki hefði verið hægt að draga verulega úr kostnaði með þjónustu þeirra. Sem betur fer hafa ekki orðið alvarleg slys í þessum ökuleið- söguferðum, þótt annað sé uppi á teningnum í almennum rútuakstri hin síðari ár. Þetta má vonandi þakka varúð og metnaði starfandi ökuleiðsögumanna. Þar sem not- endur þjónustu ökuleiðsögumanna sáu ekki ástæðu til að ganga fram fyrir skjöldu í kjölfar fyrstu árás- arhrinu hópferðaleyfishafa í apríl í fyrra, stofnuðu u.þ.b. 50 manns Félag ökuleiðsögumanna 22. apríl 2002. Tilgangurinn var að eignast sameiginlegan málsvara til baráttu fyrir sjálfsögðum starfsrétti. Þetta félag á ekkert annað skylt við Fé- lag leiðsögumanna en að allir öku- leiðsögumenn í félaginu verða að hafa leiðsöguréttindi frá við- urkenndum skóla auk aukinna ökuréttinda. Langflestir starfandi ökuleið- sögumenn eru nægilega vel að sér um land og þjóð til að geta leyst bæði störfin vel af hendi. Innan þessa hóps eru bæði atvinnurek- endur og launþegar og þar af leið- andi eru uppi mismunandi sjón- armið varðandi takmörkun fjölda farþega í ferðum með þeim. Flest- ir geta þeir sætt sig við einhvern lagaramma um starfsemina, s.s. um hámarksfjölda farþega eftir eðli ferða og lágmarksþjálfun ný- liða í greininni. Verði þessari starfsemi sniðinn stakkur með lög- um og reglugerðum verður vissu- lega að hafa stjórnarskrárbundinn rétt okkar í huga. Almennt eru ökuleiðsögumenn hlynntir auknum kröfum, sem lúta að öryggi og menntun, en vilja, að stjórnvöld flumbri ekki að neinu með niðurstöður og ályktanir einnar hagsmunaklíku að leið- arljósi. Ökuleiðsögumenn krefjast þess að vera með í ráðum frá upp- hafi til enda, komi til setningar laga og reglugerða um þessa starfsemi. Mér finnst ástæðulaust að fjölyrða um notkun handfrjáls búnaðar við ökuleiðsögu, þar sem þegar eru til lög, sem banna sím- töl í bílum án hans. Það er einnig ástæða til að biðja forsvarsmenn Umferðarstofu að vera orðvarari um heila og vax- andi starfstétt. Margir landar okk- ar eru illa að sér í þessum efnum og eiga það til að taka allar full- yrðingar opinberra aðila hátíðlega. Margir ökuleiðsögumenn hafa fundið afleiðingar orða Óla H. Þórðarsonar í fjölmiðlum í fyrra- vor brenna á baki sínu síðan. Eru rútukóngar að fara á taugum? Eftir Friðrik Haraldsson Höfundur er ökuleiðsögumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.