Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MBL. 8. maí sl. reyna framkvæmdastjórar lyfsölukeðjanna tveggja Lyfja og heilsu annarsvegar og Lyfju hinsvegar að bera hönd yfir höfuð sér með því að reyna að leiða umræðuna frá því sem máli skiptir í þróun lyfsölu hér á landi og bera m.a. ósannindi á undirritaðan. Undirritaður stendur við allt sem hann sagði í viðtali við Mbl. 7. maí sl. Til að mynda leitaði undirritaður aldrei til Lyfju né Lyfja og heilsu um sölu á Apóteki Suðurnesja heldur hafa keðj- urnar verið í stöðugu sambandi sl. 2–3 ár um kaup á apó- tekinu. Keðjurnar ryðja öðrum apótekum út af markaðnum í krafti fjármagns og einokunar. Ef apótekarar eru ekki til- búnir að selja apótekin sín til keðjanna setja þær einfald- lega upp apótek við hliðina á þeim og undirbjóða þá þar til þeir gefast upp. Verki þessu er næstum lokið, einungis eru nokkur apótek með sæmilega veltu eftir í landinu sem eru ekki í eigu keðjanna. Frjáls samkeppni á þessum markaði snýst ekki um fákeppni tveggja lyf- sölufyrirtækja einsog lesa má að sé skoðun keðjuframkvæmdastjóranna í umræddu viðtali við Mbl. En varamaður í stjórn Lyfja og heilsu tjáði undirrit- uðum í janúar sl. að keðjurnar væru búnar að „markera sér borgina“. Í greinargerð með núverandi lyfjalögum segir: „Rétt þykir að takmarka hvert lyfsöluleyfi við faglega ábyrgð á rekstri einnar lyfjabúðar til að sam- keppni fái betur notið sín og komið verði í veg fyrir einokun og hringamynd- un.“ Þetta hljómar eins og brandari í dag, því einokunin og hringamyndunin er næstum því algjör í rekstri apóteka enda eru keðjurnar með um 90% af markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Apótekskeðjurnar ráða til sín lyfjafræð- inga eftir þörfum sem er síðan úthlutað lyfsöluleyfum eftir þörfum apóteks- keðjanna. Það er umhugsunarefni fyrir stjórnvöld hvort ekki sé orðið tímabært að endurskoða lyfjalög þar sem sú staða er augljóslega að koma upp hérlendis að tvær keðjur eru að leggja undir sig markaðinn og koma á fákeppni sem getur ekki talist viðunandi en ríkið greiðir stóran hlut í þeim lyfjum sem seld eru í lyfjabúðum. En hvað er til ráða? Lausnin er einföld: Breyta þarf lyfjalögum þannig að lyfsöluleyfishafinn beri bæði faglega og fjárhagslega ábyrgð á apótekinu. Með þessari einföldu breytingu á lyfjalögum myndi nást það markmið lag- anna sem um getur í greinargerðinni sem getið er um hér að ofan, „að sam- keppni fái betur notið sín og komið verði í veg fyrir einokun og hringamynd- un“. Þetta yrði sambærilegt við það sem átt hefur sér stað erlendis þar sem frjálsræði var aukið í lyfsölu eins og t.d. á Nýja Sjálandi en þeir fóru þessa leið. Einnig má nefna að breytingar á lyfjalögum hafa verið til umræðu í Danmörku sl. ár og þar var lagt til að lyfsöluleyfishafinn hefði bæði faglega og fjárhagslega ábyrgð á apótekinu en mætti ekki eiga fleiri en 3–5 apótek. Áhersla er lögð á að ekki er verið að tala um að fara aftur í gamla úthlut- unarkerfi apóteka einsog keðjuframkvæmdastjórarnir reyna að halda fram, því lyfjafræðingar munu geta opnað apótek ef þeir kjósa það, í samræmi við lyfjalög um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi. Með breyttu fyrirkomulagi mun samkeppnin vera virkari, þjónusta við neytendur mun aukast auk þess sem verð mun lækka. Með óbreyttu fyrirkomulagi munu keðjurnar halda áfram ætlunarverki sínu að ryðja öllum einstaklingsreknu apótekunum burt áður en þeir fækka eigin apótekum og fara að hagræða í skjóli fákeppni. Verð mun hækka og þjónusta minnka. „Við erum búnir að markera borgina“ Eftir Þorvald Árnason Höfundur er lyfjafræðingur í Lyfjavali í Mjóddinni í Reykjavík. HVATI þessa pistils er úthlutun Ferðamálaráðs Íslands á tæplega 200 milljóna framlagi ríkisins til markaðsstarfs í ferðaþjónustu. Ég sótti um samstarf/framlag fyrir hönd lítillar en vaxandi ferða- skrifstofu sem sér- hæfir sig í þeirri grein ferðaþjón- ustu sem minnst er hampað, sjaldn- ast fjallað um opinberlega en á hvað mesta möguleika fyrir sér á Íslandi af þeim geirum sem ferðaþjónust- unni er skipt upp í. Sú grein sem um ræðir er íþróttatengd ferðaþjónusta. Ef Ferðamálaráð væri starfi sínu vaxið og gerði alvöruúttekt á því ár- lega hver sé aðaltilgangur með komu ferðamanna til Íslands kæmi í ljós hversu margir koma til landsins fyrst og fremst til að sinna íþrótta- iðkun, æfingum, keppni, golfleik, skíðaferðu, sundiðkun eða til að horfa á íþróttaviðburð. Þannig mætti skoða aukninguna sem orðið hefur í þessum risavaxna geira ferðaþjón- ustunnar á síðustu árum. Hér á landi hefur íþróttatengd ferðaþjónusta að- allega miðast við ferðir íslenskra íþróttahópa og íþróttaáhugamanna til útlanda á meðan minna hefur far- ið fyrir því að reynt sé að laða til landsins erlenda íþróttahópa/ áhangendur. Undirritaður hefur í sjö ár reynt að opna augu ferðaþjón- ustunnar og yfirvalda fyrir stórkost- legum möguleikum á þessu sviði og virðist sem loks sé skilningur að aukast á vaxtarmöguleikum þessa geira. Aukinn skilningur í orði nægði ekki til að ÍT-ferðir fengju einnar milljón kr. mótframlag við framlag fyrirtækisins að sömu upphæð til kynningar í N-Ameríku á opnum, al- þjóðlegum íþróttaviðburðum á Ís- landi utan háannatíma. Hvers vegna ekki? Engin skýring barst frá Ferðamálaráði. Þegar tilkynnt var að samgöngu- ráðuneytið/Ferðamálaráð myndi veita um 200 milljónir til markaðs- starfs í íslenskri ferðaþjónustu hugs- uðu margir sér gott til glóðarinnar, að nú loksins fengist eðlilegur stuðn- ingur við markvisst markaðsstarf sem reynist mörgum litlum og milli- stórum fyrirtækjum þungur baggi að bera, án utanaðkomandi aðstoðar. Auglýsing sem birt var í Morgun- blaðinu af þessu tilefni sló á bjart- sýnina því ljóst var hvert stefndi. Sú auglýsing hefði getað verið samin á skrifstofum Flugleiða. Það var alveg ljóst að samstarfsramminn var sam- inn með hagsmuni Flugleiða í huga og þannig orðaður og upp settur að erfitt var fyrir minni aðila að upp- fylla þau skilyrði sem sett voru. Þetta varð mér enn frekar ljóst eftir samtal við ferðamálastjóra, til að fá nánari upplýsingar um útfyllingu umsóknar. Nú er það svo að fjármagn til markaðsstarfs nýtist best þegar því er markvisst veitt í ákveðinn farveg, á ákveðin markaðssvæði eða til að styrkja vissa tegund starfsemi, t.d. íþrótta- og/eða heilsutengda ferða- þjónustu. En það á ekki að þýða að í hvert skipti sem íslenska ríkið, í gegnum samgönguráðuneytið, ákveður að veita fjármagn í næst- stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnu- grein landsins, þá fari allt það fjár- magn, eða því sem næst, til stærsta fyrirtækis landsins í greininni. Vissulega gera Flugleiðir, þetta flaggskip íslenskrar ferðaþjónustu, marga hluti vel og nýlegar fréttir um batnandi afkomu fyrirtækisins eru öllum fagnaðarefni. Mér finnst þó miður að svo virðist sem nokkurrar tvöfeldni gæti í afstöðu Flugleiða til stöðu sinnar á íslenska markaðnum og gagnvart ferðaþjónustunni á Ís- landi. Á stundum má heyra (lesa) frá forráðamönnum Flugleiða að fyr- irtækið starfi í harðri samkeppni, hafi eingöngu skyldum að gegna gagnvart hluthöfum og sé engin „regnhlífarsamtök íslensku ferða- þjónustunnar“ (orðalag er grein- arhöfundar) né hafi það skyldum að gegna gagnvart öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Hins vegar þegar fjármagn skal veitt til ís- lenskrar ferðaþjónustu er allt gert til að komast yfir sem mest af því fjármagni, sjálfsagt vegna þeirrar skoðunar að fjármagn til markaðs- starfs og/eða annarra aðgerða nýtist best í höndum Flugleiða. Mér var kennt að það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og borða hana. Um leið og Flugleiðir eða önnur fyrirtæki þiggja fjármagn frá ís- lenska ríkinu af skattpeningum okk- ar borgaranna þurfa þessir aðilar að gangast undir auknar skyldur og ábyrgð. Það vantar mikið upp á að svo sé. Það er og gagnrýnivert í okkar litla samfélagi hve mikil tengsl eru milli stærsta fyrirtækisins í ferða- þjónustu og hinna opinberu stofnana sem fara með ferðamál, þ.e. Ferða- málaráðs og samgönguráðuneyt- isins. Ég heyri víða að Flugleiðir séu með þessar stofnanir í vasanum. Legg ekki dóm á hvort satt sé, en finnst orðrómurinn skaðlegur fyrir atvinnugreinina, hvað þá ef hann er sannur. Mörgum aðilum sem í ferðaþjón- ustunni starfa finnst sem yfir- burðastærð Flugleiða á íslenska markaðnum sé greininni hættuleg. Ekki síst þar sem fyrirtækið sinni illa skyldum sínum gagnvart smærri aðilum í ferðaþjónustu á Íslandi. Í ljósi stöðu sinnar og stuðnings frá ríkinu ættu Flugleiðir að hlúa að þeim fjölmörgu ferðaþjónustuaðilum sem vinna gott starf víða um land, eru með fínar hugmyndir sem oft þarf ekki nema lítilsháttar stuðning við eða samstarf um til að úr verði arðbær eining, mörgum til heilla. Ferðamálaráð ætti eðli málsins samkvæmt að sinna slíkum hlutum, en gerir ekki. Því verður að mínu mati að fara fram endurskipulagning á starfsemi Ferðamálaráðs ef það á að gegna hlutverki sínu í þágu ferðaþjónust- unnar í landinu. Hér er mikið í húfi. Eftir Hörð Hilmarsson Höfundur er framkvæmdastjóri ÍT-ferða. Um Ferðamála- ráð, Flugleiðir og íslenska ferða- þjónustu LANDLÆKNIR og for- stöðumaður manneldisráðs rita ný- lega grein hér í blaðið og lýsa þar vantrú sinni á því að Atkins-kúrinn sé vænlegur til árang- urs, vilji fólk grenn- ast til frambúðar. Þau viðurkenna að vísu að þær fæðuteg- undir, sem tengjast matarfíkn, þ.e. stjórnlausu ofáti með tilheyrandi fitusöfnun, séu afar kol- vetnisríkar og jafnframt viðurkenna þau að kolvetnisrýrar fæðutegundir tengist ekki átfíkn, þar sem lang- flestir eigi í erfiðleikum með að torga meira en 1300–1400 hitaeiningum á dag af slíku fæði. Hvort sem þessar tölur eru nákvæmar eða ekki er ljóst að það er sjaldgæft að menn geti torgað 8–10 eggjum í einni atrennu, þótt allir þekki dæmi um fólk sem klárar allar smákökurnar upp úr kökubauknum, sem var verið að fylla. Og fær sér einn lítra af mjólk til að skola þessu niður. Eða sturtar í sig hálfu kílói af M&M og fær sér svo tvö súkkulaðistykki í eftirmat. Þann- ig að ekki eru þetta góðar ástæður fyrir árangursleysi í kolvetnasnauðri megrun. Hvað er þá að? Jú, kolvetnasnauð fæða er einhæf fæða að sögn land- læknis og forstöðumanns manneld- isráðs. Hinar kolvetnaríku mat- jurtir, hveiti, sykur, maís, hrísgrjón og kartöflur, eru víst sniðgengnar í þessum kúr. Þetta er hins vegar ekki rétt. Eftir að kjörþyngd er náð með aðferðum Atkins er miðað við að dagleg kolvetnisneysla sé á bilinu 50–150 grömm, þ.e. 200–600 hitaein- ingar eða um 10% af daglegri kalor- íuþörf. Þessi kolvetni geta komið úr hverri sem er af ofangreindum mat- jurtum og því þarf ekki að sniðganga neina þeirra. Það er þó mælt með að fólk haldi sig helst við kolvetni sem hafa lágt sykrugildi, þ.a. hvítt hveiti og hvítur sykur er nánast á bann- lista, ekki þó vegna þess að það séu lélegri næringarefni en hver önnur, heldur vegna þess, að þau kveikja fremur átfíkn en þau kolvetni sem hafa lægra sykrugildi. Þar með er Atkins-fæði, eftir að kjörþyngd er náð, nánast jafn fjölbreytt og hvert annað fæði, en hlutföllin á milli nær- ingarefnanna eru önnur. En hvers vegna vilja þá land- læknir og forstöðumaður manneld- isráðs að hlutfall kolvetnis sé hærra en 10% í fæðunni, ef slíkt fæði er ekki að ráði fjölbreyttara? Jú, ástæðuna er að finna í bandaríska landbúnaðarráðuneytinu. Þar er gef- inn út svonefndur fæðupíramídi, en það eru leiðbeiningar um hlutfalls- legt magn fæðuflokka í mat. Neðsti og stærsti flokkurinn er kolvetnarík- ur matur, í miðjunni eru próteinrík- ar vörur og efsti og minnsti flokk- urinn eru fituríkar vörur. Í nýlegum sjónvarpsþætti á Skjá einum kom fram hjá andstæðingum Atkins- kúrsins, að þessi flokkun væri byggð á áratugalöngum rannsóknum, en í sama þætti kom einnig fram, að það vantaði allar langtímarannsóknir á áhrifum kolvetnarýrs fæðis á mannslíkamann. Hvernig gátu menn fundið út rétt hlutfall fæðuefnanna, ef þeir höfðu aldrei í sínum áratuga- löngu rannsóknum athugað áhrif af mismiklu kolvetni í fæðunni? Jú, ástæðan fyrir þessari undarlegu þversögn er sú, að þessi píramídi er einfaldlega byggður á hagsmunum bandarískra bænda. Þeir stunda mikla akuryrkju til manneldis, öfugt við íslenska bændur, og það eru ríkir hagsmunir til þess að tískusveiflur í því hvað fólk lætur ofan í sig hafi ekki afkomuáhrif á bændur. Því er gefinn út þessi staðall, sem ætlast er til, einnig hér á landi, að fólk fari eft- ir. Herraþjóðin lætur ekki að sér hæða, hún heimfærir upp á okkur sína staðla, þótt þeir eigi alls ekki við hér á landi. Í gegnum aldirnar hafa Íslend- ingar lifað á kolvetnarýru fæði. Mér er í minni saga af afa mínum og nafna, sem var unglingur um 1915 sendur í kaupstaðinn að sækja heim varning, þ.á m. eitt pund af sykri. Á leiðinni heim freistaðist hann til að smakka á sykrinum og þótt hann vissi að hann yrði barinn fyrir gat hann ekki stillt sig um að klára hann. Þegar hann kom heim var hann bar- inn. Mér er sagt að „gamla fólkið“ hafi forðast að tína upp í sig kræki- ber og bláber. „Þau éta innan úr manni,“ sagði það og lýsti þar með hvernig kolvetni valda fyrst hækkun blóðsykurs og síðan í kjölfarið lækk- un hans fyrir tilstilli insúlíns sem veldur þar með svengdartilfinningu, en þessi svengdaráhrif kolvetna eru helsti offituvaldurinn hjá átfíklum. Stella, vinkona mín, hafði áhyggjur af því hvað dóttir hennar var lyst- arlaus og sendi hana því út fyrir kvöldmatinn að tína upp í sig ber af rifsberjarunnanum. Langamma mín, Þorbjörg Pálsdóttir, varð 102 ára. Hún var fædd árið 1849. Hún óx upp í mikilli fátækt og oft var matarlítið í búi hjá foreldrum hennar. Hún lýsti því hvernig Nonni bróðir hennar grét af hungri þriggja ára gamall, og móðir þeirra greip þá glerhart fisk- stykki sem hún geymdi í skúffu, vafði því inn í tusku og gaf honum til að sjúga. Nonni hætti að gráta, en Þorbjörg, stóra systirin, öfundaði Nonna af þessari sælu. Það hefur verið sýnt fram á, að áunnin sykursýki og hjarta- sjúkdómar fylgja í kjölfarið á auk- inni neyslu einfaldra kolvetna. Þess- ir sjúkdómar námu hér land fyrir alvöru upp úr 1940, en tuttugu árum áður höfðu Íslendingar hafið stór- aukna neyslu þessara fæðuefna. Or- sakasambandið virðist augljóst. Af hverju ekki að viðurkenna það? Fjölbreytni og fábreytni Eftir Baldur Pálsson Höfundur er kerfisfræðingur. MÁNUDAGURINN 7. apríl 2003 var mikill tímamótadagur í íslenskri björgunarsögu. Þann dag var skrifað undir samstarfs- samning milli Flug- málastjórnar Ís- lands, Neyðar- línunnar hf., Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislög- reglustjórans, Sigl- ingastofnunar Ís- lands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um starfrækslu sam- eiginlegrar leitar- og björg- unarmiðstöðvar að Skógahlíð 14 í Reykjavík. Miðstöðin tekur til starfa þann 31. maí 2003 og verður þá öll samhæfing í leit og björgun á sjó, landi og í lofti komin undir eitt þak. Til þessa hafa Landhelgisgæsla Íslands og Slysa- varnafélagið Landsbjörg rekið sína sjóbjörgunarstjórnstöðina hvor, Flugmálastjórn hefur haldið utan um leit að týndum flugvélum og leitir á landi hafa verið undir forræði við- komandi lögreglu. Svo má ekki gleyma samhæfingarstöð Almanna- varna ríkisins sem hefur verið virkjuð í meiriháttar náttúruhamförum og slysum. En sú stjórnstöð fellur núna undir embætti Ríkislögreglustjóra eftir flutning starfsemi Almanna- varna ríkisins undir það embætti. Með þessu er ljóst að samstarf og skipulag við allar björgunaraðgerðir á eftir að aukast og batna. Og tilgang- urinn er að sjálfsögðu að auka og bæta þjónustu við þá sem þurfa á hjálp að halda. Í nokkurn tíma hefur verið ljóst að þörf væri á meiri samhæfingu á þessu sviði. Breytt fjarskipti og aukin tækni hefur gert þetta auðveldara og jafn- framt aukið kostnað við rekstur á fullbúinni stjórnstöð. Einnig hefur stjórnsýslan á þessu sviði gert málið erfitt. En þegar stofnanir, fé- lagasamtök og ráðuneyti dóms- og samgöngumála tóku höndum saman um að gera þetta sáu allir ljósið að lokum. Fyrirmyndir að þessari björg- unarmiðstöð hafa verið sóttar víða að. T.d. hefur skipulag þessara mála í Noregi verið nokkuð mikið til skoð- unar. Í Noregi eru reknar tvær landssamræmingarstöðvar fyrir björgunaraðgerðir í Bodö og Stavanger. Þó er ljóst að verkefni þessarar stöðvar verða mun fjöl- breyttari. Einstök tenging þessarar stjórnstöðvar við Neyðarlínuna 112 og Fjarskiptamiðstöð lögreglu sér til þess. Þennan sama dag setti dóms- málaráðherra Sólveig Pétursdóttir reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björg- unarsveita. Í þeirri reglugerð er hlut- verk og skipulag björgunarsveita skilgreint gagnvart samstarfi við lög- regluyfirvöld. Stjórnkerfi björg- unarsveitanna, svokallað Lands- og svæðisstjórnarkerfi, er staðfest sem eigið stjórnkerfi og tengiliður við lög- reglu í leit og björgun. Slysavarnafélagið Landsbjörg hef- ur allt frá sameiningu Slysavarna- félags Íslands og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita árið 1999, barist fyrir samþættingu í stjórnun björgunaraðgerða. Í huga okkar er því 7. apríl stór stund í ís- lenskri björgunarsögu. Stöðug um- ræða fólks hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og annarra sem hafa lát- ið sig þessi mál varða hefur skilað þessum merka áfanga. Í okkar huga eru spennandi tímar framundan í samvinnu við ofangreinda aðila, að gera íslensk björgunarmál að fyr- irmynd um hvernig standa á að fram- kvæmd stjórnunar og samhæfingar í leit og björgun. Tímamót í íslenskri björg- unarsögu Eftir Þorstein Þorkelsson Höfundur er sviðsstjóri hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.