Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Úrslit karla, fjórði leikur: Austurberg: ÍR - Haukar ..........................20  Staðan er 2:1 fyrir Hauka, þannig að sig- ur færir þeim Íslandsmeistaratitilinn. Í KVÖLD KNATTSPYRNA Svíþjóð Gautaborg – Helsingborg.........................1:2 Örebro – Elfsborg .....................................2:1 Staða efstu liða: Djurgården 6 5 0 1 18:2 15 Hammarby 6 4 2 0 10:4 14 AIK 6 4 1 1 13:5 13 Helsingborg 6 3 2 1 8:6 11 Örebro 6 3 1 2 8:8 10 Landskrona 6 2 3 1 8:6 9 Noregur Lilleström – Tromsö .................................3:2 Staðan: Rosenborg 5 5 0 0 13:1 15 Sogndal 5 4 1 0 11:5 13 Odd Grenland 5 4 0 1 10:7 12 Viking 5 3 1 1 10:4 10 Bodö/Glimt 5 3 1 1 8:4 10 Stabæk 5 2 2 1 7:3 8 Lilleström 5 2 0 3 5:11 6 Molde 5 1 2 2 6:5 5 Lyn 5 1 2 2 6:9 5 Vålerenga 5 1 1 3 7:10 4 Tromsö 5 1 1 3 8:12 4 Bryne 5 1 0 4 6:11 3 Brann 5 0 2 3 4:14 2 Ålesund 5 0 1 4 7:12 1 SIGLINGAR Kajakróður Reykjavíkurbikar, 2003, haldinn við Geld- inganes laugardaginn 10. maí. Karlar á trefjabátum, 10,5 km: Sveinbjörn Kristjánsson................... 1:05:10 Halldór Sveinbjörnsson.................... 1:05:10 Ólafur Th. Árnason ........................... 1:06,44 Karlar á plastbátum, 10,5 km: Mads Sircstedt .................................. 1:10:47 Kári Þorsteinsson.............................. 1:12:40 Grétar Marteinsson .......................... 1:12:58 Karlar, 3,5 km: Kristinn Benediktsson......................... 25:29 Ólafur Þorláksson ................................ 26:07 Stefán A. Stefánsson............................ 26:33 Konur, 3,5 km: Hildur Nilsen ........................................ 26:50 Steinunn Sveinsdóttir .......................... 32:15 Lísa Guðjónsdóttir ............................... 32:39 JÚDÓ Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni Júdósambands Íslands um helgina. Sigruðu þeir með fimm vinningum gegn tveimur í flokkum +19 ára og þremur vinningum gegn tveimur í flokkum 17 til 19 ára. ÚRSLIT SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, hefur fengið lof- orð frá stjórnarformanni félagsins, Phil Gartside, um að hann fái aukin fjárráð til að styrkja liðið fyrir næstu vertíð í ensku úrvalsdeild- inni. Bolton bjargaði sér frá falli annað árið í röð á sunnudaginn og Gartside segir að nú sé kominn tími til að byggja á þeirri reynslu og reyna að þoka liðinu ofar í deildinni. „Við höfum eytt talsverðum upp- hæðum í að byggja liðið upp, og munum halda því áfram, en fjár- ráðin eru ekki ótakmörkuð,“ sagði Gartside í gær þegar mesta sig- urvíman var runnin af honum eftir sigurinn á Middlesbrough á sunnu- dag. Hann sagði að stefnt væri að því að styrkja liðið með því að kaupa tvo nýja leikmenn en síðan verður vænt- anlega reynt að ná varanlegum samningum við lánsmennina Ivan Campo, Bernard Mendy og Florent Laville. Allardyce fær aukin fjárráð GUÐNI Bergsson hlaut eina af stærstu viðurkenningunum í loka- hófi Bolton Wanderers sem haldið var í höfuðstöðvum félagsins í fyrrakvöld. Hann var útnefndur leikmaður ársins hjá félaginu af fjölmiðlum. Jay-Jay Okocha, Nígeríumað- urinn snjalli, var kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu af stuðnings- mönnum, en Youri Djorkaeff, Guðni og Per Frandsen voru í næstu sætum á eftir honum. Okocha var einnig heiðraður fyrir mark ársins, sem hann skoraði gegn West Ham, og fékk gullskóinn fyrir flest mörk, ásamt þeim Henrik Pedersen og Youri Djorkaeff. Leikmenn Bolton völdu hins- vegar danska miðjumanninn Per Frandsen leikmann ársins úr sínum röðum. Action Images Guðni Bergsson og Sam Allardyce fagna eftir að ljóst var að Bolt- on héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á kostnað West Ham-liðsins. Guðni var heiðraður David James, West Ham, tekurstöðu Seamans sem markvörð- ur númer eitt og með honum í hópn- um eru Paul Robinson og Ian Walk- er. Eriksson vildi á blaðamannafundi ekki viðurkenna að dagar Seamans væru taldir en þar sem Seaman væri ekki búinn að ákveða framtíð sína og eins að James hefði sýnt góða mark- vörslu í tveimur síðustu landsleikj- um þá hefði hann ákveðið að velja hinn 41 árs gamla Seaman ekki í hópinn að þessu sinni. Þá var Wayne Rooney, undra- barnið hjá Everton, valinn þrátt fyr- ir að hann meiddist í leiknum við Manchester United í fyrradag. Eriksson sagðist hafa ráðfært sig við lækna og sjúkraþjálfara Everton og þar hefði hann fengið þau svör að meiðsl leikmannsins væru ekki al- varlegs eðlis. Eriksson valdi 25 leikmenn í hóp- inn sem er þannig skipaður: Markverðir: James (West Ham), Robinson (Leeds), Walker (Leicest- er). Varnarmenn: Cole (Arsenal), Bridge (Southampton), Mills (Leeds), P. Neville (Man Utd), Ferd- inand (Man Utd), Southgate (Middl- esbrough), Terry (Chelsea), Upson (Birmingham City). Miðjumenn: Beckham (Man Utd), Scholes (Man Utd), Dyer (New- castle), Jenas (Newcastle), Hargreaves (Bayern München), Murphy (Liverpool), Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Sinclair (West Ham). Sóknarmenn: Owen (Liverpool), Heskey (Liverpool), Rooney (Ever- ton), Vassell (Aston Villa), Beattie (Southampton). Seaman kominn út í kuldann Reuters David Seaman, markvörður Arsenal, er ekki í náðinni. SVEN Göran Eriksson lands- liðseinvaldur Englendinga valdi í gær landsliðshóp sinn fyrir vin- áttuleikinn gegn S-Afríku og Svartfjallalandi og leikinn við Slóvaka í undankeppni EM. Það sem helst vakti athygli í vali Erikssons var að David Seaman, markvörður Arsenal, var ekki valinn í hópinn sem þykir benda til þess að dagar hans með enska landsliðinu séu nánast taldir. ÓVÍST er að miðverðir ÍBV verði tilbúnir í slag- inn þegar Eyjamenn taka á móti KA í fyrstu um- ferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnu- daginn kemur. Þeir Páll Þ. Hjarðar og Tryggvi Bjarnason eru báðir að jafna sig eftir meiðsl og eru í kapphlaupi við tímann um að ná leiknum. Páll fór í liðþófaaðgerð á hné fyrir skömmu og Tryggvi tognaði í læri. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, sagðist gera sér þokkalegar vonir um að þeir yrðu báðir með á sunnudag en það kæmi ekki í ljós fyrr en liði á vikuna. ÍBV hefur misst tvo miðverði frá síðasta tíma- bili, Hlyn Stefánsson og Kjartan Antonsson, en fékk Tryggva frá KR í vetur. Þá hefur Tom Betts, annar ensku strákanna sem komnir eru til Eyja, leikið sem miðvörður en þó er líklegra að hann eigi eftir að fara í stöðu bakvarðar hjá Eyjamönn- um. Tvísýnt með miðverði ÍBV ÍSLANDSMEISTARAR KR-inga í knatt- spyrnu fengu í gær góðan liðsauka fyrir baráttuna sem fram undan er en þá komu til landsins Þórhallur Hinriksson og Sig- þór Júlíusson. Þeir hafa dvalið við nám í Bandaríkj- unum í vetur en ætla báðir að taka þátt í slagnum með vesturbæjarliðinu í sumar. Sigþór lék 13 af 18 leikjum KR í úrvals- deildinni í fyrra en Þórhallur, sem átti við þrálát meiðsl að stríða lék aðeins 6 leiki. Þar með hefur leikmannahópur KR stækkað og ljóst að hörð samkeppni verð- ur um stöður í byrjunarliði meistaranna. Sigþór og Þór- hallur mættir í slaginn GRÉTAR Ólafur Hjartarson, markakóngur Ís- landsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, hefur ekkert geta æft né leikið með Grindvík- ingum frá því hann meiddist á ökkla í leik Grindvíkinga og Keflvíkinga í undanúrslitum í deildabikarkeppni KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Bjarni Jóhannsson þjálfari Grindvíkinga sagði við Morgunblaðið í gær að Grétar væri á góðum batavegi og hann sagðist bjartsýnn á að geta teflt honum fram í leiknum við Val í fyrstu um- ferð Íslandsmótsins sem hefst á sunnudag. Þá hefur Skotinn Paul McShane átti við meiðsl að stríða en líkt og Grétar er hann að braggast og að sögn Bjarna eru líkur á að hann geti stillt upp sínu sterkasta liði gegn Valsmönnum. Markakóng- urinn að braggast Grétar Hjartarson ÁRLEGT kynningarblað Morgunblaðsins um knatt- spyrnuliðin í efstu deild karla, Landsbankadeild, er að finna í aðalblaði Morgunblaðsins í dag. Í kynningarblaðinu er að finna ýmsar fróðlegar upplýs- ingar um liðin tíu, manna- breytingar og ýmislegt annað sem tengist liðunum. Kynning- arblað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.