Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 32

Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ERKAMENN í „Para- dís verkalýðsins“ rísa upp í örvæntingu, heimta betri kjör, lýð- ræði. „Við viljum lifa eins og menn,“ segir á kröfuspjöld- um þeirra. Stjórnvöld virðast vera ráðvillt og atburðirnir koma flatt upp á þau. Sovétmenn senda skrið- dreka út á göturnar. Tugir eða hundruð manna falla, þúsundir fangelsaðar, skammvinn uppreisn er kæfð í blóði. Ekki hafði áður verið gerð víðtæk uppreisn gegn kommúnistastjórnunum sem Sov- étríkin komu á laggirnar í austur- hluta álfunnar eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Stjórnvöld sögðu að útsendarar kapítalista, Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðverjar, hefðu staðið á bak við atlögu gegn ríkinu en hún hefði mistekist. Uppreisnin gegn kommúnistastjórninni í Austur-Þýskalandi 17. júní 1953 er ekki jafn fræg og þær sem síðar voru gerðar í Ungverjalandi 1956, í Póllandi 1956, 1970, 1976 og 1980 og í Tékkóslóvakíu 1968 en að mati sagnfræðinga markaði hún samt þáttaskil í kalda stríðinu. Öllum varð nú ljóst að kommúnistastjórnin naut ekki þeirrar alþýðuhylli sem hún hreykti sér af: Án sovéskra vopna var hún dauðadæmd og öflugt sovéskt hernámslið var í landinu þar til yfir lauk og flokkseinræðið gafst upp 1989–1990. Þýska alþýðulýðveldið náði því að verða 40 ára en nú er þess líklega helst minnst fyrir Berlínarmúrinn fallna – og Trabant-bílana. Þótt víða kraumaði óánægja í Austur- Evrópu tryggðu nokkrar milljónir sov- éskra hermanna hlýðni við valdsherrana og því má ekki gleyma að víða í Austur- og Mið-Evrópu voru kommúnistaflokkar mjög öflugir þegar fyrir stríð. Þeir voru einnig afar virkir í skæruliðabaráttunni gegn nas- istum og nutu fyrir vikið enn meira álits í stríðslok. Árið 1949 hafði hernámssvæðum vest- urveldanna þriggja; Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands, verið steypt saman í sambandslýðveldið Þýskaland, öðru nafni Vestur-Þýskaland. Rússar svöruðu með því að láta stofna alþýðulýðveldi á sínu hernámssvæði. Þýska alþýðulýðveldið (DDR) eða Austur-Þýskaland kom í heim- inn og með forystuna fór Sósíalíski eining- arflokkurinn, SED, þar sem kommúnistar réðu í reynd öllu. Nokkrir borgaralegir flokkar fengu að starfa að nafninu til en voru algerlega áhrifalausir og urðu að fylgja stefnu SED í öllu sem máli skipti. Þótt um tvö ríki væri að ræða var mikill samgangur milli þeirra. Kommúnistar lok- uðu landamærunum þegar árið 1952, ekki síst vegna stöðugs straums flóttamanna til vesturs en eftir sem áður var yfirleitt hægt að fara hindranalaust milli borgarhlutanna tveggja í Berlín. Og flestir Austur-Þjóð- verjar gátu fylgst með fréttum í útvarps- stöðinni RIAS sem Bandaríkjamenn ráku í Vestur-Berlín. Um 20% af allri vöruframleiðslu í Aust- ur-Þýskalandi voru send austur á bóginn til Sovétmanna endurgjaldslaust, Stalín vildi stríðsskaðabætur. Þetta var að sjálf- sögðu þung byrði fyrir Austur-Þjóðverja og skortur var á flestum brýnustu nauð- synjum, þ.á m. mat. Hópur verkamanna sem vann við húsa- gerð í Stalinallé í Austur-Berlín ákvað 15. júní 1953 að mótmæla nýrri tilskipan frá stjórnvöldum nokkrum dögum fyrr þar sem laun voru lækkuð um 10%. Auk þess var þeim sem þóttu slá slöku við fram- leiðsluna refsað með allt að 35% launa- lækkun. Allt í einu var launaumslagið orðið enn léttara, öreigarnir orðnir enn fátækari. Daginn eftir voru fulltrúar stjórnvalda, er neituðu að verða við kröfunum, púaðir nið- ur. Boðað var allsherjarverkfall. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í allsherjarverkfallinu 17. júní í um 700 borgum, bæjum og þorpum um allt Aust- ur-Þýskaland. Verkamenn voru fremstir í flokki, einnig voru háskólanemar sums staðar mjög virkir en millistéttarfólk og bændur sýndu meiri varkárni. Ef til vill gerðu þau sér betur grein fyrir því að lík- urnar á sigri voru engar. Uppreisnin var haldið var hópur man rænna útse landið. Alþ lymskufulla við á braut að þegja í reisnina. skipulagslaus, kröfurnar ekki samræmdar, hvergi neinn sterkur leiðtogi. Mörg dæmi voru um að staðfastir en óánægðir liðsmenn kommúnistaflokksins tækju þátt í kröfugöngum, þeir sögðust vera vissir um að hlustað yrði á réttlátar kröfur um umbætur. En dæmi voru um að voldugir flokksbroddar væru dregnir út úr bílum sínum og lúbarðir. Sumir verkfalls- menn hrópuðu „Niður með kommúnism- ann!“ og jafnvel „Lengi lifi Eisenhower!“ [Dwight Eisenhower, þáverandi Banda- ríkjaforseti]. Sjálfstraust valdsherranna, þ.á m. flokksleiðtogans Walters Ulbrichts, beið mikinn hnekki. Fyrrverandi ritstjóri flokksmálgagnsins Neues Deutschland, Günter Schabowski, hefur skýrt frá því að a-þýskir kommúnistar hafi alla tíð síðan fundið sárt til þess að hafa brugðist syst- urflokknum í Kreml með því að reynast ófærir um að hafa stjórn á eigin verkalýð og berja niður „valdaránstilraun fasista“. Skjöl sem nú hafa verið gerð opinber sýna að sovéskir leyniþjónustumenn voru ekki á varðbergi. Jevgení Petrovítsj Pít- ovranov, reyndur KGB-maður sem vann að því að efla a-þýsku leyniþjónustuna, Stasi, á erfiðum tímum valdabaráttu í Kreml eft- ir dauða Stalíns í mars 1953, sendi yf- irmanni sínum í Moskvu skýrslu í ágúst. Að sögn hans sýndu „atburðirnir 17. júní og afleiðingar þeirra hve unnið er af miklu afli gegn Þýska alþýðulýðveldinu en þeir komu öryggissveitum okkar og [A-Þjóð- verja] gersamlega á óvart.“ Pítovranov segir að orsök uppreisnarinnar hafi verið fádæma klaufaleg stjórnarstefna a-þýskra ráðamanna sem m.a. létu tilkynna almenn- ingi að verkamenn hefðu sjálfviljugir tekið á sig umrædda launalækkun. Andófið var að miklu leyti kveðið niður þegar 17. júní er sovéthermenn skutu á al- menning á götum Austur-Berlínar og lögðu undir sig helstu stjórnstöðvar. Sett voru herlög í borginni og allar ferðir milli borgarhlutanna tveggja bannaðar. Vitað er með vissu að 21 maður lét lífið í upp- reisninni, þar af nokkrir embættismenn kommúnista. En lengi hefur verið umdeilt hve margir voru síðar teknir af lífi fyrir undirróður gegn ríkinu. A-þýski njósnafor- inginn Markus Wolf segir í endurminn- ingum sínum að 100–200 manns hafi fallið. Hann var um þessar mundir ungur emb- ættismaður á uppleið. „Við vorum agndofa yfir ofbeldinu og hatrinu sem gaus upp í okkar eigin landi,“ segir Wolf. Áfram var haldið að mótmæla á nokkrum stöðum næstu vikurnar þar til aðgerðirnar fjöruðu loks út. Ein afleiðing átakanna var að þeir kommúnistar sem áður höfðu mælt með því að slakað yrði á klónni lutu í lægra haldi, jafnt í A-Þýskalandi sem öðrum al- þýðulýðveldum sem vestan við járntjaldið voru nefnd leppríkin. Sovétmenn léðu auk þess ekki máls á neinum umbóta-ævintýr- um eftir uppreisnina sem sýndi þeim hve tök þeirra voru ótraust. Þeir ákváðu hins vegar að leggja á hilluna allar hugmyndir um að reyna að fá samþykkta sameiningu Þýskalands í eitt ríki, hlutlaust og vopn- laust, án erlendra herja. Slíkt Þýskaland yrði varla hliðhollt kommúnistum, ef marka mátti atburðina í júní. Nú var lögð áhersla á að efla á alþjóðavettvangi sjálf- stætt A-Þýskaland. Stjórnin í Austur-Berlín sendi að vísu frá sér skýrslu þar sem viðurkennd voru „alvarleg mistök“ af hennar hálfu. En Skriðdrek Andófsmen uppreisnin Dwight D. Eisenhower Walter Ulbricht Misheppnuð uppreisn austur-þýskra verkamanna gegn kommúnistastjórn landsins og Sovétmönnum árið 1953, segir í grein Kristjáns Jónssonar, var und- anfari fleiri slíkra tilrauna handan við járntjaldið. 17. JÚNÍ Dagurinn var frábær og tilfinningin ólýsanleg. Stærsta stundin fannstmér þegar þjóðsöngurinn var sunginn í Dómkirkjunni.“Þetta sagði kornungur þingmaður, Dagný Jónsdóttir, sem mætti við þingsetningu í vor í fallegum upphlut sem verið hafði í eigu langömmu hennar og nöfnu, í samtali við Morgunblaðið hinn 27. maí sl. Þjóð, sem á ungan þingmann sem hefur þessa tilfinningu fyrir þinginu og þjóðsöngnum, hefur ekki misst tengslin við uppruna sinn og rætur. Þessi orð Dagnýjar Jónsdóttur hlýjuðu mörgum um hjartarætur og eru vonandi til marks um hverjum augum hennar kynslóð lítur þá arfleifð, sem hún er að byrja að taka við. 17. júní er, hefur verið og verður mesti hátíðisdagur íslenzku þjóðarinnar. Við eigum að leggja áherzlu á hátíðleik þessa dags og uppfræða hverja nýja kynslóð um þau tímamót sem urðu í sögu þjóðar okkar þennan dag árið 1944. Framundan eru mikil hátíðahöld í byrjun næsta árs vegna annarra tíma- móta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hinn 1. febrúar á næsta ári verður þess minnzt að við fengum heimastjórn þann dag 100 árum áður og fyrsti ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, tók við völdum í stjórnarráðinu. Þeirra tímamóta eigum við að minnast með glæsibrag. Bæði þess sem gerðist og mannsins, Hannesar Hafstein, sem varð tákn þeirra þáttaskila í sögu þjóðar okkar og með glæsileik sínum og innblásinni forystu leiddi þessa fámennu þjóð fyrstu skrefin í átt til fulls sjálfstæðis. Ekki er nema rúmlega einn og hálfur áratugur þar til við minnumst 100 ára afmælis Sambandslagasamningsins 1. desember 1918. Í aðdraganda þeirra tímamóta er tímabært að hefja 1. desember á ný til vegs og halda upp á hann ár hvert með meiri reisn en einkennt hefur síðustu áratugi. Þar eiga háskólastúdentar að hafa alla forystu. Þessi miklu tímamót sem eru framundan og gefa okkur tækifæri til að rifja upp meginþættina í sögu sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar eig- um við að nýta til þess að minna nýjar kynslóðir á afrek þeirra, sem á undan þeim hafa gengið og ekki mega gleymast. Þegar við horfum til baka voru Íslendingar fámenn og fátæk þjóð 1. febr- úar 1904, enn 1. desember 1918 og enn 17. júní 1944. Það var ekki fyrr en eft- ir 1960 sem þjóðin fór að efnast. Nú erum við í hópi auðugustu þjóða heims. Þetta er mikil og merkileg vegferð einnar fámennustu sjálfstæðra þjóða í heimi og við eigum að vera stolt af þeirri vegferð. Þegar horft er til framtíðar á nýrri öld er grundvallaratriði að við varð- veitum tungu okkar og sögulega menningararfleifð. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin. Við höfum efnast og menntun þjóðarinnar er meiri og betri en nokkru sinni fyrr. Við höfum einstakt tækifæri til að byggja hér upp þjóð- félag, sem getur orðið öðrum til fyrirmyndar. Við eigum að leggja metnað okkar í það. Við eigum að þróa lýðræðislega stjórnarhætti okkar á þann veg, að ákvarðanir í öllum meginmálum íslenzku þjóðarinnar séu teknar af henni sjálfri í beinni kosningu en ekki óbeinni. Við eigum að finna leið til þess að vernda náttúru okkar og stórbrotna feg- urð landsins um leið og við nýtum þá landkosti sem það hefur upp á að bjóða. Við eigum að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar um umgengni um auð- lindir okkar og í dreifingu afraksturs þeirra til landsmanna allra. Við eigum að byggja upp þjóðfélag sem byggir á menntun og menningu en ekki eigingirni og græðgi. Við höfum á undanförnum áratugum notið drengilegs stuðnings annarra þjóða við að byggja upp samfélag á Íslandi sem við á margan hátt getum verið ánægð með. Við metum mikils þann drengskap vina okkar. En vel má vera, að við stöndum nú frammi fyrir stærstu ákvörðun í utanríkismálum á síðustu 50 árum. Fari svo að grundvallarbreyting verði á fyrirkomulagi varna landsins hljótum við Íslendingar að taka okkar eigin ákvarðanir sem sjálfstæð þjóð um framtíðina varðandi öryggi okkar. Það mun kosta okkur meiri fjármuni en við höfum til þessa þurft að leggja af mörkum í þann málaflokk. Við höfum efni á því. Það kallar á yfirvegaða og vel undirbúna stefnumörkun Alþingis og ríkis- stjórnar til framtíðar. Það kallar á víðtækar lýðræðislegar umræður meðal þjóðarinnar allrar til undirbúnings þeirri stefnumörkun. Til þessa verks eigum við að ganga með því hugarfari að við getum staðið á eigin fótum, þótt við höfum hingað til notið stuðnings annarra. Forsenda fyrir veru erlends herliðs á Íslandi hefur alltaf verið sú, að þar væri annars vegar um að ræða varnir Íslands og öryggi íslenzku þjóð- arinnar en hins vegar mikilvægt framlag okkar til margra áratuga baráttu frjálsra þjóða heims gegn kúgun kommúnismans. Það hefur aldrei verið markmiðið með dvöl bandaríska varnarliðsins á Ís- landi að af því mætti hafa tekjur eða með veru þess hér mætti skapa atvinnu fyrir Íslendinga. Þessum grundvallaratriðum má aldrei gleyma í umræðum um framtíðina í þessum efnum, þótt sumir geri lítið úr þeim sögulegu forsendum sem hér hafa verið til staðar. Okkur Íslendingum hefur farnast vel á undanförnum áratugum. Við höf- um burði til að takast á við ný viðhorf og ný verkefni sem við blasa. Morgunblaðið sendir landsmönnum árnaðaróskir á þjóðhátíðardaginn. UPPREI gnæfði u síðum ve blaðið flu fréttir af voru dra bylting þ arlaust b skriðdre neskir m alþýðu A hetjulegr ekki reyn verkfalls ókyrrð, s landi og atburðin hörð hríð mönnum Sósíalista studdu u Sovétríkj Matthí blaðsins, hann hei var að af milli borg lög giltu örlögum ings sem vinnulau leið yfir h inni er ha 16. júní e að hafa æ Matthí um í Vest unda ma lýðveldið „Þar er r mana, fá finna ráð nær hryn ans, hver ig að jún – ekki ein skrifaði M jókst mjö verið bæ ir með vi An

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.