Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 47 Miriam söng líka Þau mistök urðu í umsögn um tón- leika Gospelkórs Reykjavíkur, sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugar- dag, að nafn Miriam Óskarsdóttur féll niður í upptalningu á einsöngvurum á tónleikunum. Miriam söng einsöng í laginu He Brought Me This Far og var frammistaða hennar með slíkum ágætum að frægustu soul-drottning- ar vestan hafs væru fullsæmdar af. Þátttakendur úr ýmsum áttum Í frétt af leiðbeinendanámskeiði á vegum ÓB-ráðgjafar í blaðinu á sunnudag var ranghermt að leiðbein- endur kæmu úr ýmsum starfsstéttum sem þar voru taldar upp. Hið rétta er að þátttakendur eru úr ýmsum stétt- um, svo sem hjúkrunarfræðinga, sál- fræðinga, félagsráðgjafa, skólastjórn- enda og fleiri. Beðist er velvirðingar á rangherminu. LEIÐRÉTT HELGIN var frekar ró- leg hjá lögreglu, fáir á ferli í miðbænum á föstu- dagskvöld en töluvert fleiri á laugardagskvöld. Hafði lög- reglan afskipti af fólki vegna ölvunar- ástands, slagsmála og líkamsárása. Tilkynnt var um 34 umferðaróhöpp um helgina. Í a.m.k. fjórum tilvikum varð fólk fyrir meiðslum en ekki al- varlegum að því er talið var. 26 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og 13 fyrir meintan ölvunar- akstur, en lögregla fékk fjölda til- kynninga frá almenningi um stúta við stýrið. Tilkynnt var um 11 innbrot og 22 þjófnaði um helgina. Þá var tilkynnt um 23 skemmdarverk. Stuttu síðar var tilkynnt um vinnu- slys í malarnámu skammt utan Hval- fjarðarvegar. Þar varð maður fyrir sliskju sem verið var að færa niður á festivagni. Hinn slasaði marðist og hlaut skurði á höfði og fótlegg og var hann fluttur á slysadeild. Síðdegis á föstudag var farið í hús- leit í tvö hús í Grafarholti og Graf- arvogi þar sem grunur var um fíkni- efnaframleiðslu. Kannabisplöntur í ræktun fundust á báðum stöðum og kannabis á ýmsum vinnslustigum. Einn maður var handtekinn í kjölfar- ið. Þrjár íkveikjur voru tilkynntar í Mosfellsbæ á föstudagskvöld og urðu þar tvenn biðskýli og auglýsingaskilti fyrir barðinu á brennuvörgum. Frekar fáir voru á ferli í miðborg- inni aðfaranótt laugardags en tölu- vert var um slagsmál og pústra, sér- staklega þegar leið á nóttina. Sagði tíu menn hafa ráðist á sig og bróður sinn Lögregla var kölluð til vegna tveggja stúlkna sem höfðu verið að slást með þeim afleiðingum að önnur þeirra hlaut skurð á höfði og hin slas- aðist eitthvað minna. Þær fóru báðar á slysadeild. Um sexleytið ók lög- regla fram á blóðugan mann sem sagði tíu menn hafa veist að sér og bróður sínum. Maðurinn er að öllum líkindum handarbrotinn og tennur brotnuðu í bróður hans, auk annarra áverka sem þeir hlutu. Lögreglan ók hinum slasaða á slysadeild en bróðir hans var þegar farinn þangað. Að sögn mannsins var árásin tilefnislaus og árásarmennirnir ókunnir. Um miðjan dag á laugardag kom íbúi í Breiðholti að tveimur mönnum við innbrot og þjófnað á heimili hans. Mennirnir flúðu þegar þeir urðu hús- ráðenda varir. Þeir höfðu gert sig heimakomna, sótt ferðatöskur í geymslu og voru truflaðir í miðjum klíðum við að pakka símum, mynda- vélum og fleira dóti í töskurnar. Rétt eftir miðnætti á laugardags- kvöld var farþegi í bifreið tekinn fyrir að skjóta með loftbyssu á Laugavegi. Maðurinn skaut þremur skotum á rúðu í verslun án þess að skemmdir hlytust af. Maðurinn hafði ekki leyfi fyrir byssunni og var hún tekin af honum. Rúmlega tvö var lögregla kölluð í Grafarvoginn vegna pilts sem kastaði upp blóði eftir neyslu á landa. Pilt- urinn var fluttur á slysadeild. Lög- regla vill ítreka hættur landadrykkju þar sem oft er ýmsum efnum blandað í landa sem skaðleg geta verið heilsu manna og neytendur hafa ekki hug- mynd um að leynist í drykknum. Úr dagbók lögreglunnar 13.–16. júní Afskipti af fólki vegna ölvunar og líkamsárása Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Ný sending komin í verslanir okkar OPIÐ Í DAG 17. JÚNÍ KL:11-20 14900- REIÐHJÓL 2 LITIR: SILFUR & SVART, 26“ hjól - 2 demparar, fullkominn fjöðrunarbúnaður aftan og framan. Bretti aftan og framan. Shimano - gírar 21. V - bremsukerfi. Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG Ganga og staðarskoðun í Viðey verður í dag. Ferðin hefst kl. 19.30 á siglingu yfir Sundið sem kostar 500 kr. fyrir fullorðna og lýkur ferðinni með kaffisölu í Viðeyjarstofu. Fjallað verður m.a. um Skúla Magn- ússon landfógeta og tíma Stephen- senættarinnar í Viðey. Jóhann Hjartarson teflir við börn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, 17. júní kl. 11, á vegum Hróks- ins. Þátttaka í fjölteflinu við Jóhann Hjartarson er ókeypis, og aðeins til þess ætlast að mótherjar stórmeist- arans kunni full skil á manngang- inum. Skráning er á staðnum í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og hefst klukkan 10.45. Fjöltefli Jó- hanns markar upphafið að skák- viðburðum sem Hrókurinn skipu- leggur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar. Í júlí mun skákdrottningin Regina Pok- orna koma í heimsókn og frá og með laugardeginum 5. júlí verða þar skákæfingar á laugardögum. Í DAG Hamhleypur – konur í atvinnulíf- inu Námstefnan Hamhleypur – kon- ur í atvinnulífinu verður haldin kvennadaginn 19. júní kl. 9–18, í húsakynnum Endurmenntunar og í Háskólabíói. Það eru IMG Deloitte og Endurmenntun Háskóla Íslands sem standa að námstefnunni. Aðal- fyrirlesari í ár er Judith Strother frá Florida Institute of Technology í Bandaríkjunum. Síðdegis verða fjór- ar málstofur þar sem fjallað verður um athafnasvæði kvenna, frum- kvöðla, völd og það hvort vinnan sé lífið. Fundarstjóri er María Elling- sen. Eivör Pálsdóttir tekur lagið og Helga Braga kennir viðstöddum ým- islegt gagnlegt. Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, ávarpar gesti. Rannsóknarmálstofa í félagsráð- gjöf verður haldin fimmtudaginn 19. júní kl. 12.05–13, í Odda, stofu 201. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, félags- ráðgjafi, stjórnsýslufræðingur og doktorsnemi við London School of Economics and Political Science, kynnir rannsóknaraðferðir, hönnun rannsóknarinnar og meðferð og birt- ingu gagna sem hún notaði í ritgerð sinni. Rannsóknin byggist á tveimur tilviksathugunum er fjalla um ákvarðanatökuferli í ríkisstjórnum Bretlands og Íslands við ákvörðun um sameiningu háskólasjúkrahúsa í London og í Reykjavík á síðasta ára- tug. Á NÆSTUNNI Fjallað um matreiðslu á græn- meti í Grasagarðinum Marentza Poulsen og Sæmundur Kristjánsson veitingamenn verða í Café Flórunni í garðskála Grasagarðsins á morgun, miðvikudaginn 18. júní kl. 20. Fjallað verður um það hvernig fólk getur matreitt hinar ýmsu græn- metisjurtir og um leið varðveitt gæði þeirra; næringu, bragð, lit og form. Auður Jónsdóttir garðyrkjufræð- ingur segir frá tegundum grænmetis sem ræktaðar eru í nytjajurtagarði Grasagarðsins en á síðustu árum hafa verið þar um 30 mismunandi tegundir, afbrigði og yrki. Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 18. júní, kl. 20, í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Á MORGUN SKÓGRÆKTARRITIÐ, félags- og fræðslurit Skógræktarfélags Ís- lands, fyrra hefti ársins 2003, er komið út. Ritið er prýtt fjölda litmynda og á kápu er mynd af olíumálverki frá árinu 1997 eftir Sigtrygg Bjarna Bald- vinsson sem nefnist „Cara- veggflís“. Verkið er í eigu Listasafns Ís- lands. Fjölbreytt efni er í ritinu. Meðal annars er þeirri spurningu velt upp hvort hægt sé að verða ást- fangin(n) af trjám. Nefna má grein Jóns Freys Þórarinssonar, fyrr- verandi skólastjóra Laugarness- skóla, um skógrækt í Katlagili. Þar hafa kennarar og nemendur Laugarnesskóla unnið að skóg- rækt í hálfa öld með athyglis- verðum árangri. Jón Geir Péturs- son, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Sæmundur Kr. Þorvaldsson skrifa grein um Alaskaferð skógræktar- manna haustið 2001. Þetta er inn- gangsgrein í greinaflokki um ferð- ina. Einar Gunnarsson og Skarp- héðinn Smári Þórhallsson skrifa um kortlagningu útivistarpara- dísarinnar Heiðmerkur. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktar- stjóri, ritar grein í flokknum „Fyrr og nú“ og Steinar Harðar- son skrifar um skógrækt við Víf- ilsstaðavatn. Fjöldi annarra fróð- legra greina og fróðleiksmola er í ritinu. Skógræktarritið er selt í áskrift en einnig í lausasölu á skrifstofu SÍ á Ránargötu 18 og nokkrum völdum sölustöðum öðrum. Net- fang ritsins er skog@skog.is. Skógræktarritið komið út Fyrirtæki • stofnanir • heimili Hreinsum rimla-, viðar-, strimla- og plíseruð gluggatjöld Einnig sólarfilmur Eru rimlagardínurnar óhreinar? sími 897 3634 dgunnarsson@simnet.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.