Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 64

Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 64
BEINT leiguflug milli Íslands og Japans verður að veruleika í fyrsta skipti í haust og er von á í það minnsta um 750 japönskum ferða- mönnum til landsins með þessum hætti í ár. Tekist hafa samningar milli Flug- leiða og ferðaheildsala í Japan um flugið og verður flogið allavega þrisv- ar í haust, þótt vonir standi til að ferðirnar verði fleiri ef vel gengur. Dr. Eyþór Eyjólfsson, ræðismaður Íslands í Japan, segir þetta mikil tímamót í samskiptum landanna tveggja. Með beinu flugi tekur ferðin um 10 klst. en er allt upp í sólarhring í dag. Þegar hefur verið samið við ferðir á næsta og þarnæsta ári við ferða- heildsalann, Kinki Nippon Tourist, sem er annar stærsti ferðaheildsal- inn í Japan. Fyrsta flugið í ár til landsins verður 27. september og hinar ferðirnar skömmu síðar. Eyþór segist vonast til að ferðirn- ar í ár séu aðeins byrjunin á mikilli fjölgun japanskra ferðamanna til landsins. Hann segir Japani vera mjög mikilvæga ferðamenn, enda eyði þeir að jafnaði mun meiri fjár- munum en ferðamenn frá öðrum þjóðum. Hann segir að vonir standi til að eftir um þrjú ár komi á milli 5 og 15 þúsund ferðamenn frá Japan með beinu flugi. Sendiráðið mikilvægt Sendiráð Íslands í Japan átti þátt í að koma þessu verkefni áfram að sögn Eyþórs og segir hann sendiráð- ið, og þá sérstaklega sendiherrann, Ingimund Sigfússon, hafa átt mikil- vægan þátt í þessu ferli. Stofnun sendiráðsins 2001 segir Eyþór að hafi verið góð tímasetning til að byrja að markaðssetja Ísland sem ferða- mannaland fyrir Japan. Einnig segir hann að Flugleiðir hafi unnið mikið starf til að gera þetta að veruleika. Kinki Nippon Tourist er mjög stór ferðaheildsali og á þeirra vegum fara um sex milljónir Japana utan á ári. Eyþór segir þá leggja gífurlegt fé í að auglýsa og markaðssetja ferðirnar, jafnvirði um 27 milljónir króna á þessu ári. Hann segir þetta vera langtímafjárfestingu: „Þeir vita það að þeir koma ekki til með að ná gróða á þessu flugi á þessu ári svo þetta er langtímafjárfesting hjá þeim, sem er gífurlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Eyþór. Gista fimm nætur Japönsku ferðamennirnir sem koma í haust kaupa pakkaferð í fimm daga og nætur. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem Japönum hugn- ast, segir Eyþór, til dæmis heit böð, mat, norðurljós og fleira. Í pakkaferðunum til landsins í haust verður boðið upp á skoðunar- ferðir um Reykjavík, farið í Bláa lón- ið, Gullfoss og Geysir skoðaðir, farið til Akureyrar og fleira. Beint flug milli Japans og Íslands hefst í haust 750 japanskir ferða- menn til landsins í ár Morgunblaðið/Arnaldur Kvetch leiksýning ársins KVETCH, sýning leikhópsins Á senunni, var sigurvegarinn þegar Gríman, íslensku leiklistarverð- launin, voru veitt í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kvetch var valin sýning ársins, Stefán Jónsson var valinn besti leikstjór- inn, Ólafur Darri Ólafsson besti leikarinn í aukahlutverki og Edda Heiðrún Backman besta leikkonan í aðalhlutverki. Edda lét raunar ekki þar við sitja heldur hreppti einnig verðlaun sem besta leikkona í auka- hlutverki í Kryddlegnum hjörtum, sýningu Leikfélags Reykjavíkur. Hilmir Snær Guðnason var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Veislunni í svið- setningu Þjóðleikhússins. Þá fékk Sveinn Einarsson Gullgrímuna, heiðursverðlaun Leiklistarsam- bands Íslands. Felix Bergsson, leikhússtjóri Á senunni, og Stefán Jónsson hefja hér Grímuna á loft.  Kvetch er/28 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. INNAN skamms má búast við að ljós- myndir sem vara við afleiðingum tóbaks- reykinga sjáist á sígarettu- og vindla- pökkum hér á landi. Hugmyndir að því lútandi verða að öllum líkindum sam- þykktar af Evrópusambandinu í haust. Hefur sambandið þegar samþykkt að merkingar á tóbaki skuli verða mun meira áberandi, þ.e. muni þekja um 40% af bakhlið sígarettu- og vindlapakka. Er búist við að slíkar merkingar verði tekn- ar upp hér á landi í haust. Þá er í nýju lögunum lagt bann við að nota orð sem gefa til kynna að ein gerð tóbaks sé hættuminni en önnur. Nýjar merk- ingar á tóbak  Ljósmyndir/26 SÖNGKONAN Björk Guðmunds- dóttir skartaði nýrri klippingu á tón- leikum sínum á Sónar-hátíðinni í Barcelona á Spáni, sem fram fóru á föstudag. Björk kom fram ásamt hörpuleik- ara, strengjasveit og tölvudúett en gagnrýnandi bandaríska dagblaðs- ins New York Times segir að ný „skálaklipping“ Bjarkar hafi jafnvel vakið enn meiri furðu en tónlist- arflutningurinn. Björk.com Ný klipping Bjarkar vekur athygli  Björk/58 MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út fimmtudaginn 19. júní. Að venju verð- ur fréttaþjónusta á fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is, í dag og á morgun. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is eða í síma 861-7970. Fréttavakt á mbl.is LAUNAMUNUR á milli karla og kvenna hefur minnkað lítils háttar á Íslandi og í Finnlandi frá 1990 en auk- ist á sama tíma í Noregi og Svíþjóð samkvæmt niðurstöðum samanburðar sem birtar eru í skýrslu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar um launamun kynjanna. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að enn er verulegur launamunur á milli kynjanna og hann hefur mjög lít- ið breyst á sl. áratug. Laun kvenna eru að jafnaði um 20% lægri en laun karla hjá Norðurlanda- þjóðunum fjórum sem samanburður- inn náði til. Launabilið er mest á Ís- landi samkvæmt samanburðinum. Hér á landi var hlutfall launa kvenna af launum karla 76,1% 1992 en launa- bilið hafði minnkað í 79% áratug síðar. Í Finnlandi voru laun kvenna 80% af launum karla 1990 en 82% tíu árum síðar. Í Noregi var hlutfallið 81,4% 1991. Launabilið hafði aukist lítillega árið 2000 en þá var hlutfall launa norskra kvenna af launum karla komið niður í 80% og í Svíþjóð, þar sem launabilið hefur verið minnst meðal þessara landa, fór hlutfall launa kvenna af launum karla úr 84% 1992 í 82% árið 2000. Launamunur kynjanna hjá Norðurlandaþjóðunum fjórum virðist samkvæmt samanburðinum vera minnstur innan menntakerfisins og í hótel- og veitingastarfsemi en hins vegar leiðir athugunin m.a. í ljós að vaxandi launamunur hefur orðið með- al bankastarfsmanna. Þar var hlutfall launa kvenna af launum karla 82% ár- ið 1990 en ellefu árum síðar hafði launabilið aukist og voru laun kvenna 77% af launum karla árið 2001. Kynjabundinn launamunur á Norðurlöndum hefur lítið minnkað frá 1990 Launabilið mest á Íslandi          " #?  " , *" , <:-.' 8!F$% !0 (( GG2 H2I JKI: KLI: HLI: M 1222 H1I GI H2I H1I &'((N* .".."-007&  Launaleyndin/6 MIKILL erill var á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri um helgina og reyndar alveg þar til í gærmorgun. Mikil ölvun var á svæð- inu og þurfti lögreglan að hafa af- skipti af fólki víða í bænum. Margt var um manninn á Akureyri um helgina vegna útskriftar nýstúdenta og stúdentaafmæla og vegna árlegr- ar bílasýningar og akstursíþrótta um helgina. Talsvert var um pústra í tengslum við skemmtanalífið og voru nokkrir fluttir á sjúkrahús með minni háttar áverka. Um 600 manns gistu á tjaldsvæð- unum um helgina. Ölvun á Akureyri  Mikil/22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.