Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 56

Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var vel til fundið hjá stjórn- endum Stundarinnar okkar að fá nokkrar af skærustu poppstjörnum landsins til þess að velja eftirlætis barnalögin sín og flytja þau í þætt- inum. Mæltist þetta uppátæki greinilega mjög vel fyrir hjá dygg- ustu áhorfendum Stundarinnar, börnunum, og reyndar líka hinum, þeim börnum sem á öllum aldri eru. Það var jafnvel ennþá betur til fundið að gefa þessi lög út því hér er einfaldlega um það frambærilegt efni að ræða. Reyndar hefði mátt gera þetta miklu oftar í gegnum tíð- ina, gefa út á plötu efni sem tekið er upp fyrir ljósvakamiðlana, útvarp eða sjónvarp. Uppáhaldslögin okk- ar eru skólabókardæmi um hversu vel getur tekist til með slíka útgáfu, séu allir möguleikar nýttir. Þannig er hér ekki einasta á ferð hljóm- plata með tónlistinni heldur fylgir einnig mynddiskur með sjálfum at- riðunum í Stundinni okkar, nokkuð sem er jafnvel ennþá kærkomnara fyrir yngstu neytendurna. Með þessu móti geta krakkarnir horft og hlustað þegar þeir eru heima og svo notað sjálfan hljómdiskinn þegar þau eru utan heimilis, t.a.m. í bíln- um. Þar með eru fríðindin ekki upp talin heldur er á hljómdiskinum að finna útgáfur af öllum lögunum án söngs, svo smáfólkið – og allir hinir – geti sjálft spreytt sig á lögunum. Svona á að nýta tæknina, – vantaði bara eitthvert efni fyrir heimilis- tölvuna til að úr yrði hin fullkomna margmiðlunarútgáfa. Þegar allt kemur til alls er það náttúrlega engin tækni sem gerir þessa útgáfu svo vel heppnaða held- ur eru það í fyrsta lagi einkar vel til fundin lög – góð blanda af hreinum og beinum barnalögum („Minkur- inn í hænsnakofanum“, „Lína lang- sokkur“, „Hlustið, góðu vinir“, „Ró- bert bangsi“) og svona fullorðins- barnalögum („Skýin“, „Grýla“, „Óskasteinar“, „Ekki bíl“, „Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mamma“, „Tunglið, tunglið taktu mig“, „Vögguvísa“) – og í öðru lagi öruggur flutningur. Um flytjendurna og flutninginn þarf ekki að fjölyrða. Allt eru þetta hinir fínustu söngvarar sem gera það eina rétta í stöðunni, syngja hin þekktu barnalög hver með sínu nefi. En auðvitað er sumt betur heppnað en annað – eins og gengur og gerist. Þannig túlkar Jón Jósep úr Í svörtum fötum endalaust skemmtilegan „Minkinn“ hans Óm- ars Ragnarssonar af fítonskrafti og einlægri gleði. Magni úr Á móti sól er Emil í Kattholti þegar hann trallar sig í gegnum „Hlustið, góðu vinir“, hinir vandmeðförnu Óska- steinar öðlast nýtt líf í flutningi Villa Naglbíts og englarödd Þór- unnar Lárusdóttur er sniðin fyrir „Vögguvísu“ Dýranna í Hálsaskógi. Þeir fá svo prik, þeir sem mest lögðu sig fram við flutninginn í Stundinni hvað leikræna tilburði varðar, Margrét Eir í Róberts bangsa-búningnum, Selma Björns í regnfötum með hressum krökkum að syngja um skýin og Hansa að mála mynd. En eins og fyrr segir komast allir flytjendur vel frá sínu og tekst að gæða hin alkunnu lög nýju lífi, nokkuð sem náttúrlega er frumfor- senda þess að á annað borð sé verið að hafa fyrir því að syngja þau upp á nýtt. Uppáhaldslögin okkar á vafalaust eftir að reynast hið mesta réttnefni á barnaplötu í langan tíma en ekki eru slíkar plötur á hverju strái, því miður. Tónlist Gengið í barndóm Ýmsir flytjendur Uppáhaldslögin okkar Skífan Nýjar útgáfur af sígildum barnasöngvum sem fyrst voru fluttar í Stundinni okkar veturinn 2002–3. Flytjendur eru Jón Jós- ep Snæbjörnsson, Birgitta Haukdal, Magni Ásgeirsson, Selma Björnsdóttir, Hreimur Örn Heimisson, Vilhelm Jónsson, Matthías Matthíasson, Hansa, Margrét Eir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þór- unn Lárusdóttir. Skarphéðinn Guðmundsson Á ÞESSUM seinustu og verstu spæjaratímum þar sem heimtað er að James Bond standist tímans tönn, deilt um hvort xXx sé arftaki hans, og aðrir gera síðan grín að öllu sam- an, verður seint sagt að Ungi spæj- arinn hafi þar nokkuð til málanna að leggja. Hún er frekar ófrumleg mynd, og hvað varðar tæknibrellur, spæjararagræjur og hasaraðstæður eru þar engar nýjar hugmyndir á ferð, heldur sótt grimmt í ofan- nefnda töffara og sumt pínku mis- heppnað. En Ungi spæjarinn virkar samt vel. Þar segir frá Cody nokkrum Banks, 16 ára skólastrák sem for- eldrarnir halda að sé ósköp venjuleg- ur drengur sem ferðast um á hlaupa- brettinu sínu og á í vandræðum með að nálgast hitt kynið. En undir sak- leysislegu yfirborðinu leynist spæjari sem starfar á vegum Leyni- þjónustu Bandaríkjanna, og verkefni hans er að kynnast ótrúlega sætri stelpu, því pabbi hennar er vísinda- maður í vandræðum sem stofna heiminum í voða. Frankie Muniz sem við þekkjum betur sem Malcolm í miðjunni, er al- gjör sjarmör á sinn sakleysislega en snjalla máta og heldur myndinni uppi. Annars standa aðrir leikarar í myndinni sig einnig vel, sem lyftir henni á aðeins hærra plan. Margar aðstæður eru mjög krútt- legar og það er auðvelt að lifa sig inn í tilfinningaleg vandræði Codys. Mörg atriði fundust mér spennandi, og brandararnir bara býsna góðir, þótt auðvitað hafi neyðarlegir prumpubrandarar einnig verið innan um. Það er kannski helst að mér hafi fundist of mikið um brjóstaskorur, en kannski það eigi að laða að ung- lingsdrengi. Fyrir foreldra er Ungi spæjarinn alls ekki með því verra sem þeir sitja yfir, og fyrir unga krakka, 8–14 ára, er hann bara besta skemmtun. Ástfanginn ungspæjari KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Smárabíó UNGI SPÆJARINN/AGENT CODY BANKS  Leikstjórn: Harald Zwart. Handrit: Jeffrey Jurgensen og fleiri. Kvikmyndataka: Den- is Crossan. Aðalhlutverk: Frankie Muniz, Hilary Duff, Angie Harmon, Keith David, Cynthia Stevenson, Arnold Vosloo, Ian McShane og Martin Donovan. BNA 102 mín. MGM 2003. Hildur Loftsdóttir Maður er auðvitað töffari. fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði lau 21. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisf. Forsala á Eskifirði í síma: 8977424 Forsala á Seyðisfirði í síma: 8617789 www.sellofon.is Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer fimm 2003 Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí. FORSÝN. MIÐ. 25. 6 miðav. 1.500 ÖRFÁ SÆTI FRUMSÝN. FIM. 26.06 - KL. 20.00 UPPSELT 2. LAU. 28.6 - KL. 15.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SUN. 29.6 - KL. 17.00 4. FIM. 03.7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. FÖS. 04.7 - KL. 20.00 6. SUN. 06.7 - KL. 17.00 7. FIM. 10.7 - KL. 20.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.