Morgunblaðið - 17.06.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 17.06.2003, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 49 DAGBÓK Samstarf - heildsala - dreifing Vegna sérstakra aðstæðna óskum við eftir samstarfsaðila og- eða meðeig- anda í fyrirtæki okkar. Fyrirtækið hefur mikla vaxtarmöguleika í smásölu og heildsölu. Mikil breidd af þekktum umboðum. Meðeigandi gæti hugsan- lega yfirtekið reksturinn á síðari stigum, eða jafnvel keypt reksturinn strax. Áhugasamir sendi svar á augldeild Mbl. merkt: „Tækifæri - 13807“ STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Forvitni og mikill ákafi ein- kenna þig. Aðrir fylgja þér gjarnan sökum hæfileika þinna og þeirrar ábyrgðar sem þú ert fær um að axla. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Miklar annir eru hjá þér þessa stundina. Til allrar hamingju hefur þú mikla hæfileika til að bera á sviði samskipta. Njóttu þess að tala við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fallegir hlutir vekja hjá þér kátínu og þú hefur ekkert á móti því að fjárfesta í nokkr- um slíkum. Reyndu að hafa hemil á þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú hefur mikið sjálfstraust. Sjálfs- traust þitt og metnaður fara vel saman. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þrátt fyrir löngun þína til þess að ferðast þarftu á hvíld að halda. Láttu undan hvíld- arþörfinni og slakaðu á í ein- rúmi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinsældir þínar eru gríð- arlegar um þessar mundir. Njóttu góðrar vináttu og taktu öllum heimboðum fagn- andi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert án nokkurs vafa vel með á nótunum. Nýttu þér það til góðs því þú ert fyr- irmynd annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu hvaðeina sem þér kemur til hugar til þess að auka við þekkingu þína. Gott væri að ferðast, lesa bækur eða jafnvel heimsækja söfn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hæfileiki þinn til þess að rannsaka og koma auga á staðreyndir er frábær. Þú ætlar þér að komast til botns í ákveðnum málum. Enginn getur hindrað það! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er margt sem þú getur lært af vinum og kunningjum í dag. Hlustaðu vel á það sem aðrir hafa fram að færa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þörf er á skipulagningu. Þú skalt því verða þér úti um nauðsynlegan búnað til þess að geyma hvaðeina sem þú gætir þarfnast í framtíðinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sköpunarhæfileikar þínir eru í hámarki í dag. Þú nýtur þess að vera samvistum með börnum. Allir hafa gott af því að leika sér sem börn væru. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er dásamlegur dagur til þess að fegra heimili sitt. Þú ættir að gleðja fjölskyldu- meðlimi þína með einhverju smáræði. Góður andi ríkir á heimilinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁSTRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR SVÍAKONUNGS I. Undir gálga Ólafs digra Óttar svarti í höll var leiddur. Ekki fór hann feimulega, fangaklæddur vel og greiddur. Undan dökkri skör á skáldi skinu augun langa vegi, sem þau fyrst í mynd hans mættu manni, svip þó greindi eigi. Kóngur bar til Óttars illan afbrýðinnar hatursþunga. Banasök var kvæðið kunna, kveðið fyrr um drottning unga. Fyrir söngsins hug til hennar höfuð sitt hann átti að láta. Hirðin skyldi hlýða á, að hegning þessi stæði máta. – – – Stephan G. Stephansson LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Nk. fimmtudag, 19. júní, verður fimm-tugur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, Vesturgötu 73, Reykjavík. Eiginkona hans, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur, verður einnig fimmtug föstudaginn 20. júní. Í tilefni þessa taka þau á móti vinum og velunnurum á Kjarvalsstöðum 19. júní kl. 20.30. TÍAN er sennilega sá íbúi stokksins sem hvað oftast er í eldlínunni. Þetta er skilj- anlegt: Ásinn er það valda- mikill að ekkert spil ógnar honum, tvisturinn svo mátt- laus að hann nýtist ekki nema sem tromp eða fríspil, en tían liggur á mörkunum – hún er baráttuspil! Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁK8 ♥ DG102 ♦ 10982 ♣ÁK Suður ♠ DG109642 ♥ -- ♦ ÁD5 ♣865 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 4 spaðar Pass 5 lauf * Pass 5 tíglar * Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Vestur trompar út og austur fylgir lit. Hvernig er best að spila? Hugum fyrst að tíunum. Spaðatían skiptir engum sköpum í úrspilinu, en hún gefur suðri kjarkinn til að vekja á fjórum. Rauðu tí- urnar eru hins vegar báðar virkar og fyrir vikið getur suður valið á milli tveggja leiða: hann getur tvísvínað í tígli fyrir KG eða tromp- svínað tvisvar í hjarta fyrir ÁK. Hvort er betra? Báðar leiðirnar ganga upp ef austur á að minnsta kosti annað af tveimur lyk- ilspilum og eru því töl- fræðilega jafngóðar. En í raun er mikill munur á. Tvísvíningin í hjarta mis- heppnast því aðeins að vest- ur sé með ÁK í litnum, sem er nánast útilokað, því auð- vitað hefði hann komið út í litnum með ÁK. Norður ♠ ÁK8 ♥ DG102 ♦ 10982 ♣ÁK Vestur Austur ♠ 3 ♠ 75 ♥ K963 ♥ Á8754 ♦ KG63 ♦ 74 ♣D1074 ♣G932 Suður ♠ DG109642 ♥ -- ♦ ÁD5 ♣865 Trompútspilið bendir ein- mitt til þess að vestur sé þéttur fyrir í öllum litum og vilji ekki létta sagnhafa lífið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 18. júní, er fimmtug Margrét Árnadóttir, göngu- garpur, búsett í Garðabæ. Af því tilefni biður hún vini og vandamenn sem vilja samgleðjast sér að hitta sig í Heiðmörk við Vífilsstaðahlíð á afmælisdaginn kl. 18 (ekið inn hliðið við Maríuhella og að yfirbyggða grillinu). Far- ið verður í gönguferð og á eftir er boðið upp á veit- ingar, glens og grín. Gestir, vinsamlega athugið að klæða ykkur eftir veðri. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 d6 6. Be3 Rf6 7. Be2 Be7 8. f4 O-O 9. Dd2 e5 10. Rf3 b6 11. O-O-O Bb7 12. g4 exf4 13. Bxf4 Re5 14. g5 Rfd7 15. h4 Hc8 16. Rd4 Rc5 17. De3 Dc7 18. Rcb5 Dd7 19. Bxe5 dxe5 20. Rf5 De6 21. Bg4 Bxe4 Staðan kom upp í Evrópumeistaramóti ein- staklinga sem lauk fyrir skömmu í Istanbúl. Hann- es Hlífar Stefánsson (2.565) hafði hvítt gegn Vadim Zvjaginsev (2.664). 22. Rh6+! gxh6 23. Bxe6 fxe6 24. gxh6 Kh8 25. Hhf1 Bf5 26. Rd6 Bxd6 27. Hxd6 Re4 28. Hxe6! og svartur gafst upp enda staða hans vonlítil. Loka- staða íslensku keppend- anna varð þessi: Hannes Hlífar Stefánsson fékk 6½ vinning af 13 mögulegum og lenti í 92.–119. sæti, Helgi Ólafsson fékk 6 v. og lenti í 120.–149. sæti og Ingvar Ásmundsson fékk 5½ v. og lenti í 150.–176. sæti. Alls voru 207 þátttak- endur á mótinu en hinn brögðótti Zurab Azmaip- arashvili lenti í fyrsta sæti með 9½ vinning og Vladim- ir Malakhov og Alexander Graf urðu jafnir í öðru og þriðja sæti með 9 vinninga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Kópavogskirkja – 17. júní HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur kl. 13 á þjóðhátíðardegi. Hjörtur Pálsson skáld flytur stólræðu og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Fríða Margrét Pétursdóttir og Ey- steinn Hjálmarsson lesa ritning- arlestra. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng. Frumfluttur verður nýr sálmur eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur. Org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og konfekt í safn- aðarheimilinu Borgum. Þeir sem þess eiga kost eru hvatt- ir, í tilefni dagsins, til að koma til kirkju á íslenskum búningi eða há- tíðarbúningi. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. 17. júní-gleði miðborgarstarfs Á 17. JÚNÍ verður barnadagskrá í Landfógetagarðinum á bak við Hressingarskálann í Austurstræti 20 milli klukkan 16:00 og 18:00. Dag- skráin er í boði miðborgarstarfs KFUM&KFUK og kirkjunnar. Þar verður boðið upp á brúðuleikrit, andlitsmálun, ólympíufáránleika og söng fyrir börnin. Um kvöldið klukkan 20:30 verða gospel- rokkblúsdjass-tónleikar með hljóm- sveitinni DeCision í Landfógeta- garðinum. Það er gengið í gegnum Ömmukaffi í Austurstræti 20 til að komast inn í garðinn. Allir velkomn- ir. Miðborgarstarfið og Ömmukaffi. Sumarguðsþjónustur eldri borgara NÆSTA guðsþjónusta verður í Hjallakirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 14. Sr. Hjörtur Hjartarson predikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðsson organisti. Eftir guðsþjónustuna eru kaffi- veitingar í boði Hjallasóknar. Allir eru velkomnir og athygli er vakin á því að þetta er síðasta sum- arguðsþjónustan í kirkjustarfi aldr- aðra að þessu sinni. Leikjanámskeið í Íþróttaheimilinu Vogum 18.–20. JÚNÍ verða haldnir „Sum- ardagar“ í Íþróttaheimilinu í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi, leikj- anámskeið kirkjunnar fyrir börn 5– 13 ára. Úti- og innileikir, fræðsla, föndur, bænir og gaman. Pylsupartí föstudaginn. Aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Arnaldur KIRKJUSTARF LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sól- arhringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólar- hringinn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÁRNAÐ HEILLA Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids miðviku- daga kl. 13. Þriðjudaga og fimmtudaga er keppni í pútti. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Hjallakirkja. Sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Næsta guðsþjónusta verður í Hjallakirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 14. Fjölmenn- um. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn að Háaleitisbraut 58. Miðvikudaginn 18. júní: Samkoma miðvikudagskvöld kl. 20. „Fyrirgefning syndanna“.Lúk. 5.17-25, Ræðumaður Birna G. Jónsdóttir. Nokkur orð: Agnes og Baldur H. Ragnarsson. Kaffiveitinga eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 18. júní, verður átt- ræður Kjartan H. Guð- mundsson frá Búðum í Hlöðuvík, nú til heimilis á Háholti 15, Akranesi. Kjartan verður að heiman. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, 18. júní, er fimmtug Eyrún Magn- úsdóttir, keramiker og nemi í hjúkrunarfræði, bú- sett í Stokkhólmi. Í tilefni þess er hún stödd hér á landi og býður ættingjum og vinum til veislu á afmæl- isdaginn kl. 17 í Garðaholti, Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.