Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 6

Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KARLAR virðast mun duglegri en konur við að biðja um launahækkun, en samkvæmt könnun IMG Gallup höfðu 33% karla óskað óvænt eftir launahækkun síðustu 12 mánuði, en einungis 17% kvenna. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar IMG Gallup meðal félagsmanna Eflingar stétta- félags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur vegna komandi kjara- samninga. 75% kvenna sem báðu um launa- hækkun síðustu 12 mánuði fengu hana, en 70% karla. Samkvæmt könnuninni biðja starfsmenn í föst- um hlutastörfum síst um launa- hækkun, mun sjaldnar en þeir sem eru í fullu starfi. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að þetta sýni að kon- ur þurfi að vera duglegri að biðja um launahækkun, en tekur þó fram að það sé miserfitt að sækja hækkun eftir vinnugeirum. Opinberir starfs- menn eigi t.d. erfiðara með það en aðrir. „Þegar við höfum verið að skoða þessar launatölur sjáum við að laun kvenna hafa hækkað meira undan- farið en laun karla,“ segir Harpa. Hlutfall kvenna sem eru með yfir 131.000 kr. í heildarlaun hefur hækk- að úr 30% í 54% milli ára. Mikill munur er á launum karla og kvenna samkvæmt könnuninni. Síð- ustu mánaðartekjur fyrir skatta voru að meðaltali um 227 þúsund hjá körlum en 131 þúsund hjá konum. Launamunurinn sem fram kemur í könnuninni kann að einhverju leyti að skýrast af því að karlar vinna oft fleiri klukkustundir í viku hverri, karlar vinna að meðaltali um 51 klukkustundir í viku, en konur að meðaltali 38. Karlar með 41% hærri laun fyrir dagvinnu Einnig vinna karlar að meðaltali meiri yfirvinnu, um 12 tíma á viku að meðaltali, samanborið við um 5 klukkustundir á viku hjá konum. Munurinn var því minni þegar dag- vinnulaun ein voru borin saman, meðaldagvinnulaun karla voru um 142 þúsund en meðaldagvinnulaun kvenna um 101 þúsund. „Launamun- urinn skýrist að hluta til á mismun- andi vinnutíma, 59% kvenna vinna enga yfirvinnu en 38% karla vinna 10 yfirvinnustundir eða fleiri. En því er ekki að neita að ef dagvinnulaunin eru tekin eingöngu þá eru karlar með hærri laun,“ segir Harpa. Hún bendir einnig á að hluti af skýring- unni geti verið að fleiri karlar en konur starfi í bygginga- eða mann- virkjagerð, þar sem laun eru gjarnan hærri en í öðrum störfum. Fólk meðvitað um símenntun Atvinnurekendur virðast vera enn jákvæðari gagnvart símenntun starfsmanna heldur en fram kom í sambærilegri könnun í fyrra. Um 82% aðspurðra sögðust vera sam- mála því að fræðsla og námskeið skili betri kjörum og 70% sögðust telja að starf þeirra krefjist símenntunar. „Fólk er orðið meðvitaðra um rétt sinn til að sækja símenntun, 44% fé- lagsmanna þekkja rétt sinn, en voru bara 28% í fyrra. Við [hjá Eflingu] höfum lagt gríðarlega áherslu á að auka símenntun,“ segir Harpa. Yngstu og elstu hóparnir virðast vera viðkvæmastir gagnvart at- vinnuleysi, og vilja því leggja mikla áherslu á starfsöryggi í næstu samn- ingum við atvinnurekendur. Þriðj- ungur fólks á aldrinum 16 til 19 ára annars vegar og 55 til 68 ára hins vegar vill leggja áherslu á starfsör- yggi, samanborið við á bilinu 22 til 29% annarra aldurshópa. Viðhorfskönnun hjá félagsmönnum Flóabandalagsins Tvöfalt fleiri karlar báðu um launahækkun ÍSLENSK fyrirtæki í Þýskalandi verða með sérstaka kynningu í tengslum við landsleik Þýskalands og Íslands í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu í Hamborg á laugardag og bjóða um 500 Þjóðverjum í mat fyrir leikinn og svo á leikinn. Guðmundur Kjartansson, ferða- frömuður í Þýskalandi, hefur skipu- lagt uppákomur í tengslum við lands- leikinn, en hann keypti 500 miða í júlí með þýska viðskiptavini íslenskra fyrirtækja í huga. „Þetta er þrenns konar,“ segir hann. „Í fyrsta lagi bjóða íslensk fyrirtæki í Þýsklandi helstu viðskiptavinum sínum í mat og síðan á leikinn, en þetta er um 500 manna hópur og verður Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra heiðursgestur. Atli Eðvaldsson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, fer yfir málin áður en farið verður á leikinn en borðað verður í gömlum bóndabæ, Das Bauernhaus, rétt við völlinn. Um 150 til 200 manns verða á leiknum á vegum ÍT-ferða og koma þeir saman á öðrum veitinga- stað, Weite West, fyrir leik. Í þriðja lagi verður haldin stór almenn sam- koma á veðhlaupavellinum Trabrenn- bahn rétt við AOL-leikvanginn. Þar verður aðstaða fyrir alla stuðnings- menn Íslands í samvinnu við Áfram Ísland klúbbinn og er reiknað með um 1.000 til 1.500 manns, bæði frá Ís- landi, Skandinavíu og víðar, en á svæðinu verður meðal annars hægt að kaupa fána og peysur og fleira. Eftir leikinn verður síðan opið hús á bóndabænum, þar sem Stefán Hilm- arsson syngur með stórhljómsveit Jóns Ólafssonar um kvöldið.“ Að sögn Guðmundar hefur hann fundið fyrir miklum áhuga Íslendinga á leiknum og gerir hann ráð fyrir mikilli stemmningu í þeirra röðum. „Það verður vel að öllu staðið,“ segir hann. Íslensk fyrirtæki í Þýskalandi með kynningu í tengslum við landsleik Bjóða um 500 Þjóðverjum á leikinn ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur héraðsdómslögmann í embætti fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Er hún skipuð til fimm ára frá og með 1. nóvember nk. Alls bárust níu umsóknir um embættið áður en frestur rann út 10. september sl. Þar á meðal voru: Hel- ena Þ. Karlsdóttir forstöðumaður, Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi, Rósa G. Erlingsdóttir jafnréttis- fulltrúi, Steinar Almarsson mann- fræðingur, Steinunn Ketilsdóttir við- skiptafræðingur, Steinunn Snæland fluggagnafræðingur, Svala Jónsdótt- ir jafnréttisráðgjafi og Þórður B. Sig- urðsson mannfræðingur. Stýrir Jafn- réttisstofu NÍU lið mættu til leiks í árlega dorgveiðikeppni nemenda í auð- lindadeild Háskólans á Akureyri, sem fram fór á ÚA-bryggjunni í leiðindaveðri sl. föstudag. Kepp- endur mæta jafnan með hin frum- legustu veiðarfæri til leiks, enda eru veitt verðlaun fyrir frumleika, mesta aflann og fallegasta fiskinn. Keppendur notuðu m.a. skíðastaf, kústskaft og herðatré við veið- arnar. Tuðran var valin frum- legasta veiðarfærið, Hanna og tvíbbarnir lönduðu mestum afla og Skiptilykillinn landaði fallegasta fiskinum að mati dómnefndar. Þá sá dómmefndin sér ekki annað fært en að víta liðið Kókus, vegna um- gengni um auðlindina og almenna fúlmennsku gagnvart öðrum kepp- endum. Tuðran frumlegasta veiðarfærið Morgunblaðið/Kristján Jóhann Rúnar Sigurðsson á Tuðrunni, frumlegasta veiðarfærinu. Úr slöngunni dingluðu krókar en Jóhann var notaður til að þyngja og stýra. Félagar hans, Hákon Rúnarsson og Sindri Viðarsson, héldu í spotta á bryggjunni. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Árni Magnússon, hefur skipað Ásmund Stefánsson, framkvæmdastjóra Framtaks fjár- festingarbanka, og fyrrverandi forseta ASÍ, í embætti ríkis- sáttasemjara. Þórir Einarsson, núverandi ríkis- sáttasemjari, læt- ur af störfum 1. nóvember vegna aldurs. Embættið er veitt til fimm ára. Ásmundur segist ekki taka undir þá gagnrýni að hann sé of tengdur verkalýðshreyfingunni til að geta verið sáttasemjari: „Ég held að minn bakgrunnur gefi mér mjög sterkar forsendur til að gegna starfinu. Ég hef verið beggja vegna borðsins og þekki það sem gerist við samninga- borðið betur en flestir aðrir.“ Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari ♦ ♦ ♦ UTANRÍKISRÁÐHERRA Rússlands, Ígor Ívanov, hefur ritað hinum íslenska starfs- bróður sínum, Halldóri Ás- grímssyni, bréf í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Rússar og Íslendingar tóku upp stjórn- málasamband. Í bréfinu, sem ritað er 1. þessa mánaðar, vísar Ívanov til fyrstu opinberu heimsóknar forseta Íslands til Rússlands. Heimsókn forsetans hafi gefið sambandi Rússlands og Íslands aukinn þrótt. Tvíhliða sam- skipti ríkjanna hafi aukist til muna og viðskipti stóreflst. „Þá er ánægjulegt að afstaða þjóða okkar gagnvart helstu alþjóð- legum málum fer saman,“ segir í bréfinu. „Við sjáum í þessari farsælu þróun og hinu hlýja andrúmslofti samskipta okkar ekki síst þitt drjúga framlag, herra ráðherra,“ segir og í bréf Ívanovs. Rússar fagni því þessu stór- afmæli í samskiptum ríkjanna og vænti þess að tengslin milli Rússlands og Íslands eflist enn frekar báðum þjóðunum til hagsbótar. Stjórnmálasam- band Íslands og Rússlands Fagna 60 ára afmæli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.