Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 43

Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 43 KVIKMYNDAHÁTÍÐ REGNBOGANUM 3.-19.okt. BLUE CAR CARANDIRU DIRTY PRETTY THINGS DOGVILLE ELEPHANT THE FOG OF WAR HERO HOME ROOM MIRRORBALL STEALING REMBRANDT SÍÐASTA KYNSLÓÐIN THIRTEEN YOUNG ADAM Verður þú heppinn áskrifandi? 200 heppnir áskrifendur Morgunblaðsins fá miða fyrir tvo á Kvikmyndahátíð Eddunnar í Regnboganum. Sendið nafn þátttakanda, kennitölu áskrifanda, síma/gsm og netfang á leikur@mbl.is Vinningshafar verða látnir vita og vinningar skulu sóttir í afgreiðslu Morgunblaðsins. Afsláttarkort til sölu - sex myndir að eigin vali á 3000 kr. LYFJAFYRIRTÆKIÐ Pfizer á Ís- landi hefur afhent Landssamtökum hjartasjúklinga styrk að upphæð 350 þúsund krónur, í tilefni 20 ára afmælis samtakanna. Formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, Vil- hjálmur B. Vilhjálmsson, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd sam- takanna, úr hendi Ernu J. Sig- mundsdóttur markaðsstjóra. Landssamtök hjartasjúklinga hafa gefið heilbrigðisstofnunum tæki að verðmæti ríflega 300 milljónir króna á þeim tíma sem samtökin hafa starfað, segir í fréttatilkynn- ingu. Styrkur til LHS frá Pfizer Lyfjafyrirtækið Pfizer á Íslandi styrkti Landssamtök hjartasjúklinga með peningagjöf í tilefni 20 ára afmælis samtakanna. Formaður landssamtak- anna, Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, veitti styrknum viðtöku úr hendi Ernu J. Sigmundsdóttur, markaðsstjóra Pfizer. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið við Iðnaðarmannahúsið við Hallveigarstíg 4. október sl. um kl. 18.30. Ekið var ekið utan í vinstri hlið ljósgrárrar Subaru-fólksbif- reiðar. Jafnvel er talið að tjónvaldur hafi verið á rauðum Ford Van. Tjón- valdur fór burt án þess að tilkynna tjónið hlutaðeiganda eða lögreglu. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum BJÖRGUNARBÁTI var stolið í síð- ustu viku úr báti sem beið sjósetn- ingar við Samtak í Hafnarfirði. Haukur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Samtaks, segir tjónið tilfinnanlegt fyrir eigandann en slík- ir bátar kosta um 300 þúsund krónur. Nýi báturinn stóð við hús Samtaks í Hafnarfirði og var nánast tilbúinn til afhendingar. Haukur biður þá sem kunna að hafa orðið varir við flutning á björgunarbáti að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði eða Samtak. Hann segist vonast til að fá bátinn aftur óskemmdan og segir að trúlega hafi tveir komið hér við sögu því nokkuð þurfi að hafa fyr- ir því að ná bátnum úr festingum sín- um. Númer bátsins er 4UK KO40603. Björgunar- báti stolið Rangt föðurnafn Föðurnafn Elínar Jónasdóttur var ekki rétt í blaðinu á föstudag. Elín er ein höfunda bókarinnar „Snerting, jóga og slökun“, handbók fyrir leik- og grunnskólakennara. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Leikhússtjóri, ekki leikstjóri Vigdís Finnbogadóttir er sögð hafa verið leikstjóri í frétt í Lesbók á laugardag. Rétt er að Vigdís var leikhússtjóri. Leiðrétt Fræðslu- og skemmtikvöld á Hrafnistu. Ættingjabandið, ætt- ingja- og vinasamband Hrafnistu í Reykjavík stendur fyrir fræðslu- og skemmtikvöldi á morgun, mið- vikudaginn 8. október, kl. 20. Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir flytur erindi um öldrun. Hann fjallar um starfslok, breyttar að- stæður á efri árum og það ferli sem þá fer í gang. Ómar Ragnarsson skemmtir með söng og gam- anmálum. Boðið verður upp á kaffi- veitingar. Skráning fer fram á Hrafnistu í Reykjavík. Þátttöku- gjald er 500 krónur. Málstofa Hagfræðistofnunar verður á morgun, miðvikudaginn 8. október, kl. 16.15 á Aragötu. Fyrir nokkrum árum gaf Guðmundur Jónsson út bókina Hagvöxtur og iðnvæðing: Þróun landsframleiðslu á Íslandi 1870–1945. Þar kom m.a. fram að árlegur meðalvöxtur lands- framleiðslu á Íslandi var 2,1% sem er meiri vöxtur en í flestum löndum Evrópu og Bandaríkjunum á sama tímabili. Fjallað verður um orsakir þessa hagvaxtar og vöxturinn sund- urliðaður í vöxt aðfanga, á borð við vinnuafl og fjármagn og framleiðni. Auk landsframleiðslu er fjallað um vöxt framleiðslu í þremur greinum; landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði, og rætt um þróun framleiðni vinnu- afls. Guðmundur Jónsson og Sveinn Agnarsson hafa unnið sam- eiginlega að þessari rannsókn og mun sá síðarnefndi kynna nið- urstöður hennar á málstofunni. Á MORGUN Námskeið um sértækar mál- þroskaraskanir barna. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins heldur námskeið um sértækar málþrosk- araskanir barna á Grand hóteli, föstudaginn 10. október, kl. 9–17. Stefán J. Hreiðarsson, for- stöðumaður Greiningarstöðvar, set- ur námskeiðið og verður jafnframt fundarstjóri ásamt Ingibjörgu Hin- riksdóttur yfirlækni. Erindi halda m.a. Elín Þöll Þórðardóttir og Frið- rik Rúnar Guðmundsson. Námskeiðið er m.a. ætlað starfsfólki leik- og grunnskóla, heilbrigðisstofn- ana og sjálfstætt starfandi sérfræð- ingum, og öðru áhugasömu fagfólki. Markmið þess er að veita almenna fræðslu um sértækar málþroska- raskanir og auka skilning á þörfum barna með málhamlanir. Í kaffihléum verða kynningar í and- dyri á ýmsu efni tengdu málörvun. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Talþjálfun Reykjavíkur. Nánari upplýsingar eru á www.greining.is Haustskreytingar í Garðyrkju- skólanum. Þriðjudaginn 14. októ- ber kl. 17–22 verður Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi með nám- skeið í haustskreytingum fyrir áhugafólk um skreytingar. Leiðbein- andi verður Júlíana R. Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blómaskreyt- ingabraut skólans. Unnið verður með efni úr náttúrunni og útbúnar skreytingar. Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu skólans og á heimasíðu skólans, www.reykir.is Framvegis – miðstöð um símennt- un er að hefja námskeið fyrir full- orðið fólk sem á við lesraskanir að stríða. Framvegis – miðstöð um sí- menntun í Reykjavík hefur í boði 30 stunda námskeið fyrir fólk yfir tví- tugt sem haldið er lesröskunum. Farið verður í ýmsar aðferðir til að auðvelda lestur og byggja upp sjálfs- mynd sem brotnað hefur vegna les- örðugleika. Upplýsingar og skráning eru virka daga kl. 9–12 í síma og á vefnum www.fa.is/framvegis. Á NÆSTUNNI ♦ ♦ ♦ Opinn fundur í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 7. október, kl. 16.3–18.30. Áhugahópur um verndun Þjórsárvera boðar til fundarins til að fjalla um áhrif uppistöðulóns í 568 m.y.s. á lífríki og landslag í Þjórs- árverum. Frummælendur verða Katrín Theo- dórsdóttir lögmaður, Hlynur Ósk- arsson vistfræðingur, Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvist- fræðingur. Á fundinum mun Jóhann Ísberg sýna nýlegar myndir úr Þjórsárverum. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýs- ingar á www.thjorsarverfridland.is Í DAG SPARISJÓÐUR Kópavogs hefur ákveðið að gerast aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í handknattleik hjá HK. Einnig hefur Sparisjóðurinn stutt við bakið á öllum yngri flokkum HK í handbolta og fótbolta um nokkurra ára skeið. Þá hefur Sparisjóðurinn hefur gefið verðlaunabikara og verðlauna- peninga í fjölmörg mót sem HK hef- ur haldið á liðnum árum, segir í fréttatilkynningu. SPK styrkir meistaraflokk karla hjá HK ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.