Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 6

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ S tofan er fjólublá. Bleikt borð við vegginn. Venjulega væri þar mynd af ástvinum. En á þessu heimili er aðeins ein mynd og hún er af Elvis Presley. Þar er einnig plötuspilari og síður en svo einmanaleg flaska af Jack Daniels. Tígristeppi á sófanum. – We’re caught in a trap… Þessi endalausa bið. Eins og alltaf á frumsýningum. Fólkið sest í sal- inn prúðbúið og brosandi, en einhver taugaveiklun í fasinu, óöryggi í munnvikunum – eiga þau að vera upp eða niður? Er þetta sýning sem á eftir að ganga fram af þeim eða koma þeim í gott skap; kannski hvort tveggja? – Tomorrow will be tonight… Sýningin hefst. Eins og nafnið Eldað með Elvis bendir til er borðað. Ó, hvað það er borðað mikið. Tandoori-kjúklingur. Rjómaterta. Svíns- þarmar. – It’s now or never… Elvis átti afmæli um daginn. Hann lítur bara býsna vel út. Og er sýni- lega vel mettur. Það stirnir á búninginn. Hjólastólinn. Og tennurnar. Þó eflaust megi finna þar leifar af hamborgara og frönskum. – Come hold me tight… Ósköp virðulegur maður fremst úr salnum þarf að standa upp. Hann gengur í sviðsgeislann. Ekki einn af leikurunum. En þó er eins og hann öðlist skyndilega hlutverk. Síðan hverf- ur hann afsíðis. Hann þarf að létta af sér. – Kiss me my darling… Í hléinu standa áhorfendur upp og allt í einu er eins og salurinn fyllist af fólki, sem ekkert hafði farið fyrir áður. Það myndast kös. – Frábært, við verðum akkúrat komin niður þegar við förum upp aft- ur, segir nýgiftur maður. Þegar svipast er um áttar blaðamaður sig á því að langsamlega flestir eru í bolum. Varla nokkur í skyrtu, utan þrír 32 ára lúðar á 6. bekk, blaðamaður þar með talinn. Og síðhærður listamaður í grænum köfl- óttum jakka, sem er í skyrtu og með bindi. Einhvern veginn eins og hann sé yfir tískuna hafinn. Hann er ekki aðeins með tagl á skyrtunni heldur líka að aftan, sem kærastan strýkur ástúðlega. Baksviðs, sem raunar er herbergi fyrir framan sviðið, sitja leikararnir og slaka á. Einn borðar peru með fæturna upp á borði. Annar situr bara og þegir. Það fær sér enginn konfekt úr opinni dollu á borðinu. Lyktin af hárspreyi blandast blómailminum. Straujárn á strauborði. Sem gefur til kynna að verkið sé enn í miðjum klíðum. Þannig líður leikurunum aug- sýnilega. Enginn gefur blaðamanni gaum – ekki frekar en hann væri meðal nemenda í miðju prófi. – Be mine tonight… Eftir sýninguna fyllist bakherbergið af leikurum, ekki aðeins þeim sem koma fram í sýningunni heldur einnig vinum þeirra úr leikarastétt. Nú er tilefni til að gleðjast. Það þarf enginn að leika lengur. Ekki að þessari sýningu lokinni. – Yesssssirrreee, segir Elvis kampakátur. Sæt stúlka með græna fjöður í hárinu og í rauðu senjorítupilsi er kom- in baksviðs til að heilsa upp á kærastann sinn, sem er í einu aðalhlutverk- inu. Leikari sem hefur verið næstum spjaralaus á sviðinu oftar en einu sinni og er jafnvel hrósað í handritinu fyrir góðan líkamsvöxt. Hún af- hendir honum hvítar nærbuxur með mynd af Elvis á besta stað. – Neeeei! hrópar hann brosandi út í annað. Mig vantar einmitt fleiri nærbuxur í þessa sýningu. – Ert þú kærastan, spyr blaðamaður af eðlislægu innsæi. – Já, segir hún. – Er hann alltaf í svona góðu formi? – Nei, ekki alveg, segir hún og hlær. Leikhússtjórinn er í hrókasamræðum við gesti. – Ef okkur fer að vaxa fiskur um hrygg, þá setjum við gafl í þennan vegg, segir hann. Þá sést Snæfellsjökull og leikararnir fá kraft úr jökl- inum, bætir hann við. – Þarf þá ekki bara að drífa í þessu? – Jú, ég mæti bara einn morguninn með eina brennivín og sleggju, segir hann og hlær. Svo stígur hann upp á stól og bankar í plastglasið. Það heyrist ekkert. Hann ræskir sig. – My love won’t wait… Við miðasöluna standa strákur og stúlka í hvítum bol. – Takk fyrir mig, segir blaðamaður, kurteis að vanda. Þau líta á hann undrandi á svipinn og svara engu. Elvis er ekki búinn að taka af sér bartana, en hann er kominn í gráteinótt föt og blúnduskyrtu. Í frumsýningarpartýinu á Kaffi Reykja- vík er líka rithöfundur sem fæddist í rúllukragabol, – hann getur þess að gestirnir séu fínni í tauinu en í Tékklandi. Annar rithöfundur er ekki með hattinn sinn. Framleiðandinn stígur upp á stól og segir að það gleymist oft í umbúðasamfélaginu að listamenn fáist við lítið fiður sem geti fokið, en það hafi ekki gerst í þetta sinn. Skálað er fyrir aðstandendum sýningarinnar og því hvernig til tókst. – Hvað með að skála fyrir Elvis, kallar leikstjórinn. – Já, Elvis hefði orðið 69 ára í gær, segir framleiðandinn, en leiðréttir sjálfan sig: Hefði ekki orðið. Hann varð 69 ára. Ég veit alveg hvar hann býr. Á Djúpavogi. Rær út á trillu, 69 ára karlinn. Skál fyrir Elvis! Morgunblaðið/Eggert Elvis lifir SKISSA Pétur Blöndal fór á frumsýn- ingu Eldað með Elvis. EKKI var beðið um þyrluaðstoð vegna skipsskaðans við Garðskaga á miðvikudagskvöld þegar Húni KE sökk og Sævari Brynjólfssyni skipstjóra var bjargað á síðustu stundu af áhöfn Sólborgarinnar. Árni Sigurbjörnsson, yfirvarð- stjóri hjá Tilkynningaskyldunni, segir aldrei hafi borist neyðarkall frá Húna KE, en þó hafi starfs- menn Tilkynningaskyldunnar látið Landhelgisgæsluna fylgjast með björgunarferlinu svo unnt yrði að senda þyrlu af stað ef þess þyrfti. Síðasta kall frá Húna KE kom kl. 19.47 og komu boð kl. 19.55 um að hann hefði ekki tilkynnt sig samkvæmt áætlun. Kl. 20.10 var árangurslaust búið að reyna að ná sambandi við bátinn og var þá haft samband við nálæga báta og sjó- menn spurðir hvort sést hefði til Húna. Áhöfnin á Sólborginni var beðin um að svipast um eftir bátn- um kl. 20.10 og tíu mínútum síðar var Sólborgin beðin um að sigla í átt að síðustu þekktu staðsetningu Húna. Einnig var báturinn Vigri beðinn um að halda á staðinn. Kl. 20:43 var haft samband við Land- helgisgæsluna og hún látin vita um málavöxtu. Þegar bátarnir nálguð- ust staðinn þar sem síðast var vit- að um Húna, sást ekkert til báts- ins, og hafði starfsmaður Tilkynn- ingaskyldunnar þá samband við Landhelgisgæsluna á nýjan leik til að ræða næstu skref. Í þeim töl- uðum orðum heyrðist frá Sólborg- inni og Vigra sem söguðust sjá dauft ljós. Kl. 21.03 tilkynnti Sól- borgin síðan að Sævar skipstjóri væri kominn um borð en þá hafði hann þraukað á stefni bátsins í hálfa aðra klukkustund. „Það barst aldrei neitt neyðar- kall og tækin eiga það til að detta út,“ segir Árni. „Vegna þess hve nálægt skipin voru staðnum, var fyrst beðið um að þau sigldu á svæðið.“ Ekki beðið um þyrluaðstoð þegar Húni KE sökk Nálægir bátar tilkynntu ljós er aðgerðir voru ræddar NÝR hreyfill í vél United Airlines sem nauðlenti í Kefla- vík í vikunni kom til Keflavíkurflugvallar á föstudags- kvöld með Boeing 747-breiðþotu frá bandaríska frakt- félaginu Kalitta. Hreyfillinn vegur um 14 tonn. Nokkrir flugvirkjar voru sendir til landsins til að annast viðgerð- ina en áætlað er að það taki um tuttugu klukkustundir. Fjórtán tonna hreyfill Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson SEXTÁN og hálf milljón króna hafa nú safnast í jólasöfnun Hjálp- arstarfs kirkjunnar til styrktar munaðarlausum börnum í Úganda. Anna M. Þ. Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Hjálparstarfsins, segir söfnunina hafa gengið á alveg sama róli og í fyrra og að útlit sé fyrir að hún fari í 8 til 20 milljónir króna áður en yfir lýkur. Söfnunin stendur út janúar. Söfnunin er til styrktar munðarlausum börnum í Úganda sem misst hafa báða for- eldra úr alnæmi og búa ein. „Lútherska heimssambandið í Úganda rekur verkefnið sem felst í að hjálpa börnunum að finna leið til tekjuöflunar sem þau ráða við og veita þeim andlegan stuðning,“ segir Anna. Hún segir börnin einn- ig fá föt, skólabækur, áhöld og fleira eftir þörfum. Verkefnið snýst líka um fræðslu og forvarnir og það að búa samfélagið í stakk til þess að sinna alnæmissjúkum og börnum þeirra sem deyja. „Fræðslan miðar að því að fólk breyti hegðun sinni og viðhorfum til alnæmis. Börn sem missa t.d. föður í stríðsátökum geta sjálf fengið á sig hetjublæ í augum sam- félagsins en börn sem missa for- eldra úr alnæmi verða oft fyrir að- kasti,“ segir Anna ennfremur og hvetur fólk til að nýta heimsendan gíróseðil til að leggja fram skerf sinn. Færri þurftu hjálp innanlands Nokkru færri Íslendingar sóttu um aðstoð Hjálparstarfs kirkj- unnar í desember en í fyrra á sama tíma. Afgreiddar voru rétt rúmlega 1000 umsóknir miðað við tæplega 1200 hundruð í fyrra að sögn Önnu. Allmargir sem ekki höfðu áður fengið aðstoð komu í desember og gerðu það flestir vegna atvinnuleysis. Nú voru af- greiddar um 40 umsóknir á Ak- ureyri en um 70 í fyrra. Ástæð- unnar er að nokkru leyti að leita í því að í fyrra gaf Bónus úttekt- arkort sem fólk sóttist eftir en nú var aðeins í boði matur úr mat- arbúri Hjálparstarfsins. Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins og Örkjabandalagið styðja inn- anlandsaðstoðina í desember með fjárframlögum og útvega sjálf- boðaliða. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar stendur út janúar Um 16,5 milljónir hafa safnast Þeir verða að sjá fyrir systkinum sínum þar sem foreldrarnir eru látnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.