Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sæki um leyfi til að fara fót-gangandi frá Wazir Ak-barkhan-bæklunarmið-stöðinni að IndiraGhandi-barnaspítalanum. Yfir,“ segir Steina í talstöð, þar sem hún stendur við stórt öryggishlið ásamt blaðamanni. Steina er í Ka- búl á vegum Alþjóða Rauða kross- ins og öryggisráðstafanir eru mikl- ar. Fljótlega kemur svar í gegnum talstöðina. „Móttekið. Þú getur far- ið. Yfir og út.“ Gönguferðin tekur nokkrar mín- útur og Steina býður blaðamann velkominn á skrifstofu sína. Hún til- kynnir í gegnum talstöðina að hún sé komin á áfangastað og hellir tei í bolla. Útvarpið sterkasti miðillinn „Ég kom til Kabúl í október. Samningurinn minn er í ár og á tímabilinu á ég að vera búin að opna miðstöðina og þjálfa upp afganska sjúkraþjálfara til að vinna þar. Meiningin er að hér starfi þrír til fjórir sjúkraþjálfarar, sem verði sérhæfðir í meðferð á börnum með heilalömun. Þeir eiga bæði að geta unnið með börnin og miðlað vitn- eskju til foreldranna. Hér vita menn lítið sem ekkert um heilalöm- un. Læknar veigra sér við að segja fólki að ekki sé hægt að lækna börnin, einungis sé hægt að vinna með einkennin og gera það besta úr því sem orðið er. Bara það að gera fólki skiljanlegt hvað er í gangi og hvers vegna börnin eru svona, get- ur orðið heilmikil vinna. Þegar miðstöðin verður tilbúin munum við gefa út fréttatilkynn- ingu þess efnis. Stór hluti afgönsku þjóðarinnar er ólæs og fáir hafa að- gang að sjónvarpi. Hér er útvarp hins vegar sterkur miðill og menn hafa sagt að ég megi eiga von á hol- skeflu af fólki þegar þetta fer í fjöl- miðla. Starfsemin verður frí og þörfin er mikil.“ Smíðað og málað Þegar Steina kom til Kabúl var nýbúið að endurgera húsnæðið þar sem miðstöðin verður. Það var mál- að og gert nothæft. Hún hefur síðan komið upp viðeigandi búnaði, látið smíða bekki og gera spelkur, dýnur og pullur. Búið er að útvega leik- föng og setja upp rimla og spegla. Flest allt er að verða tilbúið. Sama dag og blaðamaður hittir Steinu er útskrift úr PIT-sjúkraþjálfaraskól- anum í nágrenninu. „Stefnan er að ráða tvo til þrjá af þeim sem voru að útskrifast. Ég mun síðan reyna að finna út hvað þeir kunna og byggja ofan á það. Undanfarin ár hefur verið hægt að halda uppi ákaflega litlu skólahaldi hér í Afganistan. Mikil vinna er framundan við að mennta fólk. Hér tekur nám til sjúkraþjálfara einung- is tvö ár. Meðferðarvinna með börn er töluvert sérhæfð og að vinna með heilalömuð börn er síðan enn sér- hæfðara. Heilalömun er flókið fyr- irbæri sem erfitt getur verið að eiga við. Mitt verkefni verður að þjálfa afgönsku sjúkraþjálfarana fyrir starfið. Þegar börnin fara síðan að koma til okkar verða þau skoðuð og met- in. Við munum ráðleggja foreldrum varðandi umönnun þeirra, til dæmis hvernig best sé að halda á þeim, hvernig sniðugt sé að láta þau sitja og hvernig best sé að gefa þeim að borða. Eins munum við kenna styrktaræfingar. Eitt af því sem fólk hefur mestar áhyggjur af er hvort börnin munu geta gengið. Með réttri þjálfun er hægt að auka líkurnar á því. Foreldrarnir koma aftur með barnið nokkrum mánuð- um síðar og þá athugum við hvaða árangur hefur náðst. Ætli við mun- um ekki fá mest af börnum á aldr- inum eins til sex ára. Starfsemin er hugsuð fyrir þann aldur. Því fyrr sem byrjað er að vinna með börnin, því betra.“ Sá auglýsingu á Netinu Steina hefur starfað sem sjúkra- þjálfari á Íslandi í tuttugu ár. Á Greiningarstöð ríkisins hlaut hún þjálfun í að vinna með heilalömuð börn og síðustu ár hefur hún unnið með heilasködduð börn, að mestu eftir bílslys. Hvernig kom til að hún fór til Afganistans? „Ég sá auglýsingu á Netinu um að í Kabúl vantaði barnasjúkra- þjálfara. Ég hugsaði með mér að þetta væri líklegast eina tækifæri mitt í lífinu til að upplifa Afganistan og hafði samband við Rauða kross Íslands. Það varð úr að ég var send út. Að mestu leyti hef ég kunnað vel við mig hérna. Þetta er auðvitað gjörólíkt því að búa heima en ég gerði ráð fyrir því. Varðandi starfið henti ég mér hreinlega út í djúpu laugina. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í, hafði einungis óljósa hugmynd um að það yrði erf- itt! Vilji maður ekki troða sinni menningu og sínum hugmyndum upp á aðra verður maður að stíga varlega til jarðar. Það hversu erfitt þetta er gerir það hins vegar að þeim mun meiri áskorun. Það er al- veg nýtt fyrir mér að hafa eftirlit með því hvort búið er að mála þetta eða smíða hitt og það var nokkuð sem ég átti ekki von á að þurfa að hafa áhyggjur af. Starfið hefur hins vegar verið skemmtilegt. Þetta hef- ur verið mikil vinna og verður örugglega enn strembnara þegar við höfum opnað og börnin fara að koma. Ég hlakka þó virkilega til þess. Ástæðan fyrir því að maður er að þessu er náttúrlega sú að maður vill láta gott af sér leiða. Maður vill sjá árangur af því sem maður er að gera, að einhver njóti góðs af því. Þó ekki sé um að ræða nema örlítið betri líðan barnanna og aðeins meiri getu þeirra til að fóta sig í lífinu.“ Ætlar Steina að vinna hjálpar- starf annars staðar eftir að samn- ingnum í Kabúl lýkur? „Ég útiloka ekkert,“ svarar hún brosandi. „Sagt er að þeir sem byrji að þvælast svona fái létta bakteríu. Það er mjög áhugavert að kynnast öðrum menningarheimum og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er hverj- um manni hollt.“ Spennandi verkefni Verkefni Steinu er hugarfóstur Alberto Cairo, starfsmanns Alþjóða Rauða krossins, sem verið hefur í Afganistan í fjöldamörg ár. Hann er ítalskur og útvegaði fjármagn til verkefnisins. Ítalski Rauði krossinn fjármagnar það en hafði ekki sjúkraþjálfara með þekkingu á Hjálpar veikum afgönskum börnum Í nýuppgerðum hluta Indira Ghandi-barnaspítalans í Kabúl situr Steina Ólafs- dóttir sjúkraþjálfari við stórt skrifborð. Hún er í óðaönn að koma á fót mið- stöð fyrir börn með heila- lömun og ráðgerir að opna á nýju ári. Rauði kross Ís- lands leggur til verkefnisins það fé, sem íslensk börn söfnuðu með tombóluhaldi á árinu 2003 og Leikskólar Reykjavíkur hafa veitt rausnarlegan styrk. Sigríður Víðis Jónsdóttir hitti Steinu í Afganistan og kynnti sér starfsemina. Afgönsk börn við vegarkant í Kabúl. Steina Ólafsdóttir sjúkraþjálfari í Kabúl ásamt afgönskum starfsfélaga. Steina hefur síðan í haust unnið að því á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins að koma á laggirnar miðstöð til að aðstoða heilalömuð börn í Afganistan. Ljósmynd/Sigríður Víðis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.