Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ S ilja Aðalsteinsdóttir rit- stýrði Tímariti Máls og menningar við góðan orðstír um sjö ára skeið árin 1981–1988. Nokkr- um bókum og einum ís- lenskum bókmenntaverð- launum síðar – fyrir Skáldið sem sólin kyssti, ævisögu Guðmundar Böðvarssonar – að viðbættum sjö er- ilsömum árum sem menningarrit- stjóri DV er hún nú að eigin sögn komin með skrifstofuna heim í eld- hús og ritstýrir TMM þaðan, sjálf- stæð og engum háð. Tímarit Máls og menningar hefur á undanförnum árum gengið í gegn- um ýmsar breytingar eftir að Mál og menning varð hluti af Eddu útgáfu. „Fyrir þremur árum var gerð til- raun til að breyta algerlega um stefnu varðandi útlit og efnistök TMM. Það hafði reyndar verið gerð breyting á broti tímaritsins árið 1990 sem mörgum þótti glæfraleg og áskrifendum fækkaði eitthvað þá en árið 2001 varð alger stefnubreyting og tímaritið fært nær glanstímarit- unum bæði að útliti og að nokkru leyti efnislega líka. Þetta var djörf tilraun en því miður tókst hún ekki sem skyldi,“ segir Silja. Breytingin virkaði ekki „Gömlu áskrifendunum mislíkaði breytingin og þeir hurfu í hrönnum. Útgefendur vonuðu að nýir kæmu í staðinn en það gerðist ekki. Ég hef enga haldbæra skýringu á því hvers vegna þetta gerðist. Ég ímynda mér að það unga menntafólk sem vonast var eftir að gerði nýtt TMM að sínu hafi ekki fundið þar nægilega mikið við sitt hæfi. Bókmenntaumfjöllunin stórminnkaði og í staðinn kom um- fjöllun um aðrar listir, allt í nafni fjölbreytni, en það virkaði greinilega ekki. Kannski tapaði tímaritið sér- stöðu sinni, ég veit það ekki, en hitt veit ég að það er engu logið á bók- menntaáhuga þessarar þjóðar svo kannski varð það einfaldlega minni bókmenntaumfjöllun sem skipti mestu máli.“ Stjórn Eddu ákvað í framhaldinu að leggja niður útgáfu TMM og bauð síðan Bókmenntafélaginu Máli og menningu tímaritsheitið, áskrif- endalistann og gömul upplög að gjöf til eigin ráðstöfunar. Til skýringar má geta þess að forlagsheitið Mál og menning sem heyrir undir Eddu út- gáfu er aðskilið frá Bókmenntafélag- inu Máli og menningu sem hóf á sín- um tíma rekstur bæði bókabúðar og útgáfu en hvorutveggja var svo selt undan félaginu sem stendur þó eftir. Segja má að í vissum skilningi sé bókmenntafélagið því komið á eins konar byrjunarreit að nýju, með ekkert umleikis nema rekstur hús- eignar sinnar að Laugavegi 18 og til- raunakennda útgáfu menningar- tímarits sem ekki er vitað hvort fellur jafnt í kramið og áður. „Þannig stóðu málin í ársbyrjun 2004 þegar stjórn Bókmenntafélags- ins kom að máli við mig og bauð mér að ritstýra a.m.k. tveimur tölublöð- um af nýrri útgáfu tímaritsins til að reyna að endurvekja það til fyrri vegs,“ segir Silja. Þetta tilboð kom til Silju í kjölfar þess að DV hafði skipt um eigendur eftir langvarandi greiðslustöðvun og Silja var í hópi þeirra starfsmanna DV sem ekki var boðið áframhaldandi starf undir stjórn nýrra eigenda. „Það hefði líka komið mér mjög á óvart ef svo hefði verið,“ segir hún. „Auðvitað hefði maður átt að sjá fyrir hvernig færi, en ég er óttalegt barn í öllum viðskiptum og það kom mér gersamlega í opna skjöldu þeg- ar einn daginn voru bara mættir tveir jakkaklæddir menn inn á rit- stjórn blaðsins og tilkynntu okkur að blaðið kæmi ekki út á morgun og við skyldum hirða pjönkur okkar og fara. Þetta gerðist svo snöggt að manni gafst varla ráðrúm til að taka saman persónulegar eigur sínar. Þetta var mjög harkalegt allt saman. Ég hef reyndar alltaf verið hreyf- anleg í starfi og ekki viljað festast of lengi á sama stað. En ég hafði eig- inlega tekið þá ákvörðun að ég væri komin á þann aldur að réttast væri að vera kyrr úr því að ég væri þarna á annað borð, enda leið mér af- skaplega vel á blaðinu. Þetta var mér talsvert áfall en um leið nokkur léttir því starfið var mjög erilsamt og krefjandi og skyndilega var því aflétt. Ég var líka varla komin innúr dyrunum heima hjá mér áður en til- boð um ýmiss konar verkefni byrj- uðu að berast og eitt af því var að endurreisa Tímarit Máls og menn- ingar,“ segir Silja sem einnig er orð- in reglulegur pistlahöfundur á Við- skiptablaðinu þar sem hún skrifar um menningu og listir, „algerlega eftir eigin höfði og án þess að um eiginlega krítik sé að ræða. En ég skipti mér af öllu,“ segir hún glað- beitt. „Ég hefði nú kannski ekki trú- að því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að skrifa reglulega í Við- skiptablaðið.“ Flokkaskiptingin löngu horfin Fyrsta hefti hins nýja Tímarits Máls og menningar bendir bæði til framtíðar og fortíðar. „Útlit og brot er í þeim anda sem það var á 9. ára- tugnum. Ég tel að það hafi verið mistök að breyta broti tímaritsins því margir notuðu það sem átyllu til að hætta að kaupa það. Söfnunar- áráttu fólks ber ekki að vanmeta. Þegar ég hætti sem ritstjóri í árslok 1987 þá voru áskrifendur 3.600. Þeg- ar ég tók við því núna í janúar voru þeir 511. Nú í marslok eru þeir orðn- ir 900 og vonandi tekst að fjölga þeim enn frekar því til þess að þetta gangi upp verða þeir helst að vera 1.500. Ég þorði ekki að láta prenta nema 1.000 eintök þannig að nú stefnir í að fyrsta eintakið verði sér- stakur safngripur!“ Tímarit Máls og menningar var lengst af álitið málgagn róttæks bókmenntafólks og það breyttist ekki fyrr en langt var liðið á 8. ára- tuginn. Menn skipuðu sér í fylkingar eftir pólitískum skoðunum og þar var tímaritið helsti vettvangur hinna vinstri sinnuðu. Það þóttu talsverð tíðindi þegar ritstjórinn Silja Að- alsteinsdóttir birti í fyrsta sinn ljóð eftir Matthías Johannessen í Tíma- riti Máls og menningar. „Það var árið 1986 og var senni- lega staðfesting á því að þessi flokkaskipting væri að hverfa. Það þótti líka mörgum skrýtið þegar ég tók að mér starf menningarritstjóra DV árið 1996. Ég hafði nokkru áður verið ritstjóri Þjóðviljans um hálfs árs skeið og þótt það hljómi kannski undarlega þá þóttu mér umskiptin góð. Á Þjóðviljanum var ég sífellt að lenda í því að troða einhverjum um tær. Það voru margir í kringum Þjóðviljann sem töldu sig eiga þar sjálfsagðan rétt vegna vensla eða tengsla ýmiss konar. Fólk gerði ekki sömu kröfur til DV og mér fannst ég miklu frjálsari að því að stýra menn- ingarumfjöllun blaðsins eins og mér þótti best fara. Reyndar voru ekki allir sammála því að þörf væri fyrir daglega menningarumfjöllun á síð- um DV. Ég sá eitthvað af les- endabréfum sem bentu til þess. En það var mat eigenda blaðsins að þetta efni ætti heima í blaðinu og það væri ástæða til að halda því fram daglega. Það voru lagðir talsvert miklir peningar í þessa umfjöllun, keypt gagnrýni um bókmenntir, leiklist og aðrar listgreinar. Þetta hafði verið í blaðinu en dreift á síður þess og týndist jafnvel innan um annað efni. Ég var ráðin til að safna efninu á einn stað og gera það sýni- legt. Ég hafði 1–2 síður daglega til umráða og harðskeytt lið gagnrýn- enda. Ég var í rauninni ekki undir neinn sett og þetta var geysilega skemmtilegur tími. Erfiður en skemmtilegur. Hins vegar þótti mér strax deginum ljósara að mér yrði ekki boðið um borð í þann bát sem nýir eigendur DV hafa sett á flot og ekkert við það að athuga. En ég vona að nýir menn leyfi Menning- arverðlaunum DV að lifa, það væri veruleg eftirsjá að þeim.“ Veikari bakhjarl en áður Fyrsta tölublað TMM undir rit- stjórn Silju boðar eins konar aft- urhvarf með nútímasniði. „Aðal- áherslan verður á bókmenntir og bókmenntaumfjöllun og nýjan skáldskap, þó verða viðtöl og greinar um önnur efni. Til dæmis er í fyrsta heftinu stórt viðtal við Stefán Jóns- son leikstjóra, Jónas Sen skrifar yf- irlitsgrein um tónlistarlífið á liðnu ári og Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um myndlist. Helsta tálbeitan er frumbirting kvikmyndahandrits Halldórs Laxness frá 1928 að Sölku Völku. Þá skrifar Þorsteinn Þor- steinsson afar fróðlega grein um ljóð Sigfúsar Daðasonar og samstarf þeirra Kristins E. Andréssonar en þeir voru forystumenn Máls og menningar um áratugaskeið, bóka- útgefendur og ritstjórar Tímaritsins auk annarra ábyrgðarstarfa. Þor- steinn sýnir fram á að þeir Sigfús og Kristinn voru mjög ólíkir og höfðu í raun gerólíkar hugmyndir um bók- menntir og útgáfustefnu forlagsins.“ Finnst Silju að umhverfið og skil- yrðin fyrir útgáfu TMM séu ger- breytt frá því sem var á níunda ára- tugnum? „Meginmunurinn er auðvitað sá að bakhjarlinn er miklu veikari en þá var. Hið núverandi Bókmennta- félag Mál og menning hefur engan veginn þann styrk sem Mál og menning hafði á þeim tíma. Ég þori ekki að fullyrða neitt á þessu stigi en viðbrögð við söfnun áskrifenda lofa nokkuð góðu. Svo verðum við bara að sjá til hvort þetta á líf fyrir sér. Það er kannski ekki heldur alveg sanngjarnt að bera saman áskrift að TMM þá og nú. Í þá daga skipti til dæmis miklu máli að áskrifendum bauðst afsláttur af bókum Máls og menningar, nú eru allar bækur nán- ast komnar á útsölu strax að ekki sé minnst á verðstríð stórmarkaðanna fyrir jólin.“ Er ekki samkeppnin frekar við netmiðlana sem halda úti umræðu um menningu og listir og fólk getur skoðað endurgjaldslaust? „Jú, það er alveg rétt en ég held að markhópur TMM sé frekar þetta íhaldsama fólk sem vill lesa prentað mál en ekki horfa á tölvuskjá. Ég hef á undanförnum vikum fengið ótal upphringingar frá fólki sem lýsir ánægju sinni með að TMM sé aftur komið í gamla horfið. Þetta er sú tegund af íhaldsemi sem á ekkert skylt við pólitík. Það sem gleður mig sérstaklega er nýir áskrifendur sem bæst hafa við á undanförnum vikum Reynslan er sjóður sem stækkar „Það hefur hvarflað að mér að ég sé búin að fara í einhvers konar hring,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, ritstjóri og rithöfundur, í samtali við Hávar Sigurjónsson en hún er aftur komin að ritstjórn Tímarits Máls og menningar eftir 16 ár á öðrum vettvangi. Morgunblaðið/Sverrir „Afturhvarf með nútímasniði,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.