Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 71

Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 71 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 4.30. Íslenskt tal. Ekki eiga við hattinn hans. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma  Skonrokk Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar!  SV Mbl (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Charlize Theron: fyrir besta leik í aðalhlutverki. Charlize Theron: Golden Globe verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. ÓHT Rás2 Kvikmyndir.com HJ MBL Páskamynd fjölskyldunnar Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Frumsýning Sýnd kl. 2 og 4. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.10. Besta frumsamda handrit Sýnd kl. 5.40 og 8. www .regnboginn.is Sýnd kl. 3, 5.30, 8.30 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3 og 5.30. Með íslensku tali (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Páskamynd fjölskyldunnar Frumsýning Sýnd kl. 3.30. Með íslenskum texta hefur líka eitthvað að segja því þeir náðu ekki að fylla húsið af rokki, gít- arhljómar voru þunnir og hljóðfæri bassaleikarans í ólagi eða of hátt stillt því úr því bárust sífellt pirrandi smellir. Síðasta lagið er alltaf sama snilldin, en frammistaða sveitarinn- ar í heild mikil vonbrigði. Hljómsveitin Zither var í óstuði framan af fyrsta laginu, söngur gekk ekki upp og trommuleikarinn fór út- af sporinu. Í öðru laginu, skemmti- legu lagi, small aftur á móti allt sam- an í góðu rokki. Lokalagið var best með flottum lokakafla þó sumt í því hafi verið full væmið fyrir minn smekk. Efnileg sveit. Í undanúrslitum hafði ég talsvert gaman af Bertel en í úrslitunum var annað uppi á teningnum. Víst var sveitin þétt og ákveðin, söngvarinn í miklu stuði, en skildi lítið eftir. Skemmtilegur hávaði sem gleymist um leið og honum lýkur. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing er rétt að taka fram að liðsmenn Maniu voru að taka þátt í Músíktil- raunum í fyrsta sinn, en annað hafði komið fram í blaðinu. Þeir byrjuðu seinni hluta úrslitanna með miklum látum, geysiþéttir og öruggir. Söngvari sveitarinnar er fremstur meðal jafningja í sveitinni, mikið efni en á eftir að ná betri tökum á rödd- inni. Það setti Maniu-menn aðeins útaf sporinu, braut upp stemn- inguna, að ljósin biluðu og þeir þurftu að gera stutt hlé á spila- mennskunni. Annars voru þeir mun betri en í undanúrslitum, kunnu greinilega vel við sig á stóru sviði, ólíkt sumum öðrum sveitum þetta kvöld. Síðasta lagið var flott, sér- staklega var söngurinn öflugur, og glæsilega flutt. Yrði enn betra ef gít- arleikarinn myndi fækka nótum í snarstefjun – muna: minna er meira þar sem gítarleikur er annars vegar. Lada Sport átti hug og hjörtu manna í undanúrslitum en taugarnar voru þandar til hins ýtrasta í úrslit- unum sem sást ekki síst á mestan- part misheppnuðum gamanmálum söngvara sveitarinnar. Líkt og fleiri lentu þeir Lada Sport félagar í tækjavandræðum, bassavesen í fyrsta lagi og í öðru laginu datt ann- ar gítarleikarinn út í byrjun og heyrðist ekki meira í honum eftir það. Hann spilaði þó áfram út lagið, var svo „tileinkaður“ eins og söngv- arinn orðaði það. Það segir svo sitt um hve lagið var gott að það gekk næstum upp því stærstan part und- irspilsins vantaði. Lokalagið var eina lagið þar sem Lada Sport stóð undir væntingum, öll hljóðfæri í lagi, og leitt þegar efnileg sveit verður fyrir slíkum skakkaföllum. Kingstone-menn voru einkar skemmtilegir í undanúrslitum en náðu ekki að sýna jafn góðan leik og þá, fullæstir fannst manni og söng- urinn á köflum afleitur, sungið af of miklum styrk miðað við getu. Sveitin er geysiefnileg, kraftmikið tríó að hætti hinnar frábæru Supergrass og fleiri góðra sveita. Driver Dave voru yfirvegaðir, öruggir og geysiþéttir. Munar miklu hve bassaleikari sveitarinnar er þéttur, en annars voru allir sveitar- menn í fanta formi. Fyrsta lag sveit- arinnar var gott, það annað mjög gott og það þriðja frábært lag með kraftmiklum trommu- og bassaleik og framúrskarandi söng. Mjög efni- leg sveit sem á vonandi eftir að þróast í átt að meiri frumleika. Mammút átti lokaorðið þetta kvöld og kom skemmtilega á óvart. Í undanúrslitum varð að taka viljann fyrir verkið í flestu en þetta kvöld gekk allt upp, sveitin náði vel saman, söngkonan var örugg og ákveðin og lögin smullu saman. Annað lagið var það sísta með innihaldsrýrum texta. Þriðja lagið er aftur á móti frábær skemmtun og var frábærlega flutt. Dómnefnd og salur voru sammála um að Mammút ætti sigurinn skilinn að þessu sinni. Lada Sport lenti í öðru sæti og Tony the Pony því þriðja. Aðstandendur Tíma völdu Mammút sem efnilegustu hljóm- sveitina. Katrína Mogensen, söngkona Mammút, var verðlaunuð sem efni- legasti söngvari Músíktilrauna, Andri Pétursson, liðsmaður Hinna eðalbornu, sem ekki komust í úrslit, fékk verðlaun sem efnilegasti hljóm- borðsleikari tilraunanna, Steinþór Guðjónsson úr FeedBack, sem ekki komst í úrslit heldur, fékk verðlaun sem efnilegasti gítarleikarinn, Har- aldur Leví Gunnarsson úr Lada Sport sem efnilegasti trommuleikar- inn og Magni Kristjánsson úr Driver Dave var valinn efnilegasti bassa- leikari Músíktilrauna 2004. Zither Mania Árni Matthíasson Kingstone Bertel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.