Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 Hvað var efst á baugi í íslensku menningarlífi á árinu? Sex blaðamenn á Morgun dans, kvikmyndir, leikhús, myndlist og tónlist. Stiklað er á stóru í greinunum S UMIR dansáhugamenn hafa velt því fyrir sér hvers vegna listdans er misáberandi í menningarlífi Íslendinga á milli ára. Ein skýring gæti verið sú að danshefðin hér- lendis hefur staðið á fáum stoðum og því hefur framtak einstakra listamanna haft mikið að segja um fjölbreytileika og hlut listdans í menningarlíf- inu. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er víst að árið 2002 var sérlega viðburðaríkt hvað varðar íslenska danslist. Saga íslensks listdans er ekki mjög löng og var Íslenski dansflokkurinn lengi eini starf- andi dansflokkur landsins. Frumkvöðlar flokksins héldu starfinu uppi í sjálfboðavinnu en flokkurinn naut stuðnings og verndar Þjóðleikhússins frá 1973. Það var ekki fyrr en árið 1991 að Íslenski dansflokkurinn var gerð- ur að sjálfstæðri menningarstofnun með eigin fjárhag og stjórn. Íslenski dansflokkurinn hefur á undanförn- um áratugum verið svo til eini fasti punkt- urinn í tilveru íslenskra dansunnenda. Stefna hans hefur þó verið sveiflukennd – ýmist hef- ur verið lögð áhersla á klassík eða nútímadans – sem farið hefur eftir því hver hefur setið við stjórnvölinn hverju sinni. Katrín Hall hefur stjórnað Íslenska dans- flokknum frá árinu 1996 og tekið afgerandi stefnu í málefnum flokksins. Hún hefur lagt áherslu á að stækka markaðssvæði flokksins með það fyrir sjónum að flytja út íslenska frumsköpun á sviði dans og auka samstarf og fjölbreytni í viðfangsefnum með því til dæmis að fá þekkta erlenda danshöfunda til að bæði setja upp verk sín hérlendis og semja ný sér- staklega fyrir Íslenska dansflokkinn. Stefna þessi hefur gefist ákaflega vel þar sem hingað hafa komið fjölmargir frambæri- legir og spennandi danshöfundar á undan- förnum árum. Á þessu ári voru það Itzik Galili og Richard Wherlock sem settu upp verkin Með augum Nönu og Lore með flokknum en áður hafa þekktir listamenn á borð við Jirí Kylián, Jorma Uotinen, Ed Wubbe, Rui Horta og Jochen Ulrich unnið með dans- flokknum undir stjórn Katrínar. Útflutningur á íslenskri list Í þessari stefnu listdansstjóra felst þó ekki eingöngu innflutningur á frægum og frum- legum danshöfundum heldur einnig útflutn- ingur á íslenskum dansverkum og listamönn- um. Frá því í haust hefur Íslenski dansflokkurinn til að mynda sýnt vítt og breitt um Evrópu, aðallega verk eftir íslenska höfunda. Einhverjum kann ef til vill að þykja und- arlegt að eini dansflokkur landsins sem nýtur fastra fjárframlaga frá ríkinu hverfi af landi brott í heilt misseri og sýni þar afrakstur vinnu sinnar, en íslenskir áhorfendur fái ekki að njóta hans. Katrín hefur hins vegar bent á, m.a. í samtali við Morgunblaðið, að hér sé um að ræða útflutning á íslenskri list og dans sé mjög vel til þess fallinn. Þetta sé einnig liður í að þroska danshöfunda og dansara og um leið betri nýting á fjárfestingum flokksins. Þessi stefna hafi nú þegar gefist mjög vel þar sem eftirspurn eftir sýningum flokksins erlendis hafi þegar farið mjög vaxandi. Áhorfendahópur listdansins hér á landi hef- ur ávallt verið takmarkaður og margir eru þeirrar skoðunar að hann njóti ekki verð- skuldaðra vinsælda, líkt og hann gerir á Norðurlöndunum, í öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Hugsanlegt er að upphefðin Kraftmikið dansár í hverfulum heimi Morgunblaðið/Golli Með augum Nönu eftir Itzik Galili var sýnt í Borgarleikhúsinu. Dans Ragna Sara Jónsdóttir M IKILVÆGASTA spurningin sem hægt er að spyrja leikhúsfólk á hverjum tíma er: Hvað eruð þið að hugsa? Þetta er langt- um þýðingarmeiri spurning en t.d. Hvað eruð þið að leika og hvað eruð þið að gera yf- irhöfuð og almennt? Einhver gæti sjálfsagt snú- ið upp á sig og sagt að hugsunin birtist í verk- unum og það sem er leikið og gert í leikhúsinu endurspegli hugsunina. Ekki er það þó svo ein- falt. Hugsunin endurspeglar löngunina sem get- ur síðan verið beygð eða jafnvel kæfð af prakt- ískum sjónarmiðum svo útkoman verður langt frá því sem hugsað var í upphafi. Því stærra því merkilegra Ekki nenni ég að telja upp sýningar eða tí- unda frammistöðu einstakra listamanna í leik- húsinu á þessu ári. Gefa fullþroska listamönnum einkunnir og ýta þar með ennfrekar undir þá til- finningu sem ósjaldan bærir á sér, að leikhúsin íslensku séu eins og skólastofnanir þar sem puð- að er allan veturinn og tekin skyndipróf (frum- sýningar) með reglulegu millibili og síðan fá allir að stökkva út í sumarið og fara í sveitina eða til útlanda í sólina og mæta svo endurnærðir á (skóla)setningu í byrjun september og taka við hvatningarræðu á sal um að standa sig nú enn betur í vetur en í fyrra. Þarna eimir enn eftir af árstíðaskiptingu bændasamfélagsins sem mið- ast við löngu úrelta atvinnuhætti og horfna sam- félagsgerð. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Íslenskt leikhúsfólk er á hinn bóginn ekki sér- lega fast í fortíðinni og leiklistin sem okkur er boðið upp á ber alþjóðlegan keim án nokkurrar skýrrar hugmyndafræði eða íslenskrar stefnu, annarrar en þeirrar að listamennirnir eru auð- vitað allir íslenskir, nema þegar inn eru fluttir erlendir listamenn til að gegna því göfuga hlut- verki að vera sem ferskur andblær í kyrrstöðu einangrunarinnar hér úti við ysta haf. Eða hvað? Ferskleikinn fer auðvitað eftir því hversu gott loftið er fyrir utan og þessar „gluggaopnanir“ eru að verða enn ein tímaskekkjan í íslenskri leiklist. Það eru allir á ferðinni um allar þorpa- grundir núorðið. Þess vegna er það líka tíma- skekkja að láta sér detta í hug að hægt sé að skjóta sér á bak við gardínu, opna gluggann hljóðlega, draga andann djúpt og vona svo að enginn hafi tekið eftir því að maður fékk sér frískt loft. Það vefst semsagt fyrir manni að skilgreina hvað er verið að hugsa í leikhúsinu okkar. Hvaða hugsun réð t.d. ferðinni þegar fjárhag Þjóðleikhússins var nánast riðið á slig í vor með uppsetningu á Hollendingnum fljúgandi; óperu- sýning sem þjónaði þeim fróma tilgangi að telja fólki trú um að þegar fjórar helstu listastofnanir þjóðarinnar, Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Listahátíð í Reykja- vík, leggja saman krafta sína sé sjálfgert að telja útkomuna markverðan listviðburð, samkvæmt mottóinu: því stærra því merkilegra. Kannski átti það við í þessu tilfelli. Enginn skyldi þó skilja þessi orð þannig að listin spretti helst í fjárvana jarðvegi. Síður en svo. Hollendingur- inn fljúgandi var þó dæmi um listrænan viðburð af þeirri stærðargráðu að helst virtist sem fram- angreindum aðilum væri mest í mun að sann- færa sjálfa sig um að þeir gætu þetta fremur en að setja á oddinn spurninguna um hvort beinlín- is væri þörf á að sanna það. Nú er semsagt búið að því. Veisluhöld og fimleikar Yngsta kynslóð leikhúsfólksins hefur á árinu vakið hvað mesta athygli fyrir framtak sitt í Vest- urporti. Þar vakti sýningin á Títusi Androníkusi verulega athygli, ekki endilega fyrir listræna full- komnun, heldur einfaldlega fyrir hispurleysi og dirfsku. Með sýningunni á Rómeó og Júlíu hefur þessi sami hópur sýnt svo ekki verður um villst að hann kann ýmislegt fyrir sér í fimleikum og leik- tækni en spurningin stendur sem spurt er hér í upphafi: hvað eruð þið að hugsa? Kannski er til- gangurinn ekki annar en sá að svipta helgislepj- unni af gamalli klassík og gera úr þessu skemmti- lega sýningu. Það tókst. Jafnvel þótt hugmyndin að sýningunni væri fengin að láni frá Svíþjóð og að í sjálfu sér hafi ekkert verið nýtt við sýninguna annað en að sýna okkur hinum sem aldrei förum neitt að loftfimleikar eru „spennandi nýjung“ í leikhúsinu. Konur um konur Það hefur komið á daginn að reynsluheimur kvenna á vel upp á pallborðið í leikhúsinu. Varla kemur það neinum verulega á óvart þar sem mikill meirihluti leikhúsgesta er konur. Hinar amerísku píkusögur slógu í gegn í fyrra og héldu áfram langt fram eftir þessu ári. Björk Jakobsdóttir sló sömuleiðis í gegn með Sellófan í Hafnarfjarðarleikhúsinu og í haust tóku Beyglur með öllu leikhúslífið með trompi. Þetta segir mikla sögu en þó ekki alla. Efnið í öllum þremur sýningum er þakklátt, áhorfendur eru til staðar og aðsóknin eftir því. Íslensku verkin tvö eru hliðstæð að því leyti að styrkur þeirra felst í vel unnum sýningum, góðri leikstjórn og góðum og á köflum frábærum leik. Þau eru einnig hliðstæð að því leyti að höfundar eru jafn- framt flytjendur þeirra. Veikleikar beggja sýn- inga eru fólgnir í því að betur hefði mátt vinna úr textanum, sýna meiri sjálfsgagnrýni við að sníða af vankanta sem óhjákvæmilega koma í ljós eftir að byrjað er að sýna fyrir áhorfendur. Fjórða leiksýningin sem samin er af konu, leikin af konu og unnin af konum er Hin smyrj- andi jómfrú sem danska leikkonan Charlotte Böving frumsýndi í Iðnó í nóvember. Lítil sýn- ing að umfangi en stór í hugsun sem snýst um æ meira aðkallandi viðfangsefni fyrir okkur nú- tíma Íslendinga. Hvernig við ætlum að taka á móti útlendingum og búa í framtíðinni í fjöl- menningarlegu samfélagi án þess að allt fari í bál og brand. Böving snýr þessari grundvall- arspurningu upp í létta háðs- og skopfærslu á ís- lenskan hugsunarhátt ásamt því að gera mátu- legt grín að sjálfri sér um leið. Með sjálfa sig í forgrunni verður það sjálfgefið að útlendingur- inn í verkinu, aðalpersónan, er kona, og þannig fléttar Böving sína eigin reynslu saman við al- mennar hugleiðingar um stöðu nýbúans í fram- andi samfélagi. Það sem vekur þó mesta athygli undirritaðs við þessar sýningar er að þær gefa sér að grund- vallarforsendu það sem kvenréttindabaráttan á áttunda áratugnum setti sér sem markmið. Frelsi og jafnrétti eru ekki hugtök sem sýning- arnar flagga, heldur ætlast þær einfaldlega til þess að konur njóti þessa til jafns við karla. Sellófan gengur meira að segja skrefinu lengra og boðar frelsi til að velja fortíðina og er ekki laust við að þar örli á eftirsjá eftir fyrri kynhlut- verkum þar sem konur þurftu ekki að berjast á öllum vígstöðvum – bæði utan heimilis og innan – heldur gátu einbeitt sér að börnum og heimili. Hver hefur svo sem sagt að allar konur í leik- húsinu eigi að vera róttækar? Mega íhaldssam- ar konur ekki líka sjást í leikhúsinu? Nóg er að minnsta kosti af íhaldssömum körlum af yngri og yngstu kynslóð sem halda því fram leynt og ljóst að meginhlutverk leikhússins sé að „skemmta fólki á listrænan hátt“. En þá skulum við heldur ekki gleyma því að opinber menning- arleg stefnumótun í samfélaginu allt lýðveldis- tímabilið hefur verið borgaraleg og fremur íhaldssöm á hefðbundin hlutverk listanna; allri annarri hugsun um hlutverk listanna í sam- félaginu hefur ávallt verið vísað til grasrótarinn- ar og ýmist kennd við róttækni og/eða sögð unggæðisleg uppreisn gegn viðteknum gildum. Hvað sést í spegli? Beyglurnar gera svo bara einfaldlega stól- pagrín að ýmsu því sem einkennir konur í op- inberu lífi sem og virkilega prívat. Þannig gera þær grín að konum á sömu forsendum og karlar gera grín að körlum og er þá kannski hinu sanna jafnrétti náð. Hingað til hafa konur veigrað sér við því að gera grín að konum samkvæmt hugs- uninni að það sé einhvern veginn ekki rétt að gera grín að lítilmagnanum. Beyglur með öllu marka tímamót að því leyti að konur eru ekki lengur lítilmagnar í þessum skilningi, það má semsagt gera grín að þeim. Er það ekki jafn- rétti? Helst er viðbúið að húmorinn í sýningunni gangi fram af þeim körlum sem ekki hafa vanist því að heyra konur gantast gróflega með píkur og typpi. Þeir eru hvort sem er í slíkum minni- hluta meðal áhorfenda að ástæðulaust er að taka sérstakt tillit til þeirra. Viðfangsefni karla í leikhúsinu verða engan veginn talin jafn kynbundin. Þorvaldur Þor- steinsson nýtir sér jafnvel frægð þekktustu konu Íslands í titli nýjasta leikrits síns þótt verkið fjalli að öðru leyti um það tilfinningalega fúsk sem viðgengst í formi alls kyns sjálfshjálp- arnámskeiða sem gera út á firringu einstak- lingsins í ofurvæddu samfélagi markaðar og fjölmiðla. Kannski er hér verið að oftúlka And Björk of course… en verk sem kveikir slíkar hugrenningar á hiklaust skilið að teljast upp- spretta þeirra. Hugsunin í verkinu kveikir a.m.k. löngun þessa áhorfanda til að lesa samfé- lagsgagnrýni út úr því sem And Björk of course… bar á borð á nýja sviði Borgarleikhúss- ins sl. vor. Þegar vel tekst til á leikhúsið nefni- lega ekki að endurspegla samfélagið á hlutlausan hátt heldur halda upp spegli framan í áhorfandanum og spyrja af ósvífni: Er það svona sem þú vilt líta út? Með spegilinn á lofti Leikhús Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Beyglur með öllu var frumsýnt í Iðnó í sept- ember í leikstjórn Maríu Reyndal. Mesta athygli vekur að þessar sýningar gefa sér að grund- vallarforsendu það sem kven- réttindabaráttan á áttunda áratugnum setti sér sem markmið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.