Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 7 blaðinu leita svara við þessari spurningu í jafnmörgum greinum um bókmenntir, enda ekki mögulegt að draga upp heildstæða mynd af menningarlífi ársins. þurfi að koma að utan til þess að stærri hópur sýni dansi áhuga hérlendis, og þá eru land- vinningar Íslenska dansflokksins erlendis sniðugt útspil. „Eftirspurnin eftir íslenskum verkum hefur verið að aukast, og kallar það auðvitað á að við framleiðum krefjandi íslensk dansverk,“ segir Katrín og bætir við: „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að finna fyrir árangri þess starfs sem við höfum unnið undanfarin ár.“ (Morgunblaðið 25. október 2001.) Sjálfstæðir danshöfundar taka höndum saman Á undanförnum árum hafa sjálfstætt starf- andi danshöfundar og dansarar látið sífellt meira að sér kveða og smám saman hefur fjöl- breytni aukist í íslensku danslífi. Það hefur þó ekki gengið þrautalaust og sjálfstætt starf- andi danshöfundar hafa t.a.m. kvartað yfir því að hafa ekki vettvang til að kynna verk sín: „Við höfum fundið fyrir því að það hefur sár- lega vantað vettvang fyrir dansara og dans- höfunda,“ sagði Bára Magnúsdóttir skóla- stjóri Jassballettskóla Báru í samtali við Morgunblaðið (28. apríl 2002) þegar hún kynnti nýstofnað Dansleikhús í apríl sl. Jó- hann Freyr Björgvinsson danshöfundur tók í svipaðan streng í viðtali við Morgunblaðið sl. haust (14. nóvember 2002) þegar hann út- skýrði tilurð Reykjavík Dansfestival: „Upp- haflega kom þessi hópur saman til þess að ræða um stofnun nýs dansflokks. Okkur lang- aði til að taka höndum saman um að skapa hér mótvægi við Íslenska dansflokkinn sem er eini starfandi dansflokkurinn hér á landi og búa til atvinnulegan og listrænan vettvang fyrir aðra dansara. Út frá þessu fæddist sú hugmynd að efna til þessarar danshátíðar, vettvangs sem hægt væri að koma að, dansa í eða semja fyrir, á hverju ári.“ Þetta umkvörtunarefni sjálfstætt starfandi danshöfunda segir okkur fyrst og fremst að íslenskir danshöfundar eru ekki lengur telj- andi á fingrum annarrar handar, heldur nokk- uð stór hópur listamanna sem hefur þörf fyrir að koma listsköpun sinni á framfæri og í fast- an farveg. Þessi þróun og fjölgun í hópi dans- höfunda er mjög jákvæð fyrir danslistina og kemur skýrt fram í fjölbreyttum danssýn- ingum þessa árs: Í mars frumsýndi Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Heikinheimo verkið Bylting hinna miðaldra; í apríl sýndi nýstofnað Dans- leikhús verk eftir Irmu Gunnarsdóttur, Jó- hann Frey Björgvinsson og Katrínu Ingva- dóttur; í maí frumsýndi Íslenski dansflokkurinn Sölku Völku eftir Auði Bjarnadóttur og dansmynd Helenu Jónsdótt- ur Bakraddir var frumsýnd; í ágúst frum- sýndi Dansleikhús með Ekka sitt sjöunda verk – Evu í þriðja veldi; í október var hin ár- lega danssýning Unglistar; í nóvember frum- sýndu Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corb- ett, Jóhann Freyr Björgvinsson, Nadia Katrín Banine og Sveinbjörg Þórhallsdóttir öll verk á áðurnefndri danshátíð kennda við Reykjavík; og í desember sýndi Pars Pro Toto bæði gömul og ný verk eftir Láru Stef- ánsdóttur og Per Jonsson – en eitt þeirra Jói hlaut fyrstu verðlaun á danshátíð í Stuttgart í mars á þessu ári. Áhrif frá leiklist áberandi Eins og sjá má af þessari upptalningu hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið framboð á íslenskum dansverkum og á þessu ári. Þá heimsóttu mjög þekktir erlendir listamenn Ís- land á árinu. Ber þar fyrst að nefna komu Merce Cunningham og dansflokks hans í september á Hausthátíð Borgarleikhússins. Henrietta Horn og dansflokkur hennar Folkwang Tanzstudio komu af sama tilefni og argentínski dansflokkurinn El Escote kom á Listahátíð í maí. Þá settu Itzik Galili og Rich- ard Wherlock eins og áður sagði upp verk með Íslenska dansflokknum. Ef draga má út hápunkta ársins voru þeir í fyrsta lagi heimsókn Merce Cunningham, þar sem Íslendingum gafst kostur á að sjá einn frumlegasta danshöfund 20. aldarinnar að verki; í öðru lagi falleg, áhrifarík og skemmti- leg uppsetning Íslenska dansflokksins á Sölku Völku og í þriðja lagi sú staðreynd að sjálf- stætt starfandi danshöfundar hafi tekið hönd- um saman og stofnað bæði nýtt dansleikhús og danshátíð sem vonandi verður framhald á. Þá er áberandi hvað áhrif leiklistar eru mikið að aukast í danslistinni, og öfugt. Sífellt fleiri kjósa að blanda þessum tveimur list- formum saman, og er ekkert nema gott um það að segja, sérstaklega þar sem þessi þróun gerir það að verkum að fjölbreyttari hópur fólks sýnir danslistinni áhuga. (Þetta sýndi sig einmitt á sýningum Dansleikhúss með Ekka í sumar þar sem leikhúsfólk var áber- andi fjölmennt.) Kannski var þetta ár hápunktur í sveiflu- kenndu listdanslífi landsins. Vonandi er þessi fjölbreytileiki þó kominn til að vera og von- andi fer hann vaxandi með hverju ári. Ein- hverjar líkur eru á því þar sem fjöldi efnilegra nemenda stundar nú nám í listdansskólum landsins auk þess sem áður óþekktur fjöldi ís- lenskra dansara er við nám og störf erlendis. Vonandi fá íslenskir dansunnendur að njóta krafta þeirra í nánustu framtíð svo rennt verði enn styrkari stoðum undir íslenska danshefð. Þá kannski verða öll dansár jafn- kraftmikil og þetta sem senn er liðið. „Þetta umkvörtunarefni sjálfstætt starfandi danshöfunda segir okkur fyrst og fremst að danshöfundar eru ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar, heldur nokkuð stór hópur listamanna sem hefur þörf fyrir að koma listsköpun sinni á framfæri.“ rsj@mbl.is É G HEF næga reynslu til þess að vita að það er ógerníngur að yrkja nema um sjálfan sig. Það er ógerníngur að gera fallegra kvæði en maður er sjálfur,“ segir Steinn Elliði í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Halldór hefur verið áberandi í bókmennta- umræðu þessa afmælisárs síns, það hafa ung skáld einnig verið og sömuleiðis tilhneiging skálda til að yrkja um sjálf sig, en það telur Steinn Elliði greinilega vera einu færu leiðina til skáldskapar. Sennilega er hægt að halda því fram að Vefarinn mikli sé um Halldór sjálfan en það kann að vera erfiðara að segja um sumar aðr- ar bækur hans, ekki síst þær sem komu í kjöl- farið á Vefaranum og hafa verið flokkaðar undir félagslegt raunsæi. Voru það ekki bæk- ur um ytri veruleika? Veruleika íslenska sjáv- arþorpsins, íslenska bóndans, íslenska öreig- ans? Eða er það aðeins bókmenntasöguleg klisja? Sennilega er Halldór undir og yfir og allt um kring í þessum verkum sem öðrum eftir sig. Við hittum hann að minnsta kosti fyrir í endurminningabókunum fjórum undir lok ferilsins. Eða hvað? Halldór hafði einstakt lag á að villa á sér heimildir. Hann virtist hafa einstakt lag á að yfirstíga mörk sannleika og lygi. Hann bjó til svo margflókna og mót- sagnakennda mynd af sjálfum sér í bókum sínum og viðtölum að ekki nokkur maður veit hverju á að trúa. Kannski er það hans mesta skáldverk. Það hefur ekki verið hróflað mikið við þess- ari mynd Halldórs af sjálfum sér fram til þessa. Hún hefur frekar verið upphafin, gerð að helgimynd íslenskrar bókmenntastofnunar. Þeir sem stóðu að Laxnessþingi, sem haldið var í tilefni af hundrað ára afmæli skáldsins síðastliðið vor, komust að því að fátt er að ger- ast í Laxnessrannsóknum hérlendis sem er- lendis, þrátt fyrir sífellt aukna útbreiðslu verka hans. Ekki spurðist til nokkurs erlends manns sem stundar nú rannsóknir á Laxness. Og ekki er rannsóknarhefðin mikil innan- lands, ein eða tvær viðamiklar úttektir á höf- undarverkinu, örfáar doktorsritgerðir og slatti af meistararitgerðum sem þó hefur ver- ið fremur hljótt um. Og ekki er verið að skrifa ævisögu skáldsins sem myndi hugsanlega skýra eða leysa upp þá mynd sem hann dró af sjálfum sér. Vegna þessa skorts á rannsókn- um er Halldór að verða að miklu klisjufjalli sem heldur áfram að hlaðast upp með tilfinn- ingagosum á borð við það sem átti sér stað fyrir réttu ári í kringum útkomu skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Höfundar Íslands. Það væri þarft verk að ýta undir Laxnessrann- sóknir. Þótt hús skáldsins sé dýrmæt eign jafnast það ekkert á við fjársjóðinn sem býr í bókum þess. Á Laxnessþingi komu fram mörg áhuga- verð sjónarhorn á verk skáldsins, en einna mesta athygli vöktu viðhorf þriggja ungra skálda, Andra Snæs Magnasonar, Auðar Jónsdóttur og Sigurbjargar Þrastardóttur, sem lýstu því hvernig væri að vera bók- menntalegir afkomendur Halldórs Laxness. Þau töluðu ekki mikið um fjall og þau töluðu ekki mikið um langan skugga, en þau sögðust líta á Halldór sem langafa, krefjandi viðmið og hvatningu. Þau töldu sig ekki þurfa að „skrifa sig frá Laxness“, eins og kynslóðirnar á undan, enda skynja þau hann í talsverðri fjarlægð. Þau töldu sig frekar þurfa að „lesa sig inn í hann“, eins og Sigurbjörg tók til orða. Það er því komin fram kynslóð höfunda sem sér Halldór eins og fjarlægan forföður sem hún aldrei þekkti nema af máðri mynd sem hangir uppi á vegg foreldranna. Af erindunum mátti skilja að gegn þessum áa þyrfti ekki að gera neina uppreisn, en það mætti reyna að ráða í svip hans og draga sínar ályktanir. Öll tilheyra þau Andri Snær, Auður og Sig- urbjörg kynslóð ungra skálda sem á und- anförnum árum hefur verið að ryðja sér til rúms í íslenskum bókmenntaheimi. Úr þess- um hópi mætti einnig nefna Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Mikael Torfason, Sigtrygg Magnason, Stefán Mána og Steinar Braga. Allir þessir höfundar eiga það sameiginlegt að vera um þrítugt (fæddir á áttunda áratugn- um) og hafa gefið út þrjár eða fleiri bækur. Og öll sendu þau frá sér bækur á þessu ári sem hafa vakið athygli. Erfitt er að finna sameiginleg einkenni á verkum þessara höfunda sem greina þá jafn- framt frá eldri höfundum. Margir þeirra virð- ast þó uppteknari af samfélagsrýni en eldri höfundar. Á þetta minntist Andri Snær raun- ar í erindi sínu á Laxnessþinginu í vor: „En stundum er eins og skáldin sem fengu mig til að langa að vera skáld missi flugið og glati upphaflegum tengslum sínum við samtímann og þá strauma og stefnur sem leika um okkur og enda í skáldlegu tómarúmi.“ Andri Snær sagði að „eldheit mál og algerar grundvall- arspurningar“ flytu fram hjá þessum höfund- um og samfélagið kraumaði og bullaði af und- irliggjandi tilfinningum og hræringum sem biðu þess að verða orðaðar en þær kæmust aðeins upp á yfirborðið ef skáldin væru vak- andi og sinntu sínu hlutverki sem skynfæri heimsins. Andri Snær sagði að þessum áhrifa- völdum sínum og sporgöngumönnum Laxness veitti ekki af að lesa meira af honum til að sjá „að alvöru skáldverk eru ekki aðeins orð og sögur og vandaðar persónur“. Óhætt er að segja að Andri Snær fylgi þessum orðum eftir í nýrri skáldsögu, Love- Star, og gangi á hólm við samtíma sinn og samfélag, og það er sannarlega kraftmikil lesning. Samfélagsrýnin er einnig skörp og ágeng í skáldsögu Mikaels Torfasonar, Sam- úel, og sama má segja um skáldsögur Stefáns Mána, Ísrael, og Steinars Braga, Áhyggju- dúkkur. Að öðru leyti eiga þessir höfundar fátt sameiginlegt. Og þótt bækur Guðrúnar Evu, Sigtryggs og Sigurbjargar taki einnig samfélagsleg mein til umfjöllunar þá er af- staða þeirra af allt öðrum toga. Sigurbjörg sagðist raunar í viðtali í Lesbók ekki geta skrifað bækur eins og sumir höfundar af hennar kynslóð, bækur sem væru fullar af reiði, meiningum og brjálæði. „Ég er bara ekki nógu reið til þess og hef ekki nógu miklar meiningar og er örugglega ekki nógu brjál- uð.“ En um leið og áherslan á ytri veruleika virðist aukast er reynsla einstaklingsins upp- hafin. Þetta birtist með mótsagnakenndum hætti. Mikael Torfason lýsir því yfir í viðtali í Lesbók að hann þoli ekki eilífa sjálfsfróun listamanna en á sama tíma segir hann bók sína mjög persónulega og skrifar frægt, til- finningaþrungið viðtal við sjálfan sig í vefrit- inu Kistunni. Steinar Bragi segir í viðtali að tímar sjálfsins séu á enda og tímar múg- mannsins að taka við en á meðan flæða tilbúin sjálf í þúsundavís inn á bloggsíður Netsins og þaðan jafnvel á prent. Í því samhengi hlýtur bók á borð við Vaknað í Brussel eftir Elísa- betu Ólafsdóttur að teljast viðburður en við hana er hugtakið „bloggarabókmenntir“ kennt. En hér erum við sennilega aftur komin að orðum Steins Elliða um að ógerníngur sé að yrkja nema um sjálfan sig. Undir svipuð viðhorf tekur Sigurbjörg Þrastardóttir í við- tali og Steinar Bragi lýsir því hvernig höf- undar fjalla aldrei um neitt áþreifanlegt utan sjálfs sín. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum renna kynslóðirnar saman. Einar Már Guð- mundsson skrifar þriðju sögulegu skáldsög- una um tuttugustu öldina, Nafnlausa vegi, þar sem hann beitir aðferðum í anda Georgs Luk- àcs og einsögunnar nýtilkomnu og segir söguna út frá reynslu hvunndagsmannsins. Matthías Johannessen skrifar dagbókarsög- una Vatnaskil þar sem sögumaðurinn býr til sjálfan sig úr minningum og samræðum við sögulegan arf. Guðrún Eva Mínervudóttir skrifar eins konar skáldævisögu eða þroska- sögu úr hversdagslegum minningabrotum í Albúmi. Hinn þungi sagnfræðilegi straumur í ís- lenskum bókmenntum samtímans, sem birtist í þessum þremur bókum, kemur síðan enn frekar í ljós í skáldsögum Péturs Gunnars- sonar, Leiðinni til Rómar, og Thors Vilhjálms- sonar, Sveigi. Sagan og minningin eru sömu- leiðis gildir þræðir í tveimur ljóðabókum á þessu ári, Meira en mynd og grunur eftir Þor- stein frá Hamri og Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur en í titilljóði hennar er einmitt lýst eilífðarglímunni við að finna sig, staðsetja sig í tíma og rúmi – það er „ferð // um ókunna heima / og endar / hvergi“. Þau orð eru ef til vill einnig lýsandi um þá leið til skáldskapar sem Steinn Elliði orðaði í upp- hafslínum þessarar greinar. Ferð sem endar hvergi Morgunblaðið/RAX Halldór Laxness virðir fyrir sér höfundarverk sitt í októbermánuði 1989. Bókmenntir Þröstur Helgason throstur@mbl.is Halldór hefur verið áberandi í bókmenntaumræðu þessa af- mælisárs síns, það hafa ung skáld einnig verið og sömu- leiðis tilhneiging skálda til að yrkja um sjálf sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.