Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 9 listarstofnana sem mest svigrúm hafa. Þessarar viðhorfsbreytingar hefur ekki síst orðið vart í opinberum umræðum um myndlist, hugmynda- fræðilegt bakland hennar og þá möguleika sem í henni felast. Raddir þeirra sem telja mögulegt að skapa markað fyrir íslenska myndlist heyr- ast æ oftar, enda ekki seinna vænna að huga að kynningarstarfi og markaðssetningu þeirrar myndlistar sem hér er sköpuð, bæði hér heima og erlendis. Hugmyndir um samtímalistastofn- un, sem stefnumótandi afl á hugmyndafræðileg- um vettvangi, hafa verið viðraðar af mun meiri alvöru en áður, m.a. á málþingi sem Listasafn Íslands stóð fyrir nýverið. Eins og þar kom fram gæti slík stofnun án efa orðið til þess greiða fyrir upplýsingamiðlum, markaðssetningu og mark- vissari fjárfestingu í myndlist, auk þess að koma umræðu og stefnumótun í faglegra horf en nú. Hugmyndir um myndlistartvíæring hafa einnig fengið byr undir báða vængi og það vakti nokkra athygli þegar Listahátíð í Reykjavík hafði frumkvæði að því að efna til málþings um hugsanlegan myndlistartvíæring hér á landi og þá möguleika sem slík framkvæmd gæti haft í för með sér fyrir safna- og myndlistarumhverfið í landinu. Í inngangserindi sínu að þeim um- ræðum benti Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, á að menningarstarf- semi væri vaxandi atvinnugrein um allan heim og að því hafi verið spáð að vaxtarmöguleikar greinarinnar muni slá öllum öðrum atvinnu- greinum við í Evrópu á næstu áratugum. Í því samhengi er myndlistartvíæringur, eða áþekk- ur stórviðburður á sviði myndlistar, óneitanlega áhugaverður kostur sem hugsanlega gæti orðið hliðstæð lyftistöng fyrir myndlistarlífið og Listahátíð hefur verið fyrir tónlist hér á landi. Hér verður ekki sagt fyrir um hvort sá aukni þungi, sem fylgt hefur ákalli um breyttar áherslur eða skýrari menningarpólitíska stefnu- mótun á þessu ári, er vísbending um straum- hvörf á næstunni. Ákallið er þó óneitanlega mik- il framför því það er löngu tímabært að listamenn, listfræðingar, sýninga- og safnstjór- ar á Íslandi kveðji sér hljóðs og komi sjónarmið- um sínum á framfæri í uppbyggilegri orðræðu sem leitt getur myndlistarlífið í landinu fram á við – þannig er hagsmunum allra sem unna myndlist best sinnt. fbi@mbl.is vera það að veita kvikmyndaáhugafólki aðgang að því ferskasta og áhugaverðasta sem verið er að gera á sviðinu í heiminum og dugir ekkert hálfkák ef starfsemi vill kalla sig kvikmyndahá- tíð á annað borð. Svo virðist sem dreifing kvik- mynda sem liggja utan við alfaraleið bandaríska kvikmyndaiðnaðarins hafi á árinu færst yfir á hendur framtakssamra einkaaðila, þ.e. kvik- myndaklúbba er starfa sem undirdeildir stóru dreifingarblokkanna og annarra aðila sem ein- faldlega hafa áhuga á kvikmyndum. Það má hins vegar spyrja sig hvort ekki þurfi að koma hér á markvissari starfsemi á þessu sviði og ætti Kvikmyndahátíð í Reyjavík að vera þar flagg- skip en ekki sökkvandi skip. En að þessu hrakfallaári afloknu stendur til að gefa upp á nýtt í kvikmyndamálum á Íslandi, þegar ný kvikmyndalög taka gildi. Þá verður skilið á milli Kvikmyndasafnsins og Kvik- myndasjóðs, sem er þörf viðurkenning á mik- ilvægi þess að sjálfstæð varðveislu-, rannsókn- ar- og miðlunarstarfsemi eigi sér stað hér samfara en þó óháð þeim stuðningi sem veittur er til innlendrar kvikmyndagerðar. Við laga- breytinguna verður Kvikmyndasjóður lagður niður og Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur við, með talsvert breyttu fyrirkomulagi frá því sem nú er. Þar mun einn forstöðumaður, skipaður af ráðherra, taka ákvarðanir um úthlutanir styrkja, og njóta þar ráðgjafar nefndar sem skipað verður í samkvæmt settum reglum. Margir hafa áhyggjur af því að hér sé verið að færa óhóflega mikið vald á eina stöðu, auk þess sem ekki er ljóst hvaða stefnumótun mun liggja úthlutunum að baki. Það verður ekki annað sagt en að í ljósi þess vandræðagangs og áhugaleysis sem stjórnvöld hafa sýnt í garð þeirra lágreistu opinberu stofn- ana sem ætlað er að styrkja innlenda kvik- myndagerð og stuðla að fjölbreyttri kvikmynda- menningu hér á landi þarf meira en endur- skipulagningu í rekstri til að efla þessar stofn- anir. Menningarstofnun getur aldrei orðið öflug ef þess er ekki gætt að láta fagmennsku og metnað ráða þar för, án nokkurra pólitíska afskipta. Þrátt fyrir allt er almennur bíóáhugi mikill hér á landi, og innlend kvikmyndagerð alltaf að styrkjast hvað fagmennsku og frjóa hugmynda- úrvinnslu varðar. Nýliðið ár ber þess vitni þegar litið er til sýninga á íslenskum kvikmyndum og ber þar helst að nefna kvikmyndina Hafið og þær mörgu og áhugaverðu heimildamyndir sem sýndar voru á árinu. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvert framhaldið verður af þróun nýliðins árs. Vonandi stendur íslensk kvikmyndagerð og -menning á tímamótum. heida@mbl.is L ISTAHÁTÍÐ setti sterkan svip á tónlistarárið 2002. Ef hennar hefði ekki notið við hefði árið verið fremur dauflegt hvað tónleikahald með sí- gildri tónlist varðar. Það þýðir þó ekki að lát hafi verið á fjölda tón- leika með okkar bestu listamönnum. Þvert á móti; – tónleikahald hefur verið með allra mesta móti. Þróunin síðustu árin hefur verið þannig að tónleikar verða æ betri og jafnari að gæðum. Fagmennsku hefur fleygt fram og hér starfar nokkuð stór kjarni tónlist- armanna sem koma oft fram og standa sig alla jafna vel. Tónlistarhópar standa vel að vígi og hafa sýnt að því lengur og betur sem tónlist- armenn fá að spila sig saman í samleik; – því betri verður árangurinn. Þeir sem sækja reglu- bundna og skipulagða tónleika geta því alla jafna búist við ágætum tónleikum. Dómar um tónleika eru jafnan jákvæðir og lýsa þessari stöðu vel. Hins vegar virðist enn bið á því að hér gerist eitthvað sem til sérstakra tíðinda getur talist. Ákveðnum árangri og jafnvægi hefur ver- ið náð í fagmennsku og músíkölskum gæðum, en þar með er eins og sagan sé öll. Það vantar sárlega það sem skarar fram úr, það sem er betra en gott, það sem er einstakt. Það er ein- kennandi fyrir tónlistarlífið almennt að tón- leikar eru jafngóðir, en fátt ber til tíðinda um- fram það. Það má þó segja sem svo að svo gott og gróskumikið tónlistarlíf sem hér er fyrir hendi hljóti að vera grundvöllur þess að eitt- hvað einstakt geti sprottið fram; – biðin eftir því er hins vegar orðin löng. Í dægurtónlistinni er þessu hins vegar á tals- vert annan veg farið, og þar hafa sést merki þess að einstakir hlutir séu að gerast. Sigur- ganga hljómsveitarinnar Sigur Rósar á árinu er til marks um það. Tónleikar hljómsveitarinnar í London fyrr á árinu og á Listahátíð í kjölfar þeirra voru einstakur listviðburður sem vakti heimsathygli. Þar fluttu Sigur Rós, Steindór Andersen kvæðamaður og Hilmar Örn Hilm- arsson Hrafnagaldur Óðins, gamalt eddukvæði í nýstárlegum búningi. Velgengni Sigur Rósar á árinu hefur verið mikil og verðskulduð og hefur hróður hljómsveitarinnar ekki verið minni er- lendis en hér heima. Sigur Rós og Björk voru til að mynda valin í hóp fjörutíu mikilvægustu tón- listarmanna samtímans af tímaritinu Spin, sem er meðal áhrifaríkustu miðla vestanhafs; heims- frægi strengjakvartettinn Kronos lét útsetja nokkur lög Sigur Rósar fyrir sig og lék hér á Listahátíð. Þriðja plata sveitarinnar kom út nú í októberlok og fékk framúrskarandi dóma: „Það verður ekki að annarri niðurstöðu komist en að Sigur Rós hafi tekist að vinna sitt annað afrek á ferlinum,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson meðal annars í dómi um hana í Morgunblaðinu. Þegar platan loks kom út höfðu meir en 250.000 eintök verið seld fyrirfram um allan heim, þar af 2.000 hér heima. Hljómsveitin fór í tveggja mánaða tónleikaferðalag um Bandaríkin og Evrópu nú á haustdögum og lauk því með tón- leikum 13. og 14. desember í Háskólabíói. „Full- komin upplifun,“ var meðal þess sem gagnrýn- andi Morgunblaðsins, Árni Matthíasson, hafði að segja um þá. Sérkenni Sigur Rósar í tónlist- arsköpun hafa ótvírætt skapað hljómsveitinni þá stöðu sem hún hefur náð. Það er nær ógjörn- ingur að flokka tónlistina undir þær skilgrein- ingar sem gjarnan eru notaðar sem viðmið: popp, rokk o.s.frv. Laglínan og lýríkin eru alls- ráðandi yfir mikilfenglegri litadýrð þess hljóm- ræna. Aðrar íslenskar hljómsveitir hafa gert það gott á árinu; Múm og Quarashi hefur tekist að hasla sér völl erlendis, en á toppnum trónir Björk, sem gaf út mikið verk nú á haustdögum, – safnplötur með úrvali laga af fyrri plötum, nokkrum óútgefnum upptökum og fleiru. Á heimamarkaðnum vakti ný plata Bubba Morth- ens talsverða athygli og var hún af mörgum jafnvel talin hans besta. Í kjölfarið gerði hann víðreist um landið og tók með sér í þá ferð afar athyglisverða söngkonu og lagasmið, Heru Hjartardóttur. Hljómsveitin Írafár með söng- konuna Birgittu Haukdal naut ómældra vin- sælda á árinu og plata sveitarinnar við það að ná platínusölu í árslok. Búdrýgindi báru sigur úr býtum í Músíktilraunum og vöktu athygli fyrir það, að aldrei áður hefur jafnung hljómsveit sigrað í þessari mikilvægu keppni. Miklar vonir eru bundnar við framtíð sveitarinnar. Af öðrum vaxtarsprotum er helst að nefna hljómsveitina Santiago, sem skartar frábærri söngkonu, Sig- ríði Eyþórsdóttur. Plata sveitarinnar, Girl, kom út um miðjan desembermánuð, en frábært tit- illag hennar var farið að hljóma á útvarpsstöðv- unum strax í sumar, og annað lag, Neon Lights, hefur nú tekið við á ljósvakanum. Góðar laga- smíðar og afburðagóður flutningur einkenna Santiago. Þá hefur Airwaves-hátíðin sem haldin var í haust enn sannað sig sem einn mikilvæg- asti vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn og hljómsveitir og hátíðin nýtur mikillar athygli í alþjóðlega tónlistarheiminum. Það er ljóst að vaxtarbroddurinn í íslensku tónlistarlífi á árinu var mun kröftugri í dæg- urtónlist en þeirri sígildu. En það er þó ýmislegt sem markvert hefur gerst á sígilda sviðinu í almennu tónleikahaldi og á tónlistarhátíðum um allt land. Caput, Ferðalög og slagverkshópurinn Benda hafa haldið áram tónleikaröð sinni 15:15 í Borgar- leikhúsinu, þar sem ný og nýleg tónlist hefur hljómað í bland við eldri. Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir það nýjasta og oft áhuga- verðasta í tónlist samtímans og síðustu aldar. Myrkir músíkdagar fóru fram í febrúar og voru óvenju lágstemmdir þetta árið. Það má með sönnu kalla árið 2002 ár strengjakvartettsins, því óvenju margir íslenskir strengjakvartettar voru fluttir á árinu. Þar fóru Myrkir músíkdag- ar fyrir með tónleikum þar sem leiknir voru kvartettar eftir þrjú íslensk tónskáld, Eirík Árna Sigtryggsson, Snorra Sigfús Birgisson og Þórð Magnússon. Strengjakvartettar eftir Erik Mogensen voru meðal verka tónskáldsins sem leikin voru á tónleikum Tónlistarskólans í Kópavogi og kvartettar Þórðar Magnússonar hljómuðu aftur á Sumartónleikum í Skálholti í sumar; í Kammermúsíkklúbbnum og á tónleik- um í 15:15-röðinni, þar sem ennfremur var leik- inn kvartett eftir Jón Ásgeirsson. Verk Þórðar fengu gríðargóðar viðtökur, og undir yfrskrift- inni: „Kveður sér hljóðs, svo að eftir verður munað“ skrifaði Jón Ásgeirsson dóm um Skál- holtstónleikana þar sem hann sagði meðal ann- ars: „Er það deginum ljósara, að hér er á ferð- inni alvörugefið og leitandi tónskáld, er þegar hefur náð sterkum tökum á þeim erfiða miðli, sem strengjakvartett er.“ Kammertónlistin var enn sem fyrr öflugasta aflið í íslensku tónleika- haldi, en söngtónleikar voru áfram fjölmargir. Þó var miður hvað ljóðasöngstónleikum fækk- aði á árinu, og munaði þar mest um sunnudags- matinée í Ými sem féllu niður á síðari hluta árs- ins. Á síðari hluta ársins var því engin tónleikaröð helguð þessu listformi. Sinfóníuhljómsveit Íslands réð sér nýjan hljómsveitarstjóra á árinu; Walesverjann Rum- on Gamba, sem miklar vonir eru bundnar við. Í viðtali Morgunblaðsins við hann mátti greina að þar fer víðsýnn tónlistarmaður sem mun tæpast veigra sér við að flytja fjölbreytta tónlist á tón- leikum sveitarinnar, íslenska tónlist þar á með- al, en fyrirrennari hans, Rico Saccani, var tals- vert gagnrýndur fyrir það að sinna ekki íslenskri tónlist sem skyldi. Annar merkur við- burður í starfi hljómsveitarinnar var sá að Vladimir Ashkenazy var gerður að heiðurs- stjórnanda hennar og fyrirheit voru þar með gefin um aukið samstarf hans við hljómsveitina. Ashkenazy kom nokkrum sinnum til landsins á árinu; aufúsugestur sem endranær, – en mesta athygli vakti eindreginn stuðningur hans við byggingu Tónlistarhúss og nærvera hans þegar Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu langþráð sam- komulag ríkis og borgar um byggingu tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkur- höfn í apríl. Listahátíð, sem fór fram í maí, var einstak- lega vel heppnuð og tónleikar þar mestu há- punktar tónlistarlífsins á árinu í öllum greinum tónlistarinnar. Tónleikar Sigur Rósar eru þegar nefndir, en auk þeirra stóðu upp úr flutningur íslenskra og ítalskra listamanna á Brúðkaupinu eftir Stravinskíj, söngur June Anderson, fiðlu- leikur Maxims Vengerovs, tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur, Taraf de Haïdouks, Kron- os-kvartettsins og kannski ekki síst afbragðs- góð uppfærsla Þjóðleikhússins, Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner í sam- vinnu við Listahátíð. Listahátíð naut almennrar ánægju og aðsókn var feiknagóð. Í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins var talað um að með þessari hátíð hefðu orðið straumhvörf, þar sem Listahátíð tók í fyrsta sinn þátt í að búa til verk- efni, sem frumflutt voru hér á landi af innlend- um og erlendum listamönnum, en verða síðan flutt á hátíðum erlendis. Flutningurinn á Brúð- kaupinu var þess háttar verkefni. Heimsóknir erlendra gesta í sígildri tónlist hafa verið fáar utan Listahátíðar, og engir stórviðburðir á því sviði. Það sama verður ekki sagt um dægurtón- listina, þar sem hver heimsóknin hefur rekið aðra. Meðal athyglisverðra erlendra sveita sem léku á Airwaves-hátíðinni voru Hives, Black- alicious og The Rapture; The Apes spiluðu á Grand Rock í lok nóvember og mánuði fyrr spil- aði Stereolab þar, aðeins stuttu áður en söng- kona hljómsveitarinnar lést af slysförum; Nick Cave hélt tvenna tónleika á Broadway; hljóm- sveitin Coldplay kom hingað í annað sinn um miðjan desember og The Strokes spiluðu hér í apríl og Travis í júlí. Upphitunarhljómsveit beggja var íslenska hljómsveitin Leaves, sem vakti mikla athygli á árinu og gerði stormandi lukku. Hér eru aðeins nokkrar hljómsveitir nefndar til sögunnar; – fleiri komu. Mikilvægi þessara heimsókna fyrir íslenskt tónlistarlíf er mikið, – ekki síst fyrir unga tónlistarmenn sem þar með fá tækifæri til að skoða sjálfa sig í ljósi þess sem best gerist erlendis. Djasshátíð Reykjavíkur var haldin á haust- dögum og hana sótti líka nokkur hópur erlendra tónlistarmanna og hafði hún því alþjóðlegt yf- irbragð. Ef nefna á eitthvað eitt sem hefur verið áber- andi í tónsmíðum íslenskra tónskálda og laga- höfunda verður að nefna sóknina í íslenskan þjóðararf. Sigur Rós og Steindór Andersen tók- ust á við eddukvæðin, en höfðu áður sótt í rímnakveðskap; – sérgrein Steindórs. Steindór kom líka fram með öðrum íslenskum tónlist- armönnum, þar á meðal Erpi Eyvindarsyni í Rottweiler. Á sama tíma voru íslensk tónskáld að vinna úr gamalli tónlist úr íslenskum hand- ritum á sumartónleikum í Skálholti. Pétur Grét- arsson og Sigurður Flosason sýndu svo enn nýja og afar athyglisverða meðferð þjóðararfs- ins í verkefni sem þeir kölluðu Raddir þjóðar og flutt var á Listahátíð. Á plötumarkaðnum urðu nokkur tíðindi á árinu með tveimur erlendum útgáfum. Þar var annars vegar magnaður leikur Kolbeins Bjarnasonar á flautuverkum eftir Brian Fern- eyhough í bandarískri útgáfu og hins vegar þýsk útgáfa á Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur og Pauls Zukofskys. Zukofsky var í kjölfarið útnefndur listamaður ársins í þýsku tónlistartímariti, en diskurinn fékk frábæra dóma í Þýskalandi sem og hér. Þótt almennt hafi verið frekar dauft svipmót á íslensku tónlistarlífi á árinu, fyrir utan toppa í dægurtónlist, spannst þó talsverð umræða á op- inberum vettvangi um ýmis málefni tónlistar- innar. Tónlistarhúsið bar þar hæst, og þá það hvort Íslenska óperan ætti að hafa aðsetur þar eða ekki. Þá urðu blaðaskrif um hlutverk Ís- lensku óperunnar, en síðla árs brugðust tónlist- armenn sterkt við Reykjavíkurbréfi þar sem málefni íslenskrar dægurtónlistar og útflutn- ings á henni voru til umfjöllunar. Í þeirri um- ræðu kom skýrt fram að dægurtónlistarmenn telja verðmæti þeirrar tónlistar sem þeir skapa vanmetin, þrátt fyrir mikla velgengni hennar heima og erlendis. Sigur Rós og strengjakvartettar Morgunblaðið/Golli Flutningur Sigur Rósar á Hrafnagaldri var einstakur viðburður. Það er ljóst að vaxtarbrodd- urinn í íslensku tónlistarlífi á árinu var mun kröftugri í dægurtónlist en þeirri sígildu. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.