Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.12.2002, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. DESEMBER 2002 Þ að er ekki algengt að hnjóta um listamann sem er svo víðfeðmur í andanum að hann sameinar í senn húsgagnahönnuð, sálfræð- ing og heimspeking. Austur- ríski myndhöggvarinn Franz West er einhver sérstæðasti listamaður samtímans fyrir margra hluta sakir, en ekki síst fyrir stað- setningu sína „milli leiða“ – „milli forma“ eins og austurríski listfræðingurinn Robert Fleck kýs að kalla það – sem gera hann í senn að myndhöggvara og hönnuði í orðanna víðtæk- ustu hljóðan. West fæddist í Vín árið 1947, þegar borgin var enn ekki búin að ná sér eftir stríðið. Þótt hún væri ekki lögð í rúst eins og Berlín varð hún fyrir talsverðum loftárásum eftir 1944, sem auk innrásar sovéska hersins kostaði mikla eyðileggingu. Í heilan áratug eftir að stríðinu lauk var Vín hernumin borg og skipt meðal bandamanna. Lífið á þeim árum þótti grámyglulegt og lítið af list umheimsins náði til þessarar lokuðu borgar sem eitt sinn hafði verið miðstöð heimsmenningarinnar. Litríkir undanfarar Samt urðu þau þáttaskil í menningarlífi borgarinnar, skömmu áður en Vínarbúar losnuðu úr prísund bandamanna, að hópur fimm ungra skálda og listamanna, sem kallaði sig Wiener Gruppe, lét að sér kveða svo um munaði. Þeir Friedrich Achleitner, Hans Carl Artmann, Konrad Bayer, Gerhard Rühm og Oswald Wiener, sem fæddir voru á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fóru víða því þeir voru leikarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn og skáld sem fundu tjáningu sinni farveg í klippimyndatækninni, konkretljóðunum, kab- arettforminu, uppákomum og hvers kyns öðr- um leikrænum tilraunum. Listamaðurinn og sýningarstjórinn Peter Weibel telur Vínargrúppuna hafa verið tals- vert á undan samtíð sinni enda hafi Fluxus- hreyfingin, popplistin, gjörningalistamenn og allir umbrots- og stafagerðarlistamenn síðari tíma – hvort heldur þeir heita Barbara Kru- ger, John Baldessari, Joseph Kosuth, Peter Handke eða Christopher Wool – nærst á brautruðningi Vínargrúppunnar. Svo sorg- lega vildi hins vegar til að Vínargrúppan naut ekki náðar heima fyrir. Hún var beinlínis út- hrópuð fyrir bersögli, klám og smekkleysi af samfélagi sem neitaði að viðurkenna nokkuð sem minnti á framúrstefnu eða tilraunalist. Um miðjan áttunda áratuginn höfðu flestir þeirra yfirgefið Austurríki. Betur fór fyrir svokölluðum Vínaraksjón- istum sem fram komu sem hópur árið 1964, þótt rekja megi ýmsa gjörninga þeirra aftur fyrir 1960. Þótt þeir væru engu betur þokk- aðir en Vínargrúppan og sætu tíðum í fang- elsi fyrir hneykslanleg uppátæki voru þeir Otto Mühl, Günther Brus og Hermann Nitsch með þykkari skráp en forverar þeirra. Að við- bættum þeim Rudolf Schwarzkogler, Valie Export og Peter Weibel stóðu aksjónistarnir af sér flesta þá fordóma sem á þeim dundu. Áhrif líkamslistarinnar Þeir beindu spjótum sínum einkum að for- pokaðri siðavendni og trúarhræsni samferða- manna sinna og notuðu til þess leikræn með- ul, jafnvel með blótskotnum og fórnarkenndum fjöldasamkomum sem minntu á heiðna helgiathöfn. Í verkum aksjónistanna grillti oft í þær sérkennilegu öfgar sem ein- kenndu austurríska myndtjáningu, hárfína og upphafna yfirvegun andspænis hömlulausum og ofsafengnum sprengikrafti. Bandaríski myndlistarmaðurinn Mike Kelley benti rétti- lega á það að Vínaraksjónistarnir hefðu með óhefðbundnum og beinskeyttum uppákomum sínum fært bandarískan abstrakt-expressjón- isma úr lokuðum vinnustofum yfir á sam- félagslegan vettvang kjötkveðjuhátíðarinnar. Fyrir jafnhlédrægan mann og Franz West var það mikið happ að aksjónistarnir skyldu varða veginn fyrir hann og samferðamenn hans með því að grafa undan múrum fordóma og listfyrirlitningar. Því hefur oft verið haldið fram að hann hafi tekið þátt í hreyfingunni, eða verið hluti af henni, en hvort tveggja er rangt. Þótt West muni vel þá tíð þegar lista- lífið í Vín var miklu lokaðra en það er núna þurfti hann ekki að fara í fötin aksjónistanna til að koma sér á framfæri. Hann var trúlega af fyrstu kynslóð austurrískra listamanna sem naut góðs af brautruðningi sextíuogátta- kynslóðarinnar og gat því slakað á gagnvart samfélaginu. Heimspekilegar vangaveltur hans og innilegur tjáningarmáti – ekki laus við austurlenskt yfirbragð og nautnastefnu – bera vott um allt aðra og sáttari sýn á lífið og tilveruna en þá sem Nitsch og félagar mót- uðu. Það var engu að síður upplifun West af aksjón Hermanns Nitsch „Fest des psycho- physischen Naturalismus“ – Hátíð sálræns- líkamlegs natúralisma – sem fyrst kveikti í honum löngun til að verða listamaður. Þetta var árið 1963 þegar hann var einungis sextán ára gamall. Hann ákvað þá að hætta í skóla og snúa sér alfarið að listsköpun. Þó var hann hálfhræddur um að verða fyrir of miklum áhrifum af blótveislu Nitsch. Hann ákvað því að loka sig af með list sinni og sýna ekki fyrr en hann væri búinn að vinna úr áhrifunum af hinum yfirþyrmandi helgileik með því að svara honum með viðeigandi hætti. Má bjóða yður „Stemmu“? Það tók hann um áratug að hugsa upp svar sitt, sem var af allt öðrum toga en gjörningar Vínaraksjónistanna. Þetta voru sérkennileg höggverk sem hann kallaða einu nafni „Paß- stücke“, en við gætum þýtt sem „Stemmur“, af sögninni að stemma, sem þýðir að passa, eða fella að einhverju með viðunandi hætti. Stemmurnar eru nefnilega höggmyndir sem ætlast er til að menn taki upp, beri á herðum sér, eða noti með einum eða öðrum hætti sem framlengingu á kroppi sínum. Þær sniðganga öll venjuleg lögmál sem gilda um höggmyndir og líta stundum alls ekki út fyrir að vera höggmyndir. Og þó velkist enginn sem sér þær í vafa um eðli þeirra. Franz West þakkar reyndar kennara sínum í Akademíunni í Vín, myndhöggvaranum Bruno Gironcoli, að hann skyldi fá innsýn í aðra heima en þá sem austurrísk samtímalist var þekktust fyrir. Þessi yfirlýsing þykir merkileg fyrir þær sakir að samnemendur West sáu ekki oft til hans á árunum 1976 til 1982, þegar hann átti að hafa lagt stund á nám við Akademíuna í Vín. Sannleikurinn er sá að Franz West er að mestu leyti sjálfs- menntaður sem listamaður. Á sjöunda ára- tugnum kom móðir hans, sem var tannlæknir, upp lítilli vinnustofu fyrir hann við hliðina á skurðstofu sinni. Umbúðir, plástur, gifs, vír, pappi og húsamálning rötuðu inn á þessa vinnustofu, hinum unga listamanni til ómælds þroska. Úr þessari sérkennilegu samsuðu tannlæknabakstra og fundins málningarsulls spruttu hinar merkilegu Stemmur West. Bleiki liturinn í mörgum verka hans er að flestra mati sprottinn af kunnugleika ung- lingsins við gómfyllingar og gervitannhold á skurðstofu móður sinnar. Sjálfsmenntun West kom ef til vill ekki til af góðu. Svo er að sjá sem hann hafi verið of fælinn og feiminn til að umgangast skóla- félaga sína, hvað þá skapa verk sín í einhvers konar sameiginlegu rými þar sem fjöldi ann- arra nemenda gat séð þau fæðast. Franz West talar með mikilli tortryggni, nánast fyr- irlitningu, um það sem hann kallar ameríska kerfið. Hann segist hafa verið að kenna í Frankfurt am Main og þá kynnst því hvernig prófessorar við skólann töluðu við hvern ein- stakan nemanda, stundum í meira en klukku- stund. West var ekki í nokkrum vafa um að lærimeistarinn notaði allan þennan tíma til að troða skoðunum sínum upp á nemandann. Heppilegur kennari Hann segir Gironcoli hafa notað allt aðrar og heppilegri kennsluaðferðir. Reyndar lokk- aði hann West til að sækja Akademíuna í Vín á þeirri forsendu að höggmyndirnar sem hann væri að gera heima hjá sér væru úr pappamassa, en þyrftu að vera úr varanlegra efni sem þyldi vætu. Þakið á vinnustofu West lak svo fjölmörg verka hans úr pappamassa blotnuðu upp og eyðilögðust. Gironcoli hvatti hann til að breyta úr pappamassa yfir í trefja- plast, sem væri vatnshelt. En vegna þess hve slæm uppgufunin af trefjaplastsblöndunni væri ráðlagði hann West að vinna verkin sín í akademíunni frekar en heima hjá sér. Þannig fékkst West til að stunda nám hjá Bruno Gir- oncoli í heila sex vetur. Hann hafði þá þegar unnið að Stemmum sínum í ein sex ár, eða frá því um 1970. Það var þó ekki fyrr en tíu árum síðar að ljóð- skáldið og gagnrýnandinn Reinhard Priess- nitz gaf þeim heitið sem þær hafa borið síðan. West gekk þess ekki dulinn að í Stemmunum væri að finna anga af freudískri sálgreiningu; að stykkin bæru með sér ákveðin taugaveikl- unareinkenni. En það var ekki það eina sem álykta mátti út frá Stemmunum, því jafn- framt voru þær sprottnar af gjörningum, ekki síst líkamlegum og blóðugum helgileikjum Aksjónistanna. Stemmurnar voru eins konar HÖNNUÐUR SÁL- RÆNNA HÚSGAGNA Að öllu samanlögðu er enginn vafi á að Franz West er meðal óvenjulegustu, margbrotnustu, en þó einföldustu – hvað varðar efnisval, lit og formmótun – listamanna sem setja mark sitt á samtíðina,“ segir í þessari grein um þennan sérstæða austurríska myndhöggvara. E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N Þrenningin „Gebogene Begegnung“, eða „Bogin stefnumót“, frá 1997, er ágætt dæmi um það hvernig Franz West getur tvinnað saman óvænta útkomu úr fátæklegum sparðatíningi á borð við plast, málm, gips og málningu. Segja má að hann sé meistari nýtninnar. Höggmyndasamstæðan „Eo Ipso“, frá 1987 var fyrsta þekkta húsgagnaverk Franz West. Það var sýnt á hinni þekktu útihöggmyndasýningu Skulptur Projekte í Münster, sama ár. Tveir sam- vaxnir stólar úr lökkuðu járni mynda sérkennilega lengju, sem rímar við sjálfstæðan stól úr sama efni. Það er listamaðurinn sjálfur sem hvílir sig í honum með hönd undir kinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.