Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 Þjónustuíbúðir aldraðra Blokkir med þjónustuíbúdum fyrir aldrada hafa sgrott- ið upp á undanförnum árum víðsvegar um bæinn. íbúð- irnar eru seldar fullfrágengnar og hinir öldruðu þurfa ekki að gera annað en flytja inn. Yfir þessum byggingum svífur einhvers konar öryggisský. Fólk hefur það á tilfinn- ingunni að þarna búi aldraðir við öryggi og áhyggjulaust ævikvöld. En svona einfalt er það ekki. „Ég bý í glæsilegri umgjörð utan um ekkert," segir öldruð kona sem við ætlum að kalla Rúnu vegna þess að hún óskar eftir nafnleynd. Rúna keypti sér þjónustuíbúð á vegum Samtaka aldraðra í Bólstað- arhlíðinni og hélt að hún væri að kaupa sér öryggi í ellinni. „Ég var að kaupa mér öryggi og umhyggju þegar ég gæti ekki séð um mig sjálf." En nú er Rúna búin að komast að því að hún er næstum alveg eins ör- yggislaus og þegar hún bjó ein í stórrj blokkaríbúð „Þetta er alveg grátlegt en ég reyni að gráta ekki yfir þessusegir hún. ALDRAÐIR KAUPA EINUNGIS HUGMYNDINA UM ÖRYGGI Eldri borgarar sem PRESSAN hafði samband við virtust halda eða hafa verið talin trú um að þessar íbúðir byðu upp á að einhver hugs- aði um þá og hjálpaði þeim. Aðrir bjuggust við öryggisvörslu og jafn- vel hjúkrunarhjálp. í flestum tilfell- um eru húsverðir við blokkirnar en þeir eru ekki á vakt allan sólar- hringinn og eiga oftast frí um helg- ar. Fæstir íbúar þjónustuíbúðanna sem PRESSAN ræddi við vildu tala undir nafni og var fólkið hrætt við neikvætt umtal í blokkunum. Fólkið segir að það hafi fyrst og fremst verið Samtök aldraðra sem gáfu því þessa hugmynd um öryggi sem var svo alls ekki til staðar. Markmið Samtaka aldraðra er að koma upp þjónustuíbúðum fyrir aldraða til að sporna við einangrun ellinnar og skapa afkomuöryggi og hjúkrunaraðstoð. Ýmislegt vantar upp á að þetta markmið hafi náðst, en það sem samtökunum hefur tek- ist er að byggja 241 íbúð víðsvegar um borgina. Þessar íbúðir bjóða upp á félagsskap íbúanna við annað aldrað fólk, en þar er lítið öryggi fyr- ir fólk sem getur ekki séð um sig sjálft og engin hjúkrunaraðstoð. Sigurdur Gudmundsson, gjald- keri samtakanna, segir að þegar fólk kaupir þessar íbúðir viti það að „þar er engin hjúkrunaraðstoð og að það er að kaupa sig inn í samfé- lag fólks sem er á sama aldursstigi og hugarfarslega svipað". „Þetta er ekki staður fyrir fólk sem er sjúkt," segir Ebba Björnæs á Dalbrautinni, einn fárra íbúa þjón- ustuíbúðanna sem treystu sér til að tala undir nafni. „Fólk fær hér einhverja hjálp á daginn, en á kvöldin og um helgar er það jafn vel sett og fólk sem býr í venjulegri blokk og verður að gera allt sjálft," segir Ebba. Að sögn Sigurðar er markmið samtakanna að koma á stofn full- komnum hjúkrunarheimilum en það er svo dýrt að það er varla fyrir- sjáanlegt í náinni framtíð. BYGGINGARSAMVINNUFÉLÖG ALDRAÐRA Það voru Samtök aldraðra sem fyrst byggðu eignaríbúðir fyrir aldr- aða árið 1982. Seinna byggði Félag eldri borgara samskonar íbúðir. Ástæðan fyrir þessu framtaki var sú að Reykjavíkurborg hafði ekki bol- magn til að anna eftirspurninni eftir þessum íbúðum. Samtökin byggðu sjálf litlar eignaríbúðir og fóru þess á leit við Reykjavíkurborg að hún byggði og ræki þjónustumiðstöðvar í nágrenni íbúðarblokkanna. „Þjónustumiðstöðvarnar voru baráttumál fyrir okkur í langan tíma," segir Hans Jörgensson, vara- formaður Samtaka aldraðra. „Reykjavíkurborg var ekki tilbúin að byggja þessar þjónustumiðstöðv- ar eins ört og við vildum," segir Hans. Engar þjónustumiðstöðvar voru reistar við fyrstu blokkina en Sam- tök aldraðra gerðu samning við borgina um miðstöð við aðra blokk- ina sem þau reistu. Hún komst þó ekki í gagnið fyrr en tveimur árum eftir að íbúarnir fluttu inn. Síðan hefur það alltaf verið háð nýjum samningum hvort Reykjavík- Við sumar þessar þjónustuíbúðir sem byggingarsamvinnufélög aldraðra hafa byggt hefur borgin reist og rekiö þjónustumiðstöðvar. Þessar miðstöðvar eru ekki bara fyrir aldraða í blokkunum, heldur aldraða í hverfinu og ekki oþin á kvöldin og um helgar. urborg byggir og rekur þjónustu- miðstöð við þessar íbúðir sem Sam- tök aldraðra láta byggja eða ekki. ENGIN ÞJÓNUSTA Á KVÖLDIN Við sumar af þessum blokkum hafa verið byggðar þjónustumið- stöðvar reknar af Reykjavíkurborg. Oft hagar þannig til að innangengt er úr blokkunum í þessar miðstöðv- ar. Þær þjóna öldruðum í öllu hverf- inu, ekki bara þeim sem búa í blokk- unum. Þjónustumiðstöðin selur hádegis- verð og síðdegiskaffi þeim sem það kjósa. Þarna er líka boðið upp á föndur, hárgreiðslu, fóta- og hand- snyrtingu, ásamt leikfimi og stund- um böðun. Ef fólk er veikt og kemst ekki í hádegismat er hann sendur til þess. Oft er heimilishjálp fyrir allt hverfið rekin út frá þessum mið- stöðvum. Það sem'aldraðir eru hvað sárastir yfir er að engin þjónusta er fyrir hendi eftir klukkan fimm á daginn og ekki um helgar heldur. Þeir verða þá að treysta því að ekkert komi fyrir þá á þessum tíma og sjá um sig sjálfir. „Það er þetta sem mér finnst svo agalegt, því þetta er ekkert öryggi," segir Rúna. Ef slys ber að höndum er það „ná- ungakærleikurinn sem bjargar", segir Ebba. „Það að hafa enga þjón- ustu á kvöldin og um helgar setur þetta fólk við sama borð og þá sem eiga heima í bara venjulegri og miklu ódýrari blokk úti í bæ,“ segir Ebba. AÐEINS REYKJAVÍKURBORG BYGGIR HINAR EIGINLEGU ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR „Það er bara ekki réttnefni að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.