Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 42

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 42
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR cordata IO qici ofmceli/Ulboð 80386-16 örgjörvi IMbminni 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa iyklaborð Genius mús Windows 3.0 MS-DOS 4.01 kr. 99.900 staðgreitt Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkarlyginni iikust, enda jafn ótrúlegt og annað á þessari siðu. Þú getur komist að hinu sanna i þessu dularfulla tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu! MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976 Ríkisútvarpiö VITNALEIÐSLUR VEGNA HÆSTARÉTTAR- DÓMARA — trúum því að þetta auki áhuga almennings á réttinum, — segir Guörún Erlendsdóttir, forseti Hœstaréttar Reykjavík, 23. október „Eg var stödd í Banda- ríkjunum fyrir viku og það var ótrúlega ánægjulegt að taka eftir því að hálf þjóðin lá límd við sjón- varpstækin að fylgjast með yfirheyrslunum yfir Clarence Thomas. Þetta er meiri áhugi fyrir stðrfum Hæstaréttar en við eigum að venjast hér heima,“ sagði Guðrún Erlendsdótt- ir, forseti Hæstaréttar, í samtali við GULU PRESS- UNA, en fyrirhugað er að Ríkissjónvarpið taki sams- konar yfirheyrslur á dag- skrá síðar í vetur. „Ég talaði um þetta við Heimi Steinsson þegar ég kom heim og honum leist vel á þetta," sagði Guðrún. „Það er hlutverk Ríkisút- varpsins að uppfræða og miðla," sagði Heimir Steins- son. „Það er því fögnuður í okkar húsum þegar Hæsti- réttur vill slást í för og færa landsmönnum innsýn í störf sín á heimilum þeirra." Aðspurð um hvort íslenskir hæstaréttardómarar hefðu eitthvað það í fortíð sinni sem tryggði jafnæsilegt efni og ásakanir Anitu Hill gerðu í máli Clarence Thomas sagði Guðrún ekki hafa kannað það. „En ef það er það sem þarf þá kippum við því í liðinn. Aðalatriðið er að nýta þetta tækifæri til að kynna fólki réttinn og dómarana. Fólk þarf að gera meira en gott þykir í lifinu," sagði Guðrún. Ingólfur Margeirsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins Nýjar sparnadartillögur ríkisstjórnarinnar Sinfóman og ríkisútvarpið MmnmniHMMnRHHnHnnMinn sett undir búvörusamninginn STOFNAÐ 1990 — Sinfónían fær greitt fyrir að spila ekki og útvarpið fyrir að hœtta að senda dagskrána út athugun á hagkvœmni lestar- eða sporvagna- samgangna í Reykjavík lokið Reykjovfk, 24. október „Eftir að hafa ferðast víða um heim og skoðað margar skemmtilegar borgir leist okkur iang- best á hvernig Feneyja- búar hafa leyst þessi mál,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri á biaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti niðurstöður nefndar borgarfulltrúa um framtíðarskipulag al- menningssamgangna í Reykjavik. „Það er æðislega sjarm- erandi að sigla um á gon- dólunum í Feneyjum. Og einsog margoft hefur sann- ast er besta lausnin líka ódýrust. Það er hægt að kaupa hundrað gondóla fyrir einn sporvagn og átta hundruð fyrir hverja járn- brautarlest," sagði Markús á fundinum. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að niðurföll á flestum stærstu götum borgarinnar verði stífluð til að auðvelda róðrarmönn- um gondólanna að athafna sig. Ekki er þörf á frekari aðgerðum til að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd. MIKIL EFTIRSPVRN EFTIR STYRKJ- VFITIL B ÚFERLA EL V TNINGA — ræða forsætisráðherra virðist hafa kveikt í mörgum, — segir Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður hans Reykjovík, 24. október „Það hefur varla linnt hringingum hingað síðan forsætisráðherra lýsti þessu yfir á föstudaginn var. Mér telst svo til að um fimmtán hundruð manns hafi hringt,“ sagði Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, en hann hefur setið við símann undanfarna daga og tekið niður pantanir fólks á styrkjum tii búferlaflutn- inga. Sem kunnugt er lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins að í und- irbúningi væri að taka upp slíka styrki til að létta á ríkis- sjóði við að halda uppi byggð í landinu. „Ef það er einhver hjálp í því þá er ég tilbúinn að flytja til Karabíska hafsins fyrir lít- inn pening, — kannski eina til tvær milljónir," sagði Friðrik Arnaldarson vélstjóri í sam- tali við GULU PRESSUNA, en hann hefur sótt um styrk fyrir sig og fjölskyldu sína. „Það er hreint dásamlegt til þess að vita að við getum létt áhyggjúm af þessum mönnum," sagði Unnur Ragnarsdóttir fóstra í samtali við blaðið. „Ég vissi bara ekki að við værum svona mikið fyrir þeim. En ég verð að segja fyr- ir mig og mitt fólk, að þeir geta losnað við okkur eins langt og þeir eru tiibúnir að borga fyrir," bætti hún við. Æðislega sjarmerandi lausn, — segir Markús Örn. GONDÓLAR REYNDUST ÓDÝRASTIR Reykjovík, 24. október „Við lítum einungis á þetta sem fyrstu skrefin. í framhaldi má búast við að miklu fleiri ríkisstofnanir verði settar undir búvöru- samninginn,“ sagði Frið- rik Sophusson fjármála- ráðherra á blaðamanna- fundi í gær, en þ'ar til- kynnti hann að Sinfóníu- hijómsveit Islands og Rík- isútvarpið hefðu verið sett undir búvörusamninginn. Þar með fær ríkisstjórnin heimild til að borga starfs- mönnum Sinfóníunnar fyrir að spila ekki og starfsmönn- um Rikisútvarpsins fyrir að sitja heima. Þar með þarf rík- ið ekki að greiða alls kyns aukakostnað sem hleðst utan á vinnu þessa fólks. Þetta er byggt á sama reglugerðar- ákvæði og heimilar ríkinu að greiða mjólkurbændum fyrir að framleiða ekki mjólk. „Þrátt fyrir að búvöru- samningurinn hafi verið gagnrýndur virðist hann fela í sér lykilinn að lausn á vanda rikisrekstrarins," sagði Frið- rik. „Við höfum áhuga á að greiða sem flestum ríkis- starfsmönnum laun fyrir að sitja heima. Þið getið rétt ímyndað ykkur þann sparn- að sem næst bara í pappír. Það er hreint ógeðslegt að horfa upp á hvað venjulegur starfsmaður hérna í ráðu- neytinu skrifar af skýrslum á hverjum degi," sagði Friðrik. Friðrik Sophusson vill greiða sem flestum ríkisstarfsmönn- um fyrir að vera heima. Því er ekki að neita að rekstur blaðsins með 30 þúsund seldum eintökum litur mun betur út, — segir Ingólfur. MUNUM GEFA ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÚT í ÞRJÁTÍU ÞÚSUND EINTÖKUM — nauðugur einn kostur, fyrst Timinn og Þjóðviljinn eiga að seljast í 20 þúsund eintökum Vonumst til að þetta bæti hag fyr- irtækisins, — segir Sígurður Helgason, forstjóri Flugleiða, en það fyrirtæki gefur út Við sem fljúgum. GULA PRESSAN SAMEINUÐ TÍMARITIIvU VIB SEM FLJÚGUM — nýja blaðið mun heita Við sem Ijúgum Verkið sýnir óskrifað nótnablað og visar til fyrstu áætlana um kostn- að við húsið Verðlaun fyrir hugmynd að listaverki í ráðhúsið „EINS OG TÓNVERK SEM ALDREI ÆTLAR AÐ ENDA“ — segir Kristján Guðmunds- son um verk sitt, en hug- myndina sótti hann í fjár- hagsáætlun hússins ÍHBHBHKHSiHiiÍÍgÍi 43. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR --V i FIMMTUDAGURINN 24. OKTÓBER 1991

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.