Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 María Þorgeirsdóttir og Jón Atli Kristjánsson rekstrarróö- gjafi eru enn gift og búa i Kópavogi. Giftingardagur þeirra var 24. september og hún er í bogmannsmerkinu og hann Ijón. Að sögn Maríu létu þau gifta sig á sínum tíma vegna þess „aö þaö þótti bara sjálfsagt að fólk grfti sig á þeim árum. Við vorum jú ástfangin". María og Jón Atli eiga tvö börn, strák og stelpu. Alfheiður Steinþórsdóttir sál- fræðingur og Björn Arnórsson giftu sig 24. september 1966 og skildu síðar. Hún er stein- geit en hann sporðdreki. Álf- heiður gaf út bókina „Nútíma- fólk" ásamt Guðfinnu Eydal sálfræðingi, þar sem m.a. var fjallað um skilnað. I Indanfarid úr hafu yiftiní>- ar færst mjög í uöxt á Islandi, en til muri>ra ára uar likt oí> þwr dyttu úr tísku og þad þótti púkalegt ad giftu sig, í þad minnstu átti athöfnin ekki aö fara fram í kirkju. Á sama tíma og þuö er uftur móöins aö ganga samun upp aö altarinu hafu skilnaöir uukist svo mjög aö þaö lœtur nærri aö annaö huert hjóna- band endi meö skilnuöi. Þegar brúökaupsgjafirnar fura aö ganga sér til húöar og afborganir af bankalánum uö áuuxta sig hjá innheimtu- lögfrwöingi uiröist rómantík- in pakka niöur og fara, senni- lega til annarra bjartsýnna hjónaleysa. Svo fer þó ekki í öllum til- fellum og hér á síðunni gefur að líta slatta af hvorutveggja; fólki sem einfaldlega gafst upp hvort á öðru mitt í lífsbar- áttunni og hinum sem þreyja saman lífið enn í dag. Þau fengu birtar af sér myndir í Morgunblaðinu í dálkinum „Árnað heillá' og PRESSAN valdi af t handahófi '»>kkur «s hjon úr þeim fete föngulega hópi. \Sv«»*sW. WgKm ELLAOG HANDRITIN Þau voru í l tilhugalífinu þegar Bítlarnir ærðu íslensk |||Sy ungmennisem ■P önnur, ogárið áður gáfu Hljómar út fyrstu íslensku bítlaplötuna. Þau gittu sig á tímabilinu októ- ber/nóvember árið sem Ella Fitzgerald hélt tónleika hér á Fróni ásamt hljómsveit Jimmy Jones og það sama ár var samþykkt í Danmörku að láta íslendinga fá handritin heim, nefnilega árið 1966. Regína Viggósdóttir og Leifur Teitsson eru skilin. Brúö- kaupsdagur þeirra var áttundi október og þau skildu árið 1984. Leifur er bogmaður en Regína í nautsmerkinu. „Við höfðum þegar eignast barn þegar við giftum okkur og ég var aöeins 19 ára," sagði Regína. „Við bjuggum enn í foreldrahúsum á þessum tíma og það var engin brúðkaups- ferð eða slíkt, heldur var þetta ósköp venjulegur dagur. Við vorum saman í tuttugu ár og eignuðumst saman fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Við gengum í gegnum mjög erfiða tíma og það er kannski of vægt til orða tekið" sagði Regina. Hafsteinn Halldórsson rafvirki og Helga Friðriksdóttir eru ennþá gift. Hafsteinn er í tví- buramerkinu en Helga er bog- maður. Helga sagði í samtali við PRESSUNA að hjóna- bandið hefði gengið mjög vel. Helga og Hafsteinn eiga þrjú börn saman. „Það fer yfirleitt þannig á brúðkaupsafmælinu að ann- aðhvort okkar gleymir því svo að við höldum það ekki hátið- legt" sagði Helga. „Á brúð- kaupsdaginn fyrir 25 árum fór- um við í Vindáshlíð með alla gestina i eftirdragi og vorum gefin saman i gamalli fallegri kirkju sem stendur þar. Okkur fannst það tilvalið, því að ég hafði unnið þar þrjú sumur," sagði Helga Friöriksdóttir. KÁTIR FERÐALANGAR 1966 sigldi einmitt sovéska skipið Baltika úr íslenskri höfn áleiðis í heimsreisu með 500 íslenska farþega, Karla- kór Reykjavíkur og aðra káta gesti, m.a. Þórberg Þórðar- son rithöfund. Gleðilætin í skipinu voru slík að sá kvittur komst á kreik að allar vín- birgðir í skipinu, sem duga áttu langleiðina til Alsír, hefðu verið drukknar upp á tveimur fyrstu dögunum. ís- lensku farþegarnir áttu við svo búið að hafa farið í fýlu, sem bráði ekki af þeim fyrr en skipstjórinn sigldi inn til Gíbraltar og bætti við vín- föngum. Einnig gekk sú saga fjöllun- um hærra í Reykjavík að far- þegarnir hefðu fengið lús. og inátti að einhverju leyti rekja sögusögnina til þess sem Þór- bergur kallaði „óseðjandi verslunarhungur farþeganna í ætt við móðuharðinda- hungrið í gamla daga". íslend- ingarnir höfðu keypt fjöldann allan af loðnum úlfaldaeftir- líkingum í Egyptalandi sem henda varð síðar um borð vegna óþrifnaðar. SKAMMVINN HJÚSKAPARGLEÐI Þetta sama ár setti danskur maður á stofn hjónabands- miðlun í Hafnarfirði, en varð frá að hverfa, því íslend- ingar skildu ekki hvað hjónabands- miðlun þýddi og héldu að þar væri komið gleðihús og börðu utan hjá manngreyinu í tíma og ótíma, jafnt á nóttu sem degi. Það var síðan fyrir til- stuðlan iögreglu að maðurinn setti til- kynningu í blöðin um að hjúskapar- miðlunin hefði verið lögð niður og urðu Hafnfirð- ingar þar með af gleðihúsinu. Og síðast en ekki síst kom sjónvarpið, það þægilega heimilisviðhald, og kanasjóri- varpinu var gert að takmarka útsendingar sínar við ná- grenni flugvallarins. Og síðast en ekki síst kom sjónvarpið, það þægilega heimilisviðhald, og kanasjón- varpinu var gert að takmarka útsendingar sínar við ná- grenni flugvallarins. FANGAGRÍN Einn skemmtilegasti at- burður ársins var kannski þegar fangar á Litla-Hrauni læddust út úr fangelsinu að næturlagi, rændu og rupluðu og höfðu fangelsisyfirvöld þar með að fíflum. Fangarnir höfðu borað gat á milli klefa sinna til að geta haft samgang á milli og los- uðu því næst járnrimil í klefa- glugga og smeygðu sér út, Þeir stálu síðan bíl oddvitans á Eyrarbakka til að komast leiðar sinnar áreynslulaust og héldu á bílnum í útibú Kaup- félagsins í Hveragerði og létu greipar sópa. Þegar verkinu var lokið skiluðu þeir bíl oddvitans á sama stað og héldu svo aftur til klefa sinna í fangelsinu, þar sem þeir máðu út öll

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.