Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 MO DYRUSTU HEILDSÖlWIUl Hrafnista í Reykjavik. Nú stendur til aö beina öllum innkaupum Hrafnistu til heildverslunarinnar ARS. í Ijós hefur komið að ARS er langt í frá ódýrari en aðrir innflytjendur. Innkaupastofnun ríkisins var með útboð vegna kaupa á eitt hundrað sjúkrarúmum. Þrjár heildverslanir buðu samskonar rúm. ARS hí, sem er í eigu umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls og Hrafnistu, reyndist vera með 20 til 25 prósent hærra verð en keppinautarnir. Þegar umönnunar- og hjúkrunarheimiliö Skjól og Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði festu kaup á inn- flutningsfyrirtækinu ARS hf. átti að stefna að því að kaupa inn ódýrari vörur en heildsalar hér á landi bjóða. Þegar Innkaupastofnun ríkisins bauð út kaup á um eitt hundrað sjúkrarúmum kom í Ijós að heildverslun þessara samtaka, það er Skjóls og Hrafnistu, var umtalsvert dýr- ari en aðrar heildverslanir hér á landi sem bjóða sams- konar rúm, frá sama framleiðanda, sama vörumerki — nákvæmlega eins rúm í einu og öllu. Samtals voru keypt rúm fyrir á annan tug milljóna króna í þessu útboði. Eins og PRESSAN hefur áður sagt frá stofnuðu stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri Skjóls heildverslunina ARS, ásamt Almari Grímssyni, apótekara í Hafnarfirði, og eiginkonum. Þeir tveir fyrstnefndu hafa selt Skjóli og Hrafnistu sinn hlut í fyrirtækinu en Almar Grímsson, eða Hafnarfjarðarapótek, á enn sinn hlut. og Kaaber hefur umboð fyrir LIC og Heildverslun Stefáns Thorarensen umboð fyrir Salts. ,,Þetta er sukkpöddumilliliður," sagði forstjóri innflutningsfyrirtæk- is, þegar hann talaði um ARS. „Þeir hafa dreift bæklingum með þeim vörum sem þeir flytja inn. Þar sem getið er um verð sést að þeir eru alls ekki ódýrari en heildsalar hér heima. Enda er það ekki nema von. íslensku fyrirtækin flytja sömu vör- ur inn frá framleiðendum en ARS frá heildsala í Danmörku. Þegar þeir tala um að gera ódýrari inn- kaup þá er það kjaftæði. Það hefur einfaldlega sýnt sig að þeir eru dýr- ari ef eitthvað er." sagði sami for- stjóri. KLUFU SIG ÚT ÚR BLEIUNUM Innkaupastofnun ríkisins bauð út allsherjar bleiuinnkaup fyrir allar sjúkrastofnanir. Rekstrarvörur hf. Asgeir Inguarsson, sem nú er stjórnarformaður ARS, segir að Hrafnista og Skjól hafi komið inn í fyrirtækið til að tryggja lægra inn- kaupsverð á tækjum, áhöldum og rekstrarvörum. Það hefur hins veg- ar komið í Ijós, ef miða má við útboð Innkaupastofnunar og fleira, að ARS er ekki samkeppnisfært í verði. Meðeigendur Almars voru Rúnur Brynjólfsson, forstöðumaður Skjóls, og séra Sigurdur H. Gudmundsson, en hann er stjórnarformaður Skjóls og var einnig stjórnarformaður ARS. Eiginkonur þremenninganna áttu hlut í fyrirtækinu með þeim. DANSKUR MILLILIÐUR ARS hf. hefur umboð fyrir danska heildverslun sem heitir Otto Broe. Vörurnar sem Otto Broe er aðallega með eru frá sænsku fyrirtæki, LIC, og frá bresku fyrirtæki sem heitir Salts. Sænska fyrirtækið framleiðir húsgögn og annan búnað fyrir sjúkrahús og ámóta stofnanir. Breska fyrirtækið er hins vegar með Félag islenskra stórkaupmanna telur viðskipti heildsölu, sem er í eigu Skjóls og Hrafnistu, forráðamönnum þessara stofnana litt til sóma. Þá segja heildsal- ar að viðskipti fyrirtækisins hafi verið með einkennilegum hætti. framleiðslu á hálskrögum og öðrum slíkum hlutum. ARS er ekki eitt um innflutning frá þessum fyrirtækjum. Ó. Johnson áttu lægsta tilboðið. Samningur var gerður við það fyrirtæki til tveggja ára. Þegar samningstíminn var rétt um það bil hálfnaður klufu Skjól og Hrafnisturnar sig út úr samningnum og tóku að kaupa bleiur af ARS. Mjög er efast um að hægt hafi ver- ið að fá bleiur á lægra verði frá Otto Broe en Rekstrarvörur seldu þær á samkvæmt stóra samningnum. HÖFUM NÁÐ MJÖG GÓÐU VERÐI „Ég veit ekki annað en við höfum verið með mjög gott verð. Ég vil nefna sem dæmi verð á einnota hönskum og bleium," sagði Ásgeir Ingvarsson, stjórnarformaður ARS og fjármálastjóri Hrafnistu. Ásgeir nefndi verð þeirra á blei- um. Dagbleiur frá ARS kosta 2.975 krónur en frá Rekstrarvörum kosta þær 2.499 krónur, munurinn er um 500 krónur. Næturbleiur frá ARS kosta 3.680 krónur en 2.996 krónur hjá Rekstrarvörum. Munurinn er nálægt 700 krónum. „Við reynum að ná innkaupum á sem breiðustum grundvelli til að ná verðinu niður. Við stefnum að inn- kaupasambandi fyrir öldrunarþjón- ustu. Þess vegna stöndum við í þessu. Við höfum reynslu af vöru- kaupum beint að utan og við vitum einnig hvernig markaðurinn liggur hér heima. þannig að við viljum fást við þetta sjálfir. Við bjóðum öðrum að njóta þess verðs sem við fáum og við viljum fá sem flesta í öldrunar- þjónustu inn í þetta innkaupasam- band. Málið er einfaldlega það að við erum að reyna að ná sem hag- stæðustum innkaupum fyrir rekstur okkar." Er ekki rétt að þið verslið mest við Otto Broe? „Jú, það er rétt. Þeir eru stærstir í þessu í Danmörku og eitt stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum. Við höfum mikið samband við þá sem eru við öldrunarþjónustu í Dan- mörku. Við fylgjumst með blaða- greinum um þessar vörur og erum því vel inni í málunum," sagði Ás- geir Ingvarsson. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ARS sætti gagnrýni. „Hvort Innkaupastofnun ríkisins hefur alltaf viljað hafa samstarf við okkur er allt annað mál. Þeim sem til þekkja á að vera fullkunnugt að við höfum verið með margar vörur á mjög góðu verði." HEILDSALAR FINNA AÐ ARS Félag íslenskra stórkaupmanna hefur fundað um rekstur ARS. I fréttatilkynningu sem stórkaup- menn sendu frá sér segir að ARS hafi frá stofnun verið eign fram- \ kvæmdastjóra Skjóls, hjúkrunarfor- stjóra Hrafnistu, Almars Grímssonar apótekara og maka þeirra, en sé í dag í eigu Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, Umönnunar- og hjúkr- unarheimilisins Skjóls og Apóteks Hafnarfjarðar. Félag íslenskra stór- kaupmanna segist telja að viðskipti þessa fyrirtækis. það er ARS, hafi veriö með einkennilegum hætti og aðstandendum ofannefndra stofn- ana lítt til sóma. Félag íslenskra stórkaupmanna segir einnig: „Það verður aö teljast afar óeðlilegt að ofangreindar stofn- anir standi í heildsöluverslun þegar tilgangur þessara stofnana er allt annars konar rekstur, auk þess sem fram hefur komið í opinberum út- boðum og samanburöi á heildsölu- verði, að verð þessa fyrirtækis er gjarnan með því hæsta sem gerist á markaðinum. Vakin er sérstök at- hygli á því að meðal eigenda Skjóls er Reykjavíkurborg, sem rekur sína eigin innkaupastofnun. Félag ís- lenskra stórkaupmanna styöur heiis hugar viðleitni ofannefndra stofn- ana við að ná sem hagkvæmustum innkaupum og bendir á að opin út- boð á frjálsum vörumarkaði eru vænlegust til árangurs í þeim efn- um." Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.