Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 12
S KOÐA N I R 12 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Kratar í sálar- kreppu Brottför Jóhönnu Sigurðardóttur úr embætti varafor- manns Alþýðufloklcsins er að sumu leyti táknræn fyrir ástand og ímynd flokksins síðustu misseri. Meðal almennings hefur hún verið talin „sál“ Alþýðuflokksins, sú sem stóð vörð um grundvallaratriði í stefhu hans á meðan aðrir gerðu mála- miðlanir í venjubundnu pólitísku dægurþrasi. í kjölfar spill- ingarumræðu síðustu vikna er þess vegna vel við hæfi að flokkurinn sé nú búinn að tapa þessari sál. 1 síðustu viku var rakið stuttlega í þessu blaði hvernig stjórnmálaflokkarnir hafa úthlutað embættum og öðrum bitlingum til flokksgæðinga hin síðari árin. I ljós kom að Al- þýðuflokkurinn er afkastamestur allra í þessu sambandi, þeg- ar litið er til þess hversu stutt hann hefur setið í ríkisstjórn- um. Myndin yrði enn dekkri ef tekið væri tillit til stærðar — eða öllu heldur smæðar — flokksins. Ráðherraskipti flokksins komu ekki þessari umræðu af stað, heldur staðfestu rækilega staðreyndir málsins. Þá varð ekld hjá því komizt að nýleg umfjöllun Alþýðublaðsins um Vilmund Gylfason minnti fólk á hver fýrirheit flokkurinn gaf fýrir ekki margt löngu um siðferði og sanngjamar leikreglur í stjórnsýslu. Forysta Alþýðuflokksins, heilbrigðisráðherra meðal ann- arra, hefur reynt að réttlæta spillinguna með hjali um að stjórnmálamenn eigi ekki að gjalda þess í atvinnuumsóknum að hafa verið í pólitík, ef þeir eru á annað borð hæfir í stöð- una. Þetta er í bezta falli slæm blekking. Skýrasta dæmið er embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Það embætti hefur ekki einu sinni verið auglýst laust til umsóknar, hvað þá að vitað sé hverjir sækja um stöðuna, en samt kýs heill stjómmálaflokkur að láta eins og tiltekinn þingmaður, Karl Steinar Guðnason, sé búinn að fá embættið og færir til ráðherrastóla í samræmi við það. Sem betur fer hefur nú spurzt að einn reyndasti tryggingasérffæðingur landsins, Jón Sæmundur Sigurjónsson, hyggist sækja um stöðuna líka og eflaust verða fleiri um þessa vinnu. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með faglegu mati heilbrigðisráðherra Alþýðuflokksins þegar kemur að þeirri stöðuveitingu. Afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki stórpólitísk áhrif á stefnu eða störf Alþýðuflokksins. Það hlýtur þó að vera áhugamönnum um siðvæðingu stjórnmála áhyggjuefhi að þar einangraðist enn meira sá ráðherra Alþýðuflokksins sem minnst hefur komið nálægt spillingarmálum síðustu vikna og mánaða. BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Pálmi Jónasson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Llstlr: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndiist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: 0DDI STJÓRNMÁL Að rœkja skyldur við hugmyndaarf „Alþýðubandalagið getur með sanni sagt að það hafi síst fjórflokkanna stundað pólit- ískar mannaráðningar.“ Þetta stendur réttilega í síðustu PRESSU en skýring Friðriks Þórs Guðmundssonar og Gunnars Haraldssonar fær ekki staðist. Þeir segja í um- fjöllun sinni að líkast til sé það „vegna skammrar setu við kjötkatlana". Kenningin um að allir séu eins, ef ekki í verki þá að innræti, er fjölmiðla- mönnum svo tiltæk að stund- um slengja þeir henni ffarn án rökstuðnings, Alþýðuflokkurinn hefur verið stórtækastur í pólitísk- um mannaráðningum „hin síðari misseri“ samkvæmt könnun þeirra félaga. Með þessu orðalagi hlýtur að vera átt við að ekki sé litið marga áratugi affur í tímann. Skoð- um ríkisstjórnarsetur flokk- anna frá og með 1971 til 1993 og gerum ráð fýrir að það séu umræddar kjötkatlasetur. Þá kemur í ljós að Alþýðuflokk- urinn hefur verið skemur í ríkisstjórn en Alþýðubanda- lagið. Framsókn á metið, 19 1/2 ár, Sjálfstæðisflokkur kemur næst með 11 ár, þá Al- þýðubandalagið fast á hæla hans með 10 ár og loks Al- þýðuflokkurinn með 7 1/2 ár í ríkisstjórn á þessu tímabili. Litli flokkurinn, sem hefur setið skemmst í ríkisstjórn allra flokka á síðastliðnum tveimur áratugum, er stór- EINAR KARL HARALDSSON tækastur í pólitískum manna- ráðningum „hin síðari miss- Jón Ormur Halldórsson segir í viðtali við PRESSUNA að Alþýðubandalagið hafi einna helst viljað hreinsa sig af pöiitískuir, mannaráðnins- um. Tölfræðin og dæmin virðast styðja þá kenningu og minna má á þá áherslu flokks- ins að stofnanir hins opin- bera, m.a. menntastofnanir, fái aukið sjálfstæði. Á sama tíma eru núverandi stjórnar- flokkar að gera opinber fýrir- tæki að hlutafélögum þar sem ráðherra skipar beint alla stjómarmenn og þar með að auka ráðherrastýringu og pól- itískar útdeilingar á bitlingum. Jón Ormur heldur því ffam að sú spilling sem komið hafi fram í Alþýðuflokknum nú á síðustu árum sé nóg fyrir marga til að þeir hafi engan áhuga til að tengjast þeim flokki. Hrafn Jökulsson er einn þeirra sem glöptust til fylgis og starfa fýrir Alþýðu- flokkinn af þeim sökum einna helst að krataflokkurinn væri sérstakur merkisberi umbóta og sanngjarnra leikreglna í stjómsýslu. Nú þegar hann er staddur í miðri „litlu Italíu“ íslenskra stjórnmála verður honum það helst fýrir að snúa sverði sínu stuttu að Alþýðu- bandalaginu í stað þess að bregða brandi innan Alþýðu- flokksins, þar sem þörfin er mest á siðbótarriddurum. I PRESSUgrein Hrafhs er klifað á þeirri kenningu að innræti Alþýðubandalags- manna sé ekkert betra en krata og má vera að slíkur málflutningur sé huggun harmi gegn. Hinsvegar leyfi ég mér að halda fram þeirri skoðun að Hannes Hólm- steinn Gissurarson hafi nokk- uð til síns máls þegar hann fullyrðir í Alþýðublaðinu 22. júní síðastliðinn að Ólafur Ragnar Grímsson hafi tekið hlutverk vandlætarans í ís- lenskri pólitík í arf frá Vil- mundi Gylfasyni. Skýringin á því að Alþýðubandalagið hef- ur ekki verið stórtækt í pólit- ískum mannaráðningum, þó að það hafi setið lengur en Al- þýðuflokkurinn í ríkisstjórn á síðastliðnum tveimur áratug- um, kann að vera sú, að Al- þýðubandalagið og forystu- menn þess ræki skyldur sínar við þennan hugmyndaarf. Höfundur er framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. „Nú þegar Hrafn er staddur í miðri „litlu Ítalíu“ íslenskra stjórnmála verður hon- um það helstfyrir að snúa sverði sínu stuttu að Alþýðubandalaginu í staðþess að bregða brandi innan Alþýðuflokksins, þar sem þörfin er mest á siðbótarriddur- um.“ „Minn herra á engan vin “ Kaffistofa Alþingis er eins og allar aðrar kaffi- stofur: Þar skiptast menn á slúðri yfir vínar- brauði og rúnnstykkj- um. Og kaffistofan okk- ar er líka vettvangur samsærismanna sem halla sér fram á borðið og tala í hálfum hljóð- um. Þegar ég sé þing- menn sem sitja svona og umla og eru alvarlegir til augnanna, — þá veit ég að eitthvað spennandi er að gerast. Og sest við næsta borð, panta vínar- brauð hjá Þórdísi og sökkvi mér ofan í Tím- ann. Það er svo gott að hlusta yfir leiðurunum hans Jóns Kristjánssonar vinar míns. Þær sátu þarna tvær um daginn, heilög Jó- hanna og Rannsí, báðar nýkomnar úr Miðjarð- arhafssólinni. Rannsí var í glænýrri dragt sem hún hefur áreiðanlega keypt í Mónakó. En hún var ekkert glöð, og örlaði ekki á breiða, stórtennta brosinu hennar sem æv- inlega hlýjar mér um hjartarætur en Páll Höllustaðabóndi líkir við húnvetnska gæð- inga. Jóka var eins og þrumuský þegar hún drap í hálfreyktri sígar- ettu í undirskálinni þetta var í reyklausum hluta kaffistofunnar) og sagði: „Ég er einfaldlega búin að fá nóg.“ Ég varð fýrir dálitlum vonbrigðum: ég hafði haldið að kannski myndi ég heyra eitthvað nýtt. En hún hélt áfram: „Ég er að íhuga að segja mig úr Alþýðuflokkn- um. Mér svelgdist næstum á vínarbrauðinu en þær tóku ekki eftir mér þar sem ég faldi mig á bak við Tímann. „Or Alþýðuflokkn- um,“ sagði Rannsí klökk. „Hvað verður þá um mig?“ Það hvein í Jóku: „Ert þú ekki orðin þing- flokksformaður? Ég hót- aði helvítinu honum Jóni Baldvini að segja mig úr flokknum og ganga í Kvennalistann ef þú yrðir ekki ráðherra og svo tekur þú bara við þingflokksformennsku eins og ekkert sé.“ Vá, hugsaði ég, um leið og ég lét augun hvarfla um íturvaxna kynbombu í spegli Tím- ans. Ganga til liðs við Kvennalistann! Nú yrði Jim Beam Hannibalsson loksins kjaffstopp. Nú hrundi Kalli Steinar inn um dyrnar: ógreiddur, svitagljáandi og lufsulegur í þvældum jakkafötum. Bók eftir Laxness stóð upp úr öðrum jakkavasanum og af bungunni á hinum vasanum mátti ráða að hann væri vopnaður Lö- venbrá eins og venju- lega. Nokkra stund stóð hann í dyrunum og var á svipinn eins og maður sem er að reyna að átta sig á einhverju. Augun hvörfluðu stefnulaust þangað til hann festi sjónir á flokkssystrum sínum. Hann gerði al- varlega tilraun til að hvessa augun á þær en kom síðan — lengri leiðina — að borðinu. Þar datt hann ofan í stól, seildist eftir sígarettu úr pakka Jóhönnu og stakk henni öfugri upp í sig. Jóka fitjaði upp á trýnið og ég sá hvernig hrollur fór um dragt- klæddan líkama Rannsí- ar. Kalli fiskaði Laxness upp úr vasanum (þetta reyndist vera Islands- klukkan eins og venju- lega), fletti fram og aft- ur, hallaði sér fram á borðið og sagði við kaffikönnuna: „Minn herra á engan vin.“ Rannsí strauk ímynd- aða mylsnu af borðinu ogsagði: „Jæja.“ Það glumdi í Islands- klukkunni þegar Kalli skellti bókinni aftur. „Minn herra á engan vin,“ endurtók hann. „Alls engan vin. Ég á engan vin í öllum heim- inuni. Hvergi.“ Ég hélt hann ætlaði að fara að gráta en þá tók hann á sig rögg og hvæsti ffarnan í Rannsí: „Þú hélst að þú fengir að verða ráðherra á minn kostnað. Aldeilis e k k i . V e i s t u hvað einn ónefndur joðbé sagði? Ha? Hann sagði: Ég sé enga ástæðu til að gera einhvem 53 ára fyrrverandi talsímavörð á ísa- firði að umhverfis ráðherra! Sagði hann. 53 ára fyrrverandi talsíma- vörður á Isa- firði!" Kalli h a 11 - aði sér aftur í stólnum og hló skálkslega. „Ég er nú ennþá bara 52,“ sagði Rannsí særð. Kalli tók ekki eftir þvi. „Og nú ætlið þið líka að hafa af mér Trygginga- stofnun! Minn herra á engan vin. Jón Sæ- mundur ætlar að stinga undan mér. Hvað á ég að gera? Fara að kenna aftur í Barnaskóla Kefla- víkur? Ég gerði það í sextán ár. Vitiði hvað kennarar fá í laun?“ Hann þagnaði, enda tilhugsunin skelfileg. Jafnvel þingverðir fá hærri laun en kennar Oddur þingvörður, sá sem hér hefur skrif sín í PRESS- UNA, er hugarfóstur dálk- höfunda, en aðrar persónur hafa í fúlustu alvöru tekið að sér að stjóma landinu. Einstakir atburðir og efnis- atriði eiga sér stoð í raun- veruleikanum, en em stíl- færð og ýkt í samræmi við tilefnið hverju sinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.