Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 33

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 33
Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 Þ ROTT I R PRESSAN Víkingar sprengja markamúrinn MORK 80 75 70 65 60 55 50 45 40 35 Ómar Bendtsen er nýr markahrellir úr Vesturbænum nóg eftir KR-ingurinn Ómar Bendtsen er markahæstur í fyrstu deild íslandsmótsins með fimm mörk eftir sex leiki. Það voru ekki margir sem þekktu þennan leikmann í vor, enda allt að því nýliði í deildinni, en nú hefur hann iátið að sér kveða svo um munar. PRESSAN náði tali af þessum unga og efnilega leikmanni. Hvað hefurðu spilað lengi í fyrstu deildinni? „Ég kom inn í síðustu sex leikj- unum í íyrra.“ Skoraðir þú eitthvað í þeim? „Já, þrjú mörk.“ Heldurðu að þú haldir áfram að skora svona mikið? „Ég stefni að minnsta kosti á það.“ Nú hafið þið KR-ingar verið dá- fitið brokkgengir í Islandsmótinu. Unnið sannfærandi sigra með mörgum mörkum og lent svo í basli þess á milli. Þyrfti liðið ekki að vera jafnbetra? „Mér finnst þetta vera yfir alla deildina. Þeir einu sem eru ekki svona eru Víkingar og Skagamenn. Við strákarnir komum nýlega sam- an með stjórnarmönnum KR og töluðum um hvað hægt væri að gera og hvað upp á vantaði. Við verðum að berjast alveg frá fyrstu mínútu. Við höfum stundum verið tuttugu mínútur til hálftíma í gang og mér fannst líka að í leiknum á móti Keflavík værum við farnir að gefa eftir en það gengur auðvitað ekki. Við verðum auðvitað að koma alveg á fullu inn í leikina.“ Hefurðu alltaf verið með KR? „Já, alltaf með KR.“ Nú ertu bara tvítugur og átt framtíðina fyrir þér. „Já, maður á að minnsta kosti nóg eftir.“ Stefnirðu að atvinnumcnnsku? „Nei, ég hef aldrei stefnt að því neitt markvisst en það væri auðvit- að gaman ef af því yrði. Annars er orðið svo erfitt að komast út.“ Hafa góðu spámar frá í vor haft einhver áhrif á liðið? „Nei, ég held eldd.“ En þið óttist ekki að ÍA sé að stinga hin liðin af? „Jú, auðvitað er einhver hætta á því. En það skiptir auðvitað máli hvernig okkar leikir fara, hvort við höldum í við þá. Við vinnum þá auðvitað heima, það er engin spurning.“ Ertu farinn að renna hým auga á gullskóinn? „Ja, ég segi ekki að maður hafi ekki hugsað út í það. Það var verið að ræða þetta eftir síðasta leik og auðvitað stefnir maður alltaf á að skora sem mest.“ Hverju þakkarðu það að þú skorar svona mikið? „Ég þakka auðvitað þjálfaranum fyrh að gefa mér tækifæri á að vera inni á velhnum.“ Það er ekki spilað upp á þig í leikjunum? „Nei, alls ekki.“ Er einhver sérstakur vamar- maður sem þér ftnnst erfiðara að spila gegn en öðrum? „Já, Þormóður Egilsson á æfing- um. Hann er mjög erfiður. Annars lít ég á alla sem jafningja þegar ég kem inn á völlinn." kosti Ómar Bendtsen tvitugur KR-ingur, er markahæstur eftir sex umferðir í íslandsmótinu. Hann hefur skorað fimm mörk í sex leikjum. að minnsta Hér sést hvað Víkingar fá mörg mörk á sig ef árangurinn er framreiknaður yfir allt leiktímabilið. Hafa verður í huga að þetta er einungis vélrænn framreikningur en ekki spá. Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Víkingum það sem af er íslands- mótinu og ef svo heldur ffam sem horfir munu þeir sprengja marka- múrinn, en með öfugum formerkj- um. Víkingar hafa fengið á sig 26 mörk í fýrstu sex leikjunum. Það þýðir 4,33 mörk í leik og ef sú tala er framreiknuð yfir allt tímabilið verður Guðmundur Hreiðarsson að sækja boltann 78 sinnum í netið í sumar. Þegar litið er yfir söguna frá 1977, en þá léku fyrst tíu lið í fyrstu deildinni, hafa þeir markverðh sem mest hafa haft að gera þurft að hirða boltann að meðaltali 31,5 sinnum úr netinu. PRESSAN tók saman hvaða lið hafa fengið á sig flest mörk á þessu tímabili og nið- urstöðurnar má sjá í meðfýlgjandi töflu. Víkinga vantar ekki nema eitt mark upp á að jafna metin við Val, sem fékk flest mörk á sig á íslands- mótinu árið 1983, alls 27. Ef Vík- ingar fara ekki að taka sig saman í andlitinu stefnir í „markamet“ sem seint verður slegið. 3. SPORTBUÐIN ÁRMÚLA40, símar 813555 og 813655 TILBOÐSVEBÐ ÍÞRÓTTAGALLI st. S ■ XL I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.