Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 15
KRATAR Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN 15 Jóhanna Sigurðardóttir segir af sér Einangruð og stuðningslítil Ákvörðun Jó- hönnu Sigurðar- dóttur hefur yfir- ieitt verið illa tekið í Alþýðu- flokknum. Hún hefur hverfandi stuðning og virð- ist engar áætlan- ir hafa um fram- hald leiksins. Jóhönnu Sigurðardóttur heíur tekizt að koma af stað verulegum skjálfta innan Al- þýðuflokksins með því að segja af sér varaformennsku í flokknum. Enginn virðist vita hvað — ef þá nokkuð — vakir fýrir henni, en yfirleitt mælist ákvörðun hennar illa fyrir. Það er þá af, sem áður var, að Jóhanna naut óskoraðs stuðn- ings flokksfólks nánast sama á hverju gekk. Flestir lýsa samt skilningi á því að hún skuli hafa viljað slíta formlegu flokkslegu sam- starfi við Jón Baldvin, sem aldrei hefur þó verið umtals- vert. Hins vegar er ákvörðun hennar talin skaða flolddnn og á meðan ekki skýrist hvað fyr- ir henni valdr eru fáir tilbúnir að lýsa stuðningi við hana. Kosning um ráðherra flokks- ins, sem Jóhanna segir hafa fyllt mælinn, getur heldur ekld talizt fullnægjandi skýring þegar atburðarás síðustu daga er skoðuð. Jóhanna neitaði að víkia fvrir Rannvetéu Þegar ráðherraskipti kom- ust alvarlega til umræðu fýrir fáeinum vikum stóð hugur Jóns Baldvins til þess að Sig- hvatur Björgvinsson yrði við- skiptaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir félagsmála- ráðherra, en Jóhanna vild úr því ráðuneyti í heilbrigðismál- in. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR þvertók Jó- hanna fýrir að færa sig um set, líkt og gerðist 1991 þegar rík- isstjórnin var mynduð. Þá stóð til að Karl Steinar Guðnason yrði félagsmálaráð- herra, Jóhanna neitaði og Karl Steinar afþaltkaði umhverfis- ráðuneytið. Þá og ekki fyrr kom til umræðu að Eiður Guðnason yrði ráðherra. Eitthvað svipað gerðist nú: Jón Baldvin var aldrei áhuga- maður um að Össur Skarp- héðinsson yrði ráðherra og hefur látið svo ummælt í sam- tölum. í ofangreindri stöðu mun hann þó hafa talið þann kost vænstan að setja nafh Össurar í hattinn, enda nyti Rannveig ekki stuðnings í embætti umhverfis- eða heil- brigðisráðherra. Hann sagði Jóhönnu frá þessu símleiðis til Mæjorka, en hún brást ólevæða við og hótaði afsögn sinni ef Rannveig yrði eldd ráðherra. Jón segist við þetta hafa ákveðið að viðhafa at- kvæðagreiðslu í þingfloldcn- urn og rjúfa þannig áratuga- gamla hefð. Þannig fríaði hann sig nokkurri ábyrgð á niðurstöðunni, en fullyrða má að hann hafi vitað fyrirfram hver úrslitin yrðu. Þeirrar skoðunar var Jóhanna einnig og leit á þetta sem refsibragð hjá Jóni. Það breytir ekld hinu að Jó- hanna hefði væntanlega getað tryggt Rannveigu ráðherrasæti með því að færa sig um set á milli ráðuneyta. Því neitaði hún hins vegar þar til á síð- ustu stundu, en þá var það of seint. Rannveig fékk á endanum fimm atkvæði: sitt eigið, Jó- hönnu, Jóns Sigurðssonar, Karls Steinars og Sigbjörns Gunnarssonar. Athygli vekur að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, „þinglóðs“ með atlcvæðisrétt, greiddi ekld konunni atkvæði sitt. Ekkert framboð á móti Jóni________________ Áltvörðun Jóhönnu kom öllum á óvart, líka þeim sem höfðu heyrt af hótun hennar þessa efnis. Þeir sem á annað borð lögðu trúnað á hótunina álitu hana úr sögunni þegar Rannveig Guðmundsdóttir ákvað að taka við þingflokks- formennsku. Það sló hins vegar harkalega í brýnu á milli Rannveigar og Davíð Oddsson Hefur ræktaö sambandiö viö Jóhönnu vel og réö henni frá afsögninni. Jóhönnu eftir ráðherrakjörið, þar sem Rannveig áleit rétti- lega að Jóhanna hefði getað beitt sér fýrr og betur fyrir kjöri hennar. Þetta er ein skýr- ingin sem er nefnd á ákvörð- un Jóhönnu nú, sem sagt að hún sé að sýna Rannveigu tálcnrænan stuðning sinn eftir það sem á undan er gengið, gera einhvers konar yfirbót. Sagt er að Jóhönnu líði illa að hafa það á samvizkunni að hafa orðið til þess að kona yrði ekki ráðherra Alþýðu- flolcks, enda gefast slík tæki- færi sjaldan. Hótanasaga Jóhönnu Hótanasaga Jóhönnu er orðin býsna löng og má rekja til ársins 1987, þegar flokkurinn settist í rildsstjóm eftir langt hlé. 1 sex ár hefur hún við fjárlagagerð sett fram harðar lcröfur um fjárframlög í ráðuneyti sitt og varizt nið- urskurði með sömu hörku hin síðari ár. í þeim rimmum hefur hún reglulega hótað af- sögn sinni sem ráðherra, fengi hún ekki sitt fram. Oftast hefur það tekizt og í þau sldpti, sem hún hefur þurft að slá af ýtrustu lcröfum, hefur það að minnsta kosti litið þannig út að hún stæði uppi sem sig- urvegari. í þessum átökurn voru „andstæðingar“ hennar einkum Jón Baldvin og Jón Sigurðs- son, sem voru hinir raunverulegu forystu- menn flokksins þegar kom að álcvörðunum í ríkisfjármálum og efna- hagsmálum. Þessi átök urðu þó sjaldan opinber, en komu óvænt upp á yfirborðið á flokksþingi í Hafnarfirði árið 1990. Þá flutti Jóhanna skýrslu varaformanns og rakti lið fýrir lið hvernig hún taldi flokkinn hafa svildð stefhumál sín. Það var harður lest- ur og þegar kom að Jóni Baldvini að flytja sína skýrslu henti hann henni frá sér með þeim orðum að hann ætlaði ekld að flytja „neina andskotans skýrslu“, en flutti þess í stað blaðalaust reiðilestur um heimtufrekju Jóhönnu. Það kallaði Jóhanna „aftöku á mér sem varaformanni" og flokksþingið var við það að leysast upp. Eftir sáttaumleitanir Jóns Sigurðssonar urðu til sættir, sem svo voru nefndar, en voru skammgóður vermir. í þinglok áttu þau hjú að halda höndum saman á loft í samstöðu- og sigurstemmningu. Það tókst ekki fyrr en Jón greip um hönd Jó- hönnu og lyfti henni upþ á meðan hún lét skammirnar dynja á honum. Fyrir þetta flokks- þing og hið næsta dró Jóhanna lengi að gefa upp hvort hún hygð- ist gefa kost á sér sem varaformaður og opnaði þar með um- ræðu um að hún færi hugsanlega í framboð gegn Jóni. Það stóð þó aldrei til, enda var þetta aðferð hennar til að mótmæla vinnubrögðum hans á flokkslegum vettv'angi, hennar heimavelli, og skjóta hon- um hæfilegan skelk f bringu. Það tókst í bæði skiptin. Yfirleitt má segja að þessi taktík hafi gefizt Jóhönnu vel. Hún hefur ítrekað komizt upp með mun meiri kröfur en aðrir ráðherrar, en um leið tekið þá áhættu að Jón Baldvin hætti að taka mark á endalausum hótunum henn- ar. Það virðist hafa gerzt í þetta sinn. „Þú ert búlnn aö særa mlg nóg,“ sagöí Jó- hanna viö Jón Baldvin eftir aö meintar sættir tókust á flokksþlngi 1990. Þessi sálfræðilega skýring er ekki sízt notuð af því að ekki finnst nein gagnleg pólitísk skýring. Það verður nefhilega ekki séð að þessi leikur Jó- hönnu sé sá fýrsti í einhverri úthugsaðri fléttu, sem stað- festist í samtölum við konur sem styðja hana. Hún á held- ur ekki margra kosta völ: Hún gæti farið í framboð á móti Jóni á flokksþingi næsta ár. Ef sú er ætlunin, sem út af fyrir sig er ólíklegt, kemur þessi ákvörðun að litlu gagni. Nær hefði verið til árangurs að byggja upp opinbera mál- efnaandstöðu við Jón Baldvin í haust og vetur, segja af sér ráðherradómi við heppilegt tækifæri og leggjast í stjómar- andstöðu nokkra mánuði fýr- ir flokksþing á næsta ári. Þar fýrir utan er talið afar ólíklegt að Jóhanna bjóði fram gegn Jóni; að óbreyttu má reikna með að hún myndi tapa þeirri kosningu. Sá kvittur hefur verið á kreiki að Jóhanna gæti hugsað sér að ganga til liðs við Kvennalistann, ekki sízt með borgarstjórnarkosningar í huga. Ekkert bendir til þess að þetta sé á rökum reist. Það yrði genetískum eðalkrata á borð við Jóhönnu afar þung ákvörðun að yfirgefa Alþýðu- flokkinn og yrði margt við að bætast í syndaregistri foryst- unnar áður en til þess kæmi. Óstaðfestar upplýsingar herma að bæði Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag hafi viðrað framboðsmál í Reykjavík við hana, en hún hafl tekið því fjarri. En Jóhanna getur gert ríkis- Rannveig Guðmundsdóttir Reiddist Jóhönnu mjög eftir ráöherrakjöriö. stjóminni lífið erfitt. Setja má upp dæmi: við erfiða fjárlaga- gerð í haust setur hún fram venjuleg skilyrði og hótanir og lætur til dæmis brjóta á fæð- ingarorlofi, gömlu, óleystu deilumáli. Þar með kæmi hún „vinstri vængnum“, Rann- veigu, Össuri, Guðmundi Árna og fleirum, í nokkurn bobba. Þau hefðu þó varla að óbreyttu áhuga á að fella ríkis- stjórnina, svo niðurstaðan gæti orðið enn meiri einangr- un Jóhönnu. Á endanum er varla hægt að líta á ákvörðun Jóhönnu nema sem táknræna athöfn sem hefur lítið gildi. Það má fullyrða að ekkert breytist í starfi flokksins við þessa ákvörðun. Sem varaformaður hefur hún lítið sem ekkert sinnt flokksstarfi, sem þó átti eðli málsins samkvæmt að vera í hennar verkahring. Hún hefur ekkert samband haft við flokksskrifstofuna, „veit ekki einu sinni símanúmerið þar“, eins og einn viðmælandi orð- aði það. Hún situr áfram sem ráðherra og hefur að því leyti svipuð samskipti við Jón Baldvin og áður. Praktískt gildi ákvörðunarinnar getur því orðið sáralítið. Sambandsleysi á báða bóea_______________ Það eru tvær hliðar á sam- ráðsleysinu sem Jóhanna hef- ur gert að umtalsefni. Annars vegar kemur þar til skapferli þeirra Jónanna, sem aldrei hafa kosið að komast að nið- urstöðu með viðamikilli um- ræðu og samráði sem leiddi til einhvers konar málamiðlunar. 1 krafti yfirburðaþekkingar lætur þeim betur að vinna mál vel og kynna niðurstöður sín- ar með þeim hætti að aðrir geta vart nema samþykkt eða hafnað. Það hefur alltaf verið ójafú leikur, ekki sízt gagnvart Jóhönnu, sem ekki hefur sett sig mikið inn í mál utan síns ráðuneytis. Vinnustíll og karakter Jóns Baldvins er enn- fremur með þeim hætti að honum tekst ekki að laða fólk til samstarfs við sig til lang- frama. Kemur hvort tveggja til, skapferli stjórnanda frem- ur en samstarfsmanns og meint óheilindi, sem Jóhanna og fleiri hafa gert að umtals- efni. Á hinn bóginn hefur ekki borið á því að Jóhanna sæktist efitir samráði í stórum og erf- iðum málum sem hún þekkir lítið til. Hún hefur „lært á“ eitt ráðuneyti á sex árum og lítið sýnt öðru áhuga. Leiða má að því rök að hún hafi verið feg- in, fremur en hitt, að þurfa ekki að dreifa kröffum sínum víðar. JÓN Baldvin Hannibalsson Vinnubrögö hans fæla fólk frá samstarfi. Konur ósammála um ákvörðunina_____________ Að sumu leyti líta stuðn- ingsmenn Jóns Baldvins þannig á að þingflokkurinn sé nú laus úr sex ára gíslingu Jó- hönnu, en hún hefur með þessari ákvörðun einnig ein- angrað sig innan þingflokks- ins, ef marka má ummæli þingmanna og ráðherra. Eng- inn þingmaður hefur mælt ákvörðun hennar bót og þeir ráðherrar aðrir en Jón Bald- vin, sem hafa tjáð sig, hafa yfirleitt kallað hana „óheppi- lega“. Jóhanna fundaði með um tuttugu konum á mánudags- kvöld þar sem farið var yfir stöðuna. Meðal þeirra voru Rannveig Guðmundsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og nafna hennar Guðmunds- dóttir, sem var fundarstjóri. Þessi hópur hittist reglulega, en það er ef til vill til marks um veika stöðu Jóhönnu að þarna voru mjög skiptar skoð- anir um ákvörðun hennar og niðurstaða í raun engin af fúndinum. En ef bandamenn skortir í Alþýðuflokknum getur Jó- hanna huggað sig við mjög gott samband við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Að sögn sjálfstæðismanna leggur hann mikið upp úr góðu sam- bandi við hana og lítur á hana sem mikilvægan stuðnings- mann ríkisstjórnarinnar, ekki sízt vegna þess hluta Alþýðu- flokksins sem hún er álitin fúlltrúi fýrir. Undir þetta taka kratar og segja sumir að Davíð gangi mun betur en Jóni Bald- vini að eiga við Jóhönnu. „Hann er eiginlega sá eini sem nennir að tala við hana,“ sagði háttsettur, pirraður krati. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR skýrði Jó- hanna Davíð frá ákvörðun sinni áður en hún varð opin- ber og mun hann hafa ráðið henni frá þessu, bæði sjálfrar sín vegna og ríkisstjómarinn- ar._________________________ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.