Pressan


Pressan - 01.07.1993, Qupperneq 21

Pressan - 01.07.1993, Qupperneq 21
F R ÉTT I R Fimmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN 21 Forstjóragrœðgin og eymd stjórnmálanna í PRESSUNNI þann 16. júní mátti sjá svofeUda klausu um Arna Bergmann: „Hann er hættur að berjast við stjórnmálamenn og hefúr snúið sér að forstjórum. Einhvern veginn finnst manni að þar leggist lítið íyrir mikinn hugsjónamann, eða er hann kannski kominn á rétta kúrsinn?“ Mér sýnist þessi klausa nokkuð glæfraleg ályktun af grein sem ég hafði birt í DV nokkrum dögum fyrr og fjallaði um „forstjóra- græðgi“, en hún er samt ekki með öllu út í hött. Sérkennileg kjarabylting Þetta orð, „forstjóragræðgi“, hefi ég notað um það fyrirbæri sem off er á dagskrá í breskum og banda- rískum blöðum og kallast þá gjarna „græðgin í stjórnarherberginu“ (greed in the boardroom). Þar er átt við það alkunna fyrirbæri, að for- stjórar og aðrir stjórnendur (einatt um leið eigendur) fyrirtækja hafa komið sér upp mjög þægilegu sjálf- skömmtunarkerfi á tekjum og ffíð- indum. í fyrmefndri grein visaði ég til þess meðal annars að breska blaðið Guardian hefði komist að því að forstjóratekjur í hundrað helstu fyrirtækjum landsins hefðu hækkað um 133 prósent á síðast- liðnum fimm árum — auk þess sem þar verða mörg dæmi herfileg af því að forstjórastéttin lætur greiða sér gífurleg eftirlaun. Þessi kjarasókn þeirra sem best eru settir gerist í Bretlandi, Bandaríkjunum og miklu víðar vissulega (við þekkj- um ýmisleg hliðstæð dæmi hér heima) um leið og að flestum öðr- um kreppir, atvinnuleysingjum fjölgar og verulegur hluti millistétt- arfólks týnir eignum og sálarró. Hún heldur og áffam einatt án tillits til þess hvort viðkomandi fyrirtæki skila hagnaði eða ekki. Og þessi sig- ursæla kjarabarátta forstjóranna á sér stað um leið og búið er að lama svo rækilega verkalýðshreyfingu um alla Evrópu og víðar, að hún treystir sér ekki til að andæfa því að það viðskiptafrelsi og fjármagnsfiæði sem allir japla á leiði það öðru fremur af sér að ffamleiðsla og þar með störf séu flutt til láglaunasvæða þar sem velferðarkerfi er rýrt — með þeirri augljósu afleiðingu að stöðugt atvinnuleysi í gömlum iðn- ríkjum er á leið upp í 12 prósent. Þeir sieppa misvel Ég hefi reyndar reynt að minna á þessa þróun í greinum sem birst hafa hér og þar á liðnum misserum. En um hana er satt að segja undar- lega lítið fjallað hér á landi. Og þá er komið að því dæmi sem PRESSAN setti upp: vilja menn heldur and- skotast á stjórnmálamönnum eða forstjórum þegar þeir hella úr skál- um sinnar pólitísku reiði? Því er óþarft að svara svosem — en ekki úr vegi að minna á það, að til þessa er sem forstjóragengið sé einsog stikkffí miðað við stjórnmálamenn í flestri umfjöllun. Tökum dæmi. Það er sífellt verið að segja almenningi að hann þurfi að spara og efla „kostnaðarvitund" sína og „verðskyn“ með því að menn greiði meira sjálfir af kostnaði við skólahald, heilbrigðisþjónustu og fleira. í ffamhaldi af þessu spyrja menn kannski hvað höfðingjarnir hafist að um leið. En - nota bene — aðeins þeir pólitísku. Menn leyfa sér að ergja sig yfir þvi að einn ráðherra bjóði skólabræðrum í kampavín, annar leggi alla menningarsjóði undir sinn einkavin, hinn þriðji láti ferðalög eiginkonunnar kosta ríkið milljón á ári og svo ffamvegis. Og svona er þetta víða um lönd. En það sem gerist af svipuðu tagi í einka- geiranum (þegar dýrasti partur einkaneyslunnar er skráður á fýrir- tækin) — það er miklu sjaldnar í sviðsljósi. Bandaríska vikuritið Newsweek vék að þessu í grein ekki alls fyrir löngu. Þar segir sem svo: Almenn- ingur er æfúr yfir sukki í ráðuneyt- unum, af því þar er farið herfilega með skattpeninginn, en hann held- ur að mun meira sukk (í bónus- greiðslum, risnu, einkaflugvéla- fiakki o.fl.) í fyrirtækjum komi sér ekkert við. En þetta er alrangt, sagði Newsweek réttilega: sukkið og græðgin í fýrirtækjunum koma líka almenningi við með ótvíræðum hætti. Sukkið er beinlínis gert að „kostnaði“ sem lækkar skatta fýrir- tækjanna (sem leggja þeim mun minna í sameiginlega sjóði). Og gíf- urlega há laun og ótrúlegir samn- ingar um starfslok — fyrir þetta borgar almenningur líka í hærra verði fýrir vörur fyrirtækjanna og þjónustu. Segir ekki einhversstaðar: ókeypis veisla er ekki til? Hverjir eiga iandiö? Stjórnmálamennirnir, hin pólit- íska stétt, bera svo töluverða ábyrgð á því að „forstjórastéttin“ er gerð stikkffí. Þeir fara með það stef oft á dag, að leið út úr hverjum vanda sé í því fólgin að „skapa fýrirtækjun- um betri rekstrarskilyrði" — allt skal víkja (ekki síst velferðarkerfið) fyrir lægri sköttum á fýrirtæki og annarri fyrirgeiðslu sem á að bæta samkeppnisstöðu þeirra eins og það „ Ogþá er komið aðþví cLemi sem PRESSAN setti upp: vilja menn heldur andskotast á stjórnmálamönnum eða forstjórum þegar þeir hella úr skálum sinnar pólitísku reiði? Því er óþarft að svara svosem — en ekki úr vegi að minna á það, að til þessa er sem forstjóragengið sé einsog stikkfrí miðað við stjóm- málamenn í flestri um- fröllun. “ heitir. Og síðan þykir það mesta frekja, öfundsýki og ósvífni að spyrja hvernig þessi sömu fýrirtæki noti sér svigrúmið sem stjórnmála- menn skapa þeim. Forstjóragræðg- in verður feimnismál. Hún er að vísu alloff á dagskrá í til dæmis breskum blöðum, eins og hver maður getur séð sem nennir. En ekki hér heima. Það er þá helst að PRESSAN birti öðru hvoru tíðindi af ljósfælnum leik með bókhald og gjaldþrot hjá manni og manni. Stöð 2 tekur starfslokasamninga hjá SÍS fýrir — alveg réttilega vitaskuld, en þó sækir að manni sú ónotakennd að svona væri ekki farið með SfS ffænda nema vegna þess að hann er á leið út úr sögunni. Morgunblaðið getur átt það til að tukta meira að segja sína eigin stjórnmálamenn fýrir eitt og annað, en það fer silki- "* hönskum um „athafnaskáldin“ sem stýra atvinnulífinu. í mesta lagi segir að „menn“ eða „fslendingar“ al- mennt séu of fjárfestingaglaðir, syndir fýrirtækja eru tengdar eins konar þjóðarsamsekt — og gott ef ekki er hnýtt í pólitíkusana í leið- inni: þeir bera einna helst ábyrgð- ina, því að þeir hafa leyft sakleys- ingjunum að sukka í íjárfestingum eins og vitlausir væru! Vilji menn láta af því vita að þeim sé ekki sama um eitt og annað í samfélaginu er vitaskuld engin ástæða til að hlífa stjómmálamönn- um. En þeir em ekki þeir stórkarlar sem fjölmiðlar gefa til kynna: þeir sem mest ber á eru næsta vanmátt- ugir í stefnumótun og kunna ekki mikið annað en hinn pólitíska leik, valdstaflið sjálft (einkum í sínum eigin flokki). Altént er engin ástæða til þess að gagnrýninn áhugi okkar á einkavinavæðingu Sjálfstæðis- flokksins á sjónvarps- og kvik- myndasviði og á kratavæðingu embættiskerfisins leiði með öllu huga okkar frá þeim sem „eiga landið“. Það er að segja: þeim sem eiga bæði fjármagnið, fýrirtækin — og nauðsynlegan slatta af stjórn- málamönnum eftir Árna Bergmann^ Siðanefnd sýknar í Meðalfellsvatnsmáli Húsgagnahöllin þess að þeir þekktust, en ekki að draga viðtölin alveg til baka. Siða- nefnd telur vinnubrögð Pressunnarí þessu ináli ekki brjóta í bága við siðareglur. Úrskurður Kærðu teljast ekki hafa brotið ákvæði siðareglna. Besta ameríska dýnan á markaðnum er frá SERTA verksmiðjunum sem auglýsa um allan heim undir slagorðinu " We make the world's best mattress". I Húsgagnahöllinni færðu fullkomna þjónustu og eru dýnurnar til í öllum stærðum og mýktarflokkum með allt að 25 ára ábyrgð. Láttu þér líða vel á SERTA dýnu næstu árin. SERTA er besta ameríská dýnan. Það skulum við sýna þér þegar þú kemur að prófa. Verðið mun koma þér skemmtiiega á óvart. Siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands hefur kveðið upp úrskurð í kæru Bamaverndarnefndar Reykjavíkur og Kristínar Rósar Steindórsdóttur gegn Gunnari Smára Egilssyni, fyrrum ritstjóra PRESSUNNAR, og Telmu Tómas- son blaðamanni. Ákæran spratt af viðtali við fjóra unglinga, sem kom- ist höfðu í fféttir vegna skemmda á sumarbú- stöðum við Meðalfells- vatn og birtist 18. mars. Barnaverndarnefnd og móðir eins unglinganna töldu að blaðamaður hefði brotið gegn 3. grein siðareglna blaðamanna með því að hafa ekki sýnt þeim tilhlýðilega tillits- semi og valdið þeim óþarfa sársauka og van- virðu. f úrskurði Siðanefnd- ar segir svo: „Málið var kært með bréfi dagsettu 16. apríl og barst það til siðanefndar Bf þann 4. maí. Málið var tekið fýrir á fundum nefndarinnar dagana 11. og 25. maí og 2. og 18. júní. Nefndin óskaði eftir skriflegri greinargerð frá Telmu Tómasson og fékk hana til umfjöllunar auk greinargerðar kær- enda. Þá ræddi fulltrúi nefndarinn- ar að auki við Gunnar Smára Egils- son og Telmu Tómasson. Málavextir Grímsi, 15 ára |Flakkað á milli tofnana Mikil umfjöllun var um afbrotaunglinga í fjölmiðlum í febrúarmánuði og ffam í mars í kjöl- far skemmdar- ; verka sem unnin voru á sumarbú- stöðum við Meðal- fellsvatn. Sú um- ræða er undanfari þess að Telma Tómasson, blaða- maður Pressunnar, náði sambandi við nokkra unglinga, sem telja má til fýrr- nefnds hóps. Sam- k o m u 1 a g varð á milli blaðamanns og Qögurra ung linga, þar af tveggja undir 16 ára aldri, um viðtal þar sem Lilli er sautján ára og á að i lengstan brotaferi! Sjór- kninganna sem rætt var ll!attn hefur að cígin sögn Irunn sem varl er eítir- jiarverður; hefur btiið á lum meðferðar- og upp- lstofnunum og gisíí síðast lumúiafangeisinu eftir at- pina við Meðalfeilsvatn. í hans hófsí fyrir a’tvöru Ptiu ára aidur og aíbrotin nú orðin svo mörg að fu’.n er iöngu búinn að týna a ttölunni. Laíii óist upp í sveil fyrstu •iárin með móður sinní og 'rtoður. Við skilnað þeirra 'ölskyídan tii Akureyrar, hún bið • -kkur ár. rírr.si cr að verða sextán ára en. i stuttu a*vi hdur hann ílakkað i meðferðarstofnana; Ungíinga milis rðdsins, meðferðarheímílísín fmdum. ungíingageddeOdar við Da og ýmissa heimavistarskóla ghcimUa. Hann hefur engin ter leitast væi'i VÍð “ r 5»m. en er nýlega Su x , k iar cftir margraira *ð varpa ljOSl a ‘ yar sroátakki ví bakgrunn þeirra ffiog það líf.sem þeir lifa. Einnig 'biíJ var^ samkomulag 1, um að nafnleyndar yrði gætt og ungling- amir yrðu ekki þekkjan- legir af þeim myndum sem birtar yrðu. Þá varð samkomuíag milli blaðamannsins og ung- llnganna að þeim væri íilt að breyta einhverju í talinu eða draga til baka tð, sem hugsanlega ynni að verða til þess að kennsl yrðu borin á þá. Ekki var um það rætt að draga mætti viðtal í hciman. Hopuni v hefldtilbaka. fyrir á unglingagc Viðtalið var tekið á Da>’ “ii cfti’ ■ sunnudagskvöldi og á k þriðjudagsmorgni skýrir einn unglinganna móður sinni frá viðtal- inu og ákvað móðirin að fá að lesa viðtalið yfir, en því var hafnað. Annar drengur úr hópnum, skjói- stæðingur Unglingadeildar, skýrði starfsmanni deildarinnar ffá viðtal- inu á miðvikudag og varð niður- staða starfsmanna deildarinnar sú, að óska eftir því að viðtalið yrði dregið til baka. Því var hafnað og birtist viðtalið síðan í Pressunni fimmtudaginn þar á eftir. Kærendur leituðu ekki leiðrétt- ingar, enda töldu þeir það ekki þjóna tilgangi effir að ritstjóri og blaðamaður Pressunnarhöíðu hafn- að óskum um yfirlestur og brottfell- ingu viðtals. í kærunni eru til- greindar þrjár rangfærslur, en meg- inkæruefni er eins og áður segir að tilhlýðilegrar tillitssemi hafi ekki verið gætt og viðkomandi hafi verið valdið óþarfa sársauka og vanvirðu. í greinargerð kærðu, Telmu Tómasson, segir að mark- mið Pressunn- arhafi ver- 16 ára Tillitssemi hafi verið gætt í hvívetna, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á unglingana af upplýsing- um um þá nema ef vera kynnu þeir, sem vel þekktu til mála, en ungling- arnir voru ekki nefhdir sínum réttu nöfnum í viðtalinu. Þá segist kærða hafa virt nauð- synlegan trúnað við heimildarmenn í hvívetna. Þessi regla hafi ráðið því að yfirlestri móður og forsjár- manns hafi verið hafnað. „Við- talið var tekið við fjóra ung- linga, en ekki tvær konur,” segir í greinargerð kærðu. Hún legg- ur einnig áherslu á, að einn unglinganna hafi haft samband og beðið um að teknar yrðu út upplýsingar, sem gætu orðið til þess að hann þekktist og hafi svo verið gert. f hinurn kærðu tilfellum hafi í fyrsta lagi aðrir en rætt var við farið fram á yfir- lestur á viðtali, þar sem nafn- leynd var lofað, og í öðru lagi ekki verið beðið um leiðrétt- ingu, heidur að viðtalið yrði alls ekki birt. Að slíkum kröfum hafi ekki verið hægt að ganga. fór tiljjani Sirrí er á sautjánda aldursán og kemur frá ósköp venjulegu heimili. „Ég á að vísu geggjað- an fösturpabba sem hvorki þolir mig né.vini mtna.“ Hún segir hann aðeins tala til sín af áhuga og tilfmningu þegar hún brjóti af sér og segir það ganga illa * eiga við hann samskipti. ið að gefa sem gleggsta mynd af umhverfi, upp- vexti og lífi svokallaðra afbrotaung- linga. Þess vegna hafi verið leitað milligöngu opinberra aðila, en að- stoð verið synjað. Auk þess að tala við unglingana hafi verið rætt við sálffæðing og lögregluþjón hjá RLR, sem hafi gefið sérfræðilegt mat á stöðu unglinga í þessari aðstöðu. Blaðamaður taldi því að hann hefði vandað sem best upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. "5ðve! ' ’vó!a ’ Umfjöllun f viðtölum af þessu tagi, þegar nafnleyndar er gætt, er í raun verið að gefa mynd af ákveðnum aðstæðum, ekki endilega ákveðnum ein- staklingum. Það getur ekki talist eðlilegt að aðrir en viðmælend- ur sjálfir lesi slík viðtöl yfir. Samkomulag var um að viðtölin yrðu birt og viðmælendum Pressunnarheimi\t að breyta eða fella út atriði, sem gætu orðið til Sigurveig Jónsdóttir Róbert H. Haraldsson Guðjón Amgrímsson Hjörtur Gíslason Jóhanna Sigþórsdóttir Starfandi formaður Siðanefndar, Mörður Ámason, vék sæti í þessu máli. Hann er dálkahöfundur við Pressuna og taldi því ekki rétt ad, fjalla um þetta mál. BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 Mikið úrval af fallegum höfðagöflum, náttborðum, kommóðum og speglum í mismunandi gerðum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.