Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 01.07.1993, Blaðsíða 13
SKOÐANiR Flmmtudagurinn 1. júlí 1993 PRESSAN 13 DAS KAPITAL ... eigi var rúm í gistihúsinu STJORNMAL Aðfara í aðgerðir Viðfangseftii hagfræðinnar er skortur. I landi allsnægta þarf enga hagfræði. I helgri bók kristinna manna, Bifl- íunni, er greint frá skorti á gistirými hina íyrstu jólanótt þegar frelsari vor var lagður í jötu í íjárhúsi. Saga gistihúsabygginga á Is- landi er ekki löng. Fyrsta bygging, sem reist var til að vera hótel, er Hótel Borg í Reykjavík. Var Hótel Borg vígð fyrir Alþingishátíðina 1930 og hýsti tigna gesti ríkis- stjórnarinnar á þeim tíma- mótum. Næst komu tignir gestir þegar himneskar her- sveitir Mússólínis undir for- ystu Balbos flugmarskálks komu sumarið 1933. Jóhannes Jósefsson, sem byggði Hótel Borg, var íþróttakappi. Hann tók fýrst- ur íslendinga þátt í Ólympíu- leikum, en hann sýndi glímu á leikunum í London 1908. Hann barðist síðan í fjöl- bragðaglímu víða um lönd og hlaut mikið fé að launum. Verðlaunafé sitt lagði hann í hótelbygginguna við Austur- völl. Byggingarkostnaður fór úr böndum, eins og í öðrum byggingum síðar. Ekki er þó að efa, að hótelið var byggt fýrir mildð eigið fé í upphafi. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldar létu þeir félagar Silli og Valdi Hörð Bjarnason húsa- meistara teikna fýrir sig hótel sem átti að standa á lóðum við Aðalstræti frá Fjalaketti að Túngötu. Með þeim fram- lcvæmdum hefðu þeir komið í veg fýrir marga deilu um hrútakofa á því svæði. En þeir hugsuðu hótelreksturinn til enda. Þeir veittu því eftirtekt að erlendis voru hótel í eigu járnbrauta- og skipafélaga. En þeir áttu hvorugt og höfðu því enga stjórn á komu ferða- manna til að gista í hinu nýja hóteli. Hótelbyggingar hafa allar götur frá byggingu Hótels Borgar verið fremur tilviljana- kenndar. I hvert skipti sem landinn á auða byggingu dett- ur honum jólaguðspjallið í hug, hann minnist skorts á gistirými og vill bæta þegar úr skortinum. Bændasamtökunum var út- hlutað lóð undir byggingu á Melunum. Byggingin var vel við vöxt og þótti þvi við hæfi ’ að hafa gistirými í henni til að hægt væri að hýsa Búnaðar- þing og Stéttarsambandsþing. Þess á milli átti að leigja her- bergi út. Loftleiðir voru að byggja flugafgreiðslu á Reykjavíkur- flugvelli þegar gömul flugaf- greiðsla brann og félagið neyddist til að flytja alla af- greiðslu til Keflavíkurflugvall- ar. Flugafgreiðslan varð að hóteli fyrir himneska her- skara, sem félagið flutti. Svínabóndi byggði hótel við kjötverslun og vinnslu sína. Það er nú Hótel Holt. Bílasali reisti tilgangslausa slcrifstofúbyggingu við Suður- landsbraut. Byggingu var ekki lokið þegar lcreppa skall á 1967. Seðlabanki, Búnaðar- banki og Ferðamálasjóður veittu lán til að ljúka bygging- unni sem hóteli. Það er nú Hótel Esja í eigu Flugleiða hf. í samræmi við kenningu Silla og Valda. Tveir bjartsýnir, auðugir at- hafnamenn ætluðu að skáka öllum lögmálum og byggðu hótel með aðstoð lánastofn- ana. Þeir áttu ekki flugfélög eða skipafélög. Þess vegna eiga þeir ekki neitt núna, en lána- stofnanirnar eiga hótelin. Það eru Hótel ísland og Holiday Inn. Ekki eru horfur á að Búnaðarbanki og Islands- banki geti selt þessar eignir án þess að bíða af verulegt tjón. En skemmtilegust er sagan um kranastjórann sem var að reisa hús fýrir Tívolí í Hvera- gerði og sá auða lóð. Hann dró ekki af sér fyrr en hann var búinn að byggja Hótel örk. Það hótel er merkilegt fýrir þær sakir að það var teiknað um leið og það var byggt og því eru í því margir augljósir hönnunargallar. Og allt endurtekur sig. Hamborgarasali menntaður úr Ameríku kaupir Hótel Borg. Kostnaður við endur- bætur fór úr öllum böndum eins og þegar Hótel Borg var byggð í upphafi. Tómas Andr- és hefur tekið mörg teygju- stökk og alltaf komið niður á lappirnar. Hvemig það verður nú veit enginn. En hvað ber að hafa í huga þegar hótel eru byggð? Ekki dugir endalaust að hugsa til jólaguðspjallsins. Þeir sem ætla sér að reka hótel vita að kostnaður á her- bergi á fjögurra stjörnu hóteli má ekki fara yfir 100 þúsund dollara, því þá stendur fjár- festingin ekki undir sér, sér- staklega ef eigið fé er lítið. Og hóteleigandi verður að hafa stjórn á væntanlegum gestum. Það vissu Silli og Valdi. Ef til vill verður hótelrekst- ur aldrei verulega arðsamur á íslandi, þar sem slíkur rekstur keppir við hótelíbúðir í öðr- um löndum, en þær eru í eigu efnaðrar millistéttar, sem leig- ir þær fýrir lítið fé til íslenskrar alþýðu á ferðalögum. En margur uppgjafahótel- eigandi á Islandi hefur hugsað eins og einn góður í Sölku Völku: „Það er eins og karlinn sagði, þunnar trakteringar að láta menn þræla nótt og dag alla sína ævi, hafa hvorki í sig né á og fara svo til helvítis á eftir.“ Hvert mannsbarn á Islandi þekkir mætavel þýðingu orðs- ins „efnahagsaðgerðir". Það orð hefur um áratugaskeið verið notað um misgáfulegar reddingar stjórnmálamanna. „Staða sjávarútvegsins“ er svo annað orðasamband sem vek- ur hjá hlustandanum hroll, ekki ósvipaðan þeim sem maður finnur þegar fféttir eru fluttar af ffammistöðu okkar á Ólympíuleikum. „Skuldbreyt- ing“ og „víkjandi lán“ eru orðaleppar sem hafa orðið al- gengari á síðustu árum og eru táknmyndir fýrir þær byrðar sem við berum vegna óskyn- samlegra fjárfestinga og glat- aðra tækifæra. Flest þessi orð höfúm við heyrt síðustu daga. Ekkert þeirra slær þó út orða- sambandið „að fara í aðgerð- ir“, það er eins og ónotatil- finningin skíni úr þessu orða- sambandi. Nú er nýafstaðin svona efnahagsaðgerðahrina. Með gengisfellingunni er ljóst að ríkisstjórnin hefúr ákveðið að horfast í augu við veruleikann og láta skuldsettustu fýrirtæk- in rúlla. Slíkt verður án efa erfitt, sérstaklega ef um er að ræða fyrirtæki í smærri byggðarlögum. Því er loksins gengið frá því að Þróunar- sjóðurinn komist á legg og muni hafa fjármuni úr að spila til að hraða úreldingu skipa og vinnslustöðva. Þann- ig er von til þess að Þróunar- sjóðurinn geti virkað sem nokkurs konar vasabrotsút- gáfa af Treuhand, sjóðnum sem Vestur-Þjóðverjar settu upp til að stjórna atvinnulífi í austurhlutanum og breyting- unni yfir í markaðsbúskap. Það sem mesta athygli vek- ur við þessar aðgerðir er þó að enginn virðist þeim andsnú- inn, ef hagsmunasamtök smá- bátaeigenda eru frátalin. Út- gerðin segir þetta illskást, fisk- vinnslan það sama og verka- lýðshreyfingin er nokkurn veginn með sama tón. Stjórn- arandstaðan hefúr ekki miklu við svör aðila vinnumarkaðar- ins að bæta, segir þetta að vísu ekki gott en virðist almennt á því að aðeins eitt vanti í pakk- ann: Nýsköpun. Ekkert þeirra orða sem talin voru hér í upphafi hefur við- „En skemmtilegust er sagan um krana- stjórann sem var að reisa húsfyrir Tívolí í Hveragerði og sá auða lóð. “ ÁRNI PÁLL ÁRNASON líka ógnarmátt í mínum eyr- um og orðið nýsköpun. Þó er því þannig varið að hljómur þessa orðs fer nokkuð effir því hver á heldur; ef Háskólinn talar um nýsköpun er sjálfsagt að leggja við hlustir, ef stjórn- arandstaðan talar um nýsköp- un er rétt að hafa varann á, ef ríkisstjórnir lofa nýsköpun eiga viðvörunarljósin að fara að blilcka og ef Byggðastofnun talar um nýsköpun er réttast að hafa samband við Al- mannavarnir. Við höfum nefnilega nokkra reynslu af ríkisstjórnar- og stofnana- ákvörðunum um nýsköpun og sporin hræða. Það eru nú komin sjö ár í röð sem við höfum mátt reyna samdrátt í efnahagslíf- inu. Að hluta til valda ytri að- stæður, lægra fiskverð og hátt. Stofnun Þróunarsjóðsins þýðir vonandi að sveitarfélög sjái aðrar leiðir til að tryggja atvinnu eftir gjaldþrot sjávar- útvegsfyrirtækjanna en þá að berjast með kjafti og klóm til að halda skipum, kvóta og vinnslu í byggðarlaginu, því sú barátta mun í flestum tilvik- um enda með ósköpum og stendur í vegi nauðsynlegrar úreldingar. Einhverjar leiðir verður að finna til að minnka kostnað hins opinbera og neytenda af Iandbúnaðarkerf- inu í bærilegri sátt á milli að- ila. Óbreytt ástand gengur ekki. Stundum, þegar ég heyri alla þessa ógnvekjandi orða- leppa sem eru fýlgifiskar um- fjöllunar um efnahagsmál í fjölmiðlum, leyfi ég mér að vona að þess verði ekki of langt að bíða að orð eins og „skuldbreyting“ og „víkjandi lán“ hætti að heyrast. Það get- ur orðið ef hér næst að halda stöðugleika og einfalda fjár- festingarlánakerfi hins opin- bera, svo við endum ekki aftur í þeirri stöðu að ríkið verði „Efstjórnarandstaðan talarum nýsköp- un er rétt að hafa varann á, ef ríkisstjórn- ir lofa nýsköpun eiga viðvörunarljósin að fara að blikka og efByggðastofnun talar um nýsköpun er réttast að hafa samband við Almannavarnir. hrun í afla. En einnig heima- tilbúinn vandi, áratuga sóun á verðmætum og fjárfestingar sem aldrei gátu skilað arði. Hið opinbera hvatti til og að- stoðaði við fjárfestingar í loð- dýrum og fiskeldi, undir for- merkjum nýsköpunar. Enn í dag, eftir sjö ára samdráttar- skeið, berum við einn mesta kostnað sem um getur á Vest- urlöndum af landbúnaðar- stefnunni. I það minnsta hluti fjárfestingar í sjávarútvegi var glórulaus, jafnvel þótt ekki sé tekið mið af þeim aflasam- drætti sem orðið hefiir. Nú er því vonandi öllum ljóst að veislan er búin. Von- andi ganga breytingar og end- urskipulagning sem hraðast fýrir sig á sem átakaminnstan alltaf að komá til bjargar til að bæta fýrir lánagleði opinberra sjóða. Það sem mestu skiptir er að takist að vinda ofan af sjóðasukkinu og einfalda leik- reglur atvinnulífsins til fram- tíðar. Það er líka óskandi að Þróunarsjóðurinn geti starfað á hlutlægan hátt, en verði ekki enn eitt leikfang kjördæma- potara og sérhagsmunaafla. Ef allt þetta gengur eftir gæti dregið úr þörfinni á að vera sí- fellt að „fara í aðgerðir“. En þegar menn biðja um gilda sjóði, sem hið opinbera á að veita úr til að tryggja nýsköp- un og sjá það sem leið til lausnar, sýnir það bara eitt; menn hafa barasta ekkert lært. Höfundur er lögfræðingur. FJOLMIÐLAR SálarkirnurHeimsmyndarritstjórans „Hittfinnst mér miklu sorglegra að hann skuli nú vera kominn í hóp fréttaskýrend- anna sem leita í naflanum á sjálfum sér að skýringum á því sem gerist úti í bœ, af því að hann vill eiga skýringu, en veit lít- ið sem ekkert um málið. Það var háttfall °g snöggt. “ Við forveri minn Gunnar Smári Egilsson vorum sam- mála um ýmislegt. Eitt af því, sem við ræddum oftlega hér á stassjóninni, er sú tegund af fféttaskýrendum og skoðana- hönnuðum sem sezt niður við eldhúsborðið hjá sér og smíð- ar kenningar um það sem þeir lesa í blöðunum. Ekki endi- lega um málin, heldur um af hverju þau eru þarna, hvaða hvatir búi að baki, hvaða duldu skilaboð séu á ferðinni. Þessi týpa er oftast paranoid upp í hársrætur og smíðar þess vegna kenningar sem eiga ekkert skylt við raunveruleik- ann. Við Smári vorum sumsé sammála um að þetta væri mestan part hlægilegt fólk, stundum óvart fyndið, en aldrei þess virði að hlusta á það. Við vissum hversu tilvilj- anakennd blaðamennskan getur verið, hvaða mál lifa og hver deyja, ekki sízt hér á PRESSUNNI. Við sögðum fréttir þegar tilefni gáfust og hægt var að komast inn í mál; flóknara var það nú ekki. En við vorum sammála um að einhver típrósent þjóðarinnar eða svo myndu alltaf reyna að skilja það dýpri skilningi en raunveruleikinn gaf tilefni til. Við því yrði ekkert gert. Þess vegna var soldið fýndið að lesa forsíðufrétt Alþýðu- blaðsins í gær. Þar segir frá grein í væntanlegri Heims- mynd Smára um að Davíð Oddsson hafi reynt að nota hann, þegar hann var ritstjóri PRESSUNNAR, til að koma höggi á Þórð Ólafsson, for- stöðumann bankaeftirlitsins. Því næst var Smári rekinn. Skömmu síðar birtist hin meinta ffétt Davíðs. Hún var um að Þórður væri vanhæfur til að gegna þessari ábyrgðar- stöðu af því hann væri per- sónulega í gjörgæzlumeðferð hjá bönkunum flestum. Lesi nú hver sem betur getur á milli línanna. Látum vera að Smári vilji koma þvi á ffamfæri að ég láti Davíð Oddsson nota mig í eitthvað sem Smári var of mikill prinsippmaðurf?) til að birta. Mannjöfnuðinn óttast ég ekki, auk þess sem ég veit hvernig fréttin varð til. Látum líka vera að hann gefi í skyn að hann hafi verið rekinn fýrir að vilja ekki fara í þetta mál. Það er eðlilegt og ábyggilega sálarleg fróun í því fólgin. Hitt finnst mér miklu sorglegra að hann skuli nú vera kominn í hóp fréttaskýrendanna sem leita í naflanum á sjálfum sér að skýringum á því sem gerist úti í bæ, af því að hann vill eiga skýringu, en veit lítið sem ekkert um málið. Það var hátt fall og snöggt. Hitt hlýtur líka að vera um- hugsunar virði, að blaðamað- ur fari af einum miðli yfir á annan og noti fyrsta tækifæri þar til að blaðra um hverjir voru heimildarmenn hans í fýrra starfinu, ef rétt er. Það er hætt við að fækki snarlega á lista þeirra sem trúa honum fyrir upplýsingum. Þar með væri kannski sjálfseyðilegging- in fullkomnuð.___________________ Karl Th. Birgisson A UPPLEIÐ f JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMAIARÁÐHERRA Stóð loksins við hótan- irnar eftir eitt þúsund og átján skipti. Betra seint en aldrei. MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON DÝRAVINUR Með reglulegu millibili umgangast Islendingar náttúruna eins og villi- menn. Gengi Magnúsar hækkar I hvert skipti. KRISTINN BJÖRNSSON /OSTJÓRI SKELJUNGS Á meðan forstjórar hinna olíufélaganna hlupu af stað til að breyta verði sat hann heima og las Moggann sinn. Á NIÐURLEIÐ I STEINGRÍMUR JOHANN SIGFÚSSON AIÞINGISAAAÐUR Blæs til orrustu gegn Ólafi Ragnari, en þorir svo ekki í sóknina. HALLDÓR ÁSGRlMSSON ALÞINGISAMÐUR Efnahagstillögur Fram- sóknarflokksins? Stærri gengisfelling, fleiri sjóðatilfærslur, meira sukk. Er þetta framtíð- arsýnin? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA Samþykkir sjö og hálfs prósents gengisfellingu og vælir svo opinber- lega yfir að ha fa orðið undir. Hefur ekki Jó- hanna einkaleyfi á þessari taktík?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.