Vísir Sunnudagsblað - 23.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 23.01.1938, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Óaldarseggirnir eru e'kki framar jafnöruggir og' áður í Landinu lielga og má það þakka því dýri, sem þar um slóðir er lalið „óhreint“ — hundinum. Þ. 5. nóvember síðastliðinn voru tveir hermenn úr Black Watcli-herdeildinni — Thomas Hutcliison og Albert Milton — skotnir til bana í bakið, er þeir voru á gangi i Jerúsalem, «n sex stundum síðar var búið að handtaka morðingjana. Það voru tveir lögregluhundar, Jan og Elsa, sem böfðu uppi á þeim. Árum sainan hafði ræningj- um og öðrum óaldarseggjum tekist að forðast lögregluna og hent gaman að erfiðleikum henliár. Þeir voru jafnan ólmltir í fjöllum Judeú og Galileu, á eða mikið niðri fyrir, að tvítaka nokkurn liluta hverrar setning- ar, er hann mælti. Og nú reidd- ist hann æsilega, er .Töklarinn fór að bafa i hótunum við hann. — Tók liann að hoppa frammi fyrir „galdrameistaranum“ og lemja saman hnefunum. Kvað Jöklarann ekki skvldu hafa hetra af þessliáttar tiltektum og mælti m. a. á þessa leið: — Gerðu það hundurinn — hundurinn! Eg hræðist það ekki — liræðist það ekki! — Eg skal senda þér þúsund djöfla — þúsund djöfla! — Og þeir skulu rifa þig sundur — rífa þig sundur — slíla þig sundur — slíta þig sundur — tutlu fyrir tutlu — tutlu fyrir tutlu! I —o— Þá er Bersi liafði lioppað um stund og þeyst þessu og öðru ámóta upp úr sér, tók heldur að „lækka risið“ á galdramannin- um. Gerðist hann nú hinn sátt- fúsasti og kvaðst ekki vilja þrálla um smámuni. Og svo mjúkur varð hann, að liann lagði deilumálið undir úrskurð Bersa. óskorað, og hað þá vera sátta. — Vai'ð Bersi glaður við, sem von var, en lét þó ekki á þvi bera að sinni. Sjálfur kunni hann ckkert fyrir sér — og vissi að hann kunni ekki neitt -— en taldi hinsvegar lang senni- legast, að Jöklarinn væri hinn rammasti galdramaður. (Sira Jónas Jónasson gelur Bersa í Öxnafellskoti í „Þjóð- liáttum“ sínum. Hér er einkum farið eftir frásögn gamals manns i Ilúnavatnsþingi). Eftir fréttaritara United Press í Jerúsalem. sandauðnunum við Miðjarðai’- haf, eða meðal ættingja í hinum óteljandi þorpum um alt landið. Æfðir arabiskir leitarmenn, i þjónustu lögreglunnar, urðu jafnvel að gefast upp við að leita að óróaseggjunum, þvi að þeim tókst ávall að dylja för sín. En hrátt var þolinmæði lög- reglunnar á þrotunx og tveir lögreglufoi'ingjar, Parker og Pringle, voru sendir til Quagga- port, i nánd við Pretoria, í S.- Afríku, en þar æfir S.-Afríku- lögreglan hunda þá, er hún ætl- ar að hafa í þjónustu sinni. I Quaggaport dvöldu lög- reglumennirnir i sex mánuði og lærðu málið, sem þar er lalað, því að þótt kvnlegt kunni að virðast, skilja hundarnir ekki önnur mál. Þeir kyntu sér einn- ig meðferð hundanna og sneru siðan lieim til Jerusalem með tvo liunda af svonefndu Dober- mann Pinsclier-kyni. Þegar fregnin urn komu þeiri’a bai’st út i Palestinu hlógu glæpamennirnir háðslega og hentu gaman að þessu, en að fám vikurn liðnum kom annað hljóð í stx’okkinn. Arah- arnir fóru að óttast þessa fer- fætlu leynilögregluþjóna, sem alt gátu. Hundarnir eru 3 fet á hæð. Dobermann-hundarnir eru í engu líkir hlóðhundunum, sem menn sjá stundum í kvik- myndahúsunum, en þeir eru afarduglegir við að rekja för xnanna. Þeir eru 3 fet á hæð, Iirúnir á lit, stríðhærðir og afar vöðvamiklir. Fyi’stu hundarnir, sem komu til Palestinu, þoldu ekki loftslagið og dóu, en höfðu áður eignast afkvæmi, sem Parker og Pringle æfðu og gerðu að ágætum „lögreglu- þjónurn." í fyrsta skifti sem þeir voi’U notaðir var árangurinn ágætur. Þjófur braust inn i Talavera- hermannaskálana í lithverfi Jerúsalem og stal nolckurum Millssprengjum. Það var komið með tvo hundanna til her- mannaskálans og var annar látinn þefa af poka, er þjófur- inn hafði snert. Hundurinn iskundaði síðan af stað og nam ekki staðar fyr en i Arahaþorpi, utan horgarinnar. Fór liann þar inn í einn kofann, steig' með framfótunum upp á axlirnar á Araba, er þar sat og gelti hátt. Arabinn stökk á fælur og bölvaði þessu „óhreina“ dýri. Hann var ásakaður um innhrot- ið, en sór við nafn spámannsins að Iiann væri saklaus. Engu síð- ur var liann settur í gæsluvarð- liald og síðan var liinn hundur- inn látinn þefa liann uppi inn- an um marga aðra Ax-aha. Þá var lionum nóg boðið og játaði á sig glæpinn umsvifalaust. Dobermann-hundarnir liafa verið notaðir i rúm tvö ár, að- allega i sveitahéruðunum og liafa nálega ætið haft uppi á þeim, sem þeim hefir verið æti- að að finna. Einu sinni var pólskur Gyð- ingur skotinn við vinnu sína í appelsínugarði i Jaffa. Það eina, sem fanst eftir tilræðis- manninn var ólireinn vasaklút- ur og spor eftir beran fót. Stanislaus Sluga, sá er á var skotið, sagði að tilræðismaðui’- inn hefið verið ungur Arabi, bex'fættur með dökkan blett á vinstri kinn. i Hundarnir renna á lyktina. Jan og Elsa voru flutt á vett- vang. Jan þefaði af fótsporinu og leiddi síðan húsbónda sinn langan veg að liúsi Araba eins. Þar settist liann niður og kast- aði mæðinni. Gamall maður kom til dyra, er harið var, og kvað sig og konu sína húa ein í húsinu. En á rneðan lögi’eg'lu- þjónarnir voru að tala við þau, liafði Jan verið að snuðra um- liverfis lxúsið og kom nú til þeirra með slitnar huxur i munninum. — Hver á þessar buxur? spurði Abu-el-Ivalb (það nafn bafa Arabar gefið þeim lög- regluþjónum, er gæta hund- anna). Garnla konan varð fyrir svör- um: — Sonur minn, en liann er í .Taffa. Hann fór þangað í gæi’- morgun og eg hefi ekki séð hann síðan. Arabiskur lögregluþjónn, sem var kunnugur um þessar slóðii’, spurði nú: — Eg þekki son þinn. Hefir liann ekki svarl- an blett á vinstri kinninni? — .Tú, svaraði konan og nefndi jafnframt kaffiliús, þar sem liann var jafnan gestur í Jaffa. Pilturinn, 17 ára, var síðan handtekinn i Jaffa. Hann var látinn standa í röð með öðrurn Aröbum, en hundarnir fundu hann þegar. Síðan var farið me'ð lxann á sjúkrahúsið, þar sexn Sluga lá fvrir dauðanUnx og kannaðist hann einnig við hann. Eftir þetta játaði Arabinn. Um hundrað þúsund sterl- ingspundum hefir samtals ver- ið heitið að launum fyrir þá, er komi upp um hina verstu óald- arseggi, en enginn þorir að gera það, því að þeim, sem það gerir, er dauðinn vís. Þessi laun myndi vafalaust vera enn hærri, ef hundarnir væri ekki svo dug- legir, sem raun her vitni um. En þeir fá ekki önnur sigur- laun en aukamola af sykri og lofsyrði hjá Parker og Pringle. íslanA og Hollantl. (Höf. erindisins, sem.fer liér á eftir, mun vera síra Gunnar Pálsson í Hjarðarholti, d. 1791). Ef • menn vildu ísland eins með fara og Holland, held eg varla IJolland hálfu betra en ísland; auðugt nóg er Island af ýmsu, er vantar Holland; eða hví vill Holland Iijálpa sér við ísland? Gáta. Þar reið maður ]iétta braut, þandi út kálfa báða, vatnaskratti og þjófaþraut, þú skalt nafnið ráða. Karlinn og dauðinn. Karl örmæddur byrði ber, •bað grátandi dauða sér. Ivom þar dauði — karl við brá og kevrði upp á sig baggann þá. ÍDýrt er líf og fagurt er fjör þá farast á. Sléttubönd. (Niðurlag annarar Brynju- bænar): Minni ræðu flýðu frá, fjandi ótta-bundinn; þinni mæðu endir á aldrei verði fundinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.