Vísir Sunnudagsblað - 23.01.1938, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 23.01.1938, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ í NÁND VIÐ HVERINA. Undir þessari fyrirsögn birtir danskt blað myndi'na liér að of- an og getur um leið um áform |>au, sem nú eru á döíinni, um aukna notkun hveraorku hér á landi. var þctla sem sál manns liði á draumvegu -— til þess svo að komast að raun um, að hæðirn- ar í kring væri enn snævi þakt- ar. Og svo komu aðrar hugsanir. Svona löng sumarvera var ekkí heppileg fyrir börn á skóla- skyhlualdri. „Ef við förum þangað ekki aftur næsta vor,“ sagði konan hans, „væri kannske ráðlegast að leigja húsið, til dæmis frá þvi í nóvember og þar til í júní“. Og þau settn auglýsingar í blöðin og Iofsungu fegurð stað- arins, eins og þau enn sæi hann sjálf i fegurðar ljóma. Og í lok auglýsingarinnar settu þau eins og líðkasl: Engin börn. Hjón, sem áttu eina dóttur, komu til þess að skoða liúsið. Þau voru lágvaxin og gild og ó- lundarleg, og erfitt að giska á aldur þeirra, en stúlkan þeirra var himnesk, það var sem liún væri af annari þjóð, hvít yfir- litum með rósrauðar kinnar, snoturlega klædd og án alls ó- hófs, i hvítum kjól með blakt- andi blátt bindi á brjóstinu. 011- um geðjaðist þeim að liúsinu, en það duldist svo sem ekki, að það sem máli skifti í augum for- eldranna var það, að stúlkan yrði ánægð. Hún gekk fram og aftur um garðinn, horfði á alt, sem fyrir augun bar, tólc lauf af sedrusviðartré og sleit af legg draumsóley, sem hafði sprungið út seint. En svo baðst liún af- sökunar og roðnaði. Það var sem liún hefði komið fram eins og húsið og garðurinn væri þeg- ar þeirra eign. „Er dóttir ykkar frisk?“ spurði Grei, ekki í grunsemdar tón, heldur til þess að segja eitl- hvað. „Já, nú er hún alveg búin að ná sér,“ sögðu foreldrar hennar háðir í einu, en þau gátu ekki dulið áhyggjur sínar, er þau liorfðu á liana. „Hún hefir lagt svo mikið á sig. Og hún verður nú að hvíla sig það, sem cftir er ársins. Kennararnir í tónlistarskólan- um eru svo kröfuharðir." Einu sinni eða tvisvar fölnaði stúlkan, en hún skifti fljólt lit- um., Hún varð þegar rauð í kinnum aftur. Henni fanst grunsemd í augum frú Grei og til þess að leiða athygli frá sér isnéri hún sér að Grei: „Hérna hefðið þér getað haft fagran laufskála, signor Grei,“ sagði hún og lagði sig fram til þess að mæla sem alúðlegast, „það hefði verið hægt að sitja þar i forsælunni við leslur. Þér munduð ekki liafa neitt á móti því, ef að við hefðum laufskála hérna?“ Viðræðurnar urðu dálítið stirðari eftir þetla og stuttu síð- ar fóru hjónin og dóttir þeirra og létu sem þau ætluðu að taka til frekari íhugunar, að hittast aftur í Milano, til þess að útkljá málið. „Nei, nei,“ sagði signorina Grei við manninn sinn, þegar þau voru ein saman, og hún liristi höfuðið eins og sú, sem ríkjum réði þarna, „stúlkan er veik“. „Kirkjugarðurinn er ekki langt frá,“ sagði Grei, en svo var sem hann iðraðist þessara orða, og hann sagði: „Ef svo er ættum við að selja þeim húsið, þú kemur ekki til mála, að leigja þeim það.“ Og liann var ekki í rónni fyrr en hann hafði selt Garð — þess- ari fjölskyldu. Honum þótti leilt, að fleiri vildu kaupa það, en hann dró alt á langinn, er um aðra var að ræða, datt ofan á ýmislegt til þess að halda þeim i skefjum, þar til alt var komið í kring, og hann var viss um að htli píanistinn hans, litla stúlk- an himneska, fengi að vera þar, eignaðist heimili þar. Með sjálf- um sér kallaði hann bana skírn- arnafni hennar, en hún hét Ada, og hann sá hana fyrir hugskots- augum sínum í Gárði, þar sem hún sat undir laufskálaþaki og las eða hallaði sér fram á garð- vegginn og horfði út á vatnið. Hann hafði nú tekið það í sig, að þessi fjölskylda skyldi eign- ast Garð og engin önnur — og vegna þessa þráa tapaði hann allmiklu fé, þvi að hann hefði vafalaust getað selt öðrum hús- ið og garðinn með meiri hagn- aði. „Þegar alt kemur til alls,“ sagði liann við konu sína, „er húsið helgur staður. Eg get ekki til þess hugsað að láta það í hendur ókunnugra manna, ef til vill fyrirlitlegra, vondra manna, ])vi að það yrði lil þess að van- helga minningarnar um staðinn. Ertu ekki á sama máli.“ Hún lét hann segja það, sem honum bjó í brjósti, en svaraði engu, og sýslaði við að semja lista yfir þá hluti, sem ekki var tiltekið í samningunum, að fylgdu húsinu. Og það var eink- um einn stóll, sem henni var hugleikið að taka með sér, og liann var kyrr á sínum stað, uns að þvi kom, að það sem flytja átti væri flutt á hrott. „Hvernig stendur á því, að þú vilt hafa þennan stól,“ sagði maðurinn hennar, „þennan kanarí-gula stól. Eg veit ckki hvar þú ætlar að finna stað til þess að hafa hann. „Eg ætla að setja áklæði á hann. Það er lögunin, sem mér fellur, ekki liturinn.“ Þau fluttu snemma morguns dag nokkurn í maí. Ada gekk um garðinn, hún sleit blað al' sedrusviðinum og blóm af liljurunna og nú spurði hún engan leyfis: Blærinn lék um hár liennar, kastaníubrúnt á lit, dálítið úfið. Grei langaði til þess að strjúka það. Hann gekk á eftir henni inn í húsið, í síðasta sinn, og hann gat elcki stilt sig um að segja við hana: „Viljið þér ekki eiga þennan stól? Eg kæri mig ekkert um hann. Kannske — móður yðar kæmi sér vel að hafa hann? — Eg er smeykur um“, bætti hann við „að liljóðfærið sé ekki gott. Það hefir dálítið hörkulegan hljóm, en þér munuð venjast því. Vatnið hérna fram undan hefir sín álirif. Það gerir menn umburðarlynda“. Báturinn, sem flutti Grei og fjölskyldu hans á brott sigldi með ströndinni f>æst i stað, en er hann lagði frá, beint undan Garði, bárust hljómar að eyrum — snöggir leifturhraðir ómarr, en það var Ada, sem lék á hljóð- færið, og Grei fanst hljómarnir minna sig á svölur, 'sem skyndi- lega taka til vængjanna og svifa hátt í loft upp. Þessir tónar — og kannske vélarhljóðið — örvaði liann til þess að segja konu sinni frá þessu litla atviki, um stólinn, og hann gerði það kæruleysis- lega, eins og þetta væri smáatr- iði, sem ekki skifti miklu máli. En konan hans sagði: „Það er ljóst, að þú liefir skil- ið ásthug þinn eftir i Garði.“ I fyrstu særði þetta liann djúpt, getsakirnar, háðið i á- spkuninni — sem ekki var bor- in fram af neinni afbrýði. En svo fyrirvarð liann sig fyrir hversu mikil géðshræring hans var. Hann gat ekki gert sér grein fyrir henni, en vissulega var ást i liuga lians, ást sem var eins og rós, sem elcki blómgaðist fyrr en undir haustið. Hann stóð kyrr um stund og sagði svo við konu sína, en leit i aðra átt en liún stóð: „Eg elska hana — eins og eg mundi elska mína eigin dóttur, sem væri veik. — Henni mun batna þarna.“ Húsið, rósrautt á íit og traust- legt, var næstum horfið milli trjánna. Að eins fimm ár voru liðin frá þeim tíma, er Grei hafði verið alveg sannfærður um, að hann mundi aldrei hverfa þaðan, ])ar sem innan þessara veggja átti að vera heig- ur friðarslaður tengjandi saman sál hans og barna hans. En nú vildi hann framar öllu koraast á hrott og gleyma. Honam var skapi næst að henda öllum far- angri sínum og flulningi í vatn- ið, til þess að honum tyndist

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.