Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 10
jþiggja boð Hjálpræðishersins, þegar hann efndi til jólasamkvæma barna. Þótt oft glymdu hlátrar á samkom- unum og ekki heyrðist mannsins mál fyrir ópum og háreysti, fór ekki hjá því, að margt fólk snerist til fylgis við þessa duglegu predikara. Fleiri og fleiri komu líka upp pallinn á samkomunum og gerðu játningu, og vitnisburðunum í Herópinu hrað- fjölgaði: „Það gleður mig innilega að vera fullviss um fyrirgefningu synda minna, að vita, að ég er frelsuð fyrir Jesú Krists dýrmæta blóð. Sál mín er endurfædd fyrir náðarkraft heil- ags anda. Halelúja! Ég vil í Jesú nafni lifa þeim til hjálpar, sem villtir eru. Auðbjörg Jónsdóttir“. En bardaginn var strangur og stundum þurfti hugrekki í baráttunni. Kadettinn Guðríður Ólafsdóttir segir til dæmis í skýrslu um stríðið á ísa- firði: „Fyrsta sunnudag höfðum við á isamkomu sem áður ekki svo fátt fólk, og djöfullinn sýndi, að hann var vel vakandi og spriklaði út öllum öngum í fólkinu. En mér liggur við að segja eins og bróðir Lárus, að við hefðum gengið af honum dauðum, hefði ekki svo margur orðið til þess að hjálpa honum“. X. Kadettum, lautinöntum og majór- um 'hraðfjölgaði, og mikill fjöldi fólks orti sálma í gríð og ergi. En það sálmaskáldið, sem af bar, var rithöf- undur Sigurbjörn Sveinsson, sem gekk Hjálpræðishernum á hönd á fyrstu misserum hans hér. En jafnvel svo mætur maður sem hann var, varð að sætta sig við misjafnar móttökur, þegar hann gekk um meðal manna erinda Hjálpræðishersins. Einu sinni sagði hann þessa sögu, sem er nokk- uð lifandi mynd af því, er stundum gerðist: „Nýlega var ég að selja Herópið hér í bænum. í einu húsi, þar sem ég bauð blaðið, kom, ung stúlka til dyra. Þegar hún sá mig, lét hún þau orð yfir mig dynja, sem mig hryllir við að hugsa til, slengdi síðan aftur hurðinni og hljóp inn. Hér er ekki allt með felldu, hugs- aði ég, um leið og ég gekk inn og heilsaði fólkinu. Úr hverju andliti gat ég lesið háð og hatur. „Hvað hef ég til saka unnið, að Myndirnar hér að ofan eru af Sigurbirni Sveinssyni og konu hans, Hólmfríði Hermannsdóttur. Það var mikill viðburður í Reykjavík, er þau voru gefin saman 30. ÍÚIÍ sumarið 1901 arf dróttstjóra Hjálpræðishersins, Kristjáni Bojsen, enda i fyrsta skipti sem íslenzkt fólk efndi til svonefnds halelújabrúðkaups. Þangað gátu allir komið, og inngangurinn kostaði 10 aura. Varð enda mjög fjölmennt, og meðal gestanna voru „vísikonsúll Vídalín með frú slnni, frökenarnar Stephensen og Havsteen, ásamt fjölda alþingismanna". „Að bæði brúður og brúðgumi voru upp- örvuð til að bera vitnisburð, var svo sem sjálfsagt, og með hjartanlegri gleði vitnuðu þau bæði um fullt frelsi ■ gegnum lambsins blóð með innilegri áherzlu, hversu dýrðlegur hlutur guðs frelsi væri". ég skuli mæta slíkum viðtökum’“ spurði ég. „Ekkert. En við viljum ekki kaupa Herópið", var svarið. Ég talaði nú alvarlega við fólkið og gi'átbændi það um að snúa sér til lifandi guðs. Síðan féll ég fram og bað: „Heilagi guð, miskunnaðu þig yfir þetta fólk — lát það sjá, hvað það hefur móðgað þig, svo þa® Ieiti eftir náð“. Nú hlupu sumir út, einhver þreif í hár mitt og hrópaði: „Ó, Jesús“, f háðslegum róm .... „Ég vil ekki heyra þetta rugl“> heyrði ég nú einhvern segja. Ég bjóst jafnvel við, að ég myndi fá höfuð- högg og ætlaði að líða það með þús* undfaldri gleði . . . . “ Af svona mikilli auðmýkt gátu hiu- ir beztu menn HjálpræðishersinS, sem annars var oft brugðið um gor- geir og dómgirni, talað og skxifað- Varðveitt er líka frá þessu tíma- bili svipmynd með spaugilegu ívafi, þótt raunar virðist gamansemi hafa verið víðs fjarri predikurum Hjálp" ræðishersins. Má og vera, að þei® hafi verið heilög alvara. Jón Ólafsson gaf um þessar mundir út blað, sem nefndist Nýja öldin- Hann var enginn vinur Hjálpræðis- hersins og skrifaði nöturlega um hann. í langri grein haustið 1898 fer hanh mörgum orðum um það, að alls konar skríll laðist á hverju kvöldi að samkomum hersins. Sumir kom1 þangað til þess að „klæmast við her; kerlingarnar", aðrir hrindi og stjaki hver við öðrum og unga fólkið noti Herkastalann til stefnumóta. Stund- um slái í bardaga, og menn komi þaðan með blóðnasir og jafnvel glóð- araugu, og nýlega hafi tvær konur slegizt í fordyri, dyravörður og gest' ur. Hafi þær hangið hvor í annars hári, og önnur komið úr orrahríðinm klóruð á hendi, en hin í andliti. Iðu- lega verði að kalla lögregluna á vett vang, en þegar hún komi, slái kyrrð á allt, og enginn þykist hafa séð neitt- Herfólkið vilji ekki kæra sökudólg; ana, og er því um kennt, að það vilJ1 frekar fjölmenni og róstur en fa' menni og spekt, því að inngangseyrir- inn sé tíu aurar. Þá er því lýst í greininni, hvernig vinnukonur standi upp og vitni um það, að heilagur andi hafi yfirskyggj þær hálfri stundu fyrir miðaftan a sprengidag í fyrra, og lofi frelsi sitt frá þunga syndarinnar. Greinin var mjög óvinsamleg HjálP ræðishernum, og lét hann nú koma krók á móti bragði. Litlu síðar var ein samkoman helguð Jóni Ólafssym — ekki til þess að úthúða honum, heldur var þar beðið fyrir honum heitt og innilega á marga vegu. Jóu Ólafsson gat svo um þessa óvenju- legu samkomu nokkru síðar og let sem sér hefði vel líkað. 130 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA**

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.