Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 14
Mynd af titilsíðu á rltl þýzks doktors og prófessors um pilsbrækur og brókardjöfla um degi, þá eru þeir hin helzta or- sök hér til að hrella í.srael“. Eitt hið mesta stórvirki djöfalsins hér á Norðurlöndum var eyðing danska flotans við Gotland 29. júlí 1566. Þar drukknuðu þúsundir manna. Að sönnu gerðist þetta í stór- viðri, en stormurinn skall á fyrir þær sakir, að galdrakerlingar gerðu veður að flotanum, því að veitingakona í Kaupmannahöfn hafði keypt þær til þess að ráða einn skipherrann af dögum, svo að hún gæti haldið eign- um, er hann hafði fengið henni í hendur. Djöfullinn lét tízkuna mjög til sín taka, ekki síður en himnafaðirinn, enda var það enginn annar en hann, sem hafði þar forsögn. Tízku var stjórnað frá Víti í þá daga,-en ekki París. Alls konar smádjöflar tóku- sér svo bústað í hinum víðu pilsbux- um, fellingum þeirra, kýlum og gluf- um, sem þeir gægðust út um og mögn uðu þar með svo argan seið, „að vesalar, vanvitugar og saklausar stúlk ur létu freistast og ginnast þar af, — já, jafnvel spjallast og nauðgast, því íð ég læt ykkur eftir að álykta, hvaða hugsanir og hugrenningar hrengja sér að þeim við þetta". Sem dæmi um það, hvað var við að stríða á meginlandi Norðurálfu um svipað leyti og Jóni Arasyni var komið á kné hér á íslandi, er þessi frásögn biskupsins í Frankfurt við Oder um hrakför prests eins á Þýzka- landi: „í þann tíma, sem hann hafði af prédikunarstóli farið hvössum og fordæmandi orðum um þessar ósið- .amlegu, margkýldu buxur, gerði ;ami buxnadjöfull honum það til ^potts og gremju, að hann lagði Hryggilegar spekálur og teikn á ný. fæddu meybarni" næsta sunnudag þessar ótætis buxur þvert yfir prédikunarstólinn". 4 Að slepptum hinum miklu máttar- völdum, góðum og illum, guði og djöfli, var einkum tvennt, sem olli sjúkdómum — stjörnurnar og vess- arnir. Hinir lærðustu menn héldu því líka fram, að himintunglin hefðu áhrif á vessa líkamans og yllu þar eins konar flóði og fjöru. En hér við bættist mikilvægi þess, hvernig staða stjarnanna var, þegar barn var í heiminn fætt. Þar í voru fólgin örlög fólks. Örfáir töldu þó meira máli skipta, hver staða himintunglanna var, þegar getnaðurinn fór fram. Þegar til óvenjulegra tíðinda dró í stjörnugeimnum, gat líka af því hlot- izt hallæri og farsóttir. Af slíkum rótum voru óvenjulegar stórrigningar árið 1524 og mannskæð 'farsótt á meginlandi Norðurálfu 1580. Hitt var elcki skýrt, hvernig því vék við, að fólk dó jöfnum höndum úr sóttinni 1580, hverju sem staða stjarnanna hafði spáð því, þegar það fæddist. Þótt ekki biðu hin sömu örlög kon- ungssonar og kotungssonar, er fædd- ust á sömu stundu, var aftur á móti skiljanlegt. Stjörnurnar gerðu sér mannamun. Áhrifin voru mismunandi eftir metorðum og mannfélagsstöðu. Stjörnufræðin mun þó hafa verið alþýðu manna nokkuð þungmelt. Vessarnir voru fjórir: Blóðið, slímið, gula gallið og svarta gallið. Röskun á þeim olli heilsutjóni, og hér var það, sem læknisdómarnir komu til sögunnar. Við þeim sjúkdómum, sem guð lagði á mannfólkið, stoðaði ekki ann- að en bæn, iðrun og yfirbót. Það gat jafnvel egnt hann til enn meiri reiði, ef einhver ætlaði sér að „afvenda hans straffi" með öðrum ráðum. Af þeim sökum brugðust til dæmis marg ir prestar og sýslumenn á íslandi hið versta við, þegar danska stjórnin ákvað að útrýma fjárkláðanum á átjándu öld með fjárskiptum, þar eð hann var refsing fyrir óguðlegt prjál húsgangsstelpna og hórkvenna i tukt- húsinu á Arnarhóli. Gegn djöflinum og verkfærum hans þótti bálið lengi vel einna áhrifamest. Þó voru einnig viðhafðar fyrirbænir og særingar við það fólk, sem var haldið af djöflinum. Rannsókn á því fór fram með þeim hætti, að það var látið þylja boðorðin, trúarjátninguna og faðirvorið. Þeir, sem haldnir voru af djöflinum, gátu það ekki, og hpfu þá aðrir fyrirbænir, byrjuðu þeir stundum að öskra „eins og hinn fá- tæki Hans Skram í Farringlöse við 134 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.