Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 18
sem verra var: hún fór dýpkandi og botninn fór einnig versnandi. En það varð að hafa það; það mátti ekkert tefja mig við björgunarstarfið! Og nú hélt Villa áfram og kall- aði: — Hvað ertu að segja, á ég að taka í færið, ef það er sterkt? — Já, það er áreiðanlega nógu sterkt, — alveg splunkunýtt; ég keypti það sjálf hjá Ellingsen, daginn áður en við fórum og reyndi að slíta það, en gat það ekki! — Það er áreiðanlega eng- in hætta á, að færið slitni, því að hann er ekkert mjög þungur; ég sá hann núna rétt áðan, — hann kom syndandi hér um bil alveg upp í vatnsskorpuna, en þá var eins og hann væri orðinn dauðþreyttur og uppgefinn — og lyppaðist bara niður og sökk! — Og ég sé hann ekki leng- ur,— nei, — nei, — það er nefni- lega svo agalega djúpt hérna! — Ó, ó! Hvernig vitskert fólk gat talað! Eg hafði svo sem heyrt þess getið, en aldrei heyrt vitleysing tala, hugsaði ég og varð bæði sár og reið- ur. — Hættu þessu kjaftæði, Villa, þú ert orðin kolvitlaus! — Hann hefur alls ekki synt neitt, þvi að hann kann ekki einu sinni sundtökin, hon- um hefur bara skotið upp, — já, skot- ið upp í síðasta sinn------og sokkið svo — til botns! sagði ég. -----Sjálfur getur þú hætt þessu kjaftæði þínu, — þetta er ekkert fynd ið hjá þér, þó að þú getir stundum sagt brandara, þá er ekki þar með sagt, að það sé hægt að hlæja að öllu, sem þú býður manni upp á, þú ert bara frekur og dónalegur! Hann kunni, sko, vel að synda — áður en hann varð svona dasaður og uppgef- inn, greyið! — Já, en, Villa mm, reyndu nú með færinu, áður en hann sekkur al- veg, — fyrir fullt og allt — Dragðu inn, — og kastaðu þangað, sem hann b.vrjaði að sökkva! — Nei, annars! Bíddu, ég er alveg að koma og þá fer ég úr stígvélun- um og sting mér eftir honum, — það er eina ráðið, úr því sem komið er! -----Þegar ég steig upp á landið, þá heyrði ég hennar gamalkunna, dillandi hlátur, og er ég leit rann- sakandi á hana og í augu hennar. — þá sá ég ekkert brjálæði þar, — ekki hið minnsta, Nei, þar var aðeins hið vel þekkta, breiða bros, kringum varaþykkan munn hennar og hinar gáskafullu hláturshrukkur við augun. — Hvernig geturðu fengið þig til að hlæja, undir þessum kringumstæð um, Villa? sagði ég og settist niður i snatri til þess að fara úr bússunum. —- Ó, það er ekki hægt, annað en að hlæja að þér, þó að þú móðgir mann stundum og særir, eins og þú gerðir áðan, En þessi síðasti brandari hjá þér; að fara úr stígvélunum og stinga þér eftir silungnum, var alveg pen- ingavirði. Til hvers erum við þá að fara með stangir og allar þessar veiði- græjur, þegar við höfum annan eins silungaslæðara, ha, ha, ha!! — Eftir silungnum, segir þú! Hver heldur þú, að sé að hugsa um veiði- skap undir þessum kringumstæðum? Eg var kominn úr bússunum og stóð á sokkaleistunum í grasinu og ætlaði að fara að spyrja hana, hvar pabbi hefði sokkið, — ákveðinn í því að stinga mér og reyna að bjarga honum, ef það væri þá ekki orðið of seint, — en það var þó tilraun, — þegar hún sneri sér allt í einu frá mér og hljóp að stönginni og lyfti henni upp og kallaði um leið: — Jú, hann er á enn þá, — ég hélt, að hann væri búinn að losa sig af, því að ég sá stangartoppinn ekkert hreyfast, ég hef, skal ég segja þér, alltaf fylgzt með honum, með því að horfa ýmist á toppinn eða tappann. Nú var ég Kominn að hlið hennar, — eiginlega með það fyrir augum að þrífa af henni stöngina og------ja, ----- og hvað? — — En þessi síðustu orð hennar, — og sér í lagi tónninn, sem hún lagði í setninguna og, sem ég svo oft síðan hef heyrt hjá stangveiðimönnunum (og þeir óafvitandi framleiða) undir sams konar áhrifum, — stöðvuðu mig 'og breyttu í einni svipan öllu við- horfi mínu til hinnar liðandi stundar. Því að hver er sá, sem á annað borð hefur einhvern tíma verið með félaga á stangveiðum, sem ekki þekkir tón- inn í orðunum, þegar hann heyrir fé- laga sinn segja, eftir að hann hefur átt í einhverju stríði með lax eða sil- ung á stöng og hefur kannske hald- ið, að hann væri búinn að „miss’ann", já heyrir hann þá segja: — Jú, hann er á! — Ha, kannastu við tóninn?! -----Þetta var i fyrsta skipti, sem ég heyrði þennan tón og samstundis vissi ég, hvað hann merkti: Villa var, sem sagt, alls ekki brjáluð, og hún var heldur ekki í neinum björgunar- hugleiðingum. Nei, hvorugt! En hún var á stangarveiðum og í — — veiðihug! -----Það var greinilegt, að enginn var að drukkna hér; ekki einu sinni silungurinn, sem nú synti um og var að sjá hinn sprækasti! Það var sem þungu fargi væri af mér létt, er ég fór að átta mig á hlut- unum, en til frekara öryggis og með eins eðlilegri rödd og ég gat, spurði ég Villu: — Heyrðu, Villa, hvar — hvar er pabbi-------og Geiri? — Ha, veiztu það ekki? — Hefurðu ekki séð þá, þarna undir melnum eða hólnum, eða hvað það nú er, þeir hafa allan tímann verið þar, og ég hugsa, að þeir standi í honum grjót- nógum. — En það gerum við nú líka, — við erum bara rétt að byrja, — heldurðu það ekki? Hún benti í áttina að lítilli hæð, sem gekk fram að vatninu töluvert langt í burtu, og sá ég þá greinilega þar! — Já, já, — báða! Og samstundis hurfu allir skuggar burt úr veröldinni; hún ljómaði hrein og skær í hvítu heiðarsólskininu og mér fannst svo undursamlegá gott að lifa og vera til, — þvi að nú voru líka allir til, — já, allir voru til, sem einhvers virði var að lifa fyrir.---- Og þá, allt í einu, fór hjólið — veiðihjólið að marra: fyrst hægt. en svo tók það töluverðan =pretí o,g þagn aði svo snögglega! — Ó, ó, — almáttugur minn! Aga- lega er-hann sterkur. Hann strikar, — strikar! — Ó, hvað á ég að gera!? Hjálp! Hjálpaðu mér, góði Guð og Gummi minn! hrópaði Villa, sýnilega skelkuð og leit bænaraugum til mín. — Eg! — Átti ég að hjálpa henni? Var hún í raun og veru að biðja mig B«?isif% JZKrKHSQtj 138 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.